Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 13
manna á meðal, og meira jafnræði meðal þegna þjóðfélags- ins, þareð hin hvimleiða gjá milli bíleigenda og þeirra sem ekki eiga bíla yrði að nokkru eða veru- legu leyti brúuð. „Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983“ í umfangsmikilli bók, sem kom út árið 1966 og nefnist „Aðal- skipulag Reykjavíkur 1962- 1983“, getur að líta einkar fróðleg dæmi um viðhorf ráða- manna og skipuleggjenda til um- ferðarmála, sem í því riti fá ýtar- legri umfjöllun en ýmsir aðrir meginþættir sem teljast verða mikilvægari frá mannlegum sjón- armiðum. Á bls. 85 segir: „Fyrir gatna- kerfi Reykjavíkur hefur notkun einkabifreiða meginþýðingu, bæði nú og framvegis.“ Á bls. 121 segir: „Borgaryfir- völd hafa það sjónarmið gagnvart sívaxandi bifreiðaeign á íbúa, að taka verði svo mikið tillit, sem unnt er, til áhuga almennings á að eignast bifreið og komast leiðar sinnar af eigin rammleik.'1 Á bls. 224 segir: „Svo sem fyrr segir, var umferðarkönnunin einnig látin ná tii farþegaflutn- inga almenningsvagna. ... Hins vegar var þess ekki að vænta, að sá hluti könnunarinnar myndi skipta miklu máli í vinnunni að aðalskipulaginu." I þessu gagnmerka plaggi,sem nú ku reyndar vera úr gildi fallið, kemur ýmislegt fróðlegt uppúr kafinu, einsog til dæmis það að stjórnmálamenn, sem ætlað er að stjórna þróuninni í þágu þegn- anna, afsala sér hlutverkinu í hendur bílasala, olíufélaga, tryggingafélaga, auglýsinga- manna og annarra hagsmunaaðila einkabílismans. I annan stað er því umbúðalaust lýst yfir, að almenningsvagnar séu nánast aukaatriði í skipu- laginu og rekstri borgarinnar, og verður trauðlega lengra gengið í opinberri fyrirlitningu á þeim mörgu og fjölmennu hópum sem háðir eru þessum farartækjum. Stefna borgaryfirvalda undan- farna áratugi hefur verið sú að grisja byggðina sem rækilegast, dreifa borgarbúum útum holt og hæðir, móa og mela, sem vitan- lega torveldar alla þjónustu strætisvagna, og koma því svo fyrir að íbúðahverfi og vinnustað- ir séu í sem allra mestri innbyrðis fjarlægð, þannig að menn séu beinlínis neyddir til að eiga einkabíla, hvort sém þeir hafa ráð á því eður ei. „Draumur peningamanna og sérfrœðinga" Fyrir tæpum 17 árum lét Gest- ur Ólafsson arkítekt og skipu- lagsfræðingur eftirfarandi orð falla í Morgunblaðinu og hefur vonandi ekki skipt um skoðun síðan: „Ef fólki er ekki gefið tæk- ifæri til að skilja og taka þátt í uppbyggingu og skipulagi hvers staðar, atvinnuveganna og lands- ins alls, er varla að búast við öðru en áætlanir og skipulag - borgir jafnt sem bæir - verði annað en draumur peningamanna og sér- fræðinga, jafnt innlendra sem er- lendra.“ Fyrir hálfum öðrum áratug gat að líta eftirfarandi hugvekju í sænska tímaritinu Ord och Bild“ „í persónulegu lífi hvers einstakl- ings getur eftirsóknin eftir að aka í eigin bíl með fjölskyldu sinni (kannski til litla einbýlishússins í úthverfinu) ekki komist hjá að setja ákveðið svipmót á menning- una og grafa undan tilfinningum sem þroska samkennd fjöldans. ... í umferðinni breytast bílleys- ingjar í nýja tegund utanveltust- éttar - umferðaröreiga - sem nær ekki einvörðungu yfir gamal- menni, sjúklinga, efnalítið fólk, húsmæður, börn og aðra fótgang- Sunnudagur 24. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 endur, heldur líka hjólreiða- fólk." í bók sinni Mánniskor i stan, sem kom út í Svþjóð fyrir tveimur áratugum, segir Ingrid Olausson: „í byggingarmálum er nú stefnt að einangrun og aðgreiningu eftir stéttum, og þeir verða æ fleiri sem ekki þola það. Jafnrétti er goðsögn meðan við skipuleggjum einsog við gerum nú, meðan heilsuhraustir og sterkir fyrir- vinnukarlmenn eru þær „venju- legu“ manneskjur sem allt um- hverfið er miðað við og aðrar manneskjur verða að laga sig að. En manneskjan er ekki aðlögun- arhæf. Hún mótmælir með ýmsu móti. Stundum með mótmæla- göngum og ólátum, en oftar með- vitað með fráhvarfi frá samfé- laginu og öðrum vísbendingum um skort á aðlögun, stundum með almennum leiða. Hin að- lögunarhæfa manneskja er goð- sögn. Hvenær ætlum við að byrja að laga þjóðfélagið að manneskj- unni - en ekki öfugt?" í öðru sænsku riti er að finna þessar unthugsunarverðu upplýs- ingar: „Hráolíu má með örveru- fræðilegum (míkróbíólógískum) aðferðum umbreyta í eggjahvítu Nú á dögum er olíunni breytt í mengun, samtímis því að vanþró- uðu löndin, sem framleiða meginhluta hennar, þjást af óhugnanlegum skorti eggjahvítu- efna." Galdrafár samtímans Ef mannkynið skyldi bera gæfu til að lifa af stjörnustríðsfyrirætl- anir tröllveldanna og einkabíl- isma ríku þjóðanna, þá spái ég því að niðjar okkar, sem vonandi verða reynslunni ríkari og svo- lítið þroskaðri en við erum, eigi eftir að horfa til síðustu 40 ára einsog við lítum galdrafár fyrri alda þegar mönnum var ekki með öllu sjálfrátt um athafnir sínar. Á þessu stutta skeiði hefur hirm— svokallaði siðmenntaði heimur veþð svo dáleiddur af töfrum tækninnar-galdrafári samtímans - að honum hefur með öllu gleymst að jarðkúlan sem við byggjum er háð náttúrulögmál- um sem ekki má raska nema með geigvænlegum og ófyrirsjáan- legum afleiðingum; að orkulindir hennar eru takmarkaðar og verða ekki endurnýjaðar nema í mjög litlum mæli; að allt sem fer í súginn af okkar völdum er tekið útá reikning framtíðarinnar; að með hóflausri og ábyrgðarlausri sóun á orku og öðrum auðlindum erum við í rauninni að skerða lífs- möguleika þeirra sem eiga að byggja þetta jarðarkríli og þetta litla útsker á jarðarkrílinu. Einkabílisminn einsog hann er stundaður á íslandi er stór þáttur í þeirri ófyrirgefanlegu sóun verðmæta. Markmiðin Að síðastu þetta: Markmið Frjálsra vegfarenda eru skil- greind í annarri grein laga sem hér eru lögð fram til samþykktar. Við þau vildi ég einungis bæta nokkrum persónulegum tillögum einsog til að hnykkja á yfirlýstum markmiðum samtakanna. í fyrsta lagi tel ég að stefna beri að því að friða miðborgina fyrir umferð einkabíla eftir því sem föng eru á, til dæmis með því að fjölda göngugötum. í annan stað ber að stórfjölga sérstökum akreinum fyrir strætis- vagna í miðborginni og á stærri umferðaræðum og/eða hafa sér- stakar götur fyrir strætisvagna. í þriðja lagi ber að þétta leiða- kerfi strætisvagna og stytta bil rnilli ferða og milli biðstöðva. í fjórða lagi ber að stefna að því að knýja alla strætisvagna raf- magni. í fimmta lagi ber að tryggja hjólreiðamönnum öruggar leiðir og helst sérstakar brautir um alla borgina. Og í sjötta lagi ber að fjölga göngustígum til mikilla muna og tengja þá santan í heildarkerfi - en hverfa frá því fáránlega háttar- lagi að láta þá liggja í ósamtengd- unt bútum hér og hvar um borg- ina einsog nú á sér stað. Höfuðkrafa Frjálsra vegfar- enda hlýtur að vera sú, að fót- gangendur og hjólreiðamenn eigi engu minni rétt til að búa í höfuð- stað landsins og fara um hann frjálsir ferða sinna en langhrjáðir þrælar einkabílismans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.