Þjóðviljinn - 29.10.1985, Side 1

Þjóðviljinn - 29.10.1985, Side 1
MANNLÍF ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Fiskvinnslan Þarf að tvöfalda launin Soffanías Cecilssonformaður Sambands fiskvinnslustöðva: Kaupiðþyrfti að tvöfalda til að fáfólk aftur ífiskvinnsluna. Getum ekki keppt við þjónustugreinarnar um starfsfólk Það er engin spurning að mannckla er mesta vandamál fiskvinnslunnar um þessar mund- ir. Okkur er ómögulegt að keppa við þjónustugreinarnar í landinu um starfsfólk kaupsins vegna. Ég get nefnt þér eitt lítið dæmi. Ég þurfti að láta smíða nýtt stýrishús á bát sem ég á. Þetta stýrishús kostar jafnvirði eins einbýlishúss, samt er það ekki stærra um sig en þvottaherbergi í slíku húsi. Hvernig getur staðið á þessu? Hér finnst mér gengið of langt og þetta og ýmislegt annað þyrfti rann- sóknar við. Þetta sagði Soffanías Cecilsson formaður Sambands fiskvinnslu- stöðva er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær, en aðalfundi sam- bandsins lauk um síðustu helgi. Soffanías sagði að nú væri svo komið að hver einasta fisk- vinnslustöð í landinu væri rekin með tapi. Svo hefði ekki verið á fyrri hluta þessa árs, þá hefðu nokkrar stöðvar verið með hagn- að, en svo væri ekki lengur. Hann benti á að nú stæðu mál þannig að hægt væri að reka saltfiskverkun með hagnaði, en þá væri bara ekkert hráefni að fá, vegna þess að allir eru búnir með kvótann sinn, sem sannaði enn einu sinni hvílík vitleysa kvóta- BSRB Virkari samstöðu Kjaramálaályktun þings BSRB: Stórhœkkun launa og verðtryggingu. Markmiðum verði náð með virkri upplýsinga- starfsemi og þátttökufé- lagsmanna Þing BSRB sem haldið var í síð- ustu viku samþykkti ályktun um stefnu bandalagsins fyrir næstu kjarasamninga og er meginá- hersla lögð á stórhækkun launa og verðtryggingu þeirra. Samn- ingar BSRB eru lausir um næstu áramót. Kjaramálaályktun þingsins hljóðar svo: „Það er öllum ljóst, að í maí 1983 var lögbundin stórfelld kjaraskerðing þegar afnumin var vísitölutrygging launa. Og 30% kaupmáttarhrap varð staðreynd. BSRB leggur höfuðáherslu á þrjá meginþætti: Stórhækkun launa með megináherslu á lægstu launin, fulla verðtryggingu launa og samræmingu á því misræmi sem orðið er á launum ýmissa hópa opinberra starfsmanna mið- að við störf annars staðar í þjóðfélaginu. Þingið telur að þessum mark- miðum verði best náð með virkri upplýsingastarfsemi og þátttöku sem flestra félagsmanna í barátt- unni, ekki síður á milli samninga en í samningalotunum sjálfum og með virkari samstöðu heildar- samtaka launafólks í landinu." gg kerfið væri. Ég veit ekki hvaða ráðum á að beita til að bæta ástandið. Ef til vill ætti að breyta stöðuheiti kvenna sem vinna í fiskiðnaði og kalla þær fiskfreyjur og vita hvort það gæti lyft launum þeirra eitthvað upp, því það er alveg ljóst að stórátak verður að gera til að fá fólk til starfa í fiskiðnaðin- um, sagði Soffanías Cecilsson. - S.dór Vöxtur í þorskeldi Góður árangur hefur nýlega náðst í eldi þorskseiða í rannsóknarstöð norska fiskimál- aráðuneytisins í Austevoll, á vest- urströndinni sunnan Bergen. Að sögn vísindamanna þar hafa þeir náð að þróa upp aðferð sem ætti að vera brúkleg í framtíðinni til þess að ala upp verulegt magn þorskseiða. Um 200 þúsund þorskseiði hafa þegar náð nægilegri stærð til að hægt sé að flytja þeu til fisk- eldisstöðva, þar sem þau eru alin í kvíum. Nokkur eftirspurn er þegar orðin eftir þorskseiðunum, en eldisþorsknum er slátrað þeg- ar skortur er á þorski á markaðn- um, og þannig næst betra verð fyrir hann. _ ÖS Sjónvarp Heimildamynd Útvarpsstjóri tók þá ákvörðun f gærmorgun að gerð skyldi heim- ildamynd um Kvennasmiðjuna í Seðlabankahúsinu, sagði Marí- anna Friðjónsdóttir dagskrár- gerðarmaður en hún og Sonja B. Jónsdóttir fréttamaður sjón- varpsins munu vinna myndina. Myndin verður væntanlega 30 mínútna löng. Við getum ekki gert öllu skil sem á sýningunni er en megininntak myndarinnar verður það sama og í sýningunni, störf kvenna og kjör þeirra. Við vitum ekki hvenær myndin verð- ur sýnd, ýrvinnslan tekur sinn tíma en við vonum að það verði fljótlega. Hver kostnaðurinn verðum vitum við ekki enn, né heldur hvað myndin má kosta en það verður reynt að komast af með eins lítinn pening og hægt er. Við erum sem sagt rétt að byrja og vonum bara að myndin heppn- ist. _ aró Þór á þakinu Slökkviliðið var á sunnudag kallað að Þjóðminjasafninu eftir að starfsfólk hafði fundið reykjarlykt í safnhúsinu. Við at- hugun kom í Ijós að startari í lampa hafði brunnið yfir en til frekari öryggis leituðu þjóðminj- avörður og starfsmenn slökkvil- iðsins af sér allan grun og könnu- ðu húsakynni safnsins rækilega. Að sögn Þórs Magnússonar er enn töluvert af gömlum raflögn- 1 um í húsinu en búið er að koma fyrir lekaleiðum á öllum rofum og einnig endurnýja raflagnir víða. Gert hefur lokaátak í því að yfirfara og endurnýja raflagnir hússins þegar Listasafnið flytur| út væntanlega á næsta ári. - Ig/Mynd E.Ól.f Foreldrar- forðist kossaflens Peking - í kínversku blaði segir að ástir meðal æskulýðsins séu að verða meiriháttar vandamál í Kína. Ástin gerir unglingana áhugalausa um nám og störf. Ástæður fyrir því að ástin grípur unglingana hejjartökum eru einkum sinnuleysi um örlög þjóð- arinnar, klám og skortur á öðrum tómstundum en útvarps- og sjón- varpsnotkun. Eru foreldrar var- aði við því að iðka kjass og kossa- flens frammi fyrir ungviðinu og þeim bent á að unglingar þroskist nú fyrr en áður. _ ÞH/Reuter

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.