Þjóðviljinn - 19.12.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.12.1985, Síða 4
LEIÐARI EMSOG HAFSKIP í RÓT1NU Það er sama hvort litið er til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins, heitstrenginga úr Stykkis- hólmi, ellegar til markmiða í fjárlagafrumvarpi, - allt er þar fallið og svikið. Þess vegna þarf engan að furða þótt Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra verji sig með kerfislegri geirsþulu, þegar hann situr fyrir svörum um fjármálastefnu ríkis- stjórnarinnar einsog í sjónvarpinu í fyrrakvöld, - hann er karskur sveinn og veit að það er best að þegja um það allt, - eða þusa. En Þorsteinn gat engu að síður ekki komist hjá því að það yrði lýðum Ijóst að markmið Sjálfstæðisflokksins í fjáriagafrumvarpinu eru kolfallin. Heitstrengingarnar um að erlend lán til ríkissjóðs fari ekki framúr því sem nemur greiðslum afborgana og vaxta eru ekki lengur neins virði. Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur sýnt fram á með bréfi til fjárveitinganefndar, að lántökur opinberra aðilja á næsta ári nemi 3.726 miljónum króna en afborganir á því ári 2.935 miljónum króna. Annað meginmarkmið í fjárlagafrumvarpinu er að sem næst jöfnuður náist í rekstri ríkisins. Ekkert bendir til þess að jöfnuður náist í rekstr- inum. Samkvæmt þeirri uppsetningu fjárlaga sem nú gildir verður rekstrarhallinn 476 miljónir á næsta ári, miðað við þær breytingatillögur sem ríkisstjórnin sjálf hefur boðað einsog Geir Gunnarsson benti á við aðra umræðu fjárlaga- frumvarpsins. Ekki nóg með það. Inní frumvarpinu eru fráleit „sparnaðaráform" sem enginn, ekki einu sinni Þorsteinn Pálsson, lætur sér til hugar koma í alvöru að gangi upp. Þannig er t.d. um 150 miljón króna ótilgreind lækkun almannatrygg- inga, 170 miljónir í almennum yfirlýsingum um sparnað, áform um gífurlegan niðurskurð á Lánasjóði ísienskra námsmanna, 130 miljóna sparnaði með því að endurráða ekki í ný störf. Allt eru þetta atriði sem næsta sjálfgefið er að gangi ekki upp. Á sömu lund eru breyttar verð- lagsforsendur, sem gera það að verkum að útgjaldahlið frumvarpsins þyrfti að hækka um 5-6%, en tekjuhlið frumvarpsins mun ekki hækka samsvarandi. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að gífurlegur halli, ofboðslegt gat er fyrirsjáanlegt á fjárlögum næsta árs. Þannig falla markmiðin og heistrengingarnar hver á fætur annarri. Fjármálaráðherra heldur áfram tekjuskattinum, - og ríkisbáknið þenst út sem a|drei fyrr. Á hinn bóginn eru félagslegar framkvæmdir, og hvaðeina sem horfir til jöfn- uðar milli byggðarlaga í landinu skorið niður við trog. Ríkishítin heimtar hins vegar sitt og það gerist undir stjórn eins aðalhöfundar bókarinnar „Báknið burt“, að ríkisútgjöld á næsta ári verða að raungildi 2.500 miljónum króna hærri en þau voru á árinu 1984. Þetta varð að koma yfir Þor- stein. Nú er það í sjálfu sér ekki nýtt, að markmið, fagleg og pólitísk, rjúki útí veður og vind. En það er með öllu óþarft að Ijúga því í sjálfan sig eða þjóðina, að eitthvað annað sé á ferðinni. Hitt getur varla flokkast undir annað en grá- glettni fjármálaráðherrans, að segja það sem hefur verið að gerast í íslensku efnahagslífi að undanförnu, sé í átt til meira heilbrigðis í efna- hagslífinu. Eða meinar hann það í alvöru, Versl- unarskólagenginn maðurinn, að gjaldþrot fyrir- tækjanna, gengisfall eignanna, nauðungar- uppboð heimilanna, - okrið og spillingin í land- inu beri vott um heilbrigði? Þorsteini væri hollt að setjast á hné skáldsins við Aðalstræti, sem skynjar af næmni listamannsins að hrunið er framundan, - og að Sjálfstæðisflokkurinn á ekki svo lítinn þátt í því hvernig komið er. Eða með orðum skáldsins: „Enn ein gerningahríðin hefur dunið yfir. Sjálfstæðisflokkurinn er einsog hafskip í hafróti ... Það þarf að stilla kompásinn". -óg. KLIPPT OG SKORIÐ Hólfuð veröld Skepnan í Aöalstræti, Morg- unblaðiö, er kyndug á köflum. Gangvirki hennar eru flókin og sumir skilja þau aldrei, síst ungir menn í Sjálfstæðisflokki. En víst er að hún er margra hólfa og slær sitt hjartað í hverju. Hvergi kem- ur þetta fram betur en einmitt hjá nestor nústarfandi ritstjóra í smáum heimi íslenskra blaða, Matthíasi Johannessen. Fyrir okkur sem ekki búum að pólitísku langlífi nægilegu til að hafa fylgst glöggt með þróun Morgunblaðsins er erfitt að átta sig á hvort hefur mótað hitt, Matthías eða Morgunblaðið. En það er sönnu nær, að bæði eru stundum undarlega hólfuð. Er Matthías skáld og lífslista- maður, eða er hann pólitískur skrifari? Undir venjulegum kringumstæðum væri svona spurning út í þann Hróa Hött sem Pétur Gunn dýrkar, vegna þess að slíkt tvíeðli er fátítt. Yfirleitt verður úr blanda, mismunandi geðug og mismunandi áfeng. Með ritstjóra Morgunblaðsins gegnir hins vegar öðru máli. Hann er ekki mjög geðugur þeg- ar hann mundar sitt pólitíska rit- fang, gerist þá oftlega spar á sjón- arhorn, og notar þá gjarnan sömu linsurnar og Mogginn þegar hann er að taka myndir af pólitískum stórfundum okkar vinstri gösl- aranna. Pannig skýtur enn upp kolli í blaði hans sá leiðinlegi nafngiftaleikur sem löngu er aflagður hér í Síðumúla en Matt- hías kynntist fyrst þegar hann var ungur blaðamaður vændur um McCarthyisma. Annar hamur Með skáldið og lífslistamann- inn er hins vegar annar uppi. Þeg- ar Matthías steypir þeim hamn- um yfir sig og fer á sjömílnaskóm um síður Morgunblaðsins er hann oft ferskur og skemmti- legur, þá sést stundum kjafturinn og dirfskan sem vantar svo sár- lega í íslenska blaðamennsku, ekki síst hjá þeim sem sitja hjá honum á priki í Aðalstræti. Hinn pólitíski skrifari er nefnilega lúinn og þreyttur meðan skáldið er furðu bratt, og hefur þar að auki uppi þá mannúðarstefnu sem við höfum eflt hér í Þjóðvilj- anum, þó hún sé annars sorglega fátíð í Mogga. En Matthías hefur sig nú oftar til flugs en áður, og er lengur á lofti. Þessvegna hefur hann meiri fjarlægð og kannski aðra sýn á hlutina heldur en þegar hann dvaldi langdvölum á jörðu niðri. Kannski það sé þessvegna sem hann er óhræddur við að senda skeyti til eigin herbúða, einsog í löngum og skemmtilegum kafla í tilefni af sjötugsafmæli fyrrver- andi ritstjóra Morgunblaðsins, Sigurðar Bjarnasonar, sem birtist í gær. Árekstur Skáldið og listamaðurinn lendir þar á skjön við pólitíkusinn og fer hörðum orðum um delfuna í ungum Sjálfstæðismönnum, sem á dögunum vildu gera þjóð- arbúinu þann greiða að leggja niður menninguna í sparnaðar- skyni: „Þó vilja súsarar eitthvert sérstakt aðhald í menningarmál- um einsog þar sé þjóðfél- agsmeinið! Samt bendir Bragi As- geirsson á það í athyglisverðu samtali í Morgunblaðinu sl. laug- ardag að hér sé cinungis 0.37% af tekjum ríkisins varið til lista, en sambærilegar tölur séu 2% á Norðurlöndum og 4% í Frakk- landi“. Mikið hefði Þorsteinn Pálsson, meistari niðurskurðarins, gott af að lesa þetta. Og ekki síður það sem Matthías skáld hefur að segja um tilburði til að svelta Há- skólann: „Nú er einnig vcrið að amast eitthvað við Háskólanum! Samt er menntun hagkvæmasta fjárfestingin eins og öflugt trygg- ingakcrfí og pottþétt heilsugæsla eru aðalsmerki velfcrðarþjóðfé- lags. Þekking er hagkvæmasta leiðin til velferðar...“ Dirfska og ódirfska Hið kjarkmikla skáld hikar heldur ekki við að sveifla lensu sinni á loft í hita augnabliksins og leggur óvænt í sjálfan fjármála- ráðherrann, útaf þeirri atlögu sem Þorsteinn hefur gert á hend- ur Lánasjóði námsmanna: „Eg hef samt stundum haft gaman af poppíhaldinu. En ekki alltaf, t.a.m. ekki þegar það er að amast eitthvað við námslánum ungs menntafólks". Þetta eru orð að sönnu. En hvernig stendur á því að skáldið er stjórnmálaskríbentinum svo miklu hugumstærra? Hví skrifar ekki hinn síðarnefndi leiðara í sitt útbreidda og víðlesna blað og bendir poppíhaldsmanninum Þorsteini Pálssyni á að það sé óverjandi að krukka í námslánin? Að það dugi ekki að þrengja að Háskólanum? Að það sé ófært að saga undan menningunni í landinu? Getur verið að stjórnmálaskrif- arinn Matthías Johannessen Ieyfi sér ekki að skrifa um það sem skáldinu Matthíasi Johannessen finnst, vegna þess að flokkslínan segir annað? Getur verið að nest- or íslenskra ritstjóra sé þrátt fyrir allt svo rammlega flæktur í hinu flokkspólitíska tjóðri að meira að segja hann geti sig ekki hrært að vild og sé farinn að stunda rit- skoðun eigin sjálfs? Guð gefi að svo illa sé ekki komið fyrir skáldinu! Búdda og Matthías Skáldinu Matthíasi hefur orðið tíðskrifað um guðinn Búdda og vel kynnta turneringu mektugs rithöfundar í Reykjavík yfir til zen-búddisma. í Mogganum í gær bregður hann undir sig fyndna fætinum og segir kátur í bragði: „Og nú er Vésteinn Lúðvíksson orðinn Búddatrúar. Það væri ég líka ef hinn kosturinn væri marx- ismi“. En það sem tungunni er tamast er hjartanu kærast, og tíð- ræðni Matthíasar um Búdda fyllir okkur gamla Kremlólóga með ill- ar grunsemdir. Við minnumst þess einmitt að einsog Vésteinn fyrir sína turneringu er Matthías um þessar mundir uppfullur með afneitun á pólitík og efnishyggju og þar í bland pælingum um hin hinstu og dýpstu rök. Endar þetta ekki með því að Matthías fellur í faðm Vésteins og Búdda og fer að nærast á græn- meti og tíbesku heilsute og af- neitar holdsins syndum? Þá gætu þeir kumpánar hist reglulega og hugleitt, dansað sú- fískan dans og kannski síðar meir farið í sameiginlegt trúboð! _ ÖS, DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Utgafufelag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árm Bergman, össur Skarphéðmsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Alfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gisla- son. Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Viðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir. Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigriður Kristjánsdóttir. Husmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiöur Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Siðumula 6, Reykjavík, simi 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.