Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 14
Hvernig staðið er að gerð framhaldsmyndaflokka Undanfarna daga hef ég lítið getað gónt á sjónvarp, nema á sunnudagskvöldið. Fyrir vikið missti ég af þeirri uppbyggilegu og innihaldsríku skemmtun, sem útvarpsráð, að ógleymdum borg- arstjóra, hefur feiknarlegt dálæti á, en það er að horfa á hóp af konum ganga fram og aftur og standa upp á endann á sléttu gólfi innanhúss. í staðinn auðnaðist mér að horfa á hóp af Reykvík- ingum fjúka fram og aftur um götumar og faðma ljósastaura í rokinu nú um helgina. Sjónvarp- ið ætti einhvern tíma að festa slíka götumynd á filmu. Og vel væri sá eða sú að krýningu kom- inn, sem skemmtilegust tilþrif sýndi í bardaga sínum við höfuð- skepnurnar. En víst getur það gaman kárnað, og reki einhverjir augun í þetta, sem hafa fengið að kenna á slíku, bið ég þá afsökun- ar. Á sunnudag voru a.m.k. tveir íslenskir þættir á dagskrá. Endur- sýndur var þátturinn um aids, sem auðvitað var eðli málsins samkvæmt hálfgerð hrollvekja, en vandaður vel, prýðilega unn- inn og með skýran, lofsverðan til- gang að baki. Hinn þátturinn var „Gestir hjá Bryndísi”. Samtalsþættir af ýmsu tagi hafa verið alltíðir bæði í útvarpi og sjónvarpi frá upphafi og tekist misjafnlega, en stundum ágæt- lega. Dæmi um afbragðsviðtals- þátt frá því nú í haust er samtal fráfarandi fréttastjóra við Gylfa P., enda bar þar margt á góma sem snertir okkur öll, bæði sem íslendinga og manneskjur. Ekki ber að skilja þetta svo, að mér finnist ekki mega ræða við aðra í sjónvarpi en sprenglærða og stór- gáfaða frammámenn. Hver ein- asta manneskja býr yfir reynslu og lífssýn, sem óhjákvæmilega er einstök þ.e. öðruvísi en allra ann- arra manna og getur því verið áhugaverð fyrir alla hina. En til að koma slíku til skila í sjónvarpi þarf undirbúning, að vinna og - Reynir Pétur var sá eini þátttak- enda sem tókst þó, þrátt fyrir allt, að veita okkur sem snöggvast innsýn í sérkennílega lífsreynslu sína. - velja úr efninu og kunna svo að spyrja réttra spurninga. Trúlega er líka, þegar best tekst, einhver illskilgreinanlegur galdur á ferð- inni, sá galdur, sem gerist þegar manneskjur ná raunverulegu sambandi hver við aðra. Áreið- anlega er erfitt að töfra slíkt fram eftir pöntun í fjölmiðli, en óhætt mun að fullyrða, að eitt höfuð- skilyrðið sé, að spyrillinn hafi á þeirri stundu meiri áhuga á við- fangsefninu en sjálfum sér. Bæði Ómari Ragnarssyni og Jónasi Jónassyni (og raunar fleirum) hefur stundum tekist með ágæt- um að leyfa okkur að kynnast áhugamálum og jafnvel broti úr ævisögum manna - og það í sam- tölum við svokallað „venjulegt fólk”. (Guð má annars vita hvað átt er við með því hugtaki; mann- eskjur eru þeirrar náttúru, að þær steinhætta að vera „venjulegar” og verða sérstakar um leið og maður kynnist þeim eitthvað að gagni.) Ekki var slíkri skemmtun að fagna í ofannefndum gestaþætti. Hann var áhorfendum hrein þol- raun fyrir leiðinda sakir, rétt- nefnd ördeyða. Reynir Pétur var sá eini þátttakenda, sem tókst þó, þrátt fyrir allt, að veita okkur sem snöggvast innsýn í sérkennilega lífsreynslu sína. Varla er það til- viljun. Hann hefur til að bera þá einlægni hjartans, sem afvopnar alla - meira að segja Bryndísi Schram. Að öðru leyti fengum við að vita, að falleg stúlka hefði gengið í verslunarskóla, Laddi hefði verið feiminn sem bam og að íslendingur hefði klifið fjöll í Himalaja - síðastnefnt atriði var raunar kynnt á undan og vakti eftirvæntingu, en að þætti lokn- um vorum við engu nær um þau ævintýri. Hvort skyldu nú upplýs- ingar af þessu tagi flokkast undir frétta- fræðslu- eða skemmtiefni? Eða var þetta kannski bara óhemjulöng auglýsing? En þá er að spyrja: Hvað var eiginlega verið að auglýsa? Eða: Hvern? Og þó umfram allt: í þágu hvers? I síðasta vaðli minntist ég víst eitthvað á Dallas. Og svo að þeir, sem slysast til að lesa þetta, fái nú loksins eitthvað af viti fyrir snúð sinn, ætla ég að endursegja og snara mjög lauslega nokkrum glefsum úr bók eftir Martin Es- slin, þar sem hann m.a. segir frá því, hvernig slíkir maraþon- myndaflokkar verða til. Esslin þessi var um árabil leiklistarstjóri hjá BBC og er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum. Gef- um honum því orðið í mjög styttu máli: „Allir, sem starfa að fjölmiðl- un, vita, að ekki sakar að áhorf- endur séu fyrirfram kunnugir því efni, sem flutt er; múgurinn nýtur þess að sjá aftur kunnuglegt and- lit, kunnuglega söguhetju, heyra kunnuglega laglínu. Hafi hann einu sinni kynnst persónu í leikriti, vill hann fá að sjá hana aftur birtast í nýrri atburðarás, sem í smáatriðum er nægilega frá- brugðin þeirri, sem hann sá seinast, til að vekja forvitni, en samt nægilega lík að allri gerð, til að endurvekja ánægjuna af fyrri kynnum. Áhorfandi að leikverki, sem honum er alls ókunnugt, dæmist til að leggja á sig erfiði, sem geriri kröfur til vitsmuna hans, svara spumingum á borð við: Hvaða fólk er þetta? Hver eru tengsl þess innbyrðis? Á hvaða tímum gerist þetta? osfrv. - Framhaldsmyndaflokkar létta þessari vitsmunaraun af áhorf- endum. Þeir þekkja bæði per- sónur og aðstæður þeirra fyrir, sem og byggingarmynstur þátt- anna og þurfa því aðeins að átta sig á smáatriðum í atburðarásinni innan kunnuglegs ramma. - Hafa ber hugfast, að það er annað og meira en stigsmunur á stökum sjónvarpsleikritum og framhalds- myndaflokkum. Hinir síðar- nefndu em ný tegund skemmti- efnis, eðlisólík hinum fyrrnefndu og lýtur öðmm fagurfræðilegum lögmálum. Samningu sjónvarps- leikrits má nefna handverk kunn- áttumanns, en myndaflokkar em fjöldaframíeidd iðnaðarvara.” Áfram heldurEsslin: „Áætlan- ir um sjónvarpsmyndaflokka em gerðar til 13 vikna í senn, þ.e. fyrir hvem ársfjórðung. Fyrir stystu flokkana þarf því 13 hand- rit, en miklu oftar þó 26, 39, 52, eða ef flokkurinn er sýndur áram saman 104, 208, 312 handrit. Enginn höfundur getur skrifað 13 leikrit um sömu persónurnar á til- skildum tíma (en þættina verður að sýna vikulega), hvað þá 312 eða 364. Af því leiðir að fela verður hóp handritahöfunda að fjöldaframleiða þá. Þessu höfundagengi er síðan miðstýrt. Lögð er firam hugmynd, skrifað handrit að þætti, sem hafður er til leiðsagnar, sá þáttur er ræddur, framleiddur og settur í markaðskönnun (pilot-pro- gram). Niðurstaðan er n.k. grind (format) þ.e. hópurpersóna, sem birtist aftur og aftur, við aðstæð- ur, sem koma fram í mynstri, sem er síendurtekið. Höfímdahópn- um em afhentar persónulýsingar, bygging þáttanna negld niður í eitt skipti fyrir öll. Eftir er þá að- eins að ákveða hvers eðlis hver þáttur á að vera, og er þá lögð áhersla á tilbreytni: á eftir óhugn- anlegum þætti verður sá næsti að vera á léttari nótum; ástin verður að blómstra í þætti, sem fer næst- ur á eftir frásögn af átökum milli harðjaxla. Ganga verður frá slíkri uppröðun áður en flokkur- inn er endanlega settur í vinnslu. Þá fyrst er hægt að setja handrita- höfundana í gang, leggja fyrir þá efniságrip af heildinni, fá þeim í hendur kubbana, sem þeir eiga að setja saman þættina úr: Svona eru persónurnar, svona á þáttur- inn að vera uppbyggður (t.d. í lokin verður að vera eltingar- leikur eða tilsvarandi spennuk- afli), svona em allar meginað- stæður. Farðu nú heim til þín og skrifaðu þinn þátt!” Þá vitum við það. Bók Esslins (Mediations 1980) er raunar miklu læsilegri en þessi hráa endursögn á smákafla gefur til kynna. Hún fæst hér í bókabúð- um í kiljuformi. gjj IAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Leiðbeiningarstarf hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, meö fólki sem er aö takast á viö tilveruna á ný eftir stofnanadvöl eða einangrun í heimahúsum. Vinnutími er 4 klst. á dag (ca. 16.00- 20.00) aðra hverja viku. Upplýsingar gefur Anní Haugen í síma 25500. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 1. desember 1985. m Auglýsing ^ frá Reykjavíkurhöfn Eigendum smábáta, sem báta eiga í höfninni, stendur til boða upptaka og flutningur báta laugardaginn 23. nóvember frá kl. 9-18. Upptaka báta fer fram viö Bótarbryggju í Vesturhöfn. Gjald fyrir upptöku og flutning á bátasvæði á landi Reykjavíkurhafnar í örfirisey er kr. 1400 og greiðist við upptöku báta á staðnum. Skipaþjónustustjóri. Nýjungarnar og hefðin Nú er aðeins rúmlega mánuður eftir af þeirri skipan mála að Ríkisútvarpið sjái eitt og sér um útvarps- og sjónvarpssendingar hér á landi. Um áramótin ganga í gildi ný lög um útvarpsrekstur sem heimila fleimm en Ríkisút- varpinu að senda út efni fyrir augu og eym. Vitað er að margir líta hým auga til þessara breytinga og sjá í þessu dágóðan gróðaveg. Og það þarf ekkert að velta vöngum yfir því að hér eiga eftir að rísa upp allmargar hljóðvarpsstöðvar sem eiga eftir að útvarpa einhæfu tón- listarefni, diskóútvarpsstöðvar. Þannig hefur reynslan verið er- lendis og það er varla ástæða til að ætla að annað verði uppi á ten- ingnum hérlendis. En reynsla undanfarinna ára erlendis hefur einnig verið sú að útvarpsstöðvar em að taka við sér að nýju eftir einveldi sjónvarpsins um tveggja áratuga skeið. Það virðist nefnilega vera svo að menn séu aftur að koma auga á möguleika útvarpsins og kann- anir hafa sýnt að áhugi fólks fyrir útvarpi er að aukast. Og þá ekki aðeins fyrir því tónlistarútvarpi sem svo lengi hefur verið ríkjandi heldur fyrir fjölbreyttara efni, skemmtiþáttum, leikritum, sér- staklega framhaídsleikritum, við- talsþáttum, íþróttaþáttum og svona mætti lengi telja. Svo virð- ist sem erlendis sé fólk búið að fá ofskammt af sjónvarpi hvort sem það er hið hefðbundna sjón- varpsstöðvasjónvarp, kapalsjón- varp, gervihnattasjónvarp eða myndbandið margfræga. En hér á landi sér fólk stjörnur yfir öllum þeim möguleikum sem ný tækni veitir í þessum efnum. Ég ætla ekki að mæla fyrir því að öll sjónvarpsloftnet og sjónvörp verði sett á haugana en það myndi engan skaða að spá svo- lítið í þessi mál. Velta því t.d. fyrir sér hvaða áhrif sjónvarp hef- ur á böm. Ég sagði áðan að útvarpið væri í uppsveiflu erlendis. Og vissu- lega má kalla það uppsveiflu fyrir útvarp hérlendis þegar útvarps- stöðvar verða komnar í alla landshluta við hliðina á Ríkisút- varpinu. í þessari nýju stöðu eykst ábyrgð þess. Ekici aðeins varðandi það að vera útvarp allra landsmanna, heldur verður það óneitanlega að nokkm leyti fyrir- mynd. Það hefur hefðina að baki sér. Það hefur vöxt og viðgang útvarpsrekstrar að baki sér og mikla reynslu. Ef þróun útvarps- rekstrar hér á landi verður með ' eðlilegum hætti á komandi ámm ætti fmmleikann og fmmkvæðið að vera að finna í Ríkisútvarpinu. Það verður horft til þess sem leiðandi afls í útvarpsmálum hér á landi. Þannig væri það góður leikur í þeirri stöðu sem kemur upp eftir áramótin að endurtaka í auknum mæli það úrvalsefni sem fyrir er í safni útvarpsins um leið og bryddað væri upp á nýjungum. I þeirri samkeppni sem brátt fer af stað í útvarpsmálum íslendinga verður Ríkisútvarpið að hafa fmmkvæði. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ' Sunnudagur 17. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.