Þjóðviljinn - 29.10.1985, Side 14
Suður-Afríka
Prestafor
hindnið?
Jóhannesarborg - Hópur hvítra
presta í Suður-Afrfku óttast að
yfirvöld muni svipta þá vega-
bréfum sínum vegna fyrirætl-
ana þeirra um að fara til fundar
við leiðtoga Afríska þjóðar-
ráðsins, ANC, í Lusaka í Zam-
bíu.
Innanríkisráðherra Suður-Af-
ríku, Stoffel Botha, hefur hótað
að hindra för prestanna en hann
tók ekki fram hvernig það yrði
gert. Átta stúdentar frá einum
virtasta háskóla landsins, Stellen-
bosch nærri Höfðaborg, voru
sviptir vegabréfum sínum fyrir
skömmu þegar þeir ætluðu að
fara til Lusaka.
Átta manns létust í óeirðum
um helgina í Suður-Afríku og er
fjöldi þeirra sem látist hafa á
þeim rúmlega 20 mánuðum sem
óeirðir hafa geisað í landinu far-
inn að nálgast 800. Yfirvöld settu
herlög í Höfðaborg og nágrenni
um helgina en þar hafa óreiðirnar
verið hvað harðastar að undan-
förnu.
ERLENDAR
FRÉTTIR
haraldsson/R EUTER
HEIMURINN
Vestur-Þýskaland
4% ■ í r || ■ ■ ■ r
Grænmgjar i fylkisstjom
Bonn - Flokkur græningja í
fylkinu Hessen í Vestur-Þýska-
landi samþykkti ífyrrakvöld að
ganga til stjórnarsamstarfs
með jafnaðarmönnum. Fá þeir
eitt ráðherraembætti í fyikis-
stjórninni og verður Joschka
Fischer umhverfismálaráð-
herra.
Þetta er í fyrsta sinn sem Græn-
ingjar taka þátt í stjórnarsam-
starfi og varð það til þess að Hel-
mut Kohl kanslari réðst harka-
lega á jafnaðarmenn fyrir að
leiða til valda flokk „sem hafnar
iðnaðarþjóðfélaginu og dregur í
efa grunnþætti þingræðisins“.
Jafnaðarmenn svara því til að
andstaða Græningja gegn Nató
komi í veg fyrir að þeir geti orðið
þátttakendur í landsstjórninni og
auk þess stefni jafnaðarmenn að
því að hljóta hreinan meirihluta í
þingkosningunum sem fram eiga
að fara árið 1987. Jafnaðarmenn
búa við góðan meðbyr í augna-
blikinu og í skoðanakönnun sem
birt var um helgina kom í ljós að
50% aðspurðra kváðust treysta
Johannes Rau kanslaraefni jafn-
aðarmanna best fyrir stjórnarfor-
ystu. Helmut Kohl hlaut stuðning
38% aðspurðra.
Þótt Græningjar hafi samþykkt
að taka þátt í samstarfi við Jafn-
aðarmenn í Hessen ríkir ekki ein-
ing meðal þeirra um að stefna að
„rauð-grænu“ bandalagi um allt
land. Tvívegis mun reyna á af-
stöðu þeirra næsta árið. í mars
verða fylkiskosningar í Neðra-
Saxlandi og næsta haust í Bæjar-
landi. í báðum fylkjunum gæti
stuðningur Græningja reynst
jafnaðarmönnum nauðsynlegur
til að taka völdin af kristilegum
demókrötum. Jafnaðarmenn í
Bæjarlandi vilja ekki útiloka
samstarf við Græningja.
Kóngafólk
Hver er skoðun Karls prins?
Melbourne - Pólitískar deiidur
hafa nú risið vegna ummæla
sem einn helsti ráðgjafi Karls
bretaprins hafði eftir honum í
viðræðum við blaðamenn.
Lýsti ráðgjafinn þar áhyggjum
prinsins vegna óeirðanna sem
orðið hafa í Bretlandi að und-
anförnu og hafði m.a. eftir hon-
um að þær væru „neyðaróp"
frá fátæktarsvæðum sem
þyrftu meiri fjárveitingar.
Löng hefð er fyrir því að breska
konungsfjöldskyldan blandi sér
ekki í pólitík og svo virðist sem
það hafi ekki verið ætlun prinsins
að rjúfa þá hefð. Hins vegar mun
ráðgjafinn hafa gerst sekur um
lausmælgi sem Karl er sagður
hafa áminnt hann fyrir.
Sú regla gildir í flestum þeim
samkomum sem konungsfjöl-
skyldan býður blaðamönnum til
að þeim er bannað að vitna í há-
tignirnar. Nokkur blöð brutu
þessa reglu þegar þau vitnuðu í
orð ráðgjafans en önnur blöð og
fréttastofur virtu þagnarskyld-
una. Konungsfjölskyldan hefur
hótað því að blaðamönnum frá
þeim blöðum sem birtu ummæli
ráðgjafans verði framvegis ekki
boðið í samkvæmi eða ferðalög
með einstökum fjölskyldumeð-
limum.
Leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, Neil Kinnock, vitnaði í hin
tilgreindu ummæli Karls prins
þegar hann réðst á stefnu Thatch-
er-stjórnarinnar á þingi í gær.
Elísabet drottning mun hins veg-
ar hafa sent Thatcher forsætis-
ráðherra óformlega afsökunar-
beiðni þar sem fram kom að það
hefi ekki verið ætlunin að vega að
stjórnarstefnu hennar.
Palestína
Bhagwan
hamttekinn
við flótta-
tilmun
Portland - Inverski gúrúinn
Bhagwan Shree Rajneesh var
handtekinn ásamt 12 læri-
sveinum sínum í fyrradag þeg-
ar þeir reyndu að flýja Banda-
ríkin. Handtakan átti sér stað á
flugvellinum í Portland í Oreg-
on og jafnframt henni voru
tvær einkaþotur Bhagwans
kyrrsettar.
Mikill styrr hefur staðið um
starfsemi Bhagwans í Bandaríkj-
unum að undanförnu og hefur
lögreglan unnið að rannsókn á
fjárreiðum hans og ýmsu öðru.
Svo virðist sem Bhagwan og læri-
sveinarnir hafi ætlað til Bahama-
eyja og hefur lögreglan grun um
að í flugvélunum sé að finna um-
talsverðar peningaupphæðir.
Söfnuður Bhagwans telur að
hans sögn um hálfa miljón áhang-
enda og eru flestir þeirra í Banda-
ríkjunum, Vestur-Evrópu og
Ástrah'u. Helsti ráðgjafi Bhagw-
ans yfirgaf höfuðstöðvarnar í
Oregon í síðasta mánuði og men
henni 15 manns og sakaði Bhag-
wan þau um að hafa stolið milj-
ónum dollara frá söfnuðinum.
Ráðgjafinn svaraði því til að þau
hefðu verið orðin leið á Bhagwan
sem ekki hugsaði um annað en
munað og ríkidæmi, slíkt ætti fátt
skylt með trúariðkunum.
Hussein konungur milli tveggja elda
Yasser Arafat er íAmman íJórdaníu til að rœða umfriðarumleitanir. Reagan og Peres toga íhina áttina
Amman - Yasser Arafat leiðtogi PLO
kom i gær til Amman í Jórdaníu til við-
ræðna við Hussein konung. Tilgangur
viðræðnanna er að hleypa nýju lífi í leit
að iausn á deilum araba og ísraels en á
undanförnum fimm vikum hafa orðið
ýmis tíðindi sem draga mjög úr líkum á
því að hægt sé að ná samningum um
framtíð palestínsku þjóðarinnar.
Undanfarna mánuði hefur Hussein reynt
að afla fylgis Bandaríkjanna við samkomu-
lag sitt við Arafat frá því fyrr á þessu ári.
Það er fólgið í því að haldin verði alþjóða-
ráðstefna um deilur araba og ísraela með
þátttöku allra deiluaðila, þar með talið
PLO. Hugmyndir þeirra Husseins og Araf-
ats um lausn á búsetuvanda pflestínu-araba
er sú að stofnað verði palestínskt sjálfs-
stjórnarríki á vesturbakka Jórdanár, sem
nú er hernuminn af ísrael, og að það verði í
ríkjabandalagi með Jórdaníu.
Hussein leggur áherslu á að samningum
verði hraðað vegna þess að landnám gyð-
inga á vesturbakkanum gengur svo ört fram
að fyrr en varir gæti sú staða komið upp að
það sé ekkert til að semja um, landið
fullnumið og pólitískt óframkvæmanlegt að
rýma það.
Ferðalög og
þumalskrúfur
Tilraunir Husseins til að fá bandarísku
stjórnina á sitt band hafa orðið fyrir ýmsum
skakkaföllum undanfarnar vikur. Morðin á
ísraelunum þremur í Larnaca á Kýpur, loft-
árás ísraelska flughersins á höfuðstöðvar
PLO í Túnis sem fylgdi í kjölfarið og ránið á
ítalska farþegaskipinu Achille Lauro, allt
þetta hefur valdið því að stjórnmálamenn á
Vesturlöndum eru tortryggnaði í garð Ar-
afats og PLO en áður. Áfleiðingarnar birt-
ast ma. í því að breska stjórnin aflýsti boð-
uðum fundi með sendinefnd frá PLO, undir
því yfirskini að sendinefndin hefði neitað
að undirrita yfirlýsingu þar sem beiting of-
beldis var fordæmd, í sömu viku var fundi
sendinefndarinnar með embættismönnum
Efnahagsbandalags Evrópu frestað og loks
var tillaga um að bjóða Arafat að halda
ræðu á afmælishátíð Sameinuðu þjóðanna
dregin til baka.
Mubarak (efst tv.) hafði heitið þeim Arafat (neðst tv.) og Hussein (neðst th.) stuðningi í friðarumleitun-
um þeirra en nú virðist sem atvik liðinna vikna hafi dregið úr áhuga hans. Bandaríkjastjórn reynir að
koma á viðræðum þeirra Husseins og Peres (efst th.) en sá síðarnefndi vill ekki ræða við Arafat og
hans menn.
Arafat hefur brugðist við þessum atburð-
um með því að ferðast á milli höfuðborga
arabaríkja og heita á forystumenn að
bregðast ekki skyldum sínum við málstað
Palestínu. Sögusagnir hermdu að hann
myndi ljúka þeirri hringferð í Egyptalandi
þar sem Hosni Mubarak forseti hefur reynt
að ýta bandarískum vinum sínum til stuðn-
ings við ráðagerðir þeirra Arafats og Huss-
eins. Ekki hefur þó enn orðið úr þeirri
heimsókn og gætu eftirmál sjóránsins hafa
dregið úr frumkvæði Mubaraks.
Hussein er hins vegar milli tveggja elda.
Hann vill halda fast við friðarumleitanir
sínar en bandaríska stjórnin hefur beitt
hann vaxandi þrýstingi til að láta Arafat
sigla sinn sjó og taka upp beinar samnings-
viðræður við ísrael. Shimon Peres forsætis-
ráðherra ísraels setti fram tilboð um slíkar
viðræður í ræðu hjá SÞ í síðustu viku og
bætti því við daginn eftir að tilboðið næði
einnig til palestínumanna sem standa utan
við PLO. Daginn þar á eftir herti stjórn
Reagans enn á þumalskrúfunni þegar hún
lét undan körfum þingsins um að setja við-
ræður við ísrael að skilyrði fyrir sölu á
bandarískum vopnum til Jórdaníu. Hussein
brást reiður við þessu skilyrði og sagði að
það líktist engu meir en fjárkúgun.
Herjað á friðinn
úr öllum áttum
Og yst á báðum vængjum reyna menn að
sporna gegn því að einhver árangur náist. í
ísrael liggur Peres undir ámæli frá hægri-
mönnum fyrir það að vilja yfirhöfuð tala við
Hussein og á stjórn hans von á því að van-
trauststillaga gerði lögð fram á þingi næstu
daga.
Andstæðingar Arafats meðal palestínu-
araba og innan PLO reyna á hinn bóginn
sitt til að grafa undan þvf trúnaðartrausti
sem hann hefur aflað sér á alþjóðavett-
vangi. Sjóránið og morðin í Larnaca eru
dæmi um slíkt og auk þess á Arafat í höggi
við öfluga andstæðinga í Líbanon þar sem
eru palestínumenn á bandi sýrlendinga.
Fréttaskýrandi egypska blaðsins Al-
Akhbar, Moussa Sabri, sagði í blaði sínu í
síðustu viku að það orkaði tvímælis hvort
Arafat gæti tekið þátt í friðarumleitunum
sem eini fulltrúi palestínsku þjóðarinnar.
Diplómatar og fréttaskýrendur í Amman
sögðut í gær ekki telja miklar líkur á því að
i Hussein léti Arafat sigla sinn sjó. Hins veg-
j ar telja þeir víst að Hussein muni leggja hart
| að PLO að viðurkenna tilveru ísraelsríkis.
Reyndar hafa samtökin gert það óbeint
þegar þau undirrituðu árið 1982 yfirlýsingu
arabaríkjanna þar sem segir að öll ríki í
Mið-Austurlöndum eigi sér tilverurétt.
Hins vegar hefur PLO neitað að samþykkja
bókanir SÞ þar sem eingöngu er rætt um
palestínumenn sem flóttamenn og hvergi
fjallað um rétt þeirra til eigin lands.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri6judagur 29. október 1985