Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 6
SÆLUSTUNDIR í PARÍS
Anne-Marie Villefranche.
Frönsk kona tekur upp á því aö
skrifa frásagnir af kynferðis-
legum uppátækjum ættingja
sinna og vina. Djarfar og nautna-
fullar frásagnir af hinum ýmsu til-
brigðum kynlífsins. Sögurnar
hafa vakið óskipta athygli og
höfundinum líkt við Anais Nin,
hinn mikla meistara erótískra
sagna en bækur hennar hafa
notið vinsælda á íslandi. Anne-
Marie Villefranche er ekki síður
hispurslaus. - María Gunnlaugs-
dóttir þýddi.
211 blaðsíður.
Útg. Forlagið.
Verð: 800 kr. m. sölusk.
UNfíÐUR fíSTfíRINNfíR
UUfflfi OG SfifflfiÍKfiR MiNNINGflfi
fiNN6-MflRI€ VIU€ffiftNCH6
SŒtUSTUNDIR í PfíRÍS
LESTARFERÐIN
T. Degens.
Þetta er fyrsta bókin sem valin
hefur verið til útgáfu í nýjum
bókaflokki sem nefnist „Úrvals-
bækur fyrir ungt fólk“. Þetta er
margverðlaunuð unglingasaga,
óvenju áhrifamikil, raunsönn og
spennandi, blandin notalegri
kímni. Sagan gerist í Þýskalandi
rétt eftir síðari heimsstyrjöldina.
138 blaðsiður.
Útg. Vaka - Helgafell.
Verð: 898 kr. m. sölusk.
Iðf
ÆTTAREINKENNIÐ
Grant Alle
Ættareinkennið kom út fyrir
mörgum árum hjá Sögusafninu
en hefur verið ófáanleg æði
lengi. Mikið hefur verið spurt um
hana hjá forlaginu og gefst nú
fólki kostur á að eignast hana.
Þetta er ein af þessum gömlu
góðu sögum, sem margir lesa
aftur og aftur.
157 bls.
Útg. Sögusafn heimilanna.
Verð: 695 kr. m. söiusk.
ORAHT AU.M
SÖGUSAFN HEIMIIANNA
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
LJÓÐABÆKUR
(OXtACiO
\j
rz
IANDSMÓÐUR1N.N.AR CÖ\Íl JJ
AF JARÐARFÖR LANDS-
MÓÐURINNAR GÖMLU
Gabriel García Márquez.
Makondó - þorpið þar sem menn
þrauka og bíða. Þorpið þar sem
grimmdin og niðurlægingin ríkir.
ibúar Makondó skapa enga sögu
- þeir þrauka aðeins og bíða.
Andrúmsloftið mettað raka - hit-
asvækjan óbærileg.
Af meistaralegri íþrótt fléttar
skáldið saman sögu þjóðar sinn-
ar, hvunndagsleika hennar,
kjaftasagnir og goðsagnir. Þessi
veröld er allt í senn, jarðbundin
og smámunasöm, full af undrum
og stórmerkjum. Þorgeir Þor-
geirsson þýðir verkið af einstakri
snilld.
139 blaðsíður.
Útg. Forlagið.
Verð: 1.087 kr. innb.,
850 kr. kilja m. sölusk.
ÁST í SKUGGA FORTÍÐAR
V.E.D. Ross
Solveig Jónsdóttir íslenskaði
Enid er vel menntuö ung stúlka,
sem kynnist manni á myndlistar-
sýningu. Þau kynni leiða til þess
að hún fer með honum til
heimkynna hans. En hún kemst
að raun um að þar er ekki allt sem
sýnist. Hún er kjarkmikil og dug-
leg og lætur ekki erfiðleikana
buga sig. Spennandi og heillandi
ástarsaga.
170 bls.
Útg. Sögusafn heimilanna.
Verð: 695 kr. m. sölusk.
RAUÐA HÚSIÐ
Victor Bridges
Saga þessi er eftir sama höfund
og Strokumaður og Grænahafs-
eyjan, sem Sögusafnið hefur gef-
ið út og notið hafa mikilla vin-
sælda. Sagan fjallar um hlé-
drægan, ungan lækni, sem
dregst óvænt inn í dularfulla at-
burði. Þetta er barátta um auð og
völd, en ástin skipar sinn sess í
sögunni, eins og í lífinu sjálfu.
179 bls.
Útg. Sögusafn heimilanna.
Verð: 695 kr. m. sölusk.
MERKI SAMÚRÆJANS
Katherine Peterson
Katherine Peterson er margfald-
ur verðlaunahöfundur í heima-
landi sínu, Bandaríkjunum. Þessi
hörkuspennandi unglingabók
lýsir ævintýralegri leit drengs að
föður sínum, glæsilegum stríðs-
manni keisarans, sem hann hef-
ur aldrei séð. Vel skrifuð bók sem
öll fjölskyldan hefur ánægju af að
lesa. Þýðandi: Þuríður Baxter. Úr
erlendum blaðadómum: „Áhirfa-
mikil og heillandi” (Library Jour-
nal). „Einstaklega hrífandi og
spennandi bók” (Publishers We-
ekly). „Fögur bók” (Best Sellers).
144 bls.
Útg.: Bókaútgáfan Nótt.
Verð: Innbundin 775 kr. m.
sölusk., kilja 575 kr. m. sölusk.
SIKILEYINGURINN
Mario Puzo
Skáldverk eftir hinn víðfræga
höfund Mario Puzo sem öðlaðist
heimsfrægð með bók sinni „Guð-
faðirinn". Umsagnir gagnrýn-
enda erlendis um bók þessa hafa
verið á einn veg - að með bókinni
takist Puzo tvennt í senn: Að skila
frá ser bókmenntaverki sem er
þess eðlis að það heldur lesand-
lanum í helgreipum spennu. Trú-
veröugar atvikalýsingar, stað-
arlýsingar og mannlýsingar auka
á áhrif amáttinn - færa lesandann
inn f þann heim sem Puzo er að
segja frá, enda byggir Puzo sögu
sína á raunverulegum atburðum,
vefur söguþráð í kringum það
sem átt hefur sér stað í raun og
veru.
301 bls.
Útg.: Frjálst framtak hf.
Verð: 995 kr. m. sölusk.
ilarío puzo
•Listin ad lifa
•med
•kranscEdasjúhddm
Það som þú og fiölskylda
þin þunfa að vita um
hjariakvaisu
LISTIN AÐ LIFA MEÐ
KRANSÆÐASJÚKDÓM
Bandaríska
heilbrigðisstofnunin MIPI
Hér eru upplýsingar um það sem
þú og fjölskylda þín þurfa að vita
um hjartakveisu. 100 sjálfstæðar
efnisgreinar með 16 leiðbeinandi
myndskýringum. Bók þessi er
hvatning til almennings um það
að hafa gát á lífi sínu og lifa með
opinni vitund um hin dýrmætu líf-
færi sem tilheyra hverjum og ein-
um.
88 blaðsíður.
Útg. Þjóðsaga.
Verð: 450 kr. m. sölusk.
TRÖLLEYKIÐ
Torfi Ólafsson íslenskaði.
Desmond Bagley.
Trölleykið er önnur bókin sem
kemur út að höfundinum látnum,
en hann átti nokkur óútgefin
handrit, þegar hann féll frá. Ein
þeirra bóka var í næturvillu, sem
kom fyrir síðustu jól og seldist
upp, en er nú komin út í nýrri
útgáfu.
Trölleykið sem hér segir er
feiknastórt, um það bil 20 metrar
að lengd og 550 tonn að þyngd.
Það er notað til að flytja sprennu-
breyti inn í Nyala, sem er ríki í
Vestur-Afríku, auðugt að olíu.
Trölleykið er saga um hugdirfs-
ku og dauða, um fyrirsát og ógn-
anir. í henni nær Desmond Bagl-
ey hámarki í frásagnarsnilld
sinni: hraða í frásögn, baktjald-
amakki og unnum sigri.
271 blaðsíða.
Útg. Suðri.
Verð: 888.- kr. m. sölusk.
GÖNGIN
Ernesto Sabato.
Á yfirborðinu óhugnanleg og
spennandi morðsaga. Undir niðri
er Göngin saga um mannlega
einsemd og örvæntingu þess
sem ferðast einn um sín eigin
dimmu göng.
Ernesto Sabato, hinn heimsfrægi
argentínski rithöfundur, hlaut á
síðasta ári Cervantes-verð-
launin, virtustu bókmenntaverð-
laun spænskumælandi þjóða.
Guóbergur Bergsson þýðir
þessa áhrifamiklu bók og ritar ít-
arlegan eftirmála.
120 blaðsíður.
Útg. Forlagið.
Verð: 981 kr. m. sölusk.
HLYJA SKUGGANNA
Sigfús Bjartmarsson
í þessari bók skiptast á stuttar
Ijóðmyndir og lengri frásagn-
arljóð. Sigfús leitar víða fanga og
sum Ijóð hans eru eins konar
skáldlegur vitnisburður um ferðir
hans til Rómönsku Ameríku og
fleiri framandi landa. Ljóð hans
eru tregablandin án þess að vera
neitt svartagallsraus. Hann höfð-
ar ekki síður til vitsmuna en til-
finninga.
Útg.: Mál og menning
Verð: 503 kr. m. sölusk.
UNDIR SKILNINGSTRÉNU
Gunnar Dal.
[ bókinni eru tuttugu Ijóð, sem
skáldið hefur ort á þessu ári.
„Komið þið hingaö dúfurnar min-
ar og kroppið korn“, er eins konar
viðlag í kvæðinu: Heilaþvottur í
Vatnsmýrinni. Ljóð þessi vekja
ótal spurningar og umhugsuna-
refni, sem knýja fast á hjá samtíð
okkar.
51 blaðsíða.
Víkurútgáfan.
Verð: 750.- kr. m. sölusk.
UPÍDIR
SKIWMGS
TRÉNU
Vlkurútgáfan
LJÓSAHÖLD OG
MYRKRAVÖLD
Ingimar Erlendur Sigurðsson
Þetta er tíunda Ijóðabók höfund-
ar, sem löngu er orðinn þjóð-
kunnur. Hann hefur fengið mjög
lofsamlega dóma fyrir bækur
sínar, enda er hann af mörgum
talinn eitt af snjöllustu Ijóð-
skáldum okkar í dag.
101 bls.
Útg. Víkurútgáfan.
Verð: 750 kr. m. sölusk.
Iitgimarftriendur Sigurúnson
Ljósahöld
myrkravöld
[i Vikutútgáfan
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN