Þjóðviljinn - 19.12.1985, Síða 16

Þjóðviljinn - 19.12.1985, Síða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími:81663. DJOÐVILJINN Fimmtudagur 19. desember 1985 293. tölublað 50. árgangur. Eimskips-einokun Hafnarstjóm óttaöist völd skiptaráðandans Skiptaráðandi íHafskipsbúinu hefurfullan rétttil að ráðstafa hafnarleigusamningi Hafskips sem hverri annari eignþrotabúsins. Gunnar Guðmundsson hafnarstjóri: Vildum ekki að hann úthlutaði samningnum óbreyttum. Hafnarstjórinn í Reykjavík Gunnar Guðmundsson segir að það hafi ekki síst verið vegna pressu frá skiptaráðanda í Haf- skipsmálinu að hafnarstjórn gekk snarlega frá samningi við Eim- skip um yfirtöku á fyrrum hafn- araðstöðu Hafskips. Skiptaráð- andi, Markús Sigurbjörnsson borgardómari, hafi iýst því yfir, að hann hefði fulla heimild til að ráðstafa leigusamningi Hafskips við hafnarstjórn sem átti að gilda til ársins 2001, sem hverri annari eign þrotabúsins. „Hafnarstjórn taldi betra að ganga til samkomulags um ein- hverskonar tryggingu varðandi notkun aðstöðunnar heldur en að láta á það reyna að skiptaráðandi færi að úthluta þessum samningi alveg óbreyttum“, sagði Gunnar Guðmundsson hafnarstjóri í samtali við Pjóðviljann. Gunnar sagði að leigusamning- urinn við Eimskip til 1991 væri háður því að tilboði Eimskips í þrotabúið yrði tekið og hann sagðist ekki hafa trú á því að skiptaráðandi myndi gera breytingar á samningnum. Eins og skýrt var frla í Þjóðvilj- anum í gær ýtti Davíð Oddsson borgarstjóri mjög á eftir því að flýtt yrði samningum við Eimskip um einokun á hafnaraðstöðu í Reykjavík. Hafnarstjórn er sjálf- stæður ákvörðunaraðili en borg- arstjóri hefur heimild til að sitja fundi stjórnarinnar. Formaður hafnarstjórnar er Ingibjörg Rafn- ar og varaformaður Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjóm- annafélgs Reykjavíkur. -lg. Kvikmyndir Löggur á kreik Pór og Danni í nýjum œvintýrum, Löggulíf frumsýnt í Nýja bíói Þór og Danni eru núna gcngnir í lögguna eftir ýmislegt brall í Mosfellssveit og Vestmannaeyj- um. Það fer ekki miklum sögum af aðdáun samstarfsmanna, en hinn almcnni borgari er ágætlega hress með vasklcga framgöngu liðsaukans frá Nýju lífi í laganna sveit: Frú Friðbjörg, Sóley næt- urdrottning, Koggi útigangsmað- ur, cg og þú. Sumsé: í kvöld verður frum- sýnd í Nýja bíói kvikmyndin Löggulíf eftir Þráin Bertelsson, um þá Þór og Danna sem venju- iega heita Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Ulfsson. Löggulíf var kvikmynduð í júlí og ágúst í sumar eftir handriti Þráins leikstjóra og Ara Kristins- sonar tökumanns og klippara. Hljóð: Sigurður Sæberg; tónlist: Guðmundur Ingólfsson, Lárus Grímsson. Skipafélögin Flytja sig til Hafnar- fjarðar 4 minni skipafélögin flýja úr Reykjavíkurhöfn. Ljóst er að minni skipafélögin fjögur munu flest byggja upp aðstöðu fyrir sína þjónustu í Hafnarfirði eftir að þeim hefur endanlega verið úthýst úr Reykjavíkurhöfn. Hafnarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Eimskip taki yfir fyrrum athafnasvæði Hafskips við Austurbakka. Þar með er Eimskip komið með einokun á allri hafnaraðstöðu í Reykjavík utan aðstöðu SÍS við Holtagarða. „Það eru allar líkur á því að minni félögin færi sína flutninga yfir til Hafnarfjarðar. Menn hafa viljað sameinast um aðstöðu í Reykjavík, en eftir þessa ákvörð- un verða menn að halda sínu striki í Hafnarfirði“, sagði Finn- bogi Kjeld framkvæmdastjóri Víkurskipa í samtali við Þjóðvilj- ann. Már Gunnarsson hjá Nes- skipi sagði að félagið væri að rýma skemmur sem það hefði haft í Reykjavík og myndi flytja alla sína aðstöðu í nýtt húsnæði í Hafnarfirði við suðurhöfnina. -*g- Úr Löggulífi: Danni sinnir skyldustörfum við erfiðar aðstæður. Mynd: Valdís. Mjólkursamsalan 2 miljónir í sölulaun? Eins og fram hefur komið keypti ríkið hús Mjólkursamsöl- unnar við Laugaveg til afnota fyrir Þjóðskjalasafn íslands. Kaupverð hússins var 110 miljón- ir. Leitað var upplýsinga um það hversu há sölulaunin væru við slík fasteignaviðskipti. Hjá Fasteignaþjónustunni sem annaðist söluna fengust þær upp- lýsingar að við sölu á fasteignum væru sölulaunin yfirleitt 2 prós- ent af kaupverðinu. í þessu tilviki myndu því sölulaunin vera um það bil 2,2 miljónir króna. -m BSRB A fund Þorsteins Kristján Thorlacius formaður BSRB og varaformenn banda- lagsins munu ganga á fund fjár- málaráðherra í dag og ræða við hann um komandi kjarasamn- inga. „Við munum eiga við hann ó- formlegar viðræður. Það er ekki um það að ræða að við ætlum að kynna honum kröfugerð BSRB fyrir samninga, kröfur eru enn ekki fullmótaðar og ég á ekki von á að það verði alveg á næstunni", sagði Kristján í samtali við Þjóð- viljann í gær. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagði í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld að mjög lítið svigrúm verði til aukins kaupmáttar starfsmanna ríkisins á næsta ári. -gg Útgáfufélag Þjóðviljans Sameiningu hafnað Stjórn Utgáfufélags Pjóðviljans áfundi ígœr: engar hugmyndir enn komið upp sem gefa ástœðu til breytinga á núverandi útgáfu ogrekstri blaðsins. Villskoða samvinnu umfjölmiðlun á öðrum sviðum Afundi í stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans í gær kom skýrt fram að ekki komi til greina að leggja blaðið niður og að hafnað verði öllum hugmyndum um stofnun sameiginlegs daghlaðs á grunni Þjóðviljans, NT og Alþýð- ublaðsins. Segir í álvktun stjórn- arinnar að „engar hugmyndir hafa enn komið upp sem gefa ást- æðu til breytinga á núverandi stjórn og útgáfu Þjóðviljans. Út- gáfustjórnin er alfarið andvíg því að Þjóðviljinn verði lagður nið- ur, eða gerður að hluta að nýju dagblaði“. Svavar Gestsson formaður Út- gáfufélags Þjóðviljans sagði í samtali í gær að þessi niðurstaða stjórnarinnar svo og starfsmanna blaðsins frá í fyrradag væri í sam- ræmi við það sem hann hefði strax lagt áherslu á í könnunar- viðræðum sínum við forystu- menn Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks í síðustu viku. Þjóð- viljinn hefði sögulegu hlutverki að gegna og nú væri nauðsynlegra en nokkru sinni að velunnarar blaðsins stæðu því fast að baki. Formanni Útgáfufélagsins var falið að halda áfram viðræðum við útgefendur NT og Alþýðu- blaðsins um „stóraukna sam- vinnu dagblaðanna sem eiga að- ild að Blaðaprenti" og einnig um „stofnun nýs fjölmiðlafyrirtækis, sem hafi fjölmiðlun í víðtækum skilningi á verkefnaskrá sinni“. Var jafnframt kosin baknefnd í þeim viðræðum, skipuð fulltrú- um stjórnar Útgáfufélags Þjóð- viljans og starfsmanna blaðsins. Ályktun útgáfustjórnarinnar hljóðar svo í heild: „Stjórn ÚÞ vill aðgefnu tilefni vekja athygli á því, að engar hugmyndir hafa enn komið upp sem gefa ástæðu til breytinga á núverandi útgáfu og rekstri blaðsins. Útgáfustjórnin er alfarið andvíg því að Þjóðvilj- inn verði lagður niður, eða gerð- ur að hluta af nýju dagblaði, sem ýmsar stjórnmálahreyfingar ættu aðild að, eins og hugmyndir eru uppi um. Þjóðviljinn hefur átt sögulegu hlutverki að gegna í hálfa öld og það hlutverk er engu minna nú en áður. Hins vegar lýsir stjórnin yfir vilja sínum til að taka þátt í viðræðum um stóraukna sam- vinnu dagblaðanna sem eiga að- ild að Blaðaprenti. Stjórn Út- gáfufélagsins er ljóst að rekstrar- erfiðleikar NT og hugsanleg breyting á því blaði muni gera rekstur Blaðaprents óhagkvæm- ari en nú er og þar með fjárhags- stöðu Þjóðviljans erfiða. Það er því nauðsynlegt að velunnarar blaðsins standi áfram þétt saman um Þjóðviljann og sýni það nú með öflugu átaki fyrir happdrætti blaðsins. Að síðustu vill útgáfustjórnin lýsa þeim vilja sínum að taka þátt í viðræðum við aðstandendur NT og Alþýðublaðsins um stofnun nýs fjölmiðlafyrirtækis, sem hafi fjölmiðlun í víðtækum skilningi á verkefnaskrá sinni“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.