Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 20
Sjó- bretta- jólasveinn Jólasveinn er ekki á kafi í snjó alls staöar í heiminum. I Ástralíu eru jólin á miöju sumri, hitinn oft- 30 gráöur á Celsius. A ströndinni við Sydney kem- ur jólasveinninn þannig iðulega á sjóbretti að landi. Og eftir að hafa sprangað um góða stund á ströndinni í svitabaði, (hann er auðvitað í hefðbundnum jóla- sveinabúningi) og dreift jólagjöf- um, fer hann auðvitað sömu leið til baka. Stolinn snjór Pað er auðvitað aldrei skortur á sögum af veðri, enda eru þær aldeilis ómissandi. Hér kemur ein frá fjallahéruðum Ítalíu, þar var rifist um snjóinn. Það var ein- hverju sinni að lítið var um snjó í skíðabæjum Ítalíu. Bæjarbúar í Selva sökuðu nágranna sína í Ortesi um þeir væru að stela frá þeim snjónum. Dómari felldi þann úrskurð í þessu máli að það væru engin lög sem bönnuðu fólki að stela snjó. íbúar í Selva urðu heldur fúlir yfir þessum úr- skurði dómarans. Þeir tóku sig því til, flóðlýstu svæðið og réðu til sín vopnaða verði til að enginn gæti tekið frá þeim snjóinn dýr- mæta. Við götu eina voru tvær kjötbúðir hlið við hlið. Við aðra þeirra var skilti þar sem á var letrað, Við gerum bjúgu fyrir drottninguna. Við hina kjötbúðina var hins veg- ar skilti þar sem á stóð, Guð hjálpi drottningunni. ■ Lítil stúlka var að ræða um það við móður sína að verða fullorð- in. „Heyrðu mamma, þegar ég verð fullorðin, verður maðurinn minn þá eins og pabbi?" spurði hún. „Já, elskan.‘* „Og verð ég eins og Júlía frænka ef ég giftist ekki?“ „Já, elskan.** „Æ, heyrðu, ég held ég sleppi því bara að verða fullorðin'*. ■ Heimspekilega sinnaður gull- fiskur synti um í fiskabúrinu sínu dag einn og spurði skyndilega þann gullfiskinn sem næstur hon- um var hvort hann tryði á Guð. „Að sjálfsögðu,** svaraði hinn, svipbrigðalaust. „Hver annar skiptir um vatn í þessu búri á hverjum degi og stráir um leið yfir okkur þurrkuðum mat?“ ■ Nei, en hvað þetta er sætur bolabítur sem þú átt. Þetta er ekki bolabítur, hundur- inn minn var að elta póstmanninn og hljóp á vegg. ■ Ryksugusölumaður bankaði á dyrnar hjá gamalli konu. Þegar gamla konan kom til dyra vatt hann sér orðalaust inn í stofu hjá þeirri gömlu og hellti þar úr full- um poka af alls kyns drasli og óhreinindum og sagði: „Ef þessi nýja og stórkostlega ryksuga hreinsar ekki upp þessi óhreinindi á augabragði skal ég éta þau sjálfur.** Konan svaraði að bragði, dálítið pirruð: „Góði maður, ef ég ætti einhverja pen- inga hefði ég borgað rafmagns- reikninginn áður en lokað var fyrir rafmagnið hjá mér. Hvort má nú bjóða þér, skeið eða gaffal og hníf?“ Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. BRunHBömFÉuic fsumos Bl LÍFTRYGGING GAGNKVÍMT TRYGGINGAFÉLAG QULL BOKIN JÓLABÓKIN ÍÁR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.