Þjóðviljinn - 29.10.1985, Síða 3
FRETTIR
Bónussamningar
Þarf einfaldara kerfi
GuðmundurJ. Guðmundssonformaður VMSÍ: Fráleittað taka eitt
afbrigðið út og alhœfa útkomuna yfir alla línuna. Harma viðbrögð
norðanmanna
Allar kannanir sem gerðar hafa
verið eftir að þessir nýju bón-
ussamningar tóku gildi, sýna að
atvinnurekendur þurfa að borga
mun meira en áður. Það væri
ákaflega merkilegt ef ekki kæmi
fram einhver galli á þessu nýja
kerfi. Ég tel að þetta þurfi um 2ja
mánaða reynslutíma. Samning-
arnir eiga að endurskoðast fyrir
1. aprfl n.k. og sú endurskoðun er
þegar byrjuð, segir Guðmundur
J. Guðmundsson formaður
Vcrkamannsambands íslands.
Miklar umræður hafa verið um
bónussamninga sem VMSÍ gerði
fyrr í sumar en þó nokkur verka-
lýðsfélög hafa fellt samningana
og forsvarsmenn verkalýðsfélaga
á Akureyri hafa gagnrýnt að
samningarnir komi illa út fyrir þá
sem skila lágmarksvinnuaf-
köstum.
„í þessum samningum erum 30
afbrigði við úteikninga að ræða
og það er fráleitt að taka út eitt
afbrigðið og alhæfa þá útkomu
yfir alla línuna eins og gert hefur
verið. Eg harma þessi viðbrögð
norðanmanna, mér finnst ófé-
lagslegur tónn í þeim. Allar
breytingar á bónus hafa ávallt
kostað deilur innbyrðis en að
taka eitt afbrigði samninganna
útúr og sleppa því að um veru-
legar hækkanir hafi verið að ræða
á öllum grunnum er ekki sann-
gjarnt,“ sagði Guðmundur. -Ig
Bónussamningar
Mismunurinn of mikill
Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands:
Viljum grundvallarbreytingar á VMSÍ-samningnum
Það er mikil óánægja hjá fólki.
Því líkar ekki að það sé verið
að brcikka bilið enn meira á milli
þess. Við viljum fá fram grund-
vallarbreytingu á þessum bónus-
samningi
Verkamannasambandsins, segir
Þóra Hjaltadóttir formaður Al-
þýðusambands Norðurlands.
Verkalýðsfélagið Eining á Ak-
ureyri hefur lagt fram kröfur
wmsmm
sínar um breyttan bónussamning
en félögin fyrir norðan tóku ekki
þátt í samningagerðinni með
VMSf í surnar. Lítið hefur enn
þokast í samningunum en í sl.
viku héldu nokkur félög á Norð-
urlandi ásamt forystumönnum
Alþýðusambands Vestjfarða
samráðsfund þar sem staða bón-
ussamninga var rædd. „Ef ekkert
gengur í okkar þreifingum á
næstu dögum þá verður að blása
til samstarfs með þessum fé-
lögum,“ segir Þóra. Verkalýðsfé-
lögin á Hornafirði og í Þorláks-
höfn hafa sýnt slíkri samstöðu
áhuga.
Þóra segir að í bónussamningi
VMSÍ ríkti hraðinn mun meira en
nýtingin við kaupútreikning. Ef
vinnuafköst séu í lágmarki en
nýtingin góð fáist lítill sem enginn
bónus en ef hraðinn er t.d. mikill
en nýtingin léleg fáist mun meiri
bónus.
„Þessi mismunur á botninum
er mjög mikill og við viljum að
miðað sé við gamla fyrirkomu-
lagið þar sem hraði og nýting
voru metin jafnara við út-
reikningana,“ sagði Þóra.
-lg
BSRB þingið
Ný stjóm
Kristján Thorlacius
endurkjörinn formaður.
Örlygur Geirsson annar
varaformaður.
Varastjórn riðlaðist
Aðalstjórn BSRB var sjálfkjör-
in á lokadegi þingsins á laugar-
daginn, og sömuleiðis formaður
og varaformaður. Kristján
Thorlacius var endurkjörinn for-
maður, Albert Kristinsson fyrsti
varaformaður, og Örlygur Geirs-
son var kosinn annar varafor-
maður.
í aðalstjórn sitja nú: Ásta Sig-
urðardóttir, Einar Ólafsson,
Haukur Helgason, Hólmfríður
Geirsdóttir, Sjöfn Ingólfsdóttir,
Sæmundur Guðmundsson og
Þorgeir Ingvason.
Varastjórn varð nokkuð frá-
brugðin því sem kjörnefnd lagði
til í upphafi, þ.e.a.s. röð stjórnar-
manna breyttist. Eftir að kjör-
nefnd hafði kynnt tillögur sínar,
var stungið upp á Ragnari Stef-
ánssyni út úr sal og var þá kosið
upp á nýtt. Þá má segja að röð
varamanna hafi snúist við og er
hún nú skipuð þannig: í fyrsta
sæti Þorgerður Jóhannsdóttir, 2.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, 3.
Oddur Pétursson, 4. Ragna Ól-
afsdóttir, 5. Helgi Andrésson, 6.
Sigrún Aspelund og í sjöunda
sæti varð Ólafur Jónsson. Kjör-
nefnd hafði lagt til að Sigrún
Aspelund yrði fyrsti varamaður.
Ragnar Stefánsson hlaut 88 at-
kvæði í kosningunni og dugði það
ekki til.
Utbreiðslunefnd var einnig
kosin á laugardaginn. Hana skipa
Úlfar Teitsson, Jóhannes Gunn-
arsson, Erlingur Aðalsteinsson,
Gísli Baldvinsson og Ögmundur
Jónasson. Varmenn eru Randver
Þorláksson og Lilja Guðmunds-
dóttir. Þá á stjórn BSRB eftir að
tilnefna tvo menn í nefndina. Út-
breiðslunefndin er nýtt fyrirbæri í
BSRB og er talið að hún geti haft
talsverð áhrif, en hún á að sjá um
öll áróðursmál fyrir bandalagið.
-gg
Vfsindi og stjórnmál. Þingmenn Alþýðubandalagsins fóru í náms- og kynnisferð í Rannsóknastofnun
landbúnaðarins í gærdag og var forkunnarvel tekið af vísindamönnum og starfsfólki. -Ljósm. Sig. M.
Öryggismálin
Ólafsvík
Óttast fólksflótta
Kvótinn búinn. Hraðfrystihúsinu lokað. Yfir50 manns án atvinnu.
Sjávarútvegsráðherra harðlega gagnrýndur. Kvótakerfi og gengisstefnu
stjórnarinnar kennt um
hvenær og hvort frystihúsið kom-
ist í rekstur á ný. „Þetta er mjög
svart og það er ekki auðvelt að
koma hlutunum í gang aftur þeg-
ar búið er að stoppa."
Á almennri ráðstefnu um at-
vinnumál sem haldin var í Ólafs-
vík á laugardag var kvótakerfinu
Þetta er skammarlegt
Óskar Vigfússonformaður Sjómannasambandsins:
Það er til háborinnar skammar að7%
fiskiskipaflotans skuli vera án haffœrisskírteinis
Þetta er mjög alvarlegt ástand
og það eru engar lausnir í at-
vinnumálum sem maður eygir í
augnablikinu. Það fólk sem hefur
misst atvinnuna hefur ekki í neitt
annað að hverfa hérna og maður
óttast að fólkið hreinlega flýi héð-
an, segir Bárður Jensson formað-
ur verkalýðsfélagsins Jökuls í Ól-
afsvík.
harðlega mótmælt og hart deilt á
sjávarútvegsráðherra sem sat
ráðstefnuna. Var nýframlögðu
kvótafrumvarpi mótmælt og
skorað á ráðherrann að gefa línu-
veiðar heimabáta frjálsar til ára-
mó.ta, til að bjarga atvinnulífinu á
staðnum. -Ig
Pað er vissulega margt að í ör-
yggismálum sjómanna, en
það er að mínum dómi til hábor-
innar skammar að 7% fiskiskipa-
flotans skuli reynast vera án haf-
færissklrteinis við skyndiskoðan-
ir á 12 mánuðum, sagði Óskar
Vigfússon formaður
Sjómannasambands íslands, er
Þjóðviljinn leitaði álits hans á
frétt blaðsins sl. laugardag um að
7% flotans reyndist vera án aff-
Á sjötta tug manna er á
atvinnuleysisskrá í Ólafsvík eftir
að stærsta fyrirtækinu í bænum,
Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur h/f var
lokað í sl. viku.
„Þessi rekstrarstöðvun er fyrst
og fremst afleiðing af kvótakerf-
inu og gengisstefnu ríkisstjórnar-
innar. Þessum atvinnuvegi er
haldið í bullandi tapi, þannig af ef
maður er ekki í fullum afköstum
til að velta vandanum á undan
sér, þá stoppar þetta sjálfkrafa,"
segir Guðmundur Björnsson
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
hússins. Hann segir alveg óvíst
Grikklandsvinir
Hellas með fund
Grikklandsvinafélagið Hellas, sem stofnað var í
fyrravetur, byrjar vetrarstarf sitt að þessu sinni
með fundi í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10,
flmmtudaginn 31. október kl. 20.30. Þar mun Kristján
Árnason menntaskólakennari flytja fyrirlcstur um
Grískar menntir á íslandi og einkum fjalla um þýðing-
ar eldri og yngri skálda á forngrískum bókmenntum.
Viðar Eggertsson leikari mun lesa valda kafla úr
þessum þýðingum. f framhaldi af því mun síðan Þor-
steinn Þorsteinsson menntaskólakennari fjalla um
grískar nútímabókmcnntir á fundi í byrjun janúar og
kynna íslenskar þýðingar á þeim. Á fundinum á
fimmtudaginn verður ennfremur sýnd stutt vídeómynd
um Aþenu og helstu sögustaði á nágrenni hennar, svo
sem Delfí, Mýkenu, Epídavros og eyjarnar sem ferða-
ntenn heimsækja gjarna í dagssiglingu frá Aþenu.
Loks kemur á fundinn grískur ferðamálafrömuður,
Basil Nakos, forstjóri KM Travel&Tourism, og skýrir
fyrir félagsmönnum hugmyndir st'nar um heppilegustu
tilhögun á fyrirhugaðri menningarferð urn Grikkland á
vori komanda undir leiðsögn formanns, Sigurðar A.
Magnússonar. Milli atriða verður leikin grísk tónlist af
hljómböndum. Bornar verða fram veitingar meðan á
fundi stendur. Allir velunnarar Grikklands eru vel
komnir á fundinn.
ærisskírteinis við skyndiskoðun
Landhelgisgæslunnar á 12 mán-
aða tímabili.
Óskar sagði að ástandið í ör-
yggismálum sjómanna hefði
vissulega batnað mikið á tiltölu-
lega stuttum tíma, en samt væri
enn mjög margt að. Og ef menn
vildu vera raunsæir þá væri mjög
erfitt að lagfæra þetta. Lög og
reglugerðir duga skammt, það er
fyrst og fremst hugarfarsbreyting
hjá sjómönnum sjálfum sem
verður að koma til, sagði Óskar.
Hann benti á að tíð áhafna-
skipti á fiskiskipum væru eitt það
versta í þessu efni. Menn væru á
tveimur jafnvel þremur bátum
yfir árið. Fyrir bragðið vissu
menn ekki hvar öll björgunar-
tækin væru geymd í skipunum og
skipstjórnarmenn væru kæru-
lausir um að kynna nýjum
mönnum hvar þau væri að finna.
í þessu máli eiga margir sök en
ég geri mér grein fyrir því að erfitt
er að leysa það í eitt skipti fyrir
öll, nema allir sjómenn leggist á
eitt um það, aðrir leysa vandann
trauðla fyrir þá, sagði Óskar.
-S.dór
ÞJOÐVILJINN - SIÐA 3