Þjóðviljinn - 17.11.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.11.1985, Blaðsíða 10
Greiður aðgangur að heilbrigðisþjónustu hér segir Jón Aðalsteinsson, yfirlœkni r Jón Aðalsteinsson: „Sinnum 5.400 manna svæði”. árið 1985 er 20. starfsár sjúkrahússins á Húsavík, en þar er jafnframt starfrækt elsta heilsugæslustöð á landinu. Á björtum og hlýjum mánuði nú í haust heimsótti blaðamaður sjúkrahúsið og eftir að hann hafði sannfært starfsfólkið í móttöku sjúkrahússins um að hann væri ekki sjúklingur, var sest niður hjá Jóni Aðalsteinssyni. Hann eryfir- læknir sjúkrahússins ásamt Gunnari Rafni Jónssyni. Jón kom til Húsavíkur fyrir 8 árum. „Þessi stofnun er í raun tvær stofnanir, sjúkrahús og heilsu- gæslustöð í tengslum við það. Það búa um það bil 5400 manns á víð- lendu svæði, sem við þjónum, og hér fer fram umfangsmikil starf- semi. Á sjúkrahúsinu eru 68 rúm, meiri hluti þeirra er í notkun fyrir fólk, sem er langdvölum og þarfnast stöðugt hjúkrunar og aðhlynningar á stofnun. Nokkur hluti rúma er fyrir fólk í skemmri tíma meðhöndlun, svo er vel út- búin fæðingardeild með 4 rúm- um. Skurðaðgerðir eru um 400 á ári og hér fæðast 60-80 börn árlega. Heilsugæslulæknar stunda þá sjúklinga á sjúkrahúsinu, sem þeir sjálfir hafa lagt inn. Við Gunnar Rafn erum sérfræðingar í handlækningum og sjáum um þá hlið starfseminnar," sagði Jón þegar við spurðum hann um stærð sjúkrahússins. En hvernig er að komast inn á sjúkrahúsið, eru langir biðlistar eins og al- gengt er á sjúkrahúsum á höfuð- borgarsvæðinu? „Oftast gengur það fljótt og vel fyrir sig ef koma þarf sj úklingi inn til meðferðar. Oðru máli gegnir um hjúkrunarsjúklinga, þar er að verða þrengra um vik, jafnt og þétt. Fólk hér hefur greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Ef ég t.d. ber saman við Svíþjóð, sem stendur mjög framarlega, þá held ég að fólk hér hafi beinni og greiðari aðgang. Það kemur yfir- leitt snemma með sína kvilla og sjúkdómseinkenni, og það er þýðingarmikið." „Nú eru samgöngur yfirleitt mjög greiðar á landsbyggðinni; er þjóðhagslega hagkvæmt að vera með sjúkrahús utan stærstu þéttbýliskjarnanna?" „Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað og ef betur er að gáð þá gæti það orðið nokkuð dýrt spaug að fá henni svarað. Stefna stjórnvalda er og hefur verið sú, að gefa fólki kost á tiltölulega fullkominni þjónustu í heima- byggð. Þetta hefur gefist vel og á sér langa hefð. Hvaða hugsan- legur valkostur kæmi til greina? Örfá, mjög fullkomin sjúkrahús, og þá er Húsavík ekki inni í myndinni nema fyrir frumþjón- ustu og hjúkrun. Treyst yrði á þyrlur og önnur samgöngutæki vegna sérhæfðra verkefna, fæð- inga, bráðatilfella og slysa. - Þessi hugmynd hefur öðru hvoru bært á sér í tímans rás. Yrði hún framkvæmd, get ég strax bent á mjög tillfinnanlega kostnaðar- liði: Almenningur þyrfti að greiða háar upphæðir í fargjöld til fjarlægra staða, í dag sparast þær vegna nálægðar við alhliða þjón- ustu. Auk þess myndi þetta kosta mannfórnir, og yrðu þar efst á blaði verðandi mæður og börn þeirra, því vetrarhörkur geta, jafnvel á öld tækninnar, girt fyrir allar samgöngur dögum og vikum saman. Eg vona að nú sé ljóst hversvegna ég segi að það yrði dýr tilraun að gjörbreyta því fyrirkomulagi heilbrigðisþjón- ustu í dreifbýli, sem nú viðgengst, þótt dæmið sé að sjálfsögðu mun flóknara en hér hefur verið bent á. Þingeyingar byggðu þetta sjúkrahús á sínum tíma af myndarskap og framsýni og síðan var komið á fót heilsugæslustöð innan veggja sjúkrahússins. Næsta skref er að heilsugæslu- stöðin fái eigið húsnæði, því hér eru miki þrengsli. Tækjakostur er þokkalegur, svo er fyrir að þakka ýmsum félagasamtökum, sem hafa verið óspör að gefa. En það er að verða tilfinnanleg þörf á því að endurnýja sumt. Vonandi verður ekki langt að bíða þess að bygging nýju heilsugæslustöðvar- innar verði hafin, því þá leysast verulega húsnæðisvandamál stofnunarinnar,“ sagði Jón enn- fremur. Hjúkrun á heimaslóð Þjóðhagslega hagkvœm stofnun „Ég spjalla við fólk og yrki” litið inn á stofu til Valdimars Hólm Hafstað, skálds og fornbóksala, „Næ ekki upp í ungu skáldiri’, Valdimar á stofu 5 ásamt Ernu Þorvaldsdóttur, starfsstúlku. Ekki er hægt að heimsækja svo sjúkrahús að ekki sé litið inn til sjúklinganna. Gangar sjúkrahúsa eru alls- staðar svipaðir. Hvítklætt fólk á þönum með hjólaborð og kústa. Og inni í stofnunum er andrúms- loftið oftast í réttu hlutfalli við sjúkdóm viðkomandi: - Sumir eru mikið veikir og þurfa fyrst og fremst hvíld og næði. Aðrir eru bráðhressir þótt þeir fái ekki að fara heim. Einn af þeim er Vaidimar Hólm Hallstað, skáld og forn- bókasali, - 79 ára að aldri. Hann dvelur einn síns liðs á stofu. „Toppliðið" hérna vill hafa mig einan svo ég geti hugsað í næði um það sem framundan er, - ekki mun af veita. Ég er vel frískur að öðru leyti en því að ég er með fótasár, sem vill ekki gróa. Ég er búinn að vera hérna uppfrá í tvo og hálfan mánuð. Mér líður prýðilega, - læknarnir eru góðir og ég er eins og heima hjá mér.“ „Og hvernig eyðir þú degin- um?“ „Ég er að spjalla við fólk og yrkja svolítið." „Þú hefur gefið út nokkrar ljóðabækur, Valdimar. - Hvern- ig líst þér á ungu skáldin í dag?“ „Æ, ég næ nú ekki alveg upp í þeirra skáldskap. Ég er ekki þar með að segj a að stuðlar og höfuð- stafir séu aðal atriðið, en það þarf að vera eitthvað á bak við orðin og ljóðin. Helst þarf að fara sam- an formfegurð og vit. En .stuðlar og höfuðstafir tryggja ekki að ljóð sé skáldskapur, - ónei. Ég var í gamla daga mikill vin- ur Steins Steinarr og Vilhjálms frá Skáholti. Ég var alltaf róman- tískari heldur en Steinn, en okkur kom samt vel saman. Eini gallinn á Steini var hvað hann var latur. Hann var jafnvel miklu latari en ég. Nei, nei, rím og stuðlar eru ekki allt. En Sveinbjörn Beinteinsson yrkir bæði laust og knúsrímað og þar er ekkert bull á ferðinni, skal ég segja þér.“ „Ert þú ekki eini fornbókasal- inn úti á landi?“ „Ætli ég sé ekki sá eini, sem er með opið allt árið. Áhuginn á bókinni hefur ekkert dvínað, þótt menn hafi fengið „vídeóið" og allt það. Bókin lifir, enda værum við annars búin að vera sem þjóð. Ég er alltaf, af og til, að ná í gamla og góða bókalagera og hér eru góðir og áhugasamir bókasafnar- ar, sem sitja um þetta um leið og það kemur í búðina til mín.“ „Þú segist vera að yrkja svo- lítið. Gætirðu ekki skrifað ævi- minningar þínar hér á sjúkrahús- inu?“ „Ég hef annað slagið verið að grípa í að krota niður eitthvað þessháttar, en það verður kannske heppilegra að ég verði hvergi nærri, ýmissa hluta vegna, þegar þetta birtist. Ég hef af ýmsu að taka, og vissulega hef ég komið víða við allt frá því ég losn- aði úr gagnfræðaskóla. (Lýð- skóla, eins og það var kallað). Þegar ég var ungur maður lang- aði mig til þess að verða blaða- maður, en þess háttar var aðeins hægt að læra erlendis. Ég var fá- tækur og meira varð ekki úr því. En ég fór að þýða erlendar grein- ar og skrifa í blöð og síðar varð ég ritstjóri fyrsta prentaða blaðsins, sem gefið var út í Þingeyjarsýsl- um. Blaðið hét „Þingey“ og þetta var árið 1946. Seinna vann ég á „Verkamanninum“ á Akureyri, einnig á „Degi“ hjá „Einherja“ á Siglufirði og hjá „Alþýðublað- inu“ - í Reykjavík og víðar og víðar. En æviminningar, - nei, þetta kemst ekki á prent fyrr en ég er dauður, og það verður ekki nærri strax,“ sagði Valdimar Hólm Hallstað, og hló við. En nú var komin hjúkrunarkona til að tilkynna honum að hann eigi von á félaga í herbergið, og því er ekki seinna vænna að kveða og þakka fyrir skemmtilegt spjall... „Starfsfólk á litlum sjúkrahúsum fær fjölbreytta starfsreynslu", segir Gunnar Rafn. segir Gunnar Rafn Jónsson, yfirlœknir Þjóðhags Árið 1983 varð sú breyting á stjórn sjúkrahússins, að ráðinn var annar yfirlæknir ásamt Jóni Aðalsteinssyni og skipta þeir með sér verkum. Það var Gunnar Rafn Jónsson, en hann hafði ver- ið læknir í Svíþjóð. Við byrjuðum á því að biðja Gunnar að bera saman þjónustuna á stóru sjúkrahúsi í Svíþjóð og á litlu sjúkrahúsi eins og á Húsavík”? „Ég held að sjúklingar fái betri læknisþjónustu her, ekki síst frá mannlegu sjónarmiði. Stór sjúkrahús verða alltaf ópersónu- legri og biðin oft löng. Gegnum- streymið hér er mikið, fólk kem- ur og fer og aðalkosturinn er að fólk fær viðtöl við sinn lækni með stuttum fyrirvara og hann hefur beinan aðgang að yfirstjórn sjúkrahússins. Skrifræðið er í lág- marki og innlögn tiltölulega ein- falt 'mál. Heilsugæslulæknarnir hafa hver sitt áhugasvið þótt þeir séu ekki sérfræðingar og við höf- um einnig gott samband við sérf- ræðinga bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hingað koma reglu- lega augnlæknar, barnalæknar, sérfræðingar í háls- nef- og eyrnasjúkdómum svo dæmi séu nefnd. Hér er leitað að krabba- meini í konum á tveggja ára fresti, dvalarheimili aldraðra er hér í næsta nágrenni. Af þessu má sjá að hér fer fram umfangsmikil og fjölbreytt læknisþjónusta. Hinu er svo ekki að leyna, þeg- ar borið er saman við stór, fullkomin sjúkrahús erlendis, að hér vantar fólk í ýmis störf. Störf- in þarf eigi að síður að vinna, og því fær starfsfólk á litlum sjúkra- húsum eins og þessu innsýn í ýmis konar störf sem strangt tekið eru utan þess verksviðs. Starfsfólkið fær fjölbreytta reynslu, þótt að- staðan sé oft mjög erfið. Ég held að það sé ekki nokkur vafi á að þetta er þjóðhagslega hagkvæm stofnun, enda var 101% nýting á sjúkrarúmum hér á sl. ári. Rekstrarlega er þetta góð stærð á sjúkrahúsi, en veltan íáreru 80 miljónirkróna. Sjúkra- húsið á Húsavík er eitt ódýrasta og hagkvæmasta sjúkrahús ríkis- ins.“ „ Verðið þið vör við niðurskurð ríkisvaldsins á fjármagni til heilbrigðismála?” „Hann hefur ekki bitnað áþreifanlega á okkur ennþá, enda lítið til að skera. Þó voru halladaggjöld ekki greidd að fullu síðast. Á stofnun af þessari stærð verður allur slíkur niður- skurður svo áþreifanlegur, að hann er tæpast framkvæman- legur. Hér er ekki hægt að loka einni deild eins og á stóru sjúkra- húsi. Hins vegar erum við orðin ansi langeygð eftir að hafist verði handa við heilsugæslustöðina, því við erum hér í miklum þrengslum og þurfum t.d. að hýsa þýðingarmikil lækningatæki hér á göngum sjúkrahússins," sagði Gunnar að lokum. Sjúkrahúsið ó Húsavík heimsótt. Það hefur nú starfað í tvo óratugi og í tengslum við sjúkrahúsið er rekin elsta heilsugœslustöð landsins Fœri í hjúkrun vœri ég ung segirJóhanna Aðalsteinsáóltiraðstoðarmaðursem hetur unnið á sjúkrahúsinu í 20 ár Skemmtilegra hér en fyrir sunnan segirSnjólaug Ármannsdóttir, deildarhjúkrunarkona „Bæði kostur og galli að þekkja sjúklingana”, segir Snjó- laug, deildarhjúkrunarkona. Ljósm. Arnar. Snjólaug Ármannsdóttir, deildarhjúkrunarkona á sjúkra- húsinu er Húsvíkingur að upp- runa, en lauk námi í hjúkrun í Reykjavík og vann þar á Landa- koti fyrst eftir námið: „Það má segja að þetta sé til- raun hjá mér. Ég kom hingað í sumar m.a. vegna þess að launakjörin voru betri en fyrir sunnan og húsnæðið ódýrt. Sjúkrahúsið hér borgar heldur hærri laun en sjúkrahús í Reykja- vík, en það er jþó enginn ofsæll af þessum launum. Hér eru stöður fyrir 12 hjúkrunarfræðinga, en aðeins 8 eru í starfi. Það er alls staðar erfitt að fá hjúkrunarfræð- inga til starfa, þótt það sé enn erfiðara á landsbyggðinni en í Reykjavík." „Og hvernig líkar þér að vera komin hingað aftur?“ „Vel. Mér finnst skemmtilegra að vera hér en fyrir sunnan, þótt aðstaðan sé að ýmsu leyti erfið- ari. Vissulega fylgja því bæði kostir og gallar að vera á sínum heimaslóðum og þekkja alla sjúklingana meira eða minna. Énn sem komið er lfkar mér ágætlega," sagði Snjólaug. Þegar blaðamaður hafði skoðað sjúkrahúsið í fylgd Jóns Aðalsteinssonar yfirlæknis var boðið upp á kaffsisopa frammi á kaffistofu. Þar varstödd Jóhanna Aðalsteinsdóttir aðstoðarmaður á skurðstofu, en hún hefur unnið á sjúkrahúsinu í 20 ár. „Jú það er rétt, þá eru með talin árin 1947-1949, sem ég vann hér á gamla Sjúkrahúsinu. En það eru mín fyrstu ár hér á Húsa- vík.“ „Hvernig var heilbrigðisþjón- ustu háttað hér þá?“ „Hún kann að hafa verið frek- ar frumstæð, ef borið er saman við það sem gerist í dag, en ég fullyrði að hún var betri þá á landsmælikvarða en þegar ég fór að vinna hér aftur 1967 til 1968. Því að þá var énnþá bara sama sjúkrahúsið, en þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu mörgum sinnum meiri. Þetta stóð þó til bóta, því að þetta sjúkrahús hér var þá í smíðum og var flutt í það um miðjan maí 1970. Það voru mikil viðbrigði og góð.“ „Hvernig líkar þér starfið?“ „Vel, annars hefði ég ekki unn- ið hér svona lengi.“ „Er rétt að þið séuð yfirleitt með betri kjarasamninga en ann- ars staðar?“ „Já, Húsavíkurbær og Verka- lýðsfélag Húsavíkur hafa mjög oft verið á undan öðrum að semja um kaup og kjör við sitt starfsfólk og gert betri samninga.“ „Myndir þú læra hjúkrun ef þú væri ung í dag?“ „Já, áreiðanlega. Mig langaði að læra þegar ég var ung, en það varekki svo auðvelt. Ég varein af 10 systkinum, efnahagur ekki góður frekar en svo víða á alþýð- uheimilum á þeim árum. Starfs- kynning þekktist heldur ekki. Hins vegar lærist ýmislegt á langri ævi.“ „Hvað finnst þér um það að hjúkrunarnemar skuli þurfa að hafa stúdentspróf?“ „Stúdentspróf er góð menntun fyrir alla sem hafa tök á að ná því. Hins vegar er mín skoðun sú, að það sé röng stefna að krefjast stúdentsprófs af fólki áður en það fer í hjúkrunarnám, og óþarfi að drífa alla hjúkrunarfræðinema inn í Háskólann. Mér er kunnugt um að einstaklingar með mjög góða hæfileika til að nema hjúkr- unarfræði og að starfa sem hjúkr- unarfræðingar hafa orðið frá að hverfa vegna þess að þeir höfðu hvorki til þess tíma né fjárráð að taka stúdentspróf.“ „Hvemig líst þér á framtíðina í heilbrigðisþjónustu?" „Ekki nægilega vel. Það er grátlegt að sjá hve skorin er við nögl fjárveiting til heilbrigðis- mála meðan peningum er sóað í ýmsa ónauðsynlega og óarðbæra hluti. Ég tel ranga stefnu bæði í heilbrigðis- og skólamálum í landinu í dag. Það á að borga fólki í heilbrigðisþjónustunni og kennurum miklu betri laun svo að hægt sé að vanda þessi störf eins vel og mögulegt er.“ Jóhanna Aðalsteinsdóttir hugar að Agli Arnarsyni á heilsugæslustöðinni. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. növember 1985 Sunnudagur 17. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.