Þjóðviljinn - 17.11.1985, Blaðsíða 7
Hinn knói
Kasparov
Gcefan brosirvið hinum nýkrýnda
heimsmeistara. En mörg Ijón úr liði
Karpovs urðu ð vegi hans dður en titill
sigldiíhöfn.
Hinn þekkti sovéski skákmaö-
ur, Mikhael Botvinnik, lýsti því
yfir þegar Gary Kasparov var
aðeins 11 ára, aö þar væri á
ferðinni efni í stórkostlegan
heimsmeistara. Núna, 11
árum síðar, er Kasparov 22
ára að aldri og orðinn yngsti
heimsmeistari skáksögunnar.
En hver er Kasparov?
Upphaflega hét hann Gary
Weinstein, og bar ættarnafn
föður síns, sovésks gyðings sem
dó þegar Gary var 7 ára gamall.
Móðir hans heitir Klara Kaspar-
ina, dökkhærð, skapmikil og
dreymin Armeníukona sem víkur
ekki frá skáksalnum þegar Gary
er að tafli. Þegar Gary var 12 ára
var hann orðinn þekktur skák-
maður, yfirvöld sáu í honum upp-
rennandi stórsnilling og fengu
hann því til að varpa fyrir róða
hinu gyðinglega eftirnafni föður
síns, og taka upp hið gagnsovéska
nafn: Kasparov.
Kommúnisti
Það má segja að Kasparov hafi
tekið Moskvu með áhlaupi.
Hann kemur úr fjarlægu ríki, Az-
erbajan, er af gyðingaættum sem
ekki er alltaf til að auðvelda
framgöngu manna þar eystra, og
vestrænir fjölmiðlar hafa því oft-
lega freistast til að draga upp þá
mynd af honum, að hann sé eins-
konar andófsmaður í krossferð
gegn hinu sovéska kerfi. Þetta
stafar ekki síst af því, að sovéska
ríkið hefur gert hetju úr Karpov,
fyrrverandi heimsmeistara, og
hin harðsnúna barátta Kasparovs
við hann, þar sem kerfið hefur
stundum lagt sitt af mörkum til
stuðnings Karpov, hefur stund-
um gert það auðveldara en ella að
smíða úr féiaga Kasparov eins-
konar andófshetju.
En ekkert er í rauninni fjær
sanni. Kasparov var orðinn félagi
í Kommúnistaflokki Ráðstjórn-
arríkjanna þegar hann var 19 ár
að aldri, sjö árum yngri en Karp-
ov. Hann er sömuleiðis í borg-
arstjórninni í olíuborginni Bakú
og í miðstjórn Komsomol, so-
vésku ungkommúnistahreyfing-
arinnar, í Azerbajan. Þess utn
hefur hann eignast mjög volduga
vini, einn hinna traustari er til að
mynda Geidar Aliev, ung stjarna
á hinum pólitíska himni Sovét-
ríkjanna, sem rís nú undraskjótt.
Aliev hefur reynst Kasparov
betri en enginn í erjum hans við
sovéska kerfið.
Litríkur
Kasparov hefur það framyfir
Karpov og raunar marga aðra
skákbræður, að hann er óhemju
litrík persóna. Hann er suðrænn
yfirlitum, skapheitur og eirðar-
laus við taflborðið, á sífelldum
þeytingi og sýnir tilfinningahita
sinn með nokkrum látum á stund-
um. Sjálfstraust hans er mikið, og
ungæðishátturinn, sem stundum
stappar nærri því að sýnast í ætt
við hroka, veldur því að í augum
margra er hann það sem fjölmiðl-
arnir vilja helst í öll mál: karakt-
er.
í skákeinvíginu sem nú er ný-
lokið kom þetta oftlega fram. f
elleftu skákinni átti Karpov
þannig illan afleik, og áhorfend-
um til mikils fögnuðar sveiflaði
Kasparov sér í stólnum framaní
áhorfendur og lék þegar í stað
með leikrænum tilþrifum næsta
leik, kurteisa drottningarfórn, og
Karpov gafst upp skömmu síðar.
Skákskýrendur létu þess getið
síðar, að þjálfaður leikari hefði
ekki getað gert þett á öllu drama-
tískari hátt. í nítjándu skákinni
komu tilfinningar hans og ör-
geðja eðli líka í ljós. Karpov átti
þá undir högg að sækja, og í stað
þess að leyna biðleik sínum í lok-
uðu umslagi uns biðskákin skyldi
tefld, þá lék Kasparov bið-
leiknum opinskátt á taflborðinu
við geysilegan fögnuð viðstaddra
(nema Karpovs).
En þetta ungæði Kasparovs
kemur honum ekki alltaf j afn vel.
í næstu skák lék Kasparov sama
leikinn, sýndi biðleikinn a tafl-
borðinu, en Karpov hékk í hon-
um og svo fóru leikar að eftir 45
leiki í viðbót mátti Kasparov
prísa sig sælan fyrir jafntefli.
Gegn kerfinu
í lokuðu þjóðfélagi einsog So-
vétríkjunum eru vensl og vina-
tengsl mun mikilvægari en annars
staðar. í kringum Karpov var
kominn upp hópur fólks í
íþróttasamtökunum sem hafði
hag af tengslunum við hann. Þar
komu til utanlandsferðir og ýmis
forréttindi. Þessi hópur reyndi á
ýmsan hátt að torvelda atlögu
Kasparovs að Karpov. Þannig er
vitað um að minnsta kosti þrjú
slík tilvik, þar sem reynt var að
bregða fæti fyrir Kasparov, ann-
aðhvort gegnum FIDE eða so-
véska skáksambandið.
Hið fyrsta var árið 1983, þegar
skáksambandið meinaði honum í
fyrstu að ferðast á mikilvægt mót
í Pasadena í Kaliforníu, undir því
yfirskini að öryggisgæsla á mót-
inu væri ekki næg. Eftir harðvítug
mótmæli og yfirlýsingar frá Kasp-
arov fékk hann loks að fara en
mætti allt of seint. Einungis til-
litssemi andstæðinga og móts-
haldara leiddi til þess að mikil-
vægar skákir voru ekki dæmdar
honum tapaðar.
Annað tilvikið henti meðan
stóð á heimsmeistaraeinvíginu
milli Kasparovs og Karpovs á síð-
asta ári. Mótið var þá óvænt flutt
úr Verkalýðshöllinni í Moskvu á
hótel þar í borg sem leiddi til þess
að 8 daga keppnishlé var lýst
nauðsynlegt. Karpov var þá að
þrotum kominn og fékk með
þessu móti góðan tíma til að
endurnýja krafta sína.
Þriðja tilvikið var svo hin ótrú-
lega ákvörðun sem tekin var af
Kampomanes forseta FIDE um
að stöðva heimsmeistaraeinvígið
áður en úrslit voru fengin, en allt
benti þá til þess að Kasparov væri
að bera sigur úr býtum.
Refsiaðgerðir
Þetta gerbreytti andrúmsloft-
inu. Kasparov varð hamslus af
bræði. Hann flutti reiðiþrungna
tölu á blaðamannafundi, og
fylgdi henni eftir með opinskáum
viðtölum í júgóslavnesk og vest-
urþýsk blöð. Þar sakaði hann yf-
irmenn sovéska skáksambands-
ins um að vera „næstum því hluti
af fjölskyldu Karpovs... þeir eru
einungis að bjarga eigin hags-
munum sem eru í andstöu við
hina raunverulegu hagsmuni
skáklistarinnar í föðurlandi
mínu... þeir eru einungis að
reyna að bjarga titli Karpovs”.
Hópurinn kringum Karpov í
sovéska skáksambandinu brást
fljótt og grimmilega við ummæl-
um Kasparovs. Stjórn sambands-
ins var kölluð á fund, og þar var
samþvkkt að sökum viðbragða og
óíþróttamannslegrar framkomu
Garys Kasparovs yrði honum
meinað að taka þátt í alþjóðleg-
um skákmótum næstu tvö árin!
Kasparov hafði þá engin um-
svif, fékk hinn pólitíska vin,
Aliev, í lið með sér. Saman flugu
þeir til Moskvu og eftir áheyrn
hjá sovéska skáksambandinu var
ákvörðuninni snarlega breytt.
Á meðan stóð á skákeinvíginu
sjálfu voru ýmis teikn á lofti sem
bentu til þess að almenningsálit
og hliðhylli yfirvalda væri að
flytjast Kasparov í vil. í Tsjaíkov-
skí höllinni, þar sem einvígið var
haldið, fékk hann mun meira
lófatak en þáverandi
heimsmeistari. Og þegar hinn ný-
skipaði utanríkisráðherra
Edvard Sévardnadsé gerði
snöggan en óvæntan stans eitt
kvöld fyrir skömmu í mótssaln-
um, þá fór hann og heilsaði upp á
Kasparov en ekki Karpov. I því
sjá Kremlólógar djúpar merking-
ar eins og vera ber. Sömuleiðis
var kosningu í æðstu embætti so-
véska skáksambandsins frestað
fram yfir einvígislok, og kunnugir
telja það einungis hafa verið gert
til að hægt yrði að setja þar inn
stuðningsmenn Kasparovs, stæði
hann uppi sem sigurvegari að ein-
víginu loknu.
Kasparov er því lukkunnar
pamffll þessa dagana. Nýkrýndur
heimsmeistari og þar að auki einn
glæsilegasti og tilþrifamesti
skáksnillingur sem nú er uppi,
utan skáksals sem innan. í einka-
lífinu virðist gæfan líka leika við
hann. Móðir hans ber hann á
höndum sér og sér um hann eins-
og ungbarn. Poppstjörnur vilja
ver vinir hans, auk pólitískra
þungavigtarmanna. Og um rúm-
lega ársskeið hefur hann verið í
tygjum við glæsilega sovéska
leikkonu, Marínu Neólóvu, sem
er þekkt fyrir frækinn leik í
heimalandi sínu.
Klara mammaer hins vegar lítið
hrifin af sambandinu. Marína er
nefnilega að verða fertug...
(Stælt og stolið úr Obs.)/ÖS
LAUGAVEGUR
□
milli Skólavörðustígs og Klapparstígs opnað-
ur á ný.
Gatan verður opnuð formlega í dag,
laugardaginn 16. nóvemberkl. 10.30. Da-
víð Oddsson borgarstjóri og Skúli Jóhann-
esson kaupmaður flytja ávörp.
Gatan verður opin allri umferð eins og
áður, frá 10.30-12.30, en lokuð vegna
götuhátíðar frá 12.30-16.00.
□
Eftir kl. 16.00 verður gatan síðan opin allri
umferð eins og áður.
Vinsamlega akið varlega.
□
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgarverkfræðingsembættið
Laugavegsnefnd
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7