Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 15
Vísnaþáttur
Móðir jörð
hvar maður
fœðist
Úr safni Sigurðar Breiðfjörð
Sigurður Breiðfjörð er senni-
lega í vitund þjóðarinnar fyrst og
fremst rímnaskáld. Aðrir menn
ortu ekki betri rímur né voru af-
kastameiri en Sigurður
Breiðfjörð. Samt er það nú svo,
að Sigurður Breiðfjörð var mjög
afkastamikið skáld þótt rímur
hans séu undanskildar. Rímur
Sigurðar Bréiðfjörð urðu feiki vin-
sælar á síðustu öld og það svo að
rómantísku skáldin, svo sem
Jónas Hallgrímsson, komustekki
að og þótti hann fyrir sér. Gripu
þeir þá til þess ráðs að ráðast á
ógeðfelldan hátt og skipulega að
rímnaskáldskap Sigurðar og var
hann rægður og rakkaður niður í
blaðagreinum. Ungu skáldunum
tókst á nokkrum tíma að ganga
frá Sigurði og rímnaskáldskap í
landinu og komast sjálfir að, líkt
og atómskáldin, þegar þau drápu
íslenska Ijóðagerð og komu sín-
um textum að í staðinn og kölluðu
Ijóð. Nóg um það, lítum á skáld-
skaþ Sigurðar Breiðfjörð.
Sennilega eru Nútímarímur
þekktastar rímna Sigurðar Breið-
fjörð. í>ar í er að finna mörg gull-
kornin, svo sem þetta:
Móðir jörð hvar maður fæðist,
mun hún ekki flestum kær.
Þar sem Ijósi lífið glæðist
og lítil sköpun þroska nær.
Ástamál Sigurðar voru að sögn
allavega. Þessa vísu orti hann til
stúlku:
Komdu, dúka seljan svinn.
sestu hjá mér niður,
svo að mjúka munninn þinn
minnast kunni viður.
Sigurður var alla ævi sína fá-
tækur. Einu sinni þegar rukkari
náði í hann til að innheimta skuld
sagði Sigurður:
Ég er snauður, enginn auður
er í hendi minni.
Nærri dauður drottins sauður
í djöfuls vesældinni.
Norðlendingur er taldi sig allra
manna fljótastan að yrkja var að
leita Sigurðar til að keppa við
hann. Þegar þeir hittust sagði Sig-
urður:
Kveikja má ég kvæðin smá,
kauðinn heyri digur.
Hér er sá þú hyggur á
að hafa í Ijóðum sigur.
Næsta vísa er sögð vera fyrsta
vísa Sigurðar, ort þegar hann var
6 ára:
Þegar í haginn þegnum gékk,
þrautir bægja, bægja.
Sumardaginn fyrsta fékk
flautir, æi, jæja.
Sigurði var kennt barn og var
það sjálf yfirsetukonan sem vakti
hann árla morguns og sagði tíð-
indin. Sigurður reis upp í rúminu
og sagði:
Hver þekkir best hjá sjálfum sér
syndir og vanmáttinn.
Það er nú verst, sem að mér er,
ólukku kvensemin.
Þetta nú sést og því er ver,
þar er ég að kominn,
hissa upp sest og hugsa fer,
höndum styð undir kinn.
Eitt sinn þegar Sigurður sigldi
burt frá Reykjavík orti hann og
bendir vísan til þess að ekki hafi
skáldinu liðið þar vel:
Eitthvað gleðja ýta vil,
þó ekki sé eg ríkur.
KRYDD
■ Segðu mér hjúkrunarkona, er
það strákur?
Ja, hvað skal segja, tveir þeirra
eru það.
■ Það voru eitt sinn fimm menn í
flugvél.
Því miður datt einn þeirra út úr
flugvélinni.
Sem betur fer var heystakkur þar
sem hann lenti.
Því miður var heykvísl í hey-
stakknum.
Sem betur fer lenti hann ekki á
heykvíslinni.
Því miður lenti hann ekki í
heystakknum.
Sem betur fer lenti hann í ánni
þar hjá.
Því miður kunni hann ekki að
synda.
Sem betur fer var áin ekki mjög
djúp.
■ Faðir: Jæja sonur minn. Hvað
eru 3x4?
Sonur: Ég veit það ekki.
Faðir: Eruð þið ekki farin að fást
við svo lágar tölur í skólanum?
Sonur: Við teljum bara epli.
■ Matreiðslukennari: Nefndu
mér fimm hluti sem innihalda
mjólk.
Nemandi: Það er nú auðvelt.
Ostur, rjómi, ís, smjör og kú.
■ Hvað þarf maður að gera til að
fá aðgang í aðdáendaklúbb Drak-
úla?
Senda nafn, heimilisfang og blóð-
flokk.
■ Maður á kaffihúsi: Þjónn,
hvað á þetta eiginlega að þýða,
það er fluga í kaffibollanum mín-
um.
Þjónn: Ég veit það ekki. Ef þú
vilt láta ráða í framtíð þína skaltu
fara til spákonu.
■ Reiður veiðimaður: Nú ertu
búinn að standa hér í eina fjóra
tíma og horfa á mig veiða. Hvers
vegna í fjandanum reynir þú bara
ekki sjálfur?
Áhorfandi: Ég hef ekki þolin-
mæði til þess.
■ Systir mín er svo feimin að hún
bindur fyrir augun á sér þegar
hún fer í bað.
Þennan eftir skít ég skil,
skenk til Reykjavíkur.
Einhverju sinni kom Sigurður
að Höfn í Melasveit en þar bjó þá
Halldór sýslumaður Éinarsson.
Bjóst skáldið við góðum greiða
en fékk lítinn eða engan. Hann
orti þá þessa vísu og festi upp á
þil:
Sýslumannsins setri Höfn
segja frá nú viljum.
Heimsins gjörvöll hundanöfn
hangi á stofuþiljum.
Einhverju sinni kom Sigurður
á bæ, drukkinn og tafði lengi.
Þegar hann fór var kallað til hans
og sagt „Þig vantar hattinn þinn”.
Þá svaraði Sigurður:
Það er satt, ég hafði hatt,
hefur skrattinn þennan sótt.
Síðan leitaði hann að hattin-
um, fann hann og fór en kvað um
leið framhaldið:
Fer ég hratt með gleði glatt
og góða aftur segi nótt.
Eitt sinn er Sigurður bað Stef-
án bróður sinn um peningalán, en
hann var sagður ríkur, neitaði
Stefán en Sigurður orti:
Það er dauði og djöfuls nauð,
er dyggðasnauðir fantar
safna auð með augun rauð,
en aðra brauðið vantar.
Þess skal getið að þessi vísa er
líka eignuð Bólu-Hjálmari.
Þeir hittust Sigurður og Hjálm-
ar og fór vel á með þeim enda
dáði Breiðfjörð Hjálmar mjög.
Þegar þeir kvöddust bar Sigurður
fram þessa bón við Hjálmar:
Sú er bónin eftir ein,
ei skal henni leyna,
ofan yfir Breiðfjörðs bein
breiddu stöku eina.
Sigurður var beykir að ið'n og
fékkst við iðn sína m.a. í Græn-
landi. Grænlandsvísur hans eru
sennilega það kunnasta úr skáld-
skap Sigurðar nú á tímum:
Komir þú á Grænlands grund,
ef gerir ferö svo langa,
þér vil eg kenna að þekkja sprund,
sem þar á buxum ganga.
Allar hafa þær hárið nett,
af hvirfli í topp umsnúið,
vafið fast, svo fari slétt,
fallega um er búið.
Konur silki- bera -bönd
blá um toppinn fríða.
Láttu þær fyrir lif og önd,
lagsi, kyrrar þíða.
Ef krakka hafa vífin væn
veitt að lausum hætti,
hafa bönd um hárið græn.
Horfa á þessar mætti.
Þær, sem eftir liðinn leik
lengi ekkjur búa,
böndin hafa um hárið bleik,
heiminum frá sér snúa.
Hárauð bönd um hár á sér
hreinar vefja píkur.
En þessi litur, því er ver,
þreifanlega svíkur.
Þessi vísa Sigurðar um ástina er
mörgum kunn:
Ástin hefur hýrar brár,
og hendur sundurleitár,
ein er mjúk, en önnur sár
en þó báðar heitar.
Síðustu vísurnar eru úr ljóði
sem nefnist „Rósa”:
Kaldur vetur mæðir mig,
mold og keldur frjósa.
Það er betra að bæla sig
við brjóstin á þér, Rósa.
Ef nett og fögur öll hún er,
svo yndis geislum vefur,
eg vil sögu segja þér,
séð þú Rósu hefur.
-S.dór.
KAUPFÉLAG ÁRNESINGA
óskar starfsfólki
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og þakkar
viðskiptin
á liðnum
árum