Þjóðviljinn - 17.11.1985, Blaðsíða 9
Stjórnandi, einsöngvari og hljómsveit.
íslenska hljómsveitin
AMADEUS
og konurnar
Tónleikar ó Akranesi, Selfossi,
í Keflavík og Reykjavík
Önnur efnisskrá íslensku
hljómsveitarinnar á fjórða
starfsárinu verðurfrumflutt í
safnaðarheimilinu á Akranesi
sunnudaginn 17. nóv. kl.
15.30. Hún verður endurflutt í
Selfosskirkju mánudaginn 18.
nóv. kl. 20.30, í Félagsbíóinu í
Keflavík miðvikudaginn 20.
nóv. kl. 20.30 og loks í Lang-
holtskirkju í Fteykjavík
fimmtudaginn 21. nóv. kl.
20.30. Aðgöngumiðar verða
seldirviðinnganginn.
Tónleikarnir bera yfirskriftina:
„Konur í íslensku tónlistarlífí” og
eru haldnir til heiðurs íslenskum
tónlistarkonum í lok áratugs
kvenna. Jean-Pierre Jacquillat,
aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, stjórnar hljóm-
sveitinni. Á fyrri hluta tón-
leikanna eru verk eftir Jórunni
Viðar, Karólínu Eiríksdóttur og
Misti Þorkelsdóttur. Á síðari
hlutanum píanókonsert eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
A. Josephsson, barytonsöngv-
ari, syngur þrjú sönglög eftir Jór-
unni Viðar við undirleik Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Hljómsveitin leikur fimm lög
fyrir kammerhljómsveit eftir
Karólínu Eiríksdóttur og Davíð
116 eftir Misti Þorkelsdóttur.
Verkin voru samin að tilhlutan
íslensku hljómsveitarinnar og
frumflutt af henni. Anders Jos-
ephsson syngur einsöng í síðara
verkinu. Karólína og Mist munu
kynna verk sín í upphafi tón-
leikanna.
Á síðari hluta tónleikanna
leikur Anna Guðný Guðmunds-
dóttir Píanókonsert í C-dúr (K
415), eftir Mozart en konsert
þessi er einn þeirra, sem hann til-
einkaði konu.
Anders Josephsson er fæddur
og uppalinn í Svíþjóð en fluttist
til íslands 1980. Hann stundar
nám við kennaradeild Tónlistar-
skólans í Reykjavík samhliða
guðfræðinámi við Háskólann.
Jórunn Viðar, Anna Guðný
Guðmundsdóttir og Mist Þork-
elsdóttir eru allar þekktir lista-
menn, sem ekki er þörf að kynna.
-mhg
JI2
Á A Á A A A
U UUQQj
: iLiiJogjri vfe
lUliniHUIUIiUtill «
Jón Loftsson hf. ________________
Hringbraut 121 Sími 10600
Sunnudagur 17. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
REYR - HÚSGÖGN FRÁ SPÁNI
★★★
Munið okkar
hagstæðu
greiðsluskilmála
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
heldur aöalfund sunnudaginn 17. nóv. og hefst hann
kl. 14 aö Borgartúni 18.
Dagskrá: reglugerðarbreytingar og venjuleg aðal-
fundarstörf.
Stjórnin.
Forstöðumaður
Starf forstööumanns Fjórðungssjúkrahússins Nes-
kaupstaö er laust til umsóknar. Launakjör samkvæmt
kjarasamningum Starfsmannafélags Neskaupstaöar
og bæjarstjórnar. Umsóknarfrestur er til 8. desember
1985. Umsóknir sendist til bæjarstjórans Neskaup-
staö sem einnig veitir allar nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn
Rauði kross íslands óskar eftir starfsfólki til starfa við
Hjálparstöð RKÍ- fyrir börn og unglinga.
Um er aö ræða bæöi fullt starf og hlutastarf við mót-
töku gesta og umönnun og hlutastarf viö heimilishald.
Reynsla og/eöa menntun á sviöi uppeldismála
æskileg.
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir forstööumaöur í síma
622266 frá kl. 9-17 virka daga.
Þroskaþjálfi
óskar eftir vel launuðu starfi á Suöurlandi. Hef reynslu
í stjórnun, kennslu, verkþjálfun. Margt kemur til
greina. Upplýsingar í síma 99-2403 eða 99-1759.
JÓLAFARGJÖLD
StoK^°
Tii London helgarferðir - vikuferðir
brottför mánudaga eða föstudaga
Verð frá 18.234.- (vikuferð)
frá 13.922.- (helgarferð)
Ifarandi
Vesturgatu 5, tel. 174.4.5