Þjóðviljinn - 17.11.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.11.1985, Blaðsíða 14
ríkisútvarpið fréttaritara til Genf? Sendir Fjölbreyttir þættir sjónvarps- ins um alls kyns náttúrufræði eru áreiðanlega eitt vinsælasta efni þess. Ef marka má hvundagsleg orðaskipti fólks á vinnustöðum, í samkvæmum og á förnum vegi, þar sem sjónvarp ber ótrúlega oft á góma, virðast þeir ná athygli fólks af ólíkasta sauðahúsi. Enda hefur framboðið af slíkum þátt- um, oft prýðilega gerðum, verið býsna mikið á dagskrá sjónvarps alveg frá upphafi og vaknar nú spurningin um orsök og afleið- ingu. Eigin reynsla gefur mér ákveðna vísbendingu um svarið. Fyrir tuttugu árum hefði enginn getað talið mér, gömlum náttúru- fræðitossa, trú um, að ég ætti eftir að horfa hugfangin á þátt af því tagi. Og lengi vel hefði ég heils- hugar tekið undir með kallinum í leikriti Ólafs Hauks, sem bölsót- aðist yfir þessum endalausu pödduþáttum: það væri engu lík- ara en að köngulær stjórnuðu þessu sjónvarpi. Ég hef enga hug- mynd um það nú, hvenær ég fór fyrst að gef slíku efni gaum, en áreiðanlega hefur það gerst óvart og af tilviljun. Og aldrei hefði ég haft vit á að óska eftir slíku efni fyrirfram. En einhverjir skyn- samir, náttúrufræðisinnaðir sjón- varpsmenn þráuðust við og dembdu því inn á heimili mitt og smám saman þröngvuðu þeir þessari skemmtun upp á mig. Skelfing er ég þeim þakklát fyrir. Án þessarar ítroðslu hefði ég aldrei horft á ægifagurt tígrisdýr í trylltum eltingarleik við bráð sína, apynju, sem fagnar unga sínum eftir langan og auðsæilega sáran aðskilnað og sprenghlægi- lega blaðlúsartegund sem gengur áe.k. vaðstígvélum - svo ég nefni af handahófi myndir, sem strax koma upp í hugann. Stórkostleg tækni sjónvarpsins gerir það að ómetanlegu fræðslutæki. Það er löngu orðið tímabært að starf- rækja hér skólasjónvarp, svo sem víð tíðkast erlendis, þar sem hægt er að stunda nám í öllum fjandan- um á þennan hátt. Fyrir mörgum árum datt það upp úr einum fremsta skólamanni þjóðarinnar (í viðtalsþætti í sjónvarpi), að það ætti að mennta almenning eins mikið og hann bara framast þyldi. Mikil ásókn í öldunga- deildir, hvers kyns endurmennt- un og fullorðinsfræðslu bendir eindregið til að við þolum talsvert íþeim efnum. En boðskapurinn í lífsreynslusögu minni hér að ofan á auðvitað að vera sá, að gott og merkilegt efni sigri jafnvel þrjósku- og fordómafyllstu áhorfendur að lokum. Betur væri, ef sjónvarpsmenn hefðu það í huga, einnig þegar þeir velja svokallað afþreyingarefni. Eða hvað skyldi sá hafa verið að hugsa, sem upphaflega vandi þjóðina á Dallas? Hver voru þau verðmæti - listræn eða mann- eskjuleg - sem hann vildi opna augu okkar fyrir? Fræðsluþátturinn s.l. þriðju- dagskvöld var býsna góður og fjallaði um forljót kvikindi, flug- eðlur, sem dóu út endur fyrir löngu. Og í Kastljósi, sem á eftir fór, var fjallað um kvikindi, sem eru í beinni útrýmingarhættu - reyndar á vorum dögum: þar voru á dagskrá afvopnunarvið- ræðurnar í Genf, sem nú standa fyrir dyrum. Skyldi sjónvarpið eða útvarpið gefa okkur kost á því að fylgjast vel með þeim, senda þangað til dæmis fréttarit- ara? Óhætt er að segja, að þeir, sem fram komu í Kastljósi og fylgst höfðu með undirbúningi viðræðnanna, hafi miðlað okkur rækilega af yfirþyrmandi vonleysi sínu um hugsanlegan árangur af þessum fundi. Óhugnanlegast er þó kannski hversu lítt það kemur okkur á óvart. Raunar er sinnu- leysi okkar gagnvart efni Genfar- fundarins - þessu máli málanna, þessu lífsspursmáli okkar í orðs- ins bókstaflegustu merkingu - með miklum ólíkindum. Víst fréttist af merkum fjölþjóðlegum samtökum af ýmsu tagi, marg- mennum kröfugöngum og úti- fundum víða um heim. En það breytir ekki því, að ríkjandi við- horf almennings er sljó upp- gjafarkennd. Ástæðurnar eru al- kunnar: útrýming mannkyns er ofvaxin hugsun og tilfinningu hvers manns; vitundin um eigin vanmátt og áhrifaleysi alltof sterk og lamandi. Og svo snýr hver að sínu. En skyldi mega draga álykt- anir einmitt af þessum almennu viðbrögðum? í heimi manna og dýra munu þess mörg dæmi, að skepnan finni á sér þegar baráttu- þrek hennar til að viðhalda eigin lífi er þorrið, og gengur þá æðru- laus í opinn dauðann. Skyldi þetta einnig geta átt við um heilar tegundir? Eða a.m.k. um heila kynstofna, svo sem hvíta kyn- stofninn nú, sem, úrsérgenginn af eigin illverkum, ætti þó enn að geta ráðið úrslitum um gang víg- búnaðarkapphlaupsins? Þá væri einmitt þetta sinnuleysi okkar allra fjarska augljós feigðarboði - - „Hættu nú, herra...”! Kviksögur eru á kreiki um að nýr fréttastjóri sjónvarps hyggi á formbreytingar á álmennum fréttaflutningi. Fyrirfram er allt gott um það að segja; öll stöðlun á formi er leiðigjörn og sjálfsagt að reyna að breyta til. En það leiðir hugann að því hversu óum- breytanlegt og staðlað form sjón- varpið hefur haft á dagskrár- kynningum sínum frá fyrstu tíð. Þulurnar sjálfar standa sig að vísu ágætlega, gera greinilega það sem ætlast er til af þeim. Og ekki er ég sammála því, sem stundum heyrist, að jafngott væri að hafa aðeins prentaðar tilkynningar um dagskrá á skjánum. Bein, lifndi kynning þykir mér sýnu skemmti- legri. Á nútímamáli heitir þetta víst að þulurnar séu „andlit sjón- varpsins”. En hver segir, að and- lit þess þurfi alltaf að vera andlit ungrar, fríðrar, vel snyrtrar, vel klæddrar, brosmildrar konu? Og er þessi greinilega fyrirskrifaði, ópersónulegi og staðlaði vin- gjarnleiki endilega sú framkoma, sem alltaf er nauðsynleg eða jafn- vel viðeigandi? Er annars ekki bannað með lögum að veita störf samkvæmt kröfum, sem eru starfinu alls óviðkomandi? Eða ætlar einhver að halda því fram, að ekki sé til fólk af báðum kynj- um og á öllum aldri, sem er vel læst og hefur góða framsögn? Væri þetta starf ekki tilvalið handa skólafólki, sem þarf að drýgja tekjur sínar með kvöld- vinnu? Eða ellilífeyrisþegum, sem geta ekki lifað af lúsarlegum eftirlaunum? Og þætti okkur ekki ágætis tilbreyting, ef í hlut- verki þuls birtist kannski æsku- fýldur drengstauli eða góðlátleg langamma á peysufötum? Sjálfri fyndist mér guðsþakkarvert, þó ekki nema einn þulanna væri t.d. afgamall karlskröggur, rámur og geðillur, sem ætti til að hreyta í mann tilkynningu um næsta dag- skrárlið með manndrápssvip. Mér er fúlasta alvara. Fátt er skemmtilegra en að verða hissa. BH -V:V M IÐNSKOLINN I REYKJAVIK Innritun nýnema á vorönn 1986 Innritun í eftirtaldar deildir skólans stendur nú yfir og lýkur 6. desember. 1. Samningsbundið iönnám. 2. Grunndeild málmiðna. 3. Grunndeild tréiðna. 4. Grunndeild rafiðna. 5. Framhaldsdeild vélvirkja/rennismiða. 6. Framhaldsdeild rafvirkja/rafvélavirkja. 7. Framhaldsdeild rafeindavirkja. 8. Framhaldsdeild bifvélavirkja. 9. Framhaldsdeild húsasmiða. 10. Framhaldsdeild hárgreiðslu. 11. Fornám. 12. Almennt nám. 13. Tækniteiknun. 14. Meistaranám. 15. Rafsuða. 16. Tölvubraut. 17. Tæknifræðibraut. Fyrri umsóknir sem ekki hafa verið staðfestar með skólagjöldum þarf að endurnýja. Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu skólans. Innritun í einstakar deildir er með fyrirvara um næga þátttöku. Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 9.30-15.00. Iðnskólinn í Reykjavík |j=aj Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Forstöðumaður óskast á Stekk, barnaheimili Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, frá og með næstu ára- mótum. Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Útvarps IV Ingólfur Hjörleifsson skrifar Fjölbreytileiki Það er undarlegt hvað fólki gengur illa að vera fyndið í út- varpi þessa dagana. Pað er varla að heyrst hafi almennilegur gam- anþáttur síðan Elli og kompaní voru og hétu. Samt er nóg reynt. Svo til viku- lega er fólki boðið upp á e.k. gamanþætti í útvarpinu, (yfirleitt á rás eitt þar sem fólk fær ekki borgað fyrir að „framleiða” þætti á rás tvö, þeir eru yfirleitt allir sendir út beint og ekki gert ráð fyrir mikilli undirbúningsvinnu). Þessir gamanþættir eru iðulega á besta hlustunartíma, eftir kvöld- fréttir. Það er nú kannski orðið vafasamt að tala um besta hlust- unartíma útvarpsins nema út frá einhverjum ákveðnum þáttum. En sjöfréttirnar 3ru auðvitað einn mesti hlustunartími rásar eitt. En grínið. Heldur hefur það nú gengið báglega í fyrrnefndum þáttum. Undanfarið hefur hver hópurinn af öðrum tekið við með gamanþætti á þessum tíma og stoppað stutt við. Fyrir utan þætti Helgu Thorberg og Eddu Björg- vinsdóttur, Á tali, minnast menn kannski einna helst upplestra úr erlendum gamansögum á borð við Góða dátann Sveijk og ísrael- sku gamansagnanna sem Róbert Arnfinnsson las. Erþá svona ósk- aplega erfitt fyrir Islendinga að vera fyndnir í útvarpi. Ef miðað er við hlutfall slíkra þátta í er- lendum útvarpsstöðvum mætti ætla að svo sé. En við skulum samt fara varlega í slíkar fullyrð- ingar. Málið hlýtur auðvitað að snú- ast um það að fólki sé gefinn tími til þess að standa að gerð þátt fyrir útvarpið. Þá er ekki nóg að tíminn sé rúmur til slíkra hluta. Fólk verður að fá almennilega borgað fyrir að vinna þessa þætti, og fá aðstöðu. Það gengur ekki lengur að tvær til þrjár manneskj- ur setjist niður við hljóðnemann og buni út úr sér fyrirfram ákveðnum bröndurum. Miðillinn býður nefnilega upp á spennu, eitthvað óvænt, fjölbreytileika. Eina svar útvarpsins við hinni miklu samkeppni við aðra fjöl- miðla liggur í þessu. Ég minntist nú á gamanþættina í þessu sam- bandi vegna þess að þegar þetta gamla staðnaða form, tveggja manna tal við hijóðnemann, mis- heppnast verður það mest áber- andi í gamanþáttum. Það getur t.d. orðið óskaplega vandræða- legt þegar tvær manneskjur reyna að bregða sér í gervi nokkurra persóna með ákveðnum radd- breytingum. Sérstaklega þegar fólkið hefur ekki hæfileika til slíks. Hluti sem þessa hefur mað- ur verið að heyra undanfarið í út- varpinu, misheppnaða þætti. Það vantar alla vídd í þessa þætti, ef orða má það svo. Fjölbreyti- leikinn er allt of lítill. Þarna kemur auðvitað til kasta ríkisútvarpsins sjálfs. Það verður auðvitað að þrýsta á að mögu- leikar útvarpsformsins séu nýttir. Og veita um leið því fólki sem sér um dagskrárgerð tíma og aðstöðu . til þessa. Tökum sem dæmi Morgunút- varpið. Það er ekki nóg að hafa þægilega rödd að morgni dags til að rabba um textainnihald þeirra laga sem spiluð eru. Það er kann- ski ágæt hugmynd þó ekki sé hún ný, að tengja söngtextana við veðrið á Skúlagötunni o.s.frv. en að ofnota þetta með þeim hætti sem fólkið í Morgunútvarpinu gerir er alveg hroðalegt. Morgunútvarpið er í raun og veru alveg tilvalið til að nýta þann fjölbreytileika sem þessi miðill býður upp á. Það hlýtur t.d. að vera ein sjálfsagðasta leiðin til þess að draga fólk fram úr rúminu að vera úti við. Að vera úti um borg og bí. Þetta hefur þegar ver- ið gert með góðum árangri í Morgunútvarpinu en virðist hafa dottið upp fyrir að miklu leyti undanfarið. Líklegast þykir mér að ástæðan sé sú að það er starfs- fólk fréttstofu sem sér um Morg- ' unútvarpið að miklu leyti, það fólk hefur sjálfsagt í nógu að snú- ast á sínum vettvangi. En fólk er orðið þreytt á þeirri einhæfni sem ríkir í Morgunútvarpinu. Ef út- varpið ætlar að halda þessum dagskrárlið gangandi áfram með einhverjum myndarskap verður það að taka sér tak og brydda upp á einhverju nýju. Eitt eða tvö stúdíóviðtöl, tvö símtöl og rabb um músík og veður er allt of fá- breytilegt miðað við mögu- leikana sem fyrir hendi eru. Þetta verður fábreytilegt útvarpsefni þegar það er komið á bylgjur ljós- vakans. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.