Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 5
Ásmundur Stefánsson. Björn Þórhallsson Þröstur Ólafsson Guðjón Jónsson Magnús Geirsson Verðtrygging launa Núgildandi kjarasamningar renna út um áramót. Það er sam- dóma álit allra talsmanna verka- lýðshreyfingarinnar, sem látið hafa í sér heyra, að nýir kjara- samningar verði ekki gerðir nema að til komi trygging fyrir því að sú kaupmáttaraukning sem samið verður um, haldi. Kaup- gjaldstrygging með einhverjum hætti. Aftur á móti liggurekki Ijóst fyrir hvaða leið verðurtil þess far- in eða öllu heldur hvaða leið ertil í þeim efnum. Hinu hafa flestir lýst yfir að sú vísitölubinding launa sem núverandi ríkisstjórn afnam á vordögum 1983 verði ekki aftur upp tekin. Fyrst svo er, vaknar sú spurning hvaða leið er til sem tryggi kaupmáttinn? „Þrastarkvak" Hrafnkcll A. Jónsson verka- lýðsforingi á Eskifirði kallaði hugmyndir Þrastar Ólafssonar framkvæmdastjóra Dagsbrúnar í þessum efnum „þrastarkvak“ og vildi fá nánari skilgreiningu á því hvað væri átt við með þeim. Hug- myndir Þrastar um lífskjaras- amning eru þó í raun einu tillögu- rnar sem lagðar hafa verið fram sem hugsanleg leið að því marki að tryggja kaupmátt, þótt menn greini á um ágæti þeirra. Út frá þeim hugmyndum var kjaramála- ályktun VMSÍ samin og síðan samþykkt á dögunum. Þar er gert ráð fyrir því að draga ríkisstjórn- ina til ábyrgðar með þátttöku og undirskrift undir næstu kjara- samninga. Björn Þórhallsson varaforseti ASI tekur undir þessa hugmynd. Hann sagði að tími væri til kom- inn að láta stjórnmálamenn standa ábyrga gerða sinna og vill láta ríkisstjórnina vera þátttak- anda og skrifa næstu kjarasamn- inga. Ymsir hafa lýst sig andvíga hugmyndum Þrastar Olafssonar og benda á að þeirri ríkisstjórn sem nú situr sé ekki treystandi. Þeir vitna til þess að forsætisráð- herra Steingrímur Hermannsson hafi hinn 17. júní sl. svarið við fótstall Jóns Sigurðssonar í allra áheyrn að kaupmáttur, sem þá hafði nýverið verið samið um og rauð strik lögð til grundvallar, yrði ekki undir neinum kringum- stæðum skertur. Steingrímur hafði ekki farið utan nema tvisvar áður en þetta loforð hafði verið svikið. Lengri tími leið nú ekki frá svardaga til svika. Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sagði að menn deildu ekki um það að ein- hverskonar kaupmáttartrygging yrði að koma. Allt væri vísitölu- tryggt nema launin, misgengið sem það leiddi af sér gengi ekki lengur. Hann sagði það í sínum huga ekkert sáluhjálparatriði að taka upp gömlu visitöluleiðina. Sagðist Magnús telja að fleiri leiðir væru til í þessum efnum. Ef ekki fengist fram einhver trygg- ing væri vart um annað að gera fyrir verkalýðshreyfinguna en að semja til mjög stutts tíma í einu. „Ef til vill aðeins til eins eða tveggja mánaða í senn,“ sagði Magnús Geirsson. Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambands- ins segist ekki þekkja aðrar að- ferðir til að vernda kaupmátt, en þá að laun hækki ef verðlag hækkar á undan. Þeir sem segja þessa aðferð verðbólguhvetjandi eru að segja ósatt vegna þess að launin hækka alltaf á eftir, eftir að verðlag hefur verið hækkað. Sé einhver önnur leið til, þá sé það töfraformúla sem sé flestum hulin. Guðjón telur það aftur á móti samningsatriði hvaða flokk- ar vöru og þjónustu skuli mældir þegar kaup er bætt. SIGURDÓR , SIGURDÓRSSON ' * Þeir sem andvígir eru beinni þátttöku ríkisstjómarinnar í kjar- asamningunum segja að rííris- stjórnin hafi dregið á langinn all- ar aðgerðir í húsnæðismálum og ætli sér að nota þau sem verslun- arvöru í samningunum. Þessu eru margir andvígir. Þeir segja að það sé ríkisstjórninni einni að kenna hvernig komið sé í húsn- æðismálunum og henni einni beri að leysa málið. Aðrir benda á að hér sé um svo mikilvægt mál að ræða að verkalýðshreyfingin verði að koma fólki til hjálpar, ríkisstjórnin ætli sér ekki að leysa vandann með öðrum hætti. Vissulega hafa báðir aðilar nokk- uð til síns máls og þetta hlýtur að verða matsatriði. Hinsvegar er hægt að taka undir með þeim sem benda á að verkalýðshreyfingin í heild sinni eigi ekki að slá af eðli- legum kjarakröfum sínum til að leysa mál sem ríkisstjórn landsins ber að leysa en hefur klúðrað. Það kom fram í máli manna og tillöguflutningi á þingi VMSÍ um síðustu helgi, að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar væri versti óvinur vinnandi fólks í landinu, því bæri verkalýðshreyfingunni að beita öllu afli til að koma henni frá völdum. Þeir sem and- vígir eru hugmyndum Þrastar Ól- afssonar segja að með því að gera ríkisstjórnina að beinum þátttak- anda í kjarasamningum, sé verið að bjarga henni fyrir horn. Ríkis- stjórnin geti alltaf skotið sér á bak við „breyttar forsendur“ þeg- ar hún svíkur gerða samninga. Þess vegna beri að halda henni fyrir utan kjarasamninga sem beinum aðila, það séu vinnu- veitendur sem beri að semja við. BSRB Á þingi BSRB í haust var í á- lyktun lögð áhersla á stórhækkun launa og verðtryggingu þeirra. Verðtryggingin var ekki nánar útfærð en vitað er að margir af forráðamönnum BSRB hallast helst að sömu eða svipaðri verð- tryggingu launa og var áður en ríkisstjórnin afnam hana 1983. Þeir segja sem svo að samningsat- riði megi telja hvaða vöruflokkar séu mældir, en vart sé til önnur leið en að bæta í launum þær verðhækkanir sem verða. Það sama og Guðjón Jónsson bendir á-Vitur maður benti á fyrir skömmu að brennivínsflaskan gæti verð góð kaupgjaldstrygg- ing. í hvert sinn sem fjármálaráð- herra teldi sig þurfa að hækka brennivínið, hækki laun fólks í landinu af sömu þörf. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði að ýmsar hugmyndir væru uppi um með hvaða hætti væri hægt að tryggja kaupmátt. Hann nefndi þær hugmyndir sem hann setti fram á formannafundi ASÍ í vor, þar sem annarsvegar er gert ráð fyrir aðhaldi í verð- lagsmálum, þannig að verðlag opinberrar þjónustu yrði fryst og að ekki verði lögð ný gjöld á hana. Einnig að gengisbreyting- um verði settar fastar tímasettar skorður. Hinsvegar að ef verð- hækkanir verði meiri en ráð er fyrir gert, komi viðbótar kauphækkun og í þriðja lagi væru samningar uppsegjanlegir ef kaupmáttur félli niður fyrir ákveðið mark. Ásmundur tók fram að undir öllum kringum- stæðum snerist málið um það að tryggja að kaup hækki meira en verðlag og þeim árangri má ná með því að blanda saman aðhaldi að verðlagsmálum og rauðum strikum, eða þá að semja til skamms tíma í senn. Ásmundur benti á að í samningum sl. sumar hefði verið samið um ákveðnar kauphækkanir sem miðuðu við ákveðnar verðlagsspár. Þetta átti að gefa ákveðna niðurstöðu í kaupmætti. Stjórnvöld stóðu ekki við þá yfirlýsingu sína að halda verðlagi innan þeirra marka sem miðað var við. Aftur á móti kom á tímabilinu óvænt kauphækkun, sem að mestum hluta vegur upp þær verðhækk- anir sem urðu umfram spá. Því verður kaupmáttur yfir tímabilið ekki nema fjórðungi minni en ráð var fyrir gert og kaupmátturinn í desember 1%. Ásmundur sagði að þetta sýndi að hans dómi að yfirlýsingar stjórnvalda einar og sér nægi ekki, heldur verði að vera í samningum ákvæði sem tryggi með hvaða hætti fólki verði bættur skaðinn ef forsendur samninga standast ekki. - S.dór LEIÐARI Sameinað átak Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur lýst því yfir aö vísitölubinding launa eins og var fyrir vordaga 1983 komi ekki til greina í komandi kjarasamningum. Verkalýðshreyfingin hefur aftur á móti lýst því yfir að ekki komi annað til greina en kaupmáttartrygging í komandi samn- ingum. Hvaða leið, sem verkalýðshreyfingin velur til að tryggja kaupmátt þeirra launa sem samið verður um í næstu kjarasamningum, mun hún þurfa á öllu sínu afli að halda til að ná því fram. Það má öllum vera Ijóst að ekkert annað en kaupmáttartrygging kemur til greina í næstu samningum. Sú reynsla sem íslensk verka- lýðshreyfing hefur af loforðum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar er með þeim hætti að henni verður ekki treyst. Verkalýðshreyfing- unni er mikill vandi á höndum þegar sest verður að samningaborði um næstu áramót. Eftirað ríkisstjórnin tók vísitölubindingu launa af í júní 1983, en lét vísitöluna mæla allt annað hefur átt sér stað þvílíkt misgengi á flestum sviðum fjármála í landinu að ekki verður lengur við unað. Það getur heldur ekki gengið lengur að kaupmáttur launa sé óverðtryggður í 35%- 40% verðbólgu eins og verið hefur nú um tæp- lega tveggja ára skeið. Sú ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að láta vísitölu mæla allt annað en launin hefur leitt til þess að þúsundir manna eru að missa aleigu sína. Nauðungaruppboð blasa við þúsundum húsbyggjenda og íbúðarkaup- enda. Fjöldi þeirra sem leita til félagsmálstofn- una í landinu eftir hjálp til að komast af hefur ekki í áratugi verið jafn mikill og um þessar mundir. Hjá stórum hópi fólks í landinu ríkir neyðarástand. Hlut þessa fólks þarf að rétta við. Það kemur í hlut verkalýðshreyfingarinnar nú eins og hingað til. Hún þarf því á öllum sínum styrk að halda innan raða heildarsamtakanna, ásamt þeim pólitíska styrk sem Alþýðubanda- lagið, helsti verkalýðsflokkurinn í landinu, getur veitt henni. Þegar til samninga kemur getur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ekki skotið sér á bak við lélegan sjávarafla og vont árferði. ís- lendingar hafa búið við eitt mesta góðæri til lands og sjávar sem menn muna eftir á því ári sem nú er senn á enda. Siávarafli hefur orðið meiri en nokkru sinni fyrr í íslandssögunni. Ytri aðstæður eru því eins góðar og hagstæðar og frekast er hægt að hugsa sér. Verðlag á er- lendum mörkuðum hefur verið okkur hagstætt og farið hækkandi. Aukin verðmæti fást með nýjum aðferðum, sölu ferskfisks í gámum á Englandsmarkaði. Ríkisstjórnin og vinnu- veitendur geta því ekki skotið sér á bak við aðsteðjandi erfiðleika. Móðuharðindum af völd- um misheppnaðrar ríkisstjórnar ber verkalýðs- hreyfingin ekki ábyrgð á. Geti ríkisstjórn ekki séð til þess að landsmenn séu ekki bónbjargar- menn í góðæri eins og þessu, ber henni að fara frá. Slík ríkisstjórn er ekki fær um að stjórna landinu. Verkalýðshreyfingin verður að leggja áherslu á að kaupmáttur ársins 1980 verði endur- heimtur. Hvort sem það verður í einum eða fleiri áföngum. Jafnframt verður að tryggja það að kaupmáttur verði ekki skertur. Ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar hefur lýst því yfir að kaupmáttur eigi ekki að aukast á næsta ári, nema í hæsta lagi um 1/2%. Slík yfirlýsing er fjarstæða í góðæri sem þessu. En besta kjara- bót sem íslenskur verkalýður gæti fengið, væri að koma þessari ríkisstjórn sem nú situr frá völdum. -S.dór Sunnudagur 24. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.