Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Noregur
Fellur Willoch á fimmtudag?
Osló — Kaare Willoch for-
manni Hægriflokksins og for-
sætisráðherra Noregs mis-
tókst um helgina að afla nægj-
anlegs stuðnings við fjárlag-
afrumvarp sitt. Eru því miklar
líkur á að stjórn hans falli nú í
vikunni.
Stjórn Willochs átti viðræður
við Framfaraflokkinn um helgina
en hann hefur lýst því yfir að
hann muni ekki verja stjórnina
falli nema flokkurinn fái aðild að
stjórninni. A það mega sam-
starfsflokkar Willochs, Mið-
flokkurinn og Kristilegir, ekki
heyra minnst. Stjórn Willochs
ræður yfir 78 atkvæðum á þingi,
Afganistan
Friðanriðræðumar í Genf
hafnar á nýjan leik
Genf — í gær hófust á nýjan
leik óbeinar viðræður stjórna
Pakistans og Afganistan í því
skyni að binda endi á sex ára
ófrið í Afganistan. Viðræðurn-
ar eiga sér stað fyrir milli-
göngu Sameinuðu þjóðanna
og fer einn af aðstoðarfram-
kvæmdastjórum þeirra á milli
sendinefnda vegna þess að
pakistanska stjórnin viður-
kennir ekki þá afgönsku.
Viðræður þessar hafa staðið
með hléum frá því um mitt ár
1982 en lítinn árangur borið. Nú
binda menn nokkrar vonir við
þær vegna þess að bandarískir
embættismenn túlkuðu ummæli
Gorbatsjofs leiðtoga Sovétríkj-
anna á fundi hans og Reagans í
Genf á dögunum á þann veg að
honum væri mjög umhugað að
knýja fram pólitíska lausn á
deilumálum í Afganistan.
Milligöngumaður SÞ, Diego
Cordovez, gaf blaðamönnum
skýrslu um gang viðræðnanna í
gær og skipti þeim niður í fjóra
þætti. Hann sagði að samkomu-
lag hefði þegar náðst um alþjóð-
legt eftirlit með framkvæmd sam-
komulagsins. Hann sagði að lítið
bæri á milli í umræðum um þá
kröfu afgana að pakistanir láti af
stuðningi við skæruliða í landinu
og sömu sögu var að segja um
umræðurnar um hvernig standa
skuli að heimflutningi þeirra 3
miljóna flóttamanna sem nú eru í
Pakistan. Stóra málið sem enn er
óútkljáð er hvernig haga á brottf-
lutningi 115 þúsundsovéskra her-
manna frá Afganistan en sam-
komulag um önnur atriði er að
sjálfsögðu háð því að um það
semjist.
ERLENDAR
FRÉTTIR
haraldsson/R EUTER
sósíalísku flokkarnir 77 og Fram-
faraflokkurinn 2.
Á fimmtudaginn verða um-
ræður í Stórþinginu um 40
breytingartillögur við fjárlagafr-
umvarpið. Willoch segist ætla að
standa og falla með frumvarpi
sínu og því verði hver samþykkt
breytingartillaga skoðuð sem
vantraust á stjórnina. í síðustu
viku reyndi Willoch að bjarga sér
út úr klemmunni með því að
krefjast þess að aðeins færi fram
ein heildaratkvæðagreiðsla um
fjárlögin en þingið felldi þá til-
lögu.
Stjórnarandstaðan, Jafnaðar-
menn og Sósíalíski vinstriflokk-
urinn, háfa lagt fram fjölmargar
tillögur til hækkunar framlaga
ríkisins til ýmissa málaflokka en
Willoch vill fylgja aðhaldsstefnu í
ríkisfjármálum. Segist hann ekki
vilja eyða olíugróðanum, slíkt
kalli aðeins á aukna verðbólgu.
Framfaraflokkurinn studdi
stjórnina oftast nær fyrir kosning-
ar en nú hefur hann lýst stuðningi
við sumar af tillögum vinstrifl-
okkanna.
Stærsti þingflokkurinn, Jafn-
aðarmenn, hefur lýst því yfir að
hann muni ekki mynda niinnih-
lutastjórn ef stjórn Willochs fer
frá. Ymsir gæla við þá hugmynd
að mynduð verði samsteypu-
stjórn Jafnaðarmanna og Mið-
flokksins en sá flokkur er oft upp
á kant við Hægriflokkinn.
Svíþjóð
EBE
Fundað um
fiskkvóta
Brussel — Fiskveiðiráðherrar
aðildarríkja Efnahagsbanda-
lags Evrópu hófu í gær um-
ræður um fiskveiðikvóta
bandalagsríkja fyrir næsta ár á
hafsvæðum þeim sem að því
liggja.
Fyrir fundinum liggja tillögur
fiskifræðinga um talsverðan
niðurskurð veiða á sumum teg-
undum. Gert er ráð fyrir að draga
úr veiðum á makríl við strendur
Skotlands og írlands um 21% og
leyfa aðeins 293 þúsund tonna
veiði næsta ár. Samdráttur í
þorskveiðum í Norðursjó verður
þó enn meiri ef farið verður að
tillögum fiskifræðinga. Þeir
leggja til að veiðarnar minnki úr
229 þúsund tonnum i 156 þúsund
tonn eða um 28%. Hins vegar er
ráðgert að auka síldveiðar í
Norðursjó um 70 þúsund tonn og
leyfa veiðar á tæplega 300 þúsund
tonnum.
Þótt ekki sé ætlunin að hreyfa
við 60% af kvótunum má búast
við hörðum deilum á fundi ráð-
herranna. Einkum eru það
þorskveiðikvótinn sem bretar,
hollendingar og írar mótmæla.
Ráðherrunum er hins vegar
mikið í mun að afgreiða kvóta-
skiptinguna fyrir áramót en þá
bætast tvö ný fiskveiðiríki í
bandalagið: Spánn og Portúgal.
Raunir sænskra framsóknarmanna
Miðflokkurinn ísárum eftir erfið formannaskipti
Thorbjörn Fálldin var rekinn úr formannsstóli en við tók Karin Söder. Þótt hún
sé fyrsta konan sem gegnir formennsku fyrir sænskum stjórnmálaflokki þykir
hún ekki boða þann ferskleika sem Miðflokknum er nauðsyn, endaætlaði hún
að hætta í pólitík.
Frá fréttaritara Þjóðviljans í Gauta-
borg, Birni Guðbrandi Jónssyni:
Mikið brambolt og vesen
hefur verið í og í kringum
sænska Miðflokkinn undanfar-
ið. Flokkurinn galt mikið af-
hroð í þingkosningunum í
haust og hefur verið þungt yfir
forystumönnum og fylgis-
mönnum flokksins síðan. Ekki
bætir úr skák að skoðana-
kannanir í haust hafa sýnt enn
minnkandi fylgi og hefur flokk-
urinn sjaldan eða aldrei verið
„skráður“ svo lágt.
Miðflokkurinn minnir um
margt á íslenska Framsóknar-
flokkinn. Hann á rætur í bænda-
hreyfingunni og tekur venjulega
upp hanskann fyrir bændur í'
hinni stöðugu togstreitu þeirra
við ríkisvald og neytendur í þétt-
býli. Miðflokkurinn býr einnig
yfir þeim hæfileika að vinna bæði
til hægri og vinstri, allt eftir því
hvernig vindar blása. Á 6. ára-
tugnum tók flokkurinn (hét
reyndar Bændaflokkurinn þá)
þátt í ríkisstjórn Tage Erlanders,
en var svo forystuafl í ríkisstjórn-
um borgaraflokkanna 1976-82.
Upp og niður
Á síðustu 10-15 árum hefur
flokkurinn reynt að skapa sér sér-
stöðu, ekki bara sem „sveita-
flokkur", heldur einnig sem um-
hverfisverndarflokkur. Á köflum
hefur reynst ómögulegt að sam-
eina þetta tvennt enda er ekki allt
heilsu- og hollefni sem sænskir
bændur nota úti á ökrum og inni í
gripahúsum. Á fyrri hluta 8. ára-
tugarins lagði flokkurinn ríka
áherslu á andstöðu sína við notk-
un og þróun kjarnorku sem ork-
ugjafa. Thorbjörn Fálldin sem þá
var tiltölulega nýr og ferskur
flokksleiðtogi varð eins konar
persónugervingur andstöðunnar
við kjarnorkuna og hlaut miklar
vinsældir fyrir. Kosningarnar
1973 og 1976 urðu mjög hagstæð-
ar Miðflokknum og svo fór að
Fálldin veitti forystu fyrstu ríkis-
stjórn borgaraflokkanna frá
stríðslokum.
Síðan þá hefur leiðin legið nið-
ur á við. Fylgið hefur hrokkið af
Miðflokknum jafnframt því sem
æ ljósar hefur orðið að flokkur-
inn megnar ekki (eða vill ekki)
framkvæma hina nokkuð svo rót-
tæku umhverfispólitík sína. Hef-
ur jafnvel verið talað um stór-
kostleg svik flokksins í kjarnork-
umálunum þar sem Fálldin lagði
drengskap sinn að veði fyrir því
að ekki yrði haldið áfram upp-
byggingu kjarnorkuvera í forsæt-
isráðherratíð hans. Fór svo um
drengskaparmanninn Fálldin að
hann beið mikinn hnekki sem
slíkur, eins og reyndar títt er um
stjórnmálamenn sem taka sér
það auknefni.
Vondur hnútur
Ástandið í flokknum í dag er
vægast sagt bágborið. Síaukin
gagnrýni á Fálldin í allt haust olli
því að hann var látinn segja af
sér. Bitur á manninn tilkynnti
Fálldin sænsku þjóðinni að hon-
um hefði verið sparkað og bar sig
svo aumlega að álit fólks innan
flokks sem utan snerist upp í sam-
úð með honum og andúð á þau
öfl innan flokksins sem gáfu Fáll-
din sparkið. Talsverð samsæris-
lykt var af þessu máli og er haft á
orði að Fálldin hafi átt betra
skilið af samherjum sínum. Allt
málið komst í heldur vondan
hnút, því fáir reyndust viljugir til
að taka við flokknum eftir svo
opinberan tuddahátt við endalok
hins 14 ára formannsferils Fáll-
dins. Olof Johansson, almennt
álitinn krónprinsinn í flokknum,
hikaði t.a.m. við að taka að sér
formannsembættið og kann það
þar með að hafa gengið honum
endanlega úr greipum.
Á tímabili virtist einna helst
stemmning fyrir því að fá Fálldin í
embættið aftur en slíkt hefði í
raun bara aukið reiðileysið í
kringum flokkinn. Nú er nokkuð
víst að það verður Karin Söder
fyrrv. utanríkisráðherra sem
tekur við formennsku, en hún
hafði reyndar lýst yfir fyrr í haust
að hún ætlaði að hætta sem póli-
tíkus!
Fyrsta konan
Söder er fyrsta konan sem
gegnir formennsku í sænskum
stjórnmálaflokki. Líklegt er að
hún fylgi svipaðri stefnu og fyrir-
rennarinn, þ.e. leggi áherslu á
samleið Miðflokksins með hinum
borgaraflokkunum. Olof Johans-
son, sem fyrr var getið, þykir hins
vegar líklegri til að brjóta flokkn-
um leið út úr borgaralegu blökk-
inni í átt til vinstri og hugsanlegs
samstarfs við Jafnaðarmenn.
Það var von Miðflokksmanna
að binda mætti enda á niðurlæg-
ingu flokksins með því að skipta
út þreyttum og vonsviknum for-
ingja fyrir nýjan og ferskan. Nú
er það búið og gjört, en hvorki er
sá nýi ýkja ferskur né urðu for-
mannsskiptin á þann veg sem
hefði getað gefið flokknum byr
undir vængi á ný. Þvert á móti
beið flokkurinn nýjan álitshnekki
og er nú neyðarlegri en nokkru
sinni.
Innflytjendur
á drossíum
í lokin er ekki úr vegi að nefna
annan sænskan flokksleiðtoga
sem farið er að hitna undir. Sá er
Ulf Adelsohn foringi Móderata
(Hægri flokkurinn) sem öllum á
óvart tapaði fylgi í kosningunum í
september. Raddir gerast nú æ
háværari um að Adelsohn beri að
víkja. Móderatar voru býsna
sperrtir fyrir kosningarnar og
sigur þeirra lá í loftinu. Eftir
kosningarnar var hins vegar allur
vindur úr foringjanum og hefur
iítið heyrst eða sést til hans síðan.
Það litla sem frá honum kemur
vekur hins vegar úlfúð og læti
innan flokks sem utan. Þykir
hann renna fyrir vinsældir í
gruggugu vatni kynþáttafor-
dóma.
Þannig var hér um daginn í
dæmalausu útvarpsviðtali að Úlf-
ur kvartaði yfir því að innflytj-
endur sem nytu móurmálskenns-
lu og annarra hlunninda á Sví-
þjóð keyrðu um á drossíum og
berðust mikið á yfir höfuð. Er
haft á orði, jafnvel innan hans
eigin flokks, að Adelsohn kunni
ekki að taka mótlæti og það sem
verra er, þessi fyrrverandi forsæt-
isráðherrakandidat sé sífellt að
afhjúpa fáfræði sína um raun-
verulegt líf fólks í landinu.
Þriöjudagur 17. desember 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 17