Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 7
MANNLIF
200 ára afmœlið
Á Reykjavík
að vera að
heiman
18. ágúst?
Gísli B. Björnsson: Annað hvort er að
halda almennilega upp á200 ára afmœli
höfuðborgarinnar eða ekki
„AHir sem eiga stórafmæli hafa
um tvennt að velja: Að vera að
heiman eða gera sér og öðrum
dagamun. Þetta gildir líka um
Reykjavík. Annað hvort er að
gera ekki neitt í tilefni 200 ára
afmælisins eða halda eftirminni-
legan afmæiisfagnað sem ekki að-
eins skilur eftir góða endurminn-
ingu heldur einnig varanlegt
verðmæti“, sagði Gísli B. Björns-
son, teiknari, fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í afmælisnefnd
borjgarinnar.
A síðasta fundi borgarstjórnar
urður snarpar deilur um vinnu-
brögð og tillögur afmælisnefnd-
arinnar og gagnrýndi fulltrúi
Kvennaframboðs, María Jó-
hanna Lárusdóttir hvoru tveggja
harðlega. Einkum beindi hún
spjótum sínum að kostnaði við
afmælishaldið en Davíð Oddsson
borgarstjóri og formaður afmæl-
isnefndarinnar vísaði gagnrýni
hennar á bug. En hvað segir Gísli
um kostnaðinn?
20-60 miljónir
„Borgarstjóri hefur sagt að
kostnaðurinn verði um 200 krón-
ur á hvern íbúa eða um 20 miljón-
ir króna. Þá miðar hann greini-
lega við að allar tekjuáætlanir
gangi upp. Kvennaframboð
reynir hins vegar að reikna allt
uppí topp, tekur með þær fram-
kvæmdir sem ekki eru á vegum
afmælisnefndarinnar eins og rit-
un sögu Reykjavíkur og gerði
kvikmyndar um Reykjavík, sem
teknar voru ákvarðanir um fyrir
mörgum árum og sleppir því síð-
an að líta á tekjumöguleikana.
Þannig er þeirra tala uppá 60-100
miljónir fundin. Ég reikna hins
vegar með að endanlegur kostn-
aður liggi einhvers staðar á milli
þessara tveggja talna, 20-60 milj-
ónanna“.
- Er það boðlegt miðað við
önnur verkefni borgarinnar að
verja svo miklu fé í afmœlið?
„Reykjavíkurborg á ekki af-
mæli nema á 50 eða jafnvel 100
ára fresti. 200 ára afmæli er nokk-
uð merkilegur áfangi í okkar
unga samfélagi og við skulum
heldur ekki gleyma því að
Reykjavík er höfuðborg lands-
ins. Éf halda á uppá afmælið á
annað borð hlýtur það að kosta
talsvert fé. Ég þekki a.m.k. ekki
annað en þegar menn halda uppá
stórafmæli þá finnst þeim vanta
allt mögulegt! Það er rokið í að
mála, hreinsa til, teppaleggja og
hver veit hvað. Þá er tækifærið
notað til að ljúka verkum sem
kannski hefði átt að vera búið að
gera fyrir löngu eða hefðu annars
verið gerð ári síðar. Þetta er
ósköp álíka og auðvitað er það
dýrt ef kostnaðinum er öllum
skellt á eitt ár.
A undanförnum mánuðum
höfum við verið að vinsa úr hug-
myndum og reikna út kostnað.
Það er síðan pólitískt kjörinna
fulltrúa í borgarstjórn að taka
ákvörðun“.
Sýningar
og skemmtun
„í stórum dráttum eru þessar
tillögur þríþættar. Tæknisýning í
Borgarleikhúsinu, Þróunarsýn-
ing á Kjarvalsstöðum og afmæ-
lisdagurinn sjálfur 18. ágúst. Sýn-
ingarnar verða opnaðar fyrir þá
helgi en á afmælisdaginn sjálfan,
sem ber upp á mánudag verður
mælst til þess að gefið verði frí
eftir hádegi sem víðast.
Skemmtun fyrir yngri borgarana
hefst strax eftir hádegi í
Hallgarðinum, þaðan verða
skrúðgöngur inn í Kvosina þar
sem verða veisluborð og boðið
upp á veitingar og skemmtiatriði.
Um kvöldið hefst svo skemmtun
á Arnarhóli sem stendur í 2-3
tíma og lýkur með flugeldasýn-
ingu.
Sviðið á Arnarhóli og stóri ví-
deóskermurinn verða síðan til
ráðstöfunar á þriðjudegi og mið-
vikudegi fyrir ýmsar uppákomur
m.a. rokkhljómleika og á þriðju-
dagskvöld verður opinber veisla
fyrir erlenda gesti og fuiltrúa allra
kaupstaða á landinu og sýslufé-
laga. Þá verður gert átak í
hreinsun borgarinnar og hún
skreytt m.a. verða innkeyrslurn-
ar í borgina á þremur stöðum
varðaðar upplýstum öndvegissúl-
um sem munu nýtast áfram eftir
afmælið sem tákn borgarinnar og
til áminningar um ýmsa viðburði
svo sem listahátíð og fleira“.
Fráleit
fullyrðing
„Við höfum frá upphafi verið
sammála um að það sem gert
verður verði vel gert og hafi sem
mest varanlegt gildi. Þegar verið
er að vinna upp margra ára van-
rækslu á sviði heimildasöfnunar,
upplýsingaöflunar og fræðslu
eins og með þessum sýningum,
þá kostar það auðvitað sitt. Og
þó skemmtidagskrá skilji ekkert
áþreifanlegt eftir, þá verður hún
þó væntanlega eftirminnileg
þeim sem á hlýddu. Ég mótmæli
því algerlega að við séum aðeins
að vinna að „innihaldslausri
skrautsýningu" eins og Þjóðvilj-
inn sagði í fyrirsögn og tók beint
uppúr bókun Maríu Jóhönnu.
Þar var hún að fjalla um einn
þáttinn, þ.e. skemmtunina á
Arnarhóli og mér finnst fráleitt
að gefa sér það fyrirfram að
Kjartan Ragnarsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, leikarar Leikfélags
Reykjavíkur, bestu söngvarar
Gísli B.: Fjarri mér að hlaupast undan ábyrgð á ágætum tillögum afmælisnefndar. Ljósm. Sig.
landsins og listamenn muni
standa fyrir „innihaldslausri
skrautsýningu" þar. Það verður
ekkert dæmt um innihaldið fyrr
en að kvöldi 18. júní, þannig að
þetta er fráleit fullyrðing.
Flugeldar fyrir
400 þúsund
Það er líka rangt sem María
Jóhanna heldur fram að 8,5 milj-
ónir eigi að fara í leigu á tækja-
búnaði vegna þessarar skemmt-
unar. Heildarkostnaðurinn
liggur væntanlega nærri þeirri
tölu en þar af eru 3 miljónir laun
skemmtikrafta og annarra starfs-
manna, hljóðvinnsla 1 miljón,
flugeldasýning 400 þúsund og
leiga á tækjum uppsetning sviðs
og skreytinga um 4 miljónir. Þar
að auki verður væntanlega
keyptur til landsins hátalarabún-
aður á vegum Æskulýðsráðs sem
svo sannarlega er ekki vanþörf á
fyrir útifundi og útiskemmtanir
almennt. Ég vil líka geta þess að
fyrsti fulltrúi Kvennaframboðs-
ins í nefndinni, Hlín Agnarsdóttir
var í undirnefnd vegna Arnar-
hólsskemmtunarinnar en hún
mætti illa, vann lítið, og hætti svo
íbyrjunþessa árs. MaríaJóhanna
hefur hins vegar mætt á alla fundi
síðan í febrúar þó ég kannist ekki
við allar þær tillögur sem hún seg-
ist hafa flutt þar inn“.
- 400 þúsund í flugeldasýningu
sem fuðra beint upp í loftið?
„Já, þessi sýning verður í 8-12
mínútur og nokkuð veglegri en sú
sem varhaldin hérvegna 1100 ára
afmælisins og er mörgum minn-
istæð. Ég veit ekki betur en flestir
hrífist af veglegum flugeldasýn-
ingum sem eru víðast erlendis
hápunktur allra skemmtana og
draga að sér þúsundir manna, þar
á meðal íslendinga eins og í Tí-
volí. Við ætlum líka að skemmta
fólki og þetta er tilvalin leið til
þess og reyndar aðeins hluti þess
sem landsmenn skjóta upp í loftið
um áramót.
Það er fjarri mér að hlaupast
undan ábyrgð á þessum tillögum
sem ég hef mótað að ákveðnu
leyti sjálfur. Vegarnestið sem
borgarmálaráð Alþýðubanda-
lagsins gaf mér var að gæta hófs
og afla tekna á móti kostnaði
þannig að sem minnst verði um
beinar greiðslur úr borgarsjóði.
Það er auðvitað vandratað með-
alhófið í þessu sem öðru, en það
eru uppi ýmsar fjáröflunarhug-
myndir sem enn verið er að vinna
í undirnefnd. Ég vil taka fram að
undirnefnd um fjáröflun, sem
María Jóhanna hefur gagnrýnt,
var rétt kjörin á fundi, þó bókun
þar um hafi fallið niður vegna
mistaka ritara.
Þar er um að ræða í fyrsta lagi
sölu á minjagripum, bæði á sér-
sleginni mynt og glervöru og
postulíni. í öðru lagi ef samþyk-
ktur verður aðgangseyrir að sýn-
ingunum ásamt sölu á sýningar-
skrám og ýmsum gögnum. í
þriðja lagi eru auglýsingatekjur
af sýningarskrám og öðrum ritum
og í fjórða lagi tekjur af auglý-
singum og framlögum í sambandi
við afmælið sjálft. Það hafa verið
gerðar tillögur um hóflegar
auglýsingar inní skreytingar mið-
borgarinnar og hugmyndir hafa
verið uppi um að einstök félög og
fyrirtæki gefi borginni ákveðna
hluti - kosti t.d. einstaka
skemmtiatriði. Þá eru uppi hug-
myndir um borgarhappdrætti og
fleira mætti telja.“
Úr þorpi í borg
„Ég hef í undirnefnd haft sem
sérstakt verkefni undirbúning
Þróunarsýningarinnar sem unnin
er í samvinnu við Borgarskipulag
og Árbæjarsafn. Hönnuður
hennar er Magnús Tómasson
myndlistarmaður. Kostnaður við
sýninguna er áætlaður 6,5 miljón-
ir en henni er ætlað að sýna 200
ára byggðar- og mannlífsþróun í
Reykjavík. Þar hefur áhersla ver-
ið lögð á vinnslu og söfnun á
gömlum ljósmyndum og módel-
vinnu til að sýna hvernig þorpið
varð að borg og þessi sýning ef vel
tekst til mun væntanlega hafa
ómetanlegt heimildagildi.
Sama gildir um Tæknisýning-
una, sem nú hefur verið sett yfir á
hinar ýmsu tæknistofnanir borg-
arinnar. Þær virðast búa yfir rúm-
um fjármunum og vilja leggja í
þetta mikið fé. Kostnaðaráætlun
Tæknisýningarinnar er um 24
miljónir króna og ég tek fyllilega
undirgagnrýni á hana. Mér sýnist
t.d. hvað iaunakostnaðinn varðar
komið upp visst ósantræmi milli
Þróunarsýningarinnar og Tækni-
sýningarinnar og í heild finnst
mér þarna of mikið í lagt.
Báðum er þessum sýningum
ætlað að fræða menn um hvað er
að gerast og hvað hefur gerst í
borginni sjálfri og í þjónustu- og
tæknistofnunum hennar. Per-
sónulega er ég þeirrar skoðunar
að Reykjavík hafi vanrækt þenn-
an fræðsluþátt lengi og afmælið
sé ómetanlegt tækifæri til að
vinna það upp. Sem dæmi má
nefna að SVR hefur ekki varið
eyri í kynningarstarfsemi s.l. tvö
ár og slíka vanrækslu er auðvitað
dýrt að vinna upp. Ég held hins
vegar að það sé nauðsynlegt.
Ég vil að lokum benda á að þó
minnihlutaflokkarnir í borgar-
stjórn hafi meirihlutaí nefndinni,
4 fulltrúa á móti 3 fulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins, þá var aldrei ætl-
unin að bera menn atkvæðum
þarna inni. Þvert á móti var iagt
upp með og ætlast til samstarfs og
samábyrgðar í þessum undirbún-
ingi eins og eðlilegt er. Þetta má
t.d. aldrei verða afmælishátíð
Sjálfstæðisflokksins eins heldur
allra Reykvíkinga. Samstarfið í
nefndinni sjálfri hefur í heild ver-
ið gott þó oft hafi liðið heldur
langt milli funda en inn á rnilli
hafa komið góðar vinnulotur.
Það er svo borgarstjórnar að
dæma um tillögur okkar og taka
endanlegar ákvarðanir", sagði
Gísli að lokurn.
-ÁI
Þriðjudagur 17. desember 1985 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 7