Þjóðviljinn - 07.01.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.01.1986, Síða 1
7janúar 1985 þriðju- dagur 4. tölublað 51. örgangur MANNLÍF ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Þýsk-íslenska Gripnir í skyndiúthlaupi Eittstœrsta innflutningsfyrirtœki landsins grunað um að hafa dregið á annað hundrað miljónir kr. undan skatti. Víðtœk rannsókn nœr tilsíðustu ára. Fyrrum stjórnarformaður ogframkvœmdastjórifyrirtœkisins var Guðmundur G. Þórarinsson fyrrum þingmaður Framsóknar og gjaldkeri flokksins Eitt stærsta innflutningsfyrir- tæki landsins Þýsk-íslenska er grunað um að hafa svikið á annað hundrað miljónir undan skatt- greiðslum, ýmist með röngum innflutningsskýrslum eða undan- drætti á söluskatti. Kom þetta í Ijós við skyndirannsókn skatt- rannsóknaremhættisins. Starfs- menn skattrannsóknarstjóra hafa farið ýtarlega ofan í skattaskil fyrirtækisins að undanförnu og Ijóst er að mikið er enn órannsak- að í málinu en rannsóknin á bók- haldi Þýsk-íslenska nær nokkur ár aftur í tímann. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans vaknaði grunur á misferli í bókhaldi fyrirtækisins við skynd- ikönnun skattrannsóknarem- bættisins á fjölmörgum fyrirtækj- um sl. haust. Síðan hefur verið unnið að rannsókn málsins en Garðar Valdimarsson skattrann- sóknarstjóri vildi ekkert láta uppi um málið að svo stöddu í samtali við Þjóðviljann í gær. Málinu verður vísað til Rannsóknarlög- reglu ríkisins til ýtarlegri rann- sóknar á brotum á bókhalds- lögum þegar frumniðurstöður skattrannsóknarembættisins liggja fyrir. Ekki náðist í Ómar Kristjáns- son stjórnarformann og fram- kvæmdastjóra Þýsk-íslenska í gær en Guðmundur Þórðarson fjármálastjóri og stjórnarfor- maður fyrirtækisins vildi sem minnst segja en gat þess að ýmsar sögur hefðu farið af stað eftir heimsókn skattalögreglunnar sl. haust. Aðspurður hver hefði séð um endurskoðun á reikningum fyrirtækisins sagði Guðmundur að endurskoðunin hefði farið fram innan fyrirtækisins. „Öll endurskoðun reikninga hefur far- ið fram hér innandyra,“ sagði Lífsbarátta Rotaði hákarl með krikketkylfu Wellington — Á baðströnd á Nýja-Sjálandi gerðist það á dög- unum að faðir bjargaði syni sín- um og vini hans frá því að lenda í gini hákarls er hann réðst til at- lögu við skepnuna með krikket- kylfu eina að vopni. Kevin Samson lék krikket í makindum á ströndinni þegar hann sá hákarl stefna að drengj- unum tveimur þar sem þeir léku sér á sjóskíðunr. Hann tók á rás og barði hákarlinn tvívegis í höf- uðið með kylfunni. Hákarlinn virðist hafa rotast því Kevin tókst að draga hann á sporðinum upp á land. Á leiðinni Syrjaði hann að bylta sér og hélt því áfram í þrjá stundarfjórðunga þar sem hann lá á ströndinni. —ÞH/reuter Guðmundur. Uppgangur Þýsk-íslenska hef- ur verið mjög hraður á síðustu árum og hefur fyrirtækið byggt yfir sig gríðarstórt skrifstofu- og lagerhúsnæði ofan við Vestur- landsveg. Stjórnarformaður fyrirtækisins og annar fram- kvæmdastjóri þess fram á haustdaga 1984 var Guðmundur G. Þórarinsson fyrrv. alþm. Framsóknarflokksins og núver- andi gjaldkeri flokksins. Hann er einn af stærstu hluthöfum fyrir- tækisins ásamt Ómari Krist- jánssyni hálfbróður sínum. Þýsk-íslenska hefur verið að færa út kvíarnar á síðustu misser- um og í haust keypti fyrirtækið m.a. 38% af hlutafé ferðaskrif- stofunnar Útsýnar sent breytt var íhlutafélagnú um áramótin. Auk þess keypti Ómar Kristjánsson 8% í Útsýn, Helgi Magnússon endurskoðandi, sem ma. endur- skoðaði reikninga Hafskips keypti 2% og Magnús Gunnars- son framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins keypti einnig2%. Stjórnarformaður Út- sýnar er Einar Kristjánsson. -lg- Þýsk-íslenska býr vel í nýju og glæsilegu húsnæði ofan við Vesturlandsveginn. Eins og sjá má hefur fyrirtækið umboð fyrir margar vörutegundir sem eru vel þekktar úr auglýsingatíma sjónvarpsins. Mynd - E.OI. ✓ Kl gjöldin Til ráðherra í dag Guðmundur Arnason varaformaður KI: Þolum ekki til lengdarað vera sviptir félagsgjöldum. Rœðumþetta við ráðherra. HöskuldurJónsson ráðuneytisstjóri: Förum varlega í að ganga á laun manna án þeirra samþykkis Við þolum alls ekki að vera sviptir þessuin tekjuni okkar til lcngdar. Þetta niál cr í athugun hjá okkur, við munum ræða þetta við fjármálaráðherra á morgun, sagði Guðmundur Árnason vara- formaður Kennarasambands ís- iands í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það er grundvallarregla hjá okkur að innheimta ekki félags- gjöld fyrir stéttarfélög nema um það séu skýr ákvæði í lögum eða kjarasamningum og svo er ekki í þessu tilviki. KÍ er ekki lengur okkar samningsaðili," sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu þeg- ar Þjóðviljinn leitaði skýringa á því í gær að félagsgjöld Kennar- asambandsins voru ekki inn- heimt um áramótin og það þann- ig svipt tekjum sínum. „Við för- um ákaflega varlega í það að ganga í laun manna og taka af þeim gjöld sem ekki eru samnings- eða lögbundin. Þetta er ákvörðun ráðuneytisins og reyndar ekkert einsdæmi," sagði Höskuldur. KÍ hefur allar sínar tekjur af félagsgjöldum og ef ráðuneytið heldur fast við þessa ákvörðun sína virðist ekki annað fært en að innheimta þessi gjöld milliliða- laust, en að sögn Guðmundar Árnasonar er það rnjög flókið og erfitt í framkvæmd. í lögum urn opinbera starfsmenn segir að fé- lagsgjöld þeirra einstaklinga sem standa utan heildarsamtaka skuli renna til þess félags sem viðkom- andi ætti að vera í eins og það er orðað og samkvæmt því ættu þessi félagsgjöld að renna til BSRB. Guðmundur sagðist ekki geta sagt um hvernig KÍ bregst við þessum vanda ef ekki finnst lausn á málinu næstu daga. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.