Þjóðviljinn - 23.10.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 23.10.1985, Side 15
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Fram Vín í Frarnarar mæta stórskotaliði Rapid Wien á Gerhard Hanappi leikvanginum í Vínarborg í kvöld. Þetta er fyrri viðureign lið- anna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa en síðari leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum mið- vikudaginn 6. nóvember kl. 14.30. Róður Framara í kvöld verður leikur í kvöld mjög þungur. Rapid hefur ekki tapað í fyrstu 14 umferðunum í Austurríki - er efst með 25 stig og markatöluna ógnvænlega, 55:8. Hans Krankl og Júgóslavinn Kranjcar eru tveir af markahæstu leikmönnum Evrópu um þessar mundir og hafa skorað rúmlega 30 af þessum mörkum. - VS Landsliðið Tveir sigrar íslenska karlalandsliðið í handknattleik lék þrjá æfinga- leiki gegn „íslendingaliðum“ í Vestur-Þýskalandi um helgina. Liðið vann Lemgo 26:16 á föstu- dagskvöldið og Wanne-Eickel 26:22 á laugardaginn en gerði síð- an jafntefli við Hameln, 26:26, í fyrrakvöld. Strax að loknum leiknum við Hameln hélt íslenska liðið til Sviss. Þar tekur það þátt í sterku alþjóðlegu móti sem hefst í dag. í fyrstu umferð mætast A.Þýska- land og Sviss-b, ísland og Sviss, og loks Svíþjóð og Rúmenía. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Páll Ólafsson var markahæstur í fyrsta leiknum, gegn Lemgo, og skoraði þá 11 mörk. Alfreð Gíslason skoraði flest mörk gegn Wanne-Eickel, 6, og Atli Hilm- arsson var síðan markahæstur gegn Hameln með 6 mörk. - VS Handbolti Fylkir vann tvo Fylkismenn tóku vel við sér í 3. deildinni í handknattleik um helg- ina eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Þeir sigr- uðu Völsunga 22-16 að Laugum og síðan Þórsara 21-13 á Akur- eyri. Staðan í 3. deild er þá þessi: lA...............3 2 1 0 68-54 5 ReynirS..........3 2 1 0 61-56 5 Þór A 4 2 1 1 83-76 5 UMFN 3 2 0 1 87-80 4 Týr 4 2 0 2 100-80 4 (BK 3 2 0 1 80-54 4 (H 3 2 0 1 85-83 4 Selfoss 3 1 2 0 71-65 4 Fylkir 4 2 0 2 76-66 4 Völsungur 4 1 0 3 94-100 2 Skallagrímur 3 1 0 2 62-75 2 Hveragerði 4 0 1 3 106-130 1 ögri 3 0 0 3 34-88 0 -vs Handbolti Valur-Fram í úrslitum Valur og Fram leika til úrslita á Reykjavíkurmótinu í meistaraflokki karla í handknattleik. Valsmenn sigr- uðu spútniklið ÍR 29-21 i gærkvöldi og Víkingur vann Þrótt 37-27. Fram var yflr gegn Ármanni þegar blaðið fór í prentun. Það verða Víkingar og ÍR sem leika um þriðja sætið á mótinu en úrslitaleikirnir fara fram á sunnu- daginn. -VS Atlamótið TBR vann allt Keppendur frá TBR sigruðu í öllum greinum á Atlamótinu í badminton sem fram fór á Akra- nesi um síðustu helgi. Wang Junie sigraði í einliða- leik karla, Þórdís Edwald í ein- liðaleik kvenna, Wang og Sigfús Ægir Árnason í tvfliðaleik karla, Þórdís og Elísabet Þórðardóttir í tvfliðaleik kvenna og þau Jóhann Kjartansson og Kristín Magnús- dóttir báru sigur úr býtum í tvenndarleik. Sigurvegararnir eru á myndinni hér að ofan. Kiwanisklúbburinn Þyrill og Badmintonfélag Akraness sam- einuðust um þetta minningarmót en Atli Þór Helgason, sem lést af slysförum fyrir fimm árum, var mikilvirkur meðlimur í báðum fé- lögum. England Upp- reisn æm! Jafntefli South- ampton og Liverpool Southampton fékk nokkra uppreisn æru eftir 7-0 skellinn gegn Luton s.l. laugardag með því að gera jafntefli, 1-1, við Li- verpool í Super-Cup keppninni í gærkvöldi. David Armstrong kom Sout- hampton yfir úr vítaspyrnu 12 mínútum fyrir leikslok en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Paul Walsh fyrir Liverpool. Sunderland og Millwall fjar- lægðust hættusvæðið í 2. deild með þýðingarmiklum sigrum. Sunderland vann nágrannana frá Middlesboro 1-0 og Millwall sigr- aði botnliðið Carlisle 3-1. Derby County komst í annað sætið í 3. deild með 2-1 útisigri í Gillingham. Walsall og Notts Co- unty töpuðu sínum leikjum á meðan og Wigan og Brentford skutust uppí þriðja og fjórða sæt- ið. -VS/Reuter Hreiðar Hrei&arsson átti góðan leik með Njarðvíkingunum í gærkvöldi og hér skorar hann þrátt fyrir varnartilburði ívars Asgrímssonar. Mynd: E.ÓI. Úrvalsdeildin Stadan I úrvalsdeildinni í körfuknattlelk: UMFN...........4 4 0 343-293 8 (BK............4 3 1 303-309 6 Haukar.........4 2 2 292-296 4 Valur..........4 1 3 283-286 2 IR.............4 1 3 306-324 2 KR.............4 1 3 289-308 2 Stlgahæstir: Valurlngimundarson, UMFN. RagnarTorfason, |R......... BirgirMikaelsson, KR....... Jón Kr. Gíslason, IBK...... Pálmar Sigurðsson, Haukum. Haukar og KR leika annað kvöld f Hafnarfírði kl. 20 og á föstudags- kvöldið mætast efstu liðin, ÍBK og UMFN, f Keflavík. Heljartökum haldiö Njarðvík vann með 19 stigum í Hafnarfirði. Alltaf yfir. Njarðvíkingar hafa enn helj- artök á Haukum. Þau eru teljandi á fingrum annarar handar þau skipti er Haukar hafa unnið Njarðvík. Og á þessu varð engin breyting í gær. Njarðvíkingar unnu auðveldan sigur á slöku liði Hauka 96-77. Það sem einkenndi fyrri hálf- leikinn var taugaveiklun. Leik- menn beggja liða gerðu sig seka um tvígrip og skref trekk í trekk. Auk þess var sóknarnýtingin mjög léleg, sérstaklega hjá Hafnarflörður 22.10. Haukar-UMFN 77-96 (33- 43) 5-12, 16-26, 24-41, 33-43, 39-59, 51- 61, 53-70, 65-79, 77-96. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 18, Viðar Vignisson 16, (var Webster 13, Henning Henningsson 12 og (varÁs- grímsson 12, Eyþór Árnason 2, Ólafur Rafnsson 2 og Kristinn Kristinsson 2. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 33, Jóhannes Kristbjörnsson 18, Helgi Rafnsson 12, Ámi Lárusson 11, (sak Tómasson 8, Kristinn Einarsson 6 og Hreiðar Hreiðarsson 6, Ingimar Jóns- son 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímsson, - sæmilegir. Maður leiksins: Valur Ingimundar- son, UMFN. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Haukum. Njarðvíkingar náðu á þessum tíma 10 stiga forskoti, sem þeir höfðu nær allan leikinn. Staðan í hálfleik var 43-33 Njarð- vík í vil. í byrjun síðari hálfleiks náðu Njarðvíkingar að auka forskotið og ná 20 stiga mun. Þá tóku Haukarnir kipp og leit allt út fyrir að þeir næðu að jafna. En þá kom aftur slakur kafli hjá þeim og Njarðvíkingar bættu aftur við forskotið og sigruðu með 19 stiga mun. Fyrirfram var búist við hörku- leik, þar sem þetta eru tvö topp- liðin og urðu menn því fyrir von- brigðum. Leikurinn náði því aldrei að verða spennandi. Hjá Njarðvík var Valur Ingi- mundarson mjög góður, en auk hans áttu þeir Jóhannes Krist- björnsson og Hreiðar Hreiðars- son góðan leik. Hjá Haukum var Pálmar Sig- urðsson bestur. fvar Webster átti góðan leik í vörninni, en var mis- tækur í sókninni. - Logi. A tvinnumennska Omartil Luzem? Rangers sýnir honum einnig áhuga Ómari Torfasyni, markakóngi 1. deildarkeppninnar í knatt- spyrnu, hefur verið boðið til æfínga hjá svissneska 1. deildar- félaginu Luzern, liðinu sem Sig- urður Grétarsson leikur með. Ómar fer til Sviss að loknum Evrópuleik Framara í Vín í kvöld og dvelur í nokkra daga hjá Luz- ern en félagið hefur hug á að bjóða honum atvinnusamning. Skoska stórliðið Glasgow hefur einnig sýnt áhuga á að fá Ómar til liðs við sig. -VS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.