Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 2
Þjóðsögur Þar sem konan er karlinum œðri „Langoftast sjá mennskar konur huldumenn sem sæta stráka í næsta hól“. Guörún Bjartmarsdóttir, J bókmenntafræðingur. Mynd: Sig. Guðrún Bjartmarsdóttir segir söguraf þjóðsögum og huldufólki „Það liggja tugir af segul- bandsspólum inni í Árnagarði með þjóðsögum gamals fólks víða af landinu sem þarf að vinna úr. Þarna er stórmerki- legt efni sem liggur undir skemmdum," segir Guðrún Bjartmarsdóttir, bókmennta- fræðingur. Guðrún er þrautlesin í þjóð- sögum og hefur ýmsar skemmti- legar hugmyndir varðandi rann- sóknir á þeim. Við gefum henni orðið. Það má segja að frá því að Grimmsbræðurnir þýsku gáfu út ævintýrin sín snemma á 19. öld- inni hafi menn verið að safna, skrásetja og gefa út þjóðsögur víða um lönd. Hér tengdist þetta náttúrlega sjálfstæðisbaráttu okkar og þjóðernisrómantík og síðan þessari alþekktu áráttu ís- lendinga að vera alltaf eitthvað að skrifa. Hér er enn verið að safna og skrá og gefa út söfn úr eigu ýmissa alþýðufræðimanna. Eríendis hefur verið unnið mikið starf við að flokka þjóð- sögur og ævintýri eftir efni og búa til skrár yfir minni eða efnisatriði í þeim, við getum t.d. farið í þær og flett upp manni í bjarndýrs- ham eða skó úr gleri og séð hvar þetta kemur fyrir, bæði í þjóðsög um og fornsögum. Einar Ólafur Sveinsson vann mikið með þjóð- sögur, bjó t.d. svona flokkaða skrá yfir öll íslensk ævintýri. Slík kortlagning er undirstaða að öllum frekari rannsóknum á sögunum. Svo hafa menn fengist mikið við að rekja ferð þessara sagna um veröldína, því margar þjóð- sögur eru alþjóðlegar, sérstak- lega ævintýrin. Öskubusku- sagan Sem dæmi um þetta má nefna Öskubuskusöguna. Sænski þjóð- fræðingurinn Anna Birgitta Ro- oth hefur skrifað doktorsritgerð um þessa sögu. Og hún fann þús- und gerðir af Öskubuskusögunni um allan heim. Elsta gerðin er skráð í Kína á 9. öld. Ef hún er borin saman við Grimms útgáf- una frá 19. öld, kemur í ljós að þetta er nánast alveg sama sagan. Það er stjúpmóðirin, skórinn, prinsinn o.s.frv. Helsta breyting- in frá þeirri kínversku og fram til þeirrar sem við þekkjum best er sú að álfkonan með þjónana og vagninn, sú sem gefur Ösku- busku fínu fötin og hjálpar henni á dansleikinn, er fiskur í kínversku sögunni. í Danmörku er það rauð kýr, í Skotlandi er það grá ær. Hér á íslandi er það dáin móðir hennar, við erum alltaf í svo góðu sambandi við framliðna. Þessi yfirnáttúrulega vera getur skipt um gervi en hún þjónar alltaf sama hlutverki. Þetta sýnir kannski best hvað þjóðsögurnar laga sig alltaf að þeim aðstæðum þar sem sagan er sögð. „Ég œtla...“ Það er fleira skemmtilegt við þessa sögu. í einni íslensku gerð- inni er það t.d. stúlkan sjálf sem týnir skónum og ákveður að hún ætli að giftast þeim manni sem finni skóinn og ákveður „ég ætla að eiga þá stúlku sem á þennan skó“. Svo getum við velt fyrir okkur hvort íslenskar konur hafi verið svona sjálfstæðar eða hvort það er bara ein ákveðin kvenrétt- indakerling sem skáldar þetta inn í til þess að snúa ævintýrinu við. Þetta er það sem er svo skemmtilegt við þjóðsögurnar, þær eru ekki samdar af einum manni, heldur eru þær hópbók- menntir, samdar af mörgum. Nýir flytjendur hafa lagað þær til, kannski eftir sínu höfði, eða eftir kröfum áheyrenda. Nú, eða þá að hver hlustandi hefur skilið söguna á sinn hátt og síðan breytt henni samkvæmt því, þegar hann flytur hana síðar. Alþýðu- bókmenntir Og þetta eru auðvitað fyrst og fremst alþýðubókmenntir, það sést alveg á þeim, sjónarmið lít- ilmagnans kemur ákaflega skýrt fram í þjóðsögunum, kvenfólks- ins t.d., og áreiðanlega hefur kvenfólkið ekki átt minni þátt en karlmennirnir í að varðveita þær, kannski meiri. Ég hef verið að snapa upp ýmsa vitnisburði um að konur hafi sagt mun fleiri svona sögur en karlmenn. Sér- staklega ævintýri og huldufólks- sögur. Enda hafa þær sjálfsagt haft góð tækifæri til þess, þær eru mikið inni við og ala upp börnin. Þær segja þeim sögur og þannig ganga þær áfram. Og alþýða manna fær þarna nokkra útrás. Fyrir beiskju í garð yfirvalda og tækifæri til að láta sig dreyma. Varðandi hið fyrra má nefna að í bók Odds Snorrasonar munks, um Ólaf konung Tryggvason, talar hann um Stjúpmóðursögur sem enginn viti hvort séu sannar en, „jafnan láta konunginn minnstan í sínum frá- sögnum“. Þarna kemur alþýðu- sjónarmið fram. Þetta er frá 12. öld. Þetta er t.d. það sem gerir þjóðsögurnar svo spennandi, þær eru alþýðubókmenntir, og kvennabókmenntir, a.m.k. öðr- um þræði“. Samanburður - Hvað hefur þú mestan áhuga á að gera í rannsóknum á þjóð- sögum? „Mig langar mikið til að taka íslenskar huldufólkssögur og bera þær saman við huldufólks- sögur í öðrum löndum, Skandin- avíu, frlandi og Skotlandi. Þarna eru okkar menningarsögulegu tengsl en oft eru þetta býsna ólík- ar sögur. Aðrar eru nánast alveg eins, hvort sem þær hafa verið skráðar eftir íslensku alþýðufólki eða geliskumælandi bændum a Skotlandi, þó þar á milli hafi nán- ast engin tengsl verið síðan á landnámsöld. Þá hlýtur maður að spyrja, af hverju stafa þessar breytingar? Hvað er það í þessum samfé- lögum sem veldur þessum breytingum? Eða eru þetta áhrif frá einhverju öðru landi? Eru ís- lensku huldufólkssögurnar öðru- vísi en þær í Noregi? Hefur samféiagið hér þá breyst á ólíkan hátt? Hafa huldufólkssögur okk- ar kannski mótast af þeim írsku og keltnesku? Við vitum jú að þaðan kom lágstéttin að miklu leyti. Og þó yfirleitt sé því haldið fram, að keltnesk áhrif séu ákaf- lega lítil hér, varðandi íslenskar bókmenntir og íslenskt mál, get- ur vel verið að þau séu meiri í neðanjarðarbókmenntum, þjóð- sögum“. Neðanjarðar- bókmenntir - Þú nefnir þœr neðanjarðar- bókmenntir. „Já, þær eru stundum í því hlut- verki. Þegar þær eru ádeila á yfir- stétt og valdafólk. Eða karlaveld- ið. Þá túlka þær allt annað sjón- armið en það sem birtist í opin- berum bókmenntum þess tíma- bils. Þær hafa alveg sama hlut- verk og neðanjarðarbókmenntir nútímans, ekki satt. Þjóðsögurn- ar eru stundum að laumast með boðskap sem ér ekki að skapi yf- irvalds þess tíma. Og sá boð- skapur kemur þá til þegar hinir kúguðu í samfélaginu, annars vegar lágstéttin og hins vegar konur, eru aðalpersónurnar í sögunum. - Og valdhafar eiga þá erfitt með ritskoðun? „Já, þetta er oft ansi mikið fal- ið. Sérstaklega á þetta við um ævintýrin. Því ævintýralegri sem sögurnar eru, því meira en kann- ski af táknum sem hægt er að túlka á ýmsa vegu. Margir hafa fengist við að túlka ævintýrin út frá sálfræðilegum forsendum og segja þá að persónur ævintýranna séu fulltrúar mismunandi afla í manneskjunni sjálfri". Lindin hvíslar - Dæmi um slíkt? „Brunó Bettelheim tekur t.d. sögu um systkini sem hrakin eru að heiman og þvælast um skóginn svöng og þyrst, koma að lind og bróðirinn ætlar að drekka en syst- irin heyrir lindina hvísla - sá sem drekkur úr mér breytist í villidýr. - Hún bannar bróðum sínum að drekka og hann gegnir því. f ann- að sinn fer á sömu leið en í þriðja sinn er hann svo þyrstur að hann getur ekki hamið sig, hvað sem stelpan segir, og breytist í hjart- arkálf. Hér er hún fulltrúi yfir- sjálfsins sem reynir að hafa hemil á eðlishvötunum,eðahins þrosk- aða persónuleika sem ekki lætur stjórnast af stundarlöngun af því að hann gerir sér grein fyrir afleiðingunum. Strákurinn er hins vegar fulltrúi frumsjálfsins, hinna óbeisluðu hvata mannsins, eða þeirra ábyrgðarlausu sem ekki geta stjórnað sér þó þeir viti afleiðingarnar. r- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNIJÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.