Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 15
1. Togspenna magnast upp í jarðlagaskák t.d. vegna plötuskriðs (gliðnunar). Gamlar sprungur eru á skákinni úr fyrri skjálftum. 2. Smám saman taka jarðlögin að bresta örlítið og mjög smáar sprungur verða til. Við það losnar um ósýnilegar lofttegundir (hér sýndar sem „mökkur") í jarðlögum, þ. á m. radon og vetni. Reynt er að fylgjast með t.d. auknu gasútstreymi eða víkkun á þorholum. 3. Þegar spennan er orðin meiri en samloðun bergsins/jarðlaga, brestur skákin í heild, oftast um gamlar sprungur, en nýjar koma líka fram. Skjálftabyljurnar (P og S bylgjur) breiðast út í þrívíðu rúmi með nokkurra kílómetra hraða á sekúndu. Einnig verða til yfirborðsbylgjur. 4. Spenna magnast á ný en nú er miðjan meira sprungin en áður og gasútstreymi lítið miðað við 2. Spáð um jarðskjálfta Stórir jarðskjálftar og mann- skæðir eins og í Mexíkó og Kól- ombíu á dögunum vekja alltaf upp spurninguna: Er unnt að spá um svona atburði og ef til vill forða fólki frá mestu hættunni? Okkur íslendingum þykir slíkt fýsilegt vegna þess að hér á landi er hætta á skjálftum um og yfir 7 stig á Richter-kvarða. Þau land- svæði eru á vestanverðu Suður- landi og á hluta NA-lands. Stórveldin örlátust í Bandaríkjunum er eytt um 17 milljónum dollara á þessu ári í vinnu við jarðskjálftaspár og rannsóknir þar að lútandi. í So- vétríkjunum, Kína og Japan er unnið að miljarða-áætlunum (í ísl. krónum) í sama tilgangi. Menn er starfa við Jarðfræði- stofnun Bandaríkjanna hafa áætlað að á hluta San-Andreas- misgengisins, vestan við Los Angeles, séu yfir 50% líkur á skjálfta á bilinu 7,5 til 8 stig á Richter-kvarða næstu 30 árin. Ekki er að undra þótt verulegu fé sér varið til rannsókna á skjálfta- spám. Aðaláhersla er lögð á að kom- ast að því hvað kemur jarðskjál- ftum endanlega af stað, ef svo má segja. Frumorsakir sjálfta eru þekktar. Meirihluti þeirra verður vegna þess að piötuskrið (landrek) magnar upp spennu í jarðlögum uns þau bresta. Minna er vitað um hvað stjórnar því hvar, hvenær og hve stórir skjálftar verða. Einnig verða menn að komast að því hvaða breytingar verða á mælanlegum stærðum í náttúrunni rétt áður en skjálftar ríða yfir. Þá er átt við mánuði, daga eða klukkustundir. Margs konar tœkni olíkar mœlistœrðir Meðal slíkra stærða má nefna landris eða landsig, afmyndun bergs í borholuveggjum eða göngum, breytt mynstur smá- skjálfta og myndun smásprung- na. Hér koma margvísleg tæki að notum: Gerfitungl, tölvur, geislar og næmir skjálftamælar svo eitthvað sé nefnt. Samhliða athugunum sem þessum er unnið að því að afla gagna, úr rituðum heimildum og / eða jarðlögum, um jarðskjálfta fyrri tíma; tíðni, stærð og út- breiðslu, einmitt til að reikna lík- urnar á nýjum skjálftum eins og gert var í Kaliforníu og minnst er á hér að framan. Ein aðferð við forathuganir á skjálftum og þá með spár í huga felst í því að mæla gasútstreymi við yfirborði jarðar. Ein gasteg- undin, radon, er auðmæld. Flest bendir til þess að meira radon streymi úr jarðlögum sem eru komin að því .að bresta en úr spennuminni lögum. Reyndar hafa spár, byggðar á radonmæl- ingum, gefist misvel og menn m.a. þess vegna leitað að öðrum vísbendingum. f nýlegri grein eftir bandaríska jarðfræðinginn McGee er greint frá mælingum á vetnisstreymi úr jörðu á eldfjalla- svæðum og jarðskjálftasvæðum. Ekki er auðvelt að mæla vetnið en það tekst þó sæmilega og má t.d. nefna að 10 dögum fyrir jarð- skjálfta upp á 5,7 stig í Long Vall- ey í Bandaríkjunum í nóvember 1984 margfaldaðist mælt vetni og hélst útstreymið hátt í marga daga á eftir meðan smáskjálftar gengu yfir. Erfiðast er áætla hve langur tími líður frá því að nýjar smásprungur auka gasstreymið til yfirboðrins þar til jarlögin bresta og skjálfti gengur yfir. Langt í land enn Þótt nefna megi mörg dæmi um spár eða mælingar af svipuðu tagi og hér að framan er enn langt í land með nothæfar jarðskjálfta- spár. Mörg atriði koma við sögu í jarðskjálftakróníku einhvers um- brotasvæðis. Aðstæður eru líka frábrugðnar frá einu landssvæði til annars. Á íslandi eru til tvær stofnanir sem einkum starfa að skyldum at- hugunum og fara fram hjá stór- veldunum: Raunvísindastofnun Háskólans og Jarðeðlisfræðideild Veðurstofu Islands. Til dæmis að taka þá hefur verið fylgst af og til með radonútstreymi úr borhol- um á Suðurlandi, t.d. á árinu 1978. Þá eru einir 8 þenslumælar hafði í borholum á sama svæði og hafa þeir verið í notkun frá haust- inu 1979. Yfirleitt sýna mælarnir þrýstingsaukningu og er það í samræmi við þá sköðun að jarð- skjálftabeltið á Suðurlandi sé víxlgengi. Jarðlög, a.m.k. á nokkru dýpi, ganga á mis í lárétt- um fleti rétt eins og plata sem söguð er í sundur og bútarnir síð- an færðir, annar fram en hinn aft- ur á bak. Ennfremur eru gerðar nákvæmar mælingar á breyting- um landhæðar eða fjarlægða milli fastra punkta og allar sýnilegar sprungur og misgengi kortlögð. Mjög litlu fjármagni hefur ver- ið varið til vinnu sem þessarar hérlendis og hluti peninga sem fengist hafa er erlendur. Sem stendur má telja spá um jarðskjálfta á Suðurlandi eitthvað á þessa leið: Það eru meira en 50% líkur á því að skjálfti um og yfir 7 stig á Richter- kvarða verði á vestanverðu Suð- urlandi innan 25 ára. Það er ekki vond fjárfesting að eyða fé í rannsóknir sem kynnu að koma í veg fyrir eitthvað af því tjóni sem er nú fyrirsjáanlegt ef skjálfti af þessari gerð ríður yfir. Ef til vill mætti ná bestum árangri með samstarfi stofnana og sjóða hér heima og erlendra aðila. Sunnudagur 24. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn- ar starf tæknifulltrúa á svæðisskrifstofu Raf- magnsveitnanna á Stykkishólmi. Menntun í rafmagnsverkfræði eða rafmagns- tæknifræði áskilin. Upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Raf- magnsveitnanna á Stykkishólmi. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannahaldi fyrir 7. desember nk. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík \$il _ ísafjarðarkaupstaður Isatjóröur Óskum að ráða barnabókavörð við bæjarbókasafnið og skólasafnvörð við grunnskólann, að hálfu við hvora stofnun. Menntun í bókasafnsfræðum og kennslufræði áskilin. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður bæjarbóka- safnsins Jóhann Hinriksson sími 94-3296. Aðalfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaði verður haldinn laugardaginn 30. nóvember kl. 15 að Hótel Vík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning tengihóps. 3. Starfið framundan. Tengihópur »1 Frá Borgarskipulagi 'V Reykjavíkur Teikningarog líkan af deiliskipulagstillögu Kvosarinn- ar eru til sýnis og kynningar dagana 21 -28. nóvem- ber, í Gallerí Borg. Opið virka daga kl. 12.00. - 18.00 og helgidaga kl. 14.00-18.00. Fulltrúar Borgarskipulags og höfunda verða á staðn- um föstudaginn 22. og laugardaginn 23. nóv. milli kl. 16.00- 18.00 og svara fyrirspurnum. Borgarskipulag Reykjavíkur ra Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða í eftirtaldar stöður á Geðdeild, sem ætlað er að hefja störf í nýjum húsakynnum bann 1 febrúar 1986: 1. Sérfræðingur í geðlækningum. 2. Aðstoðarlæknir. 3. Iðjuþjálfi. 4. Hjúkrunarfræðingar. 5. Aðstoðarmenn við hjúkrun. Umsóknum þarf að skila fyrir 1. janúar 1986 til yfir- læknis Geðdeildar eða hjúkrunarforstjóra, sem veita nánari upplýsingar. Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Innritun nýnema á vorönn 1986 lýkur 6. desember n.k. Innritun fer fram á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 9-15. Skólameistari Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.