Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 8
vof ? •
- samantekt um kynfrœðslu ungllnga í tilefni af bókinni „Þú og ég“
sem skólasafnanefnd telur ekki œskilega innó skólabókasöfnin.
Frœðsluróð.semhefurlokaorðiðímálinu.fjallarum bókina á fundi n.k. mánudag
Nokkurstyrr hefurstaðiðum
bókina „ Þú og ég “, bók um
kynlíf fyrir ungt fólk eftir Derek
Llewellyn Jones í þýðingu El-
ísabetar Gunnarsdóttur.
Skólasafnsnefnd hefurekki
talið bókina heppilega á
skólabókasöfnum og málinu
nú verið vísað til fræðsluráðs.
Fræðsluráð hefur enn ekki
fjallað um málið og á meðan er
allt stopp og bókin ekki afgreidd
til skólasafna frá Skólasafnamið-
stöðinni. Ekki hefur fengist út-
skýrt hvað það er sem skólasafna-
nefnd teldur óæskilegt við bók-
ina, en m.a. hefur verið talað um
ósiðlegar myndir í henni.
Þjóðviljinn hafði samband við
starfsmenn á kynfræðsludeild
Heilsuverndarstöðvarinnar og
töldu þeir bókina „Þú og ég“
heiðarlega bók og að í henni væru
engar þær líffræðilegu myndir
sem ekki væri hægt að finna í
hvaða bók sem væri af þessu tagi.
Þeir sögðu einnig að það kæmi
skýrt fram á bókakápu að þessi
bók væri ætluð ungu fólki. Hins
vegar væri það ekki á þeirra valdi
að ákveða hvort bókin ætti heima
á skólabókasöfnum eða ekki.
Þau viðbrögð sem við höfum
fengið við bókinni frá kennurum
eru öll mjög góð. Hún hefur sums
staðar verið borin undir foreldra
og þeir hafa samþykkt hana. Hins
vegar kemur það sér mjög illa
fyrir skólana ef skólasafnamið-
stöðin afgreiðir bókina ekki, því
þá verða þeir að kaupa hana
beint af okkur utan við fjár-
veitingar til skólanna," sagði
Halldór Guðmundsson hjá Máli
og menningu þegar við spurðum
hann um viðbrögð við bókinni,
en MM gefur hana út.
„Bókin hefur fengið mjög já-
kvæðar viðtökur hjá kennurum,
foreldrum og unglingum, enda
mikill skortur á góðum bókum
um þetta efni fyrir ungt fólk. Við
vonum að Færðsluráð raki af
skarið svo að bókin verði sett á
Guðrún Hannesdóttir las bókina:
Vonandi fær hún meðmæli Fræðslu-
ráðs.
lista yfir bækur fyrir skólabóka-
söfnin, en Fræðsluráð hefur
væntanlega lokaorðið í þessu
máli,“ sagði Haldór ennfremur.
Páll Ólafsson, kennari í Æfing-
adeildinni hefur að undanförnu
látið bókina ganga á milli for-
eldra 14 ára barna í skólanum,
með það í huga að kanna við-
brögð þeirra. Ætlunin er að
kenna bókina eftir áramótin í
tengslum við samfélagsfræði, líf-
fræði og félagsfræði og nefnist
viðfangsefnið „Ástin.“
Tilfinninga-
hliðin ekki
útundan
„Ennþá höfum við aðeins feng-
ið mjög jákvæð viðbrögð við bók-
inni og margir segjast vilja kaupa
hana til að eiga á heimilinu,“
sagði Páll.
Við náðum einnig sambandi
við eitt foreldranna sem hefur
lesið bókina en það er Guðrún
Hannesdóttir, sem á 14 ára son í
Æfingadeild Kennaraskólans.
Guðrún starfar sem námsráðgjafi
f Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
„Mér líst mjög vel á þessa bók,
hún spannar vítt svið og skilur
ekki tilfinningahliðina útundan,
eins og oft vill brenna við. Mér
finnst hún taka vel og skynsam-
lega á þessum málum og sjálf
lærði ég heilmikið á þvf að lesa
hana. Mér fannst „sjokkerandi“
að heyra að ekki væri mælt með
henni á skólabókasöfnin, það er
einmitt mikil þörf fyrir hana. Ég
held að foreldrar geri sér oft ekki
grein fyrir því hvað krakkar vita
lítið um þessi mál. Hér í Hamra-
hlíðarskólanum verður maður oft
var við ótrúlega fáfræði hjá hálf-
fullorðnu fólki sem á þó að vera
búið að læra öll helstu grundvall-
aratriðin. Ég vona sannarlega að
bókin fái meðmæli Fræðsluráðs
og að hún fái greiðan aðgang að
unglinum," sagði Guðrún.
þs
„Verð áþreifanlega
var við vanþekkingu unglinganna"
- segir Sigtryggur Jónsson, sálfrœðingur,
sem svarar spurningum um kynlíf í „Frístund" á Rás 2
„í starfi mínu hef ég orðið
áþreifanlega var við vanþekk-
ingu unglinga á því er varðar
kynlíf og kemur það sjálfsagt
fáum áóvart. Unglingareru
mjög uppteknir af kynlífi og
það er afneitun að halda því
fram að ekki þurfi aðfræða
þá. Auðvitað vekur fræðsla oft
ákveðna forvitni en engin
fræðsla mun ekki koma í veg
fyrir að unglingar lifi kynlífi. Að
svo miklu leyti sem ég hef
kynnt mér bókina „Þú og ég“
sýnist mér hún taka áflestum
þeim málum sem unglingar
spyrja um og hún gerir ráð
fyrir umræðum í tengslum við
lestur hennar og er það mjög
jákvætt,“ sagði Sigtryggur
Jónsson, sálfræðingur, en
hann hefur svarað spurning-
um unglinga um kynlíf í þætti-
num Frístund á Rás 2 auk
þess sem hann vinnur hjá
Unglingaráðgjöfinni í Garð-
astræti 16.
Við spurðum Sigtrygg hvaða
spurningar það væru sem brynnu
mest á unglingum hvað varðar
kynlíf.
„Meðal þeirra spurninga sem
unglingar velta hvað mest fýrir
sér eru ýmsar sem telja má að
hluta til félagslegar, eins og t.d.:
„Hvernig á ég að nálgast strákinn
sem ég er skotin í,“ eða „hvemig
get ég haldið í strákinn sem ég er
með, ánþess að sofa hjá honum“,
o.s.frv. Strákamir spyrja svip-
aðra spuminga og auk þess ber
mikið á spurningum um getnað-
arvamir, kynsjúkdóma, sjálfsfró-
un og getnað. Þá spyrja ungling-
arnir mikið um fullnæginguna,
hvemig hún sé, hvað hún sé, kyn-
færi, stærð þeirra og gerð, sáðlát í
svefni og kynhneigð. Álmennt
em unglingar mjög kynferðislega
þenkjandi, það þarf ekki annað
en líta á tískuna til að sjá það.
Unglingamenningin er breytileg
frá tíma til tíma, - uppúr 1968 bar
mikið á frjálslyndi og jafnræði
með kynjunum, sem kom sem
andsvar við hinni „karlmann-
legu“ rokktísku. Það má segja að
pönkið hafi aftur tekið upp grófa
„karlmannlega“ hegðun hjá ung-
lingum, en diskóið lagði hinsveg-
ar áherslu á hið kvenlega.“
„Nú býst ég við að þeir sem em
komnir af unglingsaldri geti tekið
„Næ aldrei að svara helmingi bréf-
anna“, Sigtryggur Jónsson sálfræð-
ingur. Ljósm. Sig.
undir að þörf sé fyrir fræðslu um
kynferðismál, bæði fyrir unglinga
og einnig fyrir fullorðið fólk.
Hefurðu orðið var við að fullorð-
ið fólk óski eftir fræðslu?“
„Já, eftir að ég fór að svara
spumingum á rásinni, héf ég
fengið bréf frá fullorðnu fólki,
sem leitar eftir upplýsingum.
Þessi fræðsla hefur alla tíð verið
vanrækt í skólakerfinu. Þótt ég
álíti að hin líffræðilega hlið kyn-
lífsins sé yfirleitt betur afgreidd í
skólum í dag, en fyrir nokkrum
áratugum, þá vantar mikið upp á
ýmsa fræðslu sem getur komið í
veg fyrir minnimáttarkennd, van-
h'ðan og þunglyndi, að ekki sé tal-
að um ótímabæran getnað eða
aðra alvarlega erfiðleika."
„Hafa strákar meiri áhuga á
þessum málum en stelpur?“
„Það efast ég um. Það er mikil
félagsleg pressa á strákum að
byrja að sofa hjá og því velta
strákar mikið fyrir sér mögu-
leikum sínum á þessu sviði.
Spumingar um getnað, getnaðar-
vamir og fóstureyðingar koma
oftar fram hjá stelpum. Ég held
að áhugi á kynferðismálum sé
engu minni hjá stelpum en strák-
um, þótt öðm sé stundum haldið
fram. Athyglispunktarnir em
bara aðrir.“
„Þú nefndir kynhneigð. Velta
unglingarnir henni mikið fyrir
sér?“
„Já, fæstir unglingar gera sér
grein fyrir að fyrsta kynlífsreynsl-
an tengist oft eigin kyni. Kynvit-
und unglinga er oft ómótuð og
óskýr og þau velta þessum
hlutum mikið fyrir sér. Mishepp-
nað kynlíf með gagnstæðu kyiý
þýðir ekki endilega að viðkom-
andi henti betur sitt eigið kyn.
Oft er um að ræða skort á sjálfs-
vitund og ónóga fræðslu.“
„Eru unglingar almennt
óhræddir við að spyrja spurninga
um kynlíf?“
„Já, að minnsta kosti næ ég
aldrei að svara nema hluta af
þeim bréfum sem mér berast. Að
sjálfsögðu kemur þó mest fram í
nafnlausum bréfum og fyrir-
spumum. En almennt þekkingar-
leysi þessara unglinga bendir til
þess að kynfræðslu sé vemlega
ábótavant í flestum skólum,"
sagði Sigtryggur að lokum. Þs
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1985