Þjóðviljinn - 29.10.1985, Qupperneq 6
FLÓAMARKAÐURINN
Einstakt tækifæri
Trommuheili á gjafverði
Lítið notaður sem nýr Roland RT-
808 trommuheili, til sölu. Selst á að-
eins 10.000 krónur. Upplýsingar í
síma 36718 flestar stundir dagsins.
Símaborð
Símaborð með Ijósi og skáhillu fyrir
skrifblokk, til sölu. Hringið í síma
35742.
Svampdýna - hjónarúm
Nýleg tvíbreið svampdýna fæst gef-
ins.
Nýlegt hjónarúm selst ódýrt. Sími
685423.
Til sölu
Hjónarúm með nýlegum springdýn-
um, selst á 5.000 kr. Einnig stór,
gamall ísskápur með frystihólfi, kælir
mjög vel, á 2.000 kr. Upplýsingar á
Digranesvegi 120, Kópavogi, eftir kl.
19.
Herbergi óskast
óska eftir að taka á leigu herbergi í
Vesturbæ með aðgangi að eldhúsi
og snyrtingu. Upplýsingar í síma
10172.
Flygill til sölu
Gamall, en nýuppgerður Hörung og
Möller flygill til sölu. Upplýsingar í
síma 671037.
Ibúð óskast til leigu
Eldri maður óskar eftir að taka 2ja
herb. íbúð á leigu í miðbæ eða Vest-
urbæ. Upplýsingar í síma 10172.
Dúkkurúm tii sölu
hvít, með handmáluðum rósum í
tveimur stærðum. Rúmin eru skrúfuð
og límd saman og er óhætt að fullyrða
að þau endast í mannsaldur.
Auður Oddgeirsdóttir, sími 611036.
Flóamarkaður
Dýraverndunarsambandsins
að Hafnarstræti 17, kjallara, eropinn:
mánudaga, þriðjudaga og miðviku-
dagafrákl. 2-6 e.h. Fjölbreytturvarn-
ingur á boðstólum. Gjöfum veitt mót-
taka á sama stað og tíma. Ykkar
stuðningur - okkar hjálp.
Samband Dýraverndunarfélags
íslands.
Svefnbekkur til sölu
með rúmfatageymslu í höfuðgafli,
áfastri hlið öðrumegin með hillu.
Lengd á dýnu 198 cm, breidd 85 cm.
Selst á hálfvirði. Upplýsingar í síma
29498.
Saumaskapur
Saumastofa úti á landi tekur að sér
saum ullarfatnaði og ýmsu öðru. Sími
99-7667 og 99-7641.
Mig vantar pening
í skólann
Gott kvenmannsreiðhjól til sölu. Upp-
lýsingar í síma 72900.
Óska eftir
að kaupa kvenmannsreiðhjól og
barnastól á hjól. Hringið í síma
17087.
Óska eftir
2-3 herbergja íbúð miðsvæðis í borg-
inni. Góðri umgengni heitið. Einhver
fyrirframgreiðsla ef óskað er. Nánari
upplýsingar í síma 22346 eftir kl. 18.
Eldgamall barnavagn
Okkur vantar eldgamlan barnavagn
(eða hjólin undan honum) frá því um
aldamót, til að nota í leikmynd. Erum í
síma 15813 eftir kl. 20 í kvöld eða í
símum 15442 og 29125 næstu kvöld.
Nemendur í leiklistarskóla ís-
lands.
Þvottavél til sölu
Til sölu notuð Morty Richards 518
þvottavél og einstaklingsrúm, með
springdýnum sett saman á hliðum.
Upplýsingar í síma 19707, eftir kl.
20.
Til sölu
er gömul og góð Westinghouse
þvottavél, getur tekið allt að 8 kg í
einu. Einnig tvíbreiður svefnsófi.
Hvorttveggja selst gegn vægu verði.
Á sama stað óskast tvöfaldur vaskur
til kaups. Frekari upplýsingar í síma
610316.
Húsgögn til sölu
Rúm, náttborð og skápur með inn-
byggðu skrifborði til sölu. Upplýsing-
ar í síma 83968 milli kl. 18 og 19 alla
daga.
Til sölu
hekluð lopapeysa. Falleg gjöf til vina
hérlendis sem erlendis. Upplýsingar í
síma 79248.
Barnfóstra - USA
Tvítug stúlka óskast til barnfóstru- og
heimilisstarfa í New York. Nánari
upplýsingar í síma 77393.
Vélritun - heimavinna
Vanur vélritari getur tekið að sér vél-
ritun í smáum og stórum verkefnum.
Islenska, sænska, danska, enska.
Upplýsingar í síma 15734.
Verkstæöispláss
óskast til leigu, 60-80 fermetrar.
Verður að hafa vatn og rafmagn.
Lofum góðri umgengni. Upplýsingar í
síma 28321 og 44944.
Ræstingar
Þjóöviljann vantar starfsmann til ræstinga.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 81333.
Leslu
oðeins
stjómarbloðin?
Höfuðmálgagn
stjórnarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)81333
FÓLK ÁFERÐ! \
Þegar fjölskyldan ferðast
er mikilvægt
að hver sé á sínum stað
— með beltið spennt.
mIumferðar j
Mráð y
FRÁ LESENDUM
Jafnretti kynjanna
Nú kemur brátt sá dagur sem
markar þau tímamót að liðin eru
10 ár frá byrjun kvennaáratugar-
ins títtnefnda. Við erfiðan mál-
stað, er tekur í raun til allrar
mannkynssögunnar, er eðlilegt
að vakni sú spurning hvort
eitthvað hafi áunnist í baráttu
kynjanna að mætast og líta á
hvort annað sem manneskjur
með sama siðferðilegan rétt.
Við skoðun á sögu þessa hnatt-
ar, kemur í ljós að vinsælt hefur
verið að flokka okkur í háa og
lága, hvít og svört, misgul, heil og
sjúk, spariklædd með stöðutákn
ýmisskonar, með mislaunaða
þræla í vinnu, en svona má áfram
halda sem þið vitið innst inni.
Ekkert vekur nefnilega meiri
fögnuð í hjörtum velunnara mis-
réttis heldur en að kynin deili sem
harðast um það hvort skuli vaska
upp, elda matinn, þurrka börn-
um um munna, aka bílnum,
versla í matinn, bera pokana og
svo mætti lengi áfram telja nær
endalaust. í fáum orðum virðist
mest orkan fara í að loka augum
og eyrum frá því sem ég tel orsök
misréttis kynjanna.
Hina raunverulegu orsök mis-
réttis tel ég vera þá blindu í fólki
almennt, að vera sífellt að kepp-
ast við að vera meiri öðrum. Þessi
hundgamla ást í veraldlegan auð,
hlýtur að hafa það í för með sér að
aðrir verða misrétti beittir.
Sú náðargáfa sem umburðar-
lyndi nefnist, virðast konur hafa í
ríkara mæli en karlar. Blessaðar
stúlkurnar hafa semsagt fórnað
rétti sínum fyrir stundarfrið í
formi undirgefni við skilnings-
sljóa karla. Ef að við hugsum
okkur skák, karl teflir við konu,
karlinn gæti þess að halda henni
frá þekkingu á leikfléttum er bera
þann árangur að hann verði
undir, semsagt særi karlmennsk-
una.
Hvenær í ósköpunum áttar
fólk sig almennara á því að
jafnrétti kynjanna snýst ei um
rifrildi um verkefni, heldur
hreina stéttabaráttu. Baráttuna
um að auðurinn, afrakstur vinn-
unnar, hætti að safnast á fáar
hendur aurafíkinna, heldur fari
að dreifast á allar hendur réttlát-
lega. Þetta er spurning um áhersl-
upunkt, því fram að þessu hefur
orka jafnréttissinnaðra af báðum
kynjum farið í að deiia um verk-
efnaskiptingu, en ekki um rót
meinsins, jafnrétti til lifibrauðs.
Sú staðreynd, að konur hafa í
gegnum allar aldir treyst í lotning
körlum fyrir stjórn mála, hefur
haft þá eðlilegu afleiðingu að þeir
þykjast eiga heiminn og allt sem í
honum er. Það þarf að fara að
renna upp fyrir ykkur það ljós
stúlkur mínar að karlarnir hafa
brugðist trausti ykkar. Útkoman
heitir: Ég ég ég. Hugsandi um
mest sig, hafa karlarnir reist sér
eigið samtryggingarbákn, rétt-
nefni leiðtoga þeirra kerfiskallar.
Þrælar vanans eru þeir réttnefnd-
ir. En eitt skuluð þið athuga, þeir
hræðast allar breytingar, þræða
allar leiðir til réttíætingar stefnu
sinni. Þið skulið bara fara að
ræða þessi mál stelpur og fáíð til
liðs við ykkur stráka réttsýna og
þá detta vopnin úr höndum
þeirra í áföngum sem ábyrgð
bera. Karlarnir hópast til iðrun-
ar, ef þið komið þessum leið-
togum til þess að finna til sektar á
réttan hátt. Á þessum áratug haf-
ið þið bent þeim á margt, en þið
verðið að athuga að stilla betur
saman strengi ykkar. Stofnið al-
vöru samtök um málstaðinn,
hættið að rífast um leiðir, því
ekkert gleður þá meir. Þetta er í
raun svo einfalt mál að óska þess
að karlar og konur eigi jafnan rétt
til launa, náms, starfs, semsagt
alla þætti samfélagsins. Við
skulum öll muna að þjóðfélagið
er eitt stórt heimili. Stjórn þessa
heimilis hafa annast misvitrir
menn í gegnum tíðina, þjáðir af
fjarveru ykkar, stelpur.
Það er nú einu sinni staðreynd,
já og almennt viðurkennd meira-
segja, að karlar og könur eru ekki
alveg eins í allri hugsun og kemur
það til af ýmsu sem við þekkjum
öll. Karlarnir státa sig af því að
hafa meiri líkamlega burði. En
þorið þið að segja þeim almennt
að þið eigið ei síðra fram að færa,
tilfinningalegu hliðina. Sú hlið
flytur nefnilega fjöll, að sagt er.
Konur, fram nú allar, og farið
að fletta þennan skrípaleik kerf-
isins klæðum. Alveg er ég viss um
að þið getið það með réttum spil-
um. Nú hlýtur að vera komið að
fæðingunni eftir tíu ára með-
göngu. Þið hafið verið kúgaðar á
svo margan hátt í gegnum aldirn-
ar, órannsakanlegt umburðar-
lyndið ykkar, víst er um það.
Verið svo vissar um það að við
erum margir sem blöskrar hátt-
erni kerfisins, vitandi það að þið
stelpur, komuð lítið nálægt bygg-
ingu þess.
Baráttukveðjur
17.10. Ágúst Oli.
Símon Mámsson
frá Siglufirði
F. 3. október 1902.
Símon Márusson er allur.
Hann lést liðlega 83ja ára gamall.
Hann var elstur af stórum barna-
hópi föður síns og stjúpu. Hann
ólst upp við kröpp kjör sveitalífs
þeirra tíma og lærði því ungur að
vinna og bera ábyrgð.
Þessi uppvaxtarár mótuðu við-
horf hans til lífsins enda varð
honum tíðrætt um sveitina og
sauðburðinn. Hann þekkti af
eigin raun þá nálgun sköpunar-
verksins að sitja yfir lambfé á
sauðburði og sjá líf kvikna í kyrrð
íslenskrar vornætur, þegar tím-
inn verður afstætt hugtak og
frumþarfir mannsins til hvíldar
og svefns gleymast.
Þessar stundir urðu honum svo
hugleiknar að hann hélt áfram að
annast um sauðfé eftir að hann
hafði stofnað heimili í kaupstað
og tekið sér starf daglauna-
mannsins. Þessi fjárbúskapur á
litlu lóðinni við Hlíðarveg í Siglu-
firði veitti honum ótaldar ánægj-
ustundir. Það var eins og þreytan
gleymdist þegar hann kom heim
að afloknu dagsverki og tók að
snúast í kringum kindurnar sínar.
Þær voru persónur með eigin
skapgerð og vilj a, og urðu Símoni
óþrjótandi umræðuefni allt til
hans síðustu daga.
Trúlega munu flestir minnast
Símonar sem kyndara á ketilhúsi
síldarverksmiðjanna í Siglufirði.
Fáir hafa skilið þar eftir sig fleiri
svitadropa en Símon. Starf
kyndarans á fyrstu árum verk-
smiðjanna var stöðugt strit við
kolamokstur. Jafnframt því varð
kyndarinn að þekkja katlana og
þeirra viðbrögð við eldsmatnum.
Símon þekkti þá. Hann heyrði
jafnan á drunum ketilsins ef
hleðsla múrsteinanna hafði hagg-
ast. Símon kynti í tæp 40 ár og
varð þess aðnjótandi að kynnast
að eigin raun þeim breytingum
sem urðu á störfum kyndarans
við að hverfa frá kolakynding-
unni til þess að fá eldsneytið
rennandi sem olíu eftir leiðslum
beint inn í ketilinn. Þá varð hægt
D. 22. október 1985.
að stjórna kyndingunni með því
að skrúfa til krana í stað þess að
moka kolum mismunandi hratt.
Þetta kunni Símon að meta enda
dáðist hann að hugviti mannsins
og þeirri tækniþróun sem það
leiðir af sér. Hann trúði því stað-
fastlega að tæknin miðaði að því
að gera mannlífið léttara og
ánægjulegra.
Alla tíð dáðist hann að fersk-
leika og sjálfstæði æskufólksins
og naut þess að hafa í kringum sig
unglinga við störf og leik enda
sóttust unglingar eftir því að fá að
vinna undir leiðbeiningum og
stjórn hans.
Símon las mikið og var ótrú-
lega fróður og minnugur á það,
sem hann hafði lesið. Hann fylgd-
ist því alltaf með atburðarás sam-
tíðarinnar, ekki einungis þeirrar
sem næst honum stóð, heldur
einnig fjarlægra heimshluta.
Bókin stytti honum stundir síð-
ustu æviárin þegar hann undi
glaður við sitt hlutskifti á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar í
Hafnarfirði. Þar leið honum vel
og var þakklátur fyrir hvert það
lítilræði, sem fyrir hann var gert.,
Hann var sáttur við lífið og það
að hafa skilað sínu starfi til næstu
kynslóðar.
„Vitur maður hefur sagt að
næst því að missa móður sína sé
fátt hollara ungum börnum en að
missa föður sinn”, eru upphafs-
orð merkrar bókar. Símon missti
móður sína á ungbarnsaldri. í
huga hans var móðir hans ímynd
fegurðar og gæsku. Líklegt er að
meðal annars þetta hafi orðið til
þess að hann bar í brjósti óvenju-
mikinn hlýhug til þeirra kvenna
sem stóðu honum næst um ævina,
til ömmu sinnar, stjúpu sinnar,
eiginkonu og dætra sinna. Hann
var stoltur af sínum afkomend-
um, enda barngóður með af-'
brigðum. Það var unun að sjá
hann meðal barnanna. Þótt hann
gæti lítið borið sig um á síðustu
æviárunum hélt hann börnunum í
nálægð sinni með viðmótinu einu
saman. Það var eitthvað svo
notalegt að skríða í holuna hans
afa...
En nú er afi dáinn og við verð-
um að láta okkur nægja ylinn af
minningunum.
Við kveðjum þig Símon með
söknuði og þakklæti.
Atli Dagbjartsson.
Okkar ástkæri afi, Símon Már-
usson frá Siglufirði er kvaddur í
dag frá þjóðkirkjunni í Hafnar-
firði.
Hann bjó lengst af í Siglufirði
að Hlíðarvegi 23, með eftirlifandi
konu sinni Ölöfu Bessadóttur.
Það var margs að minnast er
við komum saman systkinin, og
ákváðum að skrifa nokkrar
kveðjulínur. Okkar æskuár voru
á Hólavegi 10 Siglufirði, og var
stutt að hoppa yfir girðinguna til
afa og ^mmu. Stundir okkar voru
ófáar hjá afa í kjallaranum, er
hann var að smíða handa okkur
sleða eða skíði, svo eitthvað sé
nefnt. Fengum við auðvitað að
taka til hendinni með honum, og
nutum þolinmæði hans. Ekki
spillti það ánægjunni að fara svo
upp til ömmu og fá eitthvað gott í
magann.
Síðustu ár æfi sinnar bjó afi hjá
foreldrum okkar, og verður erfitt
fyrir okkur og barnabarnabörn
hans, sem áttu svo margar stundir
hjá honum við spilamennsku og
sögur, að trúa því að hann sé ekki
lengur í herberginu sínu. Þar sem
honum leið svo vel. En allt tekur
enda. Þín ævi var björt og starf-
söm.
Og minninguna um þig munum
við eiga. Hvíl þú í friði elsku afi.
Barnabörnin þín,
Særún,Stína, Ólöf, Símon Þór