Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 16
STANDA MEÐ LÍTIL- MAGNANUM Patti Lupone hlaut Laurence Olivier verölaunin sem besta leikkonan fyrir túlkun sína á Fantine. Á þessu ári eru liðin 100 ár f rá því að franska skáldið Victor Hugo lést, 83ja ára að aldri. Þessa helsta brautryðjanda rómantísku stefnunnar í Frakklandi á síðustu öld hefurveriðminnstáýmsan hátt á árinu, en mesta athygli hef- ur þó vakið söngleikurinn um „Vesalingana" sem nú gengur fyrirfullu húsi í London. Þessi söngleikur er þó ekki breskur að uppruna, heldur franskur eins og Hugo sjálfur. Royal Shakespeare Company, sem líklega er virtasta leikhús í heimi, nú aldarfjórðungsgamalt, tók verkið upp á sína arma, en leikhússtjórinn Trevor Nunn, sem jafnframt er einn allrabesti leikstjóri Breta, leikstýrir sýning- unni með völdu liði sinna bestu manna. Það sem þó er kannski sérkennilegast við allt þetta uppátæki sem vissulega telst ævintýri hjá leikhúsi á borð við RSC, þó ekki sé nema vegna þess að allt verkið er sungið og ekki eitt talað orð feilur af vörum Shakespeareleikaranna, er sam- vinna Nunn við fjármálamanninn Cameron Mackintosh. Þessi ungi maður er fulltrúi fyrir nýja stétt Victor Hugo um Vesalingana Hauteville House, 1. janúar 1862. Meðan til er, fyrir tilstilli laga og siða, félagsleg fordæming sem skapar mannlegt víti innan sið- menningarinnar og bætir mann- legri ógæfu ofan á þau forlög sem að ofan koma, meðan hin þrjú miklu vandamál þessarar aldar eru óleyst - niðurlæging karl- mannsins í öreiganna stétt, hung- rið sem undirokar konurnar og myrkrið sem lætur börnin veslast upp, meðan fólk fær ekki dregið andann á ýmsum svæðum - með öðrum orðum og víðtækari: með- an fáfræði og fátækt halda áfram að vera til á jörðinni, þá fer ekki hjá því að bækur sem þessar séu nokkurs virði. Victor Hugo leikhúsfólks, sem virðist verða ómissandi í leikhúsi framtíðar- innar. Hann myndi líklega kallast „markaðsstjóri" á íslensku og slíkur fyrirfinnst orðið í hverju milljónafyrirtæki, sem ekki ætlar að fara á hausinn í vaxandi sam- keppni, auglýsingaflóði og æ flóknara viðskiptahagkerfi. Hann á að baki margar stórsýn- ingar, t.d. Cats og Hryllingsbúð- ina. Samvinna hans við RSC er vissulega umdeild í Bretlandi. Sumir telja hana tímanna tákn, sem sýni að þetta virta leikhús fylgist með tímanum, lagi sig að nútímaaðstæðum, þegar æ minna fjármagn kemur frá opinberum aðilum og leikhúsreksturinn verður jafnframt flóknari og þyngri í vöfum í harðri sam- keppni við afþreyingariðnað ým- iss konar. Aðrir telja að RSC hafi sett ofan, gróðasjónarmiðin látin Þórunn Sigurðardóttir skrifar um sýningu RSC/CM á Vesalingum Victors Hugo, sem nú ídesember var flutt af Barbican niður á stœrsta söngieikjahús West End og um leið kom út tvöföld plata með verkinu taka við stjórnartaumum, því góðar sýningar selji sig sjálfar og leikhúsið þurfi ekki peninga- meim til að taka þátt í verkefna- vali, eins og hér gerðist. Á West End Hvað sem um þessi sjónarmið má segja, er þó enginn vafi á því að „Vesalingarnir" hafa slegið í gegn svo um munar. Raunar voru bresku gagnrýnendurnir margir tregari á hrósið en erlendir starfsbræður, en áhugi almenn- ings er augljós. Verkið var flutt nú í desember frá hinu nýja Bar- bican leikhúsi niður í stærsta og elsta söngleikjahús London, á West End, „The Palace The- atre“, sem nú er í eigu Andrews Lloyd Webber. í þessu nærri 100 ára gamla leikhúsi, með fjórum svalaröðum útflúruðum og gull- skreyttum, syngja Vesalingarnir nú á hverju kvöldi fyrir troðfullu húsi um líf sitt og vesöld, vonir og drauma. Og á meðan tekur Bar- bican við nýjum Shakespeare sýningum. Eftir að hafa séð Nikulás Nicel- by bæði á sviði og í sjónvarpi kannast maður fljótlega við handbragð Trevors Nunn á sýn- ingunni á Vesalingunum. Það er þó ekki fágaður leikur og snjöll sviðssetning sem er mér eftir- minnilegust úr Vesalingunum, heldur sú rómantíska lífssýn Hugos sem Trevor Nunn gerir að okkar. Á svipaðan hátt og í Niku- lási teflir Nunn á tæpasta vað í1 persónusköpuninni og fylgirj fullkomlega eftir hinni svart-; hvítu lífssýn Dickens og HugosJ Hér er vonda fólkið vont og á sér litlar málsbætur. Það er ekki bara vont heldur er það líka ljótt og það fer illa fyrir því. Góða fólkið er hins vegar gott án þess að skammast sín og það fer vel fyrir því. Þannig er nú það. Rómantík á réttu augnabliki Sú barnslega einlægni sem ein- kenndi sýninguna þótti mér aldrei væmin og unga fólkið sem fyllti leikhúsið kvöldið sem ég sá sýninguna, aðallega pönkarar og skólafólk, virtist sannarlega hríf- ast með. Og í lokin voru margir vasaklútará lofti. Þaðmávera að sýningin hitti fólk á réttu augnab- liki. Og hún hitti mig sannarlega á réttu augnabliki því rómantísk- ar sýningar, fullar af bjartsýni og baráttugleði eins og „Vesaling- arnir“, eru allt of sjaldgæfar í nú- tímaleikhúsi, þar sem fáránleiki (absurdismi), firring og natural- realismi hafa riðið röftum allt of lengi. Það sem auðvitað skiptir höf- uðmáli og bjargar sýningunni frá innhverfu melódrama á augna- blikum, þegar látnir ættingjar birtast og leiða aðalpersónurnar til himna, er hinn einlægi og kraftmikli leik- og söngstíll sem nánast allir leikararnir hafa til að bera. Enda mun hafa tekið tím- ann að finna fólk í sýninguna og leitað var þó beggja vegna Atl- antshafsins. Fantine var sótt vest- ur til Bandaríkjanna. Hana leikur Patti LuPone (lék t.d. syst- ur Harrison Ford í Vitninu) en breska leikarafélagið veitti henni undanþágu til að fara með hlut- Risastórt Ijósaskilti gnæfir yfir Leicester Square þar sem „Vesalingarnir" eru nú sýndir í hinu aldargamla leikhúsi „The Palace Theatre", sem áður var heimkynni Royal English Opera. Mynd: þs. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN JÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.