Þjóðviljinn - 17.11.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.11.1985, Blaðsíða 17
Blaðburðarfölk r < 4 * •ess.' Ef þú ert morgunhi Haföu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljaiis, sími 8 13 33 Laus hverfí: Grettisgata, Hverfisgata, Laugavegur efri hluti, Tjarnarból, Fossvogur, Seltjarnarnes Það bætir heilsu c að bera út Þjöðvi jghag qann Útboð Forsteyptar einingar: Kaupfélagið Fram og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað óska eftir tilboðum í forsteyptar eining- ar í Hafnarskemmu í Neskaupstað. Meginhluti eininganna er samlokueiningar í útveggi og stoðir. Heildarþyngd er um 485 tonn. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Ármúla 4 Reykjavík gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 11 miðvikudag- inn 11. desember. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJÚÐVIIJINN Tónlistarkennari Tónlistarkennara vantar að tónskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með 1. janúar 1985. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið að sér stjórn kirkjukórs. Upplýsingar gefur sveitarstjóri Búðahrepps í síma 97-5220. Meinatæknir Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða meinatækni nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Góð vinnuað- staða. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 94-1110. Sjúkrahúsið Patreksfirði. FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. yUMFERÐAR RÁÐ Riss af afstööu Dort-skýsins, plánetubrauta og sólar. Halinn stækkar þegar halastjarnan nálgast sólina og snýr í átt frá sólinni. Kjarni halastjörnu er lítill, fáeinir tugir eða hundruð metra í þvermál og úr frosnum lofttegundum (m.a. vetni) og smámolum úr föstu efni. Halinn getur orðið nokkrar milljónir kílómetra að lengd og er hann úr lítt þéttu gasi og geimryki. Gestur utan úr geimnum: Halley-halstjarnan við og ýmsir bísnissmenn og félög hér í norðrinu hyggjast skipu- leggja ferðir t.d. til Ástralíu til þess að veita sumum tækifæri til þess að sjá dýrðina. Halley- halastjarnan hverfur loks sjónum manna í maí en er sýnileg um skeið í sjónaukum. Þegar allt kemur til alls verður þessi heim- sókn mun tilkomuminni en var 1910, a.m.k. á norðurhvéli jarð- ar, ef að líkum lætur. Risasnjóbolti Hinn óboðni gestur er ættaður úr Oort-skýinu eða svonefndu halastjörnuskýi sem umlykur sólkerfisflötinn utan við Plútó í meira en 6 milljarða kílómetra fjarlægð. Þar er milljarður lítilla eininga úr frosnum lofttegundum og dusti að því er menn telja. Þetta á að vera jaðar þess geim- skýjahluta sem sólkerfið þéttist úr í árdaga. Dálítill hluti þessara geimsnjóbolta gengur á skökkum brautum nálægt sólinni og þar eru komnar hinar 1000 halastjörnur sem þekktar eru. Sérhver þeirra er úr kjarna (gas- og ryksnjóbolt- inn), björtum baugi úr gasi sem „gufar upp” umhverfis kjarnann og loks hala úr gasi og ryki. Gasið glóir vegna geislunar frá sólinni. Aukin varmageislun sem hala- stjörnur verða fyrir er þær nálgast sólu sér til þess að ísinn „bráðnar”. Sjálfur kjarninn er e.t.v. aðeins 100 metrar í þver- mál, baugurinn aftur tug- eða hundrað þúsund kílómetrar og halinn, oft tvískiptur, meira en milljón km langur. Þéttleikinn er hins vegar afar lítill, kannski einn trilljónasti af þéttleika andrúms- loftsins. Massi Halley- halastjörnunnar er talinn vera um einn hundraðmilljónasti af massa jarðar. Engin hætta er á að hún rekist á jörðina. Lykill fortíðar Fyrirhugað er að senda kveðj- ur móti gestinum úr geimnum, m.a. könnunarflaugar í allt að 1000-2000 kílómetra fjarlægð frá kjarnanum og safna þar með dýr- mætum upplýsingum sem varpað geta ljósi á uppruna sólkerfisins. Væntanlega verður Halley- halastjarnan töluvert í fréttum á næstunni og margir íslendingar eiga eftir að svipast um eftir kóm- etunni eins og halastjörnur kall- ast á erlendum tungum. Nú nálgast óðum gestur utan úr geimnum í stutta heimsókn eins og þegar hefur verið minnst á í fréttum. Þetta er ekki lifandi gestur heldur allstór halastjarna sem nefnd er í höfuð á vildarvini ísaks Newtons. Sá hét Edmond Halley og hafði hann spáð um eina endurkomu halastjörnunn- ar. í 60-100 milljón km fjarlœgð Halley-halastjarnan er mjög vel þekkt úr sögunni. Hún er myndarleg og oftast björt og gengur skakka, egglaga braut umhverfis sólu. Á 75 ára fresti er hún í nánd við sólina og þar með jörðina vegna þess að jörðin er ein hinna innri pláneta og í 150 milljón kílómetra meðalfjarlægð frá sólinni. Þess í milli er hala- stjarnan úti í ystu myrkrum sól- kerfisins; langt fyrir utan Plútó. Síðast sást til Halley- halastjörnunnar árið 1910. Fyrir þremur árum tók svo að örla á henni á ný í öflugum stjörnusjón- aukum ^þar sem hún nálgaðist innri hluta sólkerfisins á ofsa- hraða enn eina ferðina. Um þess- ar mundir ber hana í Nautið, stjörnumerki á norðurhveli him- insins, ekki langt frá stjörnunni Aldebaran. Halastjarnan er þó ekki enn sjáanleg með berum augum. Fyrsta nóvember verður hún í um 100 milljón km fjarlægð frá jörðu á innleið til sólar. Af- staða jarðar til hennar er þá ekki mjög heppileg fyrir okkur sem viljum skoða fyrirbærið en hún er þó orðin sýnileg í litlum sjón- aukum á kvöldin. Aldrei tiltakanlega björt Er Halley-halastjarnan nálgast stjörnumerkið Vatnsberann verður hún smám saman sýnileg berum augum (utan þéttbýlis) u.þ.b. um miðjan desember og þá sem hvítleitur þokublettur lágt á himni. Hún fer svo lækkandi með degi hverjum er hún nálgast enn sólina. Halastjarnan verður bjartari um leið en samtímis yfir- gnæfir sólarbirtan ljósið frá henni. Þann 9. febrúar mun Halley-halastjarnan verða í 90 milljón km fjarlægð frá sólu. Þessu næst verður gesturinn á út- leið. Þá er hann horfinn undir sjóndeildarhring okkar hér hátt á norðurhveli og þegar halastjarn- an er aftur nálægt jörðu, í 62 milljón km fjarlægð er hún al- björt kvöldstjarna en einungis sjáarjleg á suðlægum breiddar- gráðum miðað við ísland. Suður- hvelsbúar verða því heppnari en Sunnudagur 17. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.