Þjóðviljinn - 17.12.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 17.12.1985, Síða 2
BARNABÆKUR DÓSASTRÁKURINN Christine Nöstlinger. Frú Bertafærdag nokkurn stóran pakka með póstinum. í honum er niðursuðudós og upp úr henni sprettur drengur. Það er Konráð, sjö ára, verksmiðjuframleiddur og óskabarn allra foreldra, prúður og hlýðinn. Raunar alltof hlýðinn að mati frú Bertu. Dósastrákurinn er leiftrandi fjörug barnasaga, sögð af næm- um skilningi á draumum og til- finningum barna. Höfundurinn hefur hlotið virtustu verðlaun þýskumælandi þjóða fyrir barna- sögu. Þýsku barna- og unglingaverðlaunin. 128 blaðsíður. Útg. Forlagið. Verð: 588 kr. m. sölusk. JÓLAUÓS SÍGILDAR JÓLASÖGtlR JÓLALJÓS sígiidar jólasögur Höfundar: Margir, íslenskir og erlendir. í bókinni eru sígildar jólasögur og ævintýri um jólin. Úrval þess helsta sem birst hefur af slíku efni á íslensku. Sumar sögurnar eru góðvinir úr æsku ömmu og afa og pabba og mömmu, aðrar eru fáum kunnar. Bókin er prýdd listaverkum eftir Snorra Svein Friðriksson. Myndir hans flytja með sér helgiblæ jólanna og gera bókina einstæða. Jólaljós á erindi til lesenda á öllum aldri og lætur engan ósnortinn. 112 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 790 kr. m. sölusk. SUMAR Á FLAMBARDS K.M. Peyton Sumar á Flambards, nýja bókin eftir K.M. Peyton. Kristína snýr aftur heim til Flambardssetursins í heimsstyrjöldinni miðri og líst ekki á blikuna. Setrið er í niður- níslu og besta ráðið væri að selja það og fara burt hið bráðasta. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og Kristína ákveður að verða sjálf bóndi á Flambards og skapa heimili þar handa sjálfri sér og öðrum, bæði gömlum kunning- jum og óvæntum gestum... Útg.: Mál og menning Verð: kr. 698 m. sölusk. k.M. PKVfON Fíambards setríð 3 ★ LAGT ÚT í LÍFIÐ Ármann Kr. Einarsson. Ný bók eftir hinn vinsæla höfund, Ármann Kr. Einarsson. Lagt út í lífið segir frá ungum pilti, sem er uppfullur af framtíðardraumum og er að byrja að feta sig út í lífið. Ástin er að kvikna í brjósti hans og hann að leggja út á lista- brautina og tekst honum það erf- iðlega í byrjun. Þetta er lífleg og skemmtileg unglingasaga í létt- um dúr, sem lesendur Armanns kunna eflaust vel að meta. 140 blaðsíður. Útg. Vaka - Helgafell. Verð: 640 kr. m. sölusk. LAGT ÚT í \ WA Kári litli i sveit KÁRI LITLI í SVEIT Stefán Julíusson — Myndir: Halldór Pétursson Kári litli í sveit er þriðja og síðasta bindið í sagnaflokki Stefáns um snáðann Kára, fjölskyldu hans og félaga, að ógleymdum trúnað- aravininum Lappa. Kára-bækurnar hafa notið ein- stakra vinsælda og selst upp hvað eftir annað. Höfundur hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir þessar bækur sem hann samdi ungur kennari „vegná barnanna sinna, með börnunum sínum og handa börnunum sín- um“. Kári litli í sveit er sannkallað lista- verk í máli Stefáns og myndum Halldórs. Sígild sagnaperla. 168 bls. Útg. Æskan. Verð: 690 kr. m. sölusk. Heimsmeíabók dyrannt HEIMSMETABÓK DÝRANNA Annetta Tison og Talus Taylor Óskar Ingimarsson þýddi. Hvaða dýr er fljótast? Stærst? Mest hægfara? Með lengstu tennurn- ar? Á mestu dýpi? Með lengstu fjaðrirnar? Þetta er einstæð bók fyrir alla aldursflokka. Öll litprent- uð og í stóru broti. Litmyndir í rétt- um hlutföllum af öllum dýrunum. 93 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 995 kr. m. sölusk. GÚMMÍSKÓR MEÐ GATI Ýmsir höfundar. Gúmmískór með gati er safn af smásögum handa krökkum eftir marga höfunda. Sögurnar voru valdar úr safni smásagna sem barst í samkeppni Samtaka móð- urmálskennara. Hér eru bráð- skemmtilegar sögur af hænsnum á fylliríi, óstýrilátum tölvuspilsapa og vélmenningu Nú-tí-minh og klaufalegum helgarpabba en líka átakanlegar sögur af sjóslysi, snjóflóðum og skógarbruna. Höf- undar sagnanna eru: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ása Sólveig, Benóný Ægisson, Elísabet Þorg- eirsdóttir, Guðjón Sveinsson, Herdís Egilsdóttir, Jórunn Sö- rensen, Kristín Steinsdóttir, Njörður P. Njarðvík, Oddný Guð- mundsdóttir og Svanhildur Frið- riksdóttir. Útg. Mál og menning. Verð: 595.- kr. m. sölusk. SAGAN AF DIMMALIMM Guðmundur Thorsteinsson, Muggur. Ein mesta perla íslenskra barna- bóka, Sagan af Dimmalimm, kemur nú út í nýrri útgáfu og breyttu broti. Myndirnar af litlu kóngsdótturinni, svönunum og kóngssyninum unga þykja nú einhverdýrlegustu listaverk, sem Muggur lét eftir sig. Sagan af Dimmalimm kemur nú út á fimm tungumálum, íslensku, dönsku, ensku, þýsku og frönsku. 32 blaðsíður. Útg. Vaka - Helgafell. Verð: 375 kr. m. sölusk. Sagan af Dimmalimm m\s mkiSGios cBlómin á bakinu im.hwm, sia'Ru\Ki*jrriii BLÓMIN Á ÞAKINU Ingibjörg Sigurðardóttir. Gunnjóna er skrítin kona, ég verð að segja ykkur söguna af henni. Hún flutti í blokkina mína einn daginn af því hana langaði til að prófa að búa í borg - en samt fór henni strax að leiðast. Henni fannst hún ekki hafa nóg að gera. Ég fór með henni f sund og á Þjóðminjasafnið og á traktora- sýningu og ég veit ekki hvað, en þaðvarekki nóg. „Þú verðurbara að ná í dýrin þín upp í sveit og hafa þau í barnaherberginu, þá leiðist þér ekki“, sagði ég. Óg það gerði hún! Blómin á þakinu er saga um konu sem flytur úr sveitinni í bæinn, en flytur svo eiginlega borgina upp í sveit! Skemmtileg saga um merkilega konu með frábærum teikningum eftir Brian Pilkington. Útg. Mál og menning. Verð: 690.- kr. m. sölusk. Þú átt gott, Einar Óskell Uuftilú lk;gx«1ir. ÞÚ ÁTT GOTT, EINAR ASKELL Gunilla Bergström. Hann er líka strákur sem gaman er að þekkja þó að hann sé stundum óþekkur. Bækurnar um hann eru geysi- lega vinsælar og bráðum byrjar hann líka í sjónvarpinu. Nýja bókin heitir Þú átt gott, Ein- ar Askell og er jólabók. Þegar jólin eru búin finnst Einar Áskeli og pabba hans ofsalega leiðin- leg. En amma segir að þegar manni finnist allraleiðinlegast þá gerist bráðum eitthvað skemmti- legt. Hvað skyldi það vera? Sig- rún Árnadóttir þýðir. Útg. Mál og menning. Verð: 385.50 kr. m. sölusk. RASMUS KLUMPUR í UNDIRDJÚPUM Carla og Vilh. Hansen Andrés Indriðason þýddi. Rasm- us Klumpur og félagar hans eru orðnir vel kunnugir yngstu les- endunum því alls eru komin út 15 teiknisöguhefti með hinum fjöru- gu og saklausu ævintýrum þeirra. 32 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð 190 kr. m. sölusk. RASMUS KLUMPUR í KYNJASKÓGI Carla og Vilh. Hansen Andrés Indriðason þýddi. 32 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 190 kr. m. sölusk. RASMUS KLUMPUR Á PÍNUKRÍLAVEIÐUM Carla og Vilh. Hansen Andrés Indriðason þýddi 32 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð 190 kr. m. sölusk. * OHK 00 OBLVGUn CMÍH.A 4 vn.M MÁNStH 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.