Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Blaðsíða 17
Barist á götuvíqjum í byltingunni 1832. Stúdentarnir miöa á Javert lögregluforingja. Eins og sjá má er leikmyndin býsna ólik og í hefðbundnum söngleikjum og efnið sömuleiðis. verkið. Hún fékk reyndar hin eft- irsóttu Olivier verðlaun fyrir besta söngleikj ahlutverkið dag- inn áður en ég sá sýninguna og í beinni útsendingu í BBC þakkaði hún breska leikarafélaginu fyrir að hafa gefið sér þetta tækifæri. Vel þekktar kempur frá RSC, t.d. Alun Armstrong (hælisstjór- inn úr Nikulási Nickelby), fara á kostum að ógleymdu tvíeykinu Roger Allam (Javert) og Colm Wilkinson (Jean Valjean). Og þá var ekki síður gaman að sjá dótt- urina úr sjónvarpsþáttunum „Við feðginin" í hlutverki götustráks- ins sem Ómar Ragnarsson spreytti sig á barn að aldri, þegar Vesalingarnir voru leiknir hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nærri 40 árum síðan. Það má ekki gleyma styrkri hönd John Caird, sem er titlaður með Nunn sem leikstjóri við sýn- inguna, frábærri leikmynd Johns Napier og ljósum Davids Hersey. Hann er einhver mesti ljósasnill- ingur sem Bretar eiga (og lýsti hér Hryllingsbúðinni) og í ljósun- um kemur einnig fram hið róm- antíska og trúarlega viðhorf sem einkennir sýninguna. Þegar fólk deyr, skín hvítt ljós frá himnum, eins og á gömlu málverki, og sterkur rauður bjarmi fyllir sviðið þegar barist er á götuvígjunum í byltingunni 1832 í París. Um tónlistina og textana, sem þeir Alain Boubil og Claude- Michel Schönberg sömdu fyrir Palais des Sport í París árið 1979- 80 á ég erfiðara með að dæma, Caird og T revor Nunn með enska þýðandanum, Herbert Kretzmer. nema hvað maður var búinn að læra 2-3 laganna strax í hléinu. Lögin komu út á plötu um leið og sýningin flutti frá Barbican og að sjálfsögðu keypti ég mér plötuna. Tónlistin er vissulega í róman- tískum stíl, en mjög dramatísk og áhrifarík, stundum nútímaleg, stundum mjög rómantísk. Meðal áhrifamestu laganna voru „Red and black“, söngur byltingar- mannsins Enjolras, ballaða Fant- ine „I dreamed a dream“ og síðar dóttur hennar Cosette, „I saw him once“, og „Master of the ho- use“ sem er hálfgert rokklag, sungið af Thénardier (Alun Armstrong). Herbert Kretzmer þýðir textana á ensku, búninga gerir Andreane Neofitou en hljómsveitarstjóri er Martin Koch. Að vekja samstöðu Það er skýrt tekið fram í leik- skrá að Trevor Nunn og John Ca- ird hafi gert leikgerðina á þessu verki, en þeir munu hafa unnið mánuðum saman með frönskum höfundunum við að stytta, stokka og breyta. Verkið hefur ekki verið kallað ópera og það er heldur ekki beinlínis söngleikur, þar sem enginn texti er talaður. Það er fyrst og fremst leiksýning, þar sem dramatísk framvinda og samskipti persónanna skipta höfuðmáli. Þótt verkið og sýning- in séu rómantísk, er leikmyndin miklu frekar stílfærður raunsæ- isstíll, einföld og sterk og aðeins Alun Armstron sem fulltrúi ágirndar og illmennskuí hlutverki Thenadier. rammi og bakgrunnur þeirra mannlegu tilfinninga, eyntdar og baráttu sem verkið fjallar um. Leiksviðið er ekki predikunar- stóll. Pólitískur máttur þess er fyrst og fremst fólginn í því að fá áhorfendur til að standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem berjast fyrir hinn góða mál- stað og vekja þannig sterka rétt- lætiskennd í brjósti áhorfandans. Kannski er það þýðingarmesta hlutverk leikhússins í dag og það tekst aðstandendum „Vesaling- anna“ óumdeilanlega. Ef ein- hverjum þykir aðstandendur sýn- ingarinnar teygja sig of langt „niður“ til pöpulsins með þessari sýningu, má minna á að svipað fékk Hugo sjálfur að heyra begar bókin kom fyrst út árið 1862. 100 ár frá dauða skáldsins Úr formála Ólafs Þ. Kristjáns- sonar að þýöingu hans á „Vesa- lingunum" árið 1951. Áður hafði verkið komið út í íslenskri þýð- ingu Einars H. Kvaran, Ragnars E. Kvaran og Vilhjálms Þ. Gísla- sonar. „Viktor Hugo (1802-1885) var helzti brautryðjandi rómantísku stefnunnar á Frakklandi, og unt langt skeið þótti enginn rithöf- undur jafnast á við hann þar í landi. Foreldrar hans voru af borgarættum. Faðir hans var í liði Napóleons keisara og varð að lokum hershöfðingi. Victor Hugo fór snemma að yrkja og kom ljóðabók út eftir hann, þegar hann var tvítugur. Síðan rak hver bókin aðra í sex áratugi. Hann samdi ljóð, leikrit og skáldsögur. Þykja sum kvæði hans með því fegursta, sem ort hefur verið á frönsku. Af leikrit- um hans má nefna Konungurinn skemmtir sér (Le roi s’amuse) en það leikrit nokkuð breytt er uppi- staðan í óperunni Rigoletto eftir Verdi. Utan ættlands síns er Vict- or Hugo kunnastur fyrir skáld- sögur sínar. Hafa þrjár hinar þekktustu verið þýddar á ís- lenzku: Maríukirkjan í París (Norte Dame de Paris), Vesal- ingarnir (Les Miséraítles) og Maðurinn, sem hlær (L’homme qui rit) og er Vesalingarnir tví- mælalaust frægust þeirra, enda mun mörgum mönnunt víða um lönd fyrst verða hugsað til þeirrar bókar, er þeir heyra minnzt á fra- nskar bókmenntir. Vesalingarnir komu fyrst út árið 1862, og hafði höfundurinn þá verið landflótta í nokkur ár vegna andstöðu við stjórn Napó- leons 3. Dvaldist hann þá lengst- um á Ermarsundseyjum. Arið 1870, þegar Napóleon 3. hafði velzt úr völdum og lýðveldi verið stofnað á Frakklandi, hvarf Hugo heim til Parísar og var tekið þar með kostum og kynjum. Þegar hann dó, 83 ára, var hann jarðað- ur á kostnað ríkisins í Panþeon, þar sem margir af mestu sonum Frakklands eru grafnir.“ JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.