Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.11.1985, Blaðsíða 16
60 leikbrúður í Dynheimum - Leikbrúðusýning opnuð ó Akureyri í dag Helga meö „engilinn sem rataði ekki heim“ en hann er meðal brúðanna sem sýndar verða í Dynheimum. Svo skemmtilega vill til að norska sjónvarpið er búið að kaupa sjónvarpsþáttinn sem sýndur var í jólabarnatímanum í fyrra um þennan litla engil og verður hann á dagskrá í norska sjónvarpinu á aðfangadag. Hann ferðast því víða um þessi jól, en ratar vonandi heim. Ljósm. E. Ól. „Þegarvið vorum beðnarað koma norður með atriði úr Brúðubílnum.fannstmértil- valið að halda sýningu á leik- brúðum í leiðinni, þar sem ég vissi að sýningarsalurinn í Dynheimum hentaði ágæt- lega. Ég er nú búin að senda einar 60 brúður norður með bíl og vona bara að þær komi allar í heilu lagi ááfangastað eftirferðalagið. Ég hef aldrei fyrr haldið svona sýningu og mér finnst ágætt að fá í SKIPSTJÓRNARMENN ATHUGIÐ! Það getur valdið mörgum hugarangri og kvíða þegar skip heimilisföðurins er beðið að tilkynna sig strax til næstu strandstöðvar Landssíma (slands. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA tækifæri til að sýna brúðurnar úti á landi“, sagði Helga Steffensen, en í dag, 23. nóvember opnar hún sýningu á leikbrúðum norður á Akureyri. Sýningin í Dyn- heimum verður opin daglega frá 14-19 og á sunnudögum til 22 fram til 2. desember. Helga er nýkomin að utan þar sem hún tók þátt í sýningu Leikbrúðulands í Vín, en eins og komið hefur fram í fréttum hefur Leikbrúðuland vakið mikla at- hygli á ferðum sínum erlendis og hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar. Nú er búið að bjóða hópn- um til Spánar í desember, en því miður er ekki hægt að þiggja það boð, en Helga bjóst við að fremur yrði reynt að þiggja boð frá Pól- landi, Frakklandi og Ítalíu með vorinu. í Dynheimum verða sýndir leikþættirnir „Feluleikur" og „Lilli gerist barnfóstra" en þeir voru báðir sýndir í Brúðubílnum í sumar sem leið. Sýnt verður fýrir leikskólana á Akureyri fimmtudag og föstudag og fyrir almenning verða sýning- ar sunnudaginn 24. nóvember klukkan 14 og klukkan 16. Miða- verð er kr. 150,00. Sala hefst klukkan 12,30. Sýningin tekur 1 og Vz klukkustund. Það eru þær Helga og Sigríður Hannesdóttir sem sjá um sýningarnar. -þs midas Bœkur Ljóð Sunnan í móti Ljóðabókin Sunnan í móti eftir Helga Sæmundsson var fyrst gefin út árið 1975 og hefur nú verið prentuð á ný. Bókin geymir úrval ljóða Helga frá 1937 til 1975. Skákprent gefur út 2. prentun á Sunnan í móti. Grund Heimilispósturinn Bókaútgáfan Grund hefurgef- ið út annað bindi Heimilispósts- ins, sem geymir efni eftir Gísla Sigurbjörnsson fráárunum 1971 til 1978. Heimilispósturinn er innan- hússblað á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund sem Gísli veitir forstöðu. Viðfangsefni Gísla í þessari bók eru málefni ellinnar. Rúnir Lófalestur „ Fæstir vita að lófalestur er vísindaleg aðferð sem getur veitt margvíslegar upplýsingar um skapgerðareinkenni manna og hæfileika þeirra á ýmsum svið- um,“ segir í forlagsfrétt um bók- ina Lófalestur eftir Peter West. Höfundurinn mun þaulreynd- ur í faginu og leiðír lesandann hér um völundarhús þessarar listar, „lýsir því hvernig nota má línur og mynstur lófans, lögun handar- innar í heild og hluta hennar og síðast en ekki síst handahreyfing- ar“ til að vita gleggra um manns- sjálfið. Þýðandi er Óskar Ingimars- son, útgefandi Setberg. Bókin er 145 síður og geymir margar skýr- ingarmyndir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.