Þjóðviljinn - 29.10.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 29.10.1985, Síða 15
_____________MINNING____________ Dr. Sigurður S. Magnússon prófessor Kæri Sigurður, sú var tíðin, að þú hringdir oft í mig vikulega eða oftar. Það var 1959, þegar þú varst vaktstjóri okkar bæjarvaktarlækna. Á þess- um tíma tókstu sjálfur margar vaktir í bænum, auk þess sem þú tókst a.m.k. þinn hluta af vöktum Fæðingardeildar. Okkur vakt- læknum fannst þú vera sívakandi og því ekki að undra þótt okkur þætti við eiga að gefa þér auka- nafnið Dr. Sívago. Það var nafn sem bar hátt í heimsfréttum á þessum tíma. Þú miðlaðir mörgum auka- vöktum til mín og kom það sér vel því að frumurannsóknir gáfu þá lítið í aðra hönd. Hratt flýgur stund. Allt í einu eru liðin 25 ár og í rúman áratug, sem við höfum starfað á Land- spítalanum, hefur aðeins gefist tími til að tala saman 2-3svar á ári, ef nauðsyn bar til vegna sam- skipta deilda okkar. Þegar þú hringdir í mig þann 16. þ.m. og fórst að spyrja mig út úr um atriði viðvíkjandi fram- kvæmd doktorsvarnar í lækna- deild hélt ég að þú hefðir hringt í skakkan mann. Þú talaðir við mig eins og ég væri gamalreyndur deildargráni, sem væri trúandi til að kunna ritual doktorsvarnar, en myndi fráleitt vera spurður um neitt nýlegt í faginu. En þetta var bara þægilegur inngangur að efn- ismiklu símtali okkar. Þú sagðir: „Óli, við höfum báðir áhuga á rannsóknarmálun- um. Ég bað tvo kollega okkar fyr- ir vestan að semja álit um þessi mál. - Ég var að fá það í hendurn- ar. Óli , ég ætla að gera eitthvað í þessu. Ég sendi þér álitið, viltu kommentera á það?“ Þegar minn gamli vaktstjóri og deildarforseti læknadeildar bað mig svo ljúfmannlega að segja álit mitt á þýðingarmiklu mál- efni, þá var ekki hægt að neita. Eftir lestur álitsins skil ég nú bet- ur áhyggjur þínar vegna ástands rannsókna og kennslumála í læknadeild. Mér er jafnframt ljóst, að orð þín í símtali okkar - „að þú ætlaðir að gera eitthvað í þessu“ voru „understatement". Það var vilji þinn að taka til hendi - og það fyrr en seinna - það veit ég nú. Á hröðu framfaraskeiði síðustu ára í líffræði og læknavís- indum er sársaukafullt fyrir deildarforseta læknadeildar með metnað að lesa: Lélegur árangur íslenskra lækna á hinu svokallaða „ameríska prófi“ stafar fyrst og fremst af þekkingarskorti á sviði grunngreinanna eins og sam- eindalíffræði". Og ef ekkert er gert eða gömlu aðferðirnar látnar ráða ferðinni, þá blasir þetta við. „Án gagngerra breytinga á þess- um málum mun íslensk læknis- fræði óhjákvæmilega dragast aft- ur úr og missa af þeirri þróun, sem sameindalíffræðin og skyldar greinar hafa skapað innan læknis- fræðinnar“, segir í fylgibréfi álits- ins. Var nema eðlilegt að þú værir sárleiður, þegar þú sagðir mér af kennarastöðuparti í erfðafræði, sem þú og deildarforsetinn næst á undan þér höfðuð sett metnað vkkar í áð fá heimild fyrir. Sjálfur hafði ég’ haft áhuga á þessu máli fyrirnokkrum árum vegna þess, .að með þessum stöðuparti var ráðgert að tengja rannsóknar- starf Blóðbankans kennslu vlæknadeildar. Síðustu fréttir af % málinu voru: Allar „nýjar“ stöð- ur fyrir læknadeild voru strikaðar út á fjárlögum fyrir 1986. Kæri Sigurður, nú reynir á dug og djörfung í forystuliði læknadeildar Háskóla íslands, þegar skarð er fyrir skildi. Olafur Jensson Hann Sigurður læknir er látinn. Þannig var mér tilkynnt andlát vinar míns dr. Sigurðar S. Magnússonar prófessors. Þar eð ég veit að ýmsir verða til þess að fjalla náið um æviferil Sigurðar, rek ég hann ekki hér heldur ræði um kynni mín af honum og þau störf sem hann hafði með hönd- um hér á Suðurnesjum. Kynni okkar Sigurðar hófust sumarið 1972 er hann réðst sem yfirlæknir til afleysinga á Sjúkra- húsi Keflavíkurlæknishéraðs. Kom hann þá um langan veg, var yfirlæknir við sjúkrahúsið í Umeá í Svíþjóð og prófessor við há- skólann þar. Síðan hafa leiöir okkar Sigurðar legið saman. Sigurður var ekki með öllu ó- kunnugur okkur Suðurnesja- mönnum, þar sem hann hafði áður um tíma gengt læknisstörf- um hér í héraðinu með Birni Sig- urðssyni frænda sínum er Sigurð- ur hafði nýlokið prófi frá Háskóla íslands. Sigurður var ráðinn forstöðu- maður fæðingardeildar Land- spítalans og prófessor við Há- skóla íslands árið 1975 en árið áður flutti hann til íslands ásamt fjölskyldu sinni. Jafnhliða umfangsmiklum störfum við Landspítalann og kennslu við Háskóla íslands og Ljósmæðra- skóla íslands nutum við Suður- nesjamenn starfskrafta hans, allt til dauðadags. Hann tók að sér forstöðu mæðraeftirlits á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja frá stofnun hennar á miðju ári 1975 til ársins 1982, auk ráðgjafar við fæðingar- deild Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs. Á þessum árum var verið að vinna að framtíðaráætlun um uppbyggingu Sjúkrahússins og Heilsugælsustöðvar Suðurnesja. Hluti áforma okkar eru orðinn að veruleika, Sjúkrahús Keflavík- urlæknishéraðs hefur stækkað og fæðingardeild var tekin í notkun árið 1980. Ný heilsugæslustöð var tekin í notkun 1984, og er hún sambyggð sjúkrahúsinu. Það er vægt til orða tekið að Sigurður læknir hafi haft áhrif á þróun þessara mála hjá okkur. Réttara er að segja að hann hafi ráðið ferðinni um uppbyggingu mæðra- og fæðingarhjálpar hér. Það er mál manna sem til þekkja, að vel hafi til tekist. í huga Sig- urðar var aðhlynning og þjónusta við sjúklingana ávallt aðalatriði. í þessu efni gerði Sigurður miklar kröfur, en þó mestar til sjálfs sín. Hann lagði sig allan fram við að sinna sjúklingum sínum og var þá ekki spurt að því á hvaða tíma sólarhringsins verkið var unnið. Á þeim árum sem Sigurður starfaði hér voru sérfræðingar í fæðingar- og kvensjúkdómafræði ekki á hverju strái. Þótt Sigurður læknir væri yfirhlaðinn störfum við stjórnun fæðingaxdeildar Landspítalans og kennslu við Há- skólann, lagði hann það á sig að koma til Keflavíkur einu sinni til tvisvar í viku í 7 ár samfleytt. Oft- ast hagaði þessu þannig til að vinnutími hans hér byrjaði þegar annarra lauk. Kynni okkar Sigurðar og fjöl- skyldna okkar urðu mjög náin. Segja má að það hafi verið föst regla er vinnudegi Sigurðar lauk hér í Keflavík, að hann hafi kom- ið á heimili okkar Þorbjargar konu minnar. Var það ætíð til- hlökkunarefni að eiga von á Sig- urði í heimsókn þó að stundum væri áliðið kvölds. Sigurður læknir var óvenju- legur maður. Hæfileikar hans sem læknis og stjórnanda voru ótvíræðir. En það var maðurinn sjálfur sem hreif mig mest. Sig- urður var mannvinur sem best kom í ljós í umgengni hans við sjúklinga sína og þeir geta best vitnað um. Þótt Sigurður væri upptekinn af störfum sínum sem læknir og stjórnandi fylgdist hann vel með öllu því sem gerðist í kringum hann. Mér eru minnistæð við- brögð hans við sjúklingaskattin- um sem svo var kallaður, en fyrir nokkrum árum síðan voru uppi hugmyndir um að sjúklingar greiddu verulegan hluta af sjúkrakostnaði á sjúkrahúsum. Snérist Sigurður í öndverðu hart gegn þessum skatti og var óhræddur að láta skoðanir sínar í ljósi. Lýsir þessi afstaða viðhorfi hans til þeirra er minna mega sín í okkar þjóðfélagi. Skoðanir okkar Sigurðar til dægurmála fóru ekki alltaf sam- an. Þrátt fyrir það ræddum við ítarlega um þjóðmál, skiptumst á skoðunum og fræddumst hvor af öðrum. Hann var mjög vakandi yfir velferðarkerfinu og varaði við þeim röddum sem vilja brjóta það niður. Raunar má segja um Sigurð að honum hafi verið óvenju margt til lista lagt. Ég er þess fullviss að hann hefði getað leyst hvaða starf sem er vel af hendi. Það er því stórt skarð fyrir skildi að hann skuli nú fallinn á besta starfsaldri. Sigurður var fæddur í Reykja- vík en alinn upp á heimili foreldra sinna í Edinborg, þeirra Sigur- steins Magnússonar aðalræðis- manns íslands þar í borg og fram- kvæmdastjóra SÍS í Leith og konu hans Ingibjargar Sigurðar- dóttur. Á heimili þeirra hjóna í Edinborg starfaði sem barnfóstra um fimmtán ára skeið Sveinbjörg Erasmusdóttir, sem síðar giftist Harry Uckermann, en þau eru nú búsett í Njarðvíkum. Mjög náið samband og vinátta var með hon- um og þeim hjónum alla tíð. Tal- aði hann iðulega um Sveinu, en svo kallaði hann Sveinbjörgu ávallt í mín eyru. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Edinburgh Academy árið 1944. Strax að stríði loknu sigldi Sig- urður til íslands og settist í Há- skólann hér. Ber þetta ljósan vott um það hversu mikill íslendingur Sigurður var. Sigurður var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Árið 1956 giftist hann eftirlifandi konu sinni Audrey, dóttur James Jobling verslunarstjóra í Newcastle Douglass. Þótt hún væri hjúkrun- arfræðingur að mennt kom það fljótlega í hennar hlut að snúa sér alfarið að uppeldi barnanna, en þeim hjónum varð fimm barna auðið. Þau eru: Ingibjörg, hús- freyja, Sigursteinn, skrifstofu- maður, Anna María, sjúkraþjálf- ari, Snjólaug Elín, fóstra og Hjördís, námsmaður. Um leið og við Þorbjörg kveðj- um Sigurð vin okkar, viljum við votta Audrey og börnunum, okk- ar innilegustu samúð. Eyjólfur Eysteinsson Blaðburðarfólk 1 O, 4 * ÍSS.' Ef þú ert morgunhrt Haföu þá samband viö afgreiöslu Þjódvttjans, sími 81333 Laus hverfi: Neðra-Breiðholt, Fossvog, Skerjafjörð, Nýja miðbæinn. Það bætir heilsu og að bera út Þjóðvilj: BetraMað hag ann Blikkiðjan lönbúö 3, Garöabæ Önnumst þakrennusmiöi oq uppsetninqu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö Auglýsið í Þjóðviljanum ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Húsgagnasmiður Húsgagnasmiður óskast nú þegar á trésmíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Iðnaðarmenntun áskilin. Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjóðleik- hússins, Lindargötu 7, sími 1 -1204, en umsóknum ber að skila þangað á sérstökum eyðublöðum, fyrir 7. nóvember. Þjóöleikhússtjóri. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Magnúsar Kr. Magnússonar Blönduhlíð 25, Reykjavík Guðrún Lovísa Guðmundsdóttir Halldóra Kristín Magnúsd. Hákon Mar Guðmundsson Óli J.K. Magnússon Guðný Hrönn Þórðardóttir Friðrik Gunnar Magnússon Sigríður J. Aradóttir og barnabörn Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi Símon Márusson frá Siglufirði verður jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudag- inn 29. október kl. 13.30. Ólöf Bessadóttir Júlíanna Símonardóttir Bjarni E. Bjarnason Ingibjörg Símonardóttir Atli Dagbjartsson Katrín Júlíusdóttir Sigurpáli A. ísfjörð og barnabörn Þriðjudagur 29. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.