Þjóðviljinn - 17.12.1985, Side 7
LJÓÐABÆKUR
ÆVISÖGUR OG MINNINGAR
LJÓÐ NÁMU LAND
Sigurður Pálsson.
Fjórða Ijóðabók Sigurðar sem
fyrir margt löngu hefur skipað sér
í fremstu röð íslenskra Ijóð-
skálda. Hver ný bók frá hans
hendi má teljast bók-
menntaviðburður.
í bókinni speglast allir bestu kost-
irskáldskaparSigurðar. Hnitmið-
að Ijóðmál, hlaðið óvæntum
samlíkingum, ísmeygilegt í glettni
sinni og fjarskylt predikunum og
forystugreinum. í Ijóðunum tog-
ast á ofsafengið fjör og sárasta
alvara og skáldið er hvorttveggja
( senn, sjáandi og þátttakandi.
94 blaðsíður.
Útg. Forlagið.
Verð: 875 kr. m. sölusk.
ILLGRESI
Örn Arnarson
Ljóðabók skáldsins vinsæla,
Arnar Arnarsonar, lllgresi, sem
ekki hefur verið fáanleg um ára-
bil, er nú komin út aukin og
endurbætt. Auk upphaflegrar út-
gáfu lllgresis eru í bókinni þýdd
Ijóð og ýmis önnur Ijóð sem safn-
að hefur verið saman eftir lát
skáldsins.
260 bls.
Útg. Vaka — Helgafell.
Verð: 1.398 kr. m. sölusk.
JÓNAS ÁRNASON
- VIÐTALSBÓK
Viðtölin tók Rúnar Arthúrsson,
blaðamaður.
I þessari bók ræðir Jónas um lit-
ríkan feril sinn, menn og málefni.
Hann talar af hreinskilni um átök
á stjórnmálasviðinu, jafnt við
samherja sem andstæðinga.
Hann segir frá kynnum sínum af
skemmtilegu fólki og fjörugu
leikhúslífi. Lesandinn fær að
kynnast skáldinu, þingmannin-
um, rithöfundinum, blaðamann-
inum, sjómanninum og kennar-
anum Jónasi Árnasyni og þeim
óborganlega húmor sem hann er
þekktur fyrir.
260 blaðsíður.
Útg. Svart á hvítu.
Verð: 1.398 kr. m. sölusk.
gyrðir elíasson
einskonar höfuð
lausn
EINSKONAR HÖFUÐLAUSN
Gyrðir Elíasson
Gyrðir Elíasson er tilraunamaður
í skáldskap. Ljóð hans segja ekki
sögu heldur bregða upp leiftur-
myndum úr hugarheimi nútíma-
manns. Tungutak hans er í sam-
ræmi við þetta eins konar „skipu-
legt ofbeldi gagnvart venjulegu
talmáli", en það er stundum tal-
inn vera aðall nútímaljóðlistar.
Gyrðir leikur sér að margs konar
klisjum úr tækniheimi og borg-
armenningu og leggur auk þess
mikið upp úr umgjörð Ijóðanna,
svo segja má að þau séu myndir í
tvenns konar merkingu, bæði
hvað varðar innihald og útlit.
Einskonar höfuðlausn er þriðja
Ijóðabók Gyrðis, en hann er af
mörgum talinn einhver efnileg-
asti og frumlegasti höfundurinn í
hópi ungra Ijóðskálda hérlendis.
Utg.: Mál og menning
Verð: 503 kr. m. sölusk.
TÍUNDIR
Jóhann S. Hannesson
Kristján Karlsson bjó til prentunar
og ritar formála. Skáldskapur Jó-
hanns S. Hannessonar er í heild
sérkennilegt og merkilegt fram-
lag til íslenskrar Ijóðagerðar á
okkar tima. í kvæðum hans fara
einatt saman skörp hugsun,
vitsmunaleg dýpt og rík tilfinning.
En fyndni hans og formlist njóta
sín víða sérstaklega vel í þessari
bók.
84 bls.
Útg.: Örn og Örlygur.
Verð: 795 kr.m. sölusk.
Jóhann S.
Hannesson
TÍUNDIR
KVÆÐi
SJÓMANNSÆVI
Lokabindi endurminninga
Karvels Ögmundssonar
í þessu bindi segir Karvel frá sjó-
sókn sinni á Hellissandi, ísafirði
og Njarðvíkum. Mikill fengur er
að tveimur síðustu köflunum,
leiftrandi frásögn af Ólafi Thors
og frásögnum af yfirnáttúru-
legum fyrirbærum, draumum,
dulheyrn, hugboðum og aðvör-
unum, en Karvel er gæddur dul-
rænum hæfileikum, sem hann
kann að nýta sér og öðrum til
góðs. Fjöldi sögulegra Ijós-
mynda.
240 bls.
Útg.: Örn og Örlygur
Verð 1.298 kr. m. sölusk.
AF MONNUM ERTU KOMINN
Einar Bragi
Einar Bragi skáld er alinn upp á
Eskifirði og þar er helsti vettvang-
ur endurminninga hans þótt hann
fari víðar um Austfirði og allt
suður í Skaftafellssýslur. Hann
byrjar að minnast næst sér í timb-
urhúsinu Skálholti á Grundinni
þar sem hann fæddist, en fer svo
um þorpið, hús úr húsi, og rifjar
upp íbúa þeirra í lifandi og
skemmtilegri frásögn. Ótal per-
sónurspretta upp á síðum bókar-
innar. Ævi og kjör höf undar verða
lesanda ógleymanleg.
Af mönnum ertu kominn er
hyllingaróður um hetjur hvers-
dagslífsins eftir eitt listfengasta
skáld samtímans.
Útg.: Mál og menning
Verð 1290 kr. m. sölusk.
Eínar Bragi
monnum
ertu
kominn
íMx’h.Vun'viwí.vh
í FÓSTRI HJÁ JÓNASI -
Halldór E. Sigurðsson rekur
minningar sínar, fyrra bindi.
Andrés Kristjánsson bjó til
prentunar.
Halldór er þjóðkunnur áhrifa-
maður í islensku stjórnmálalífi.
Hann hefur frá mörgu að segja.
Forvitnilegasti kafli bókarinnar er
án efa frásögn Halldórs af fóst-
rinu sem hann naut hjá Jónasi f rá
Hriflu um tvítugsaldurinn. Lýsing-
in á Jónasi og fjölskyldu hans á
árinu 1936 og síðar er.merkilegt
framlag til skilnings á gerð og lífs-
starfi umdeildasta stjórnmála-
manns aldarinnar.
255 bls.
Útg.: Örn og Örlygur.
Verð: 1.298 kr. m. sölusk.
íRfenaHJ4j(fo\si
MLLDOR E
rekur minnlngar sínar
LÍFSSAGA
BARÁTTUKONU
- Saga Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur.
Inga Huld Hákonardóttir.
Inga Huld Hákonardóttir rekur
hér feril baráttu- og jafnréttiskon-
unnar Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt-
ur. Þetta er mögnuð lífsreynslu-
saga konu, sem ólst upp ásamt
19 systkinum í sárri fátækt, barð-
ist síðan lengi við kröpp kjör og
veikindi og varð eins konar tákn-
mynd alþýðukvenna í jafnréttis-
og kjarabaráttu. í bókinni má lesa
um baslið á kreppuárunum og
baráttukvenna og annars lág-
launafólks um þessar mundir.
230 blaðsíður.
Útg. Vaka - Helgafell.
Verð: 1.398 kr. m. sölusk.
LÍFSSAGA
BARÁTTUKONU
Inga Httld Hákonardóttir rekur feril
AÐALHEIÐAS
BJARNFKEÐSDÓTTUR
MINNINGAR HULDU Á.
STEFÁNSDÓTTUR
- BERNSKA
Hulda Á. Stefánsdóttir er ein
þeirra kvenna sem sett hafa svip
á öldina og þjóðin öll þekkir og
ann. Frásögn hennar stendur
djúpum rótum í þjóðlífi og sögu.
Mannlýsingar eru skýrar og hisp-
urslausar, yljaðar kímni og næm-
um lífsskilningi. Minningar Huldu
munu, ef að líkum lætur, skipa
henni á bekk með nokkrum þeim
löndum hennar sem samið hafa
merkastar minningabækur síð-
ustu áratugina.
214 bls.
Útg.: Örn og Örlygur.
Verð: 1.198 kr. m. sölusk.
í>s
GUÐMUNDUR SKIPHERRA
KJÆRNESTED
Sveinn Sæmundsson
Þetta er saga hatrammra átaka,
taugastríðs og ofbeldisverka;
saga um harðfylgi og þrautseigju
íslenskra varðskipsmanna og
óumdeildan foringja þeirra í bar-
áttunni við ofurefli, sem að lokum
laut í lægra haldi. Hámarki náði
baráttan við breska Ijónið er her-
skip reyndi að sökkva varð-
skipinu Tý. Breskir útgerðar-
menn kröfðust þess að Guð-
mundur yrði rekinn í land og her-
skipamenn óttuðust hann og
hötuðu. Þetta ritverk er ómetan-
leg heimild um baráttu þjóðar
fyrir tilvist sinni. 140 sögulegar
Ijósmyndir.
279 bls.
Útg.: Örn og Örlygur.
Verð: 1.298 kr. m. sölusk.
SAGAN AF SIGRÍÐI
STÓRRÁÐU
Játvarður Jökull Júlíusson
Játvarður Jökull Júlíusson er
þjóðkunnur maður fyrir fræði-
mennsku og ritstörf. Sagan af
Sigríði stórráðu hefst á Skarðs-
verjum og eru ættir hennar síðan
raktar og saga hennar sögð
þangað til hún kveður þennan
heim í Kaupmannahöfn, eftir
stormasama ævi konu sem
aldrei lét bugast og vildi helst sjálf
ráða ferðinni hvar sem leið henn-
ar lá. Bókin er full af fróðlegum
sögnum af merkilegu fólki öld
eftir öld. Hún er skemmtileg og
fróðleg og stíll og frásagnarháttur
höfundar er með ágætum.
213. bls.
Útg. Víkurútgáfan.
Verð: 1.188 kr. m. sölusk.
Bernska
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7