Þjóðviljinn - 07.01.1986, Side 2

Þjóðviljinn - 07.01.1986, Side 2
FRETTIR Smyglarar Flestir án atvinmi Lagt hald á tœplega 9 kg afhassi á sl. ári A síðasta ári lagði fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík hald á tæplega 9 kíló af hassi, tæpt kíló af amfetamíni og 2223 skammta af ofskynjunarefninu LSD. Þegar þeir sem kærðir eru dragast í dilka eftir atvinnu kem- ur í ljós að flestir þeirra reyndust án atvinnu eða 114 talsins og næstir koma sjómenn, alls 89. Flestir kærðra eru á aldrinum 21- 30 ára. Af öðrum tegundum sem lagt var á hald í fyrra má nefna marí- húana 573,5 gr, 0,2 gr af hassolíu, 27 kannabisplöntur og 24 gr af kókaíni. Auk þess var lagt hald á mikið magn fíkniefna sem átti að smygla til landsins frá Amster- dam, einkum hassolíu. Mest reyndu menn að smygla fíkniefnum sjóleiðis, en allnokkuð kom í gegnum Kefla- víkurflugvöll. Flest efnin komu frá Hollandi. Stjórnvöld ætla að ná inn 150 miljónum á þessu ári með 1986 Ár heilbrigðis og bindindis Vakin athygli á áfengis- og eiturlyfjabölinu Nokkrir aðilar hérlendis hafa ákveðið að hclga árið 1986 heil- brigði og bindindi. Segja þeir höf- uðtilganginn vera þann að vekja athygli á áfengis- og eiturlyfjaböl- inu. Haldnar verða þrjár ráð- stefnur á árinu undir forystu landlæknis auk 3-4 samkomna með blandaðri dagskrá. Ætlunin er að stuðla að aukinni fræðslu um vímuefni í skólum. Þá hyggst hópurinn standa fyrir viku gegn vímuefnum á árinu. Þeir sem standa að ári heilbrigðis og bindindis eru bisk- up íslands, landlæknir, Átak gegn áfengi, Landssambandið gegn áfengisbölinu, áfengisvarn- aráð, Stórstúka íslands, ÍSÍ, UMFÍ og Kvenfélagasamband íslands. -v. TORGIÐ Vatn og vellíðan? auknum álögum á sjúklinga. Frá og með gærdeginum hækkuðu lyf og læknisþjónusta um allt að 33% og hafa þá hækkað á valdatíma stjórnarinnar um 340-733% á sama tíma og meðallaun verka- manns hafa hækkað um 114%. Við afgreiðslu fjárlaga þessa árs á alþingi fyrir jólin vakti at- hygli að það vantaði 150 miljónir uppá framlög til almannatrygg- inga. Engin svör fengust hvar taka ætti þá peninga en nú hafa stjórnvöld loks svarað með stór- auknum álögum á sjúka. Mikillar reiði gætir vegna þess- ara hækkana sem ekki síst munu bitna harðlega á fullorðnu fólki • og öryrkjum. Einn hópur sjúkl- inga sem mikið þarf á lyfjum að halda eru gigtveikir en stærsti hluti þeirra er fullorðið fólk. Sveinn Indriðason formaður Gigtarfélagsins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að það lægi í augum uppi að þessar hækkanir myndu koma illa við þá sem mikið væru lasnir. Hans Jörgen- sen hjá Samtökum aldraðra tók í sama streng og sagði að þessar hækkanir kæmu illa við, fólki ekki síst gamalt fólki, sem þyrfti mikið á lyfjum og læknishjálp að halda. ->g- Fyrir helgina var samlestur hjá Leikfélagi Reykjavikur á leikgerð Brietar Héðinsdóttur á „Svartfugli” Gunnars Gunnarssonar. Þar segir sem kunnugt er frá morðunum á Sjöundá, en presturinn, séra Eyjólfur Kolbeinsson, segir söguna. Þau Bjarni og Steinunn á Sjöundá voru dæmd til lífláts árið 1805 og var Bjarni tekinn af lífi i Kaupmannahöfn en Steinunn lést í fangelsi. Hún var grafin í Skólavörðuholtinu, en árið 1915 voru bein hennar tekin upp og hún jörðuð í Gamla kirkjugarðinum. Á myndinni sjáum við leikstjórann, Bríeti Héðinsdóttur ásamt Margréti Helgu Jóhannsdóttur og Sigurði Karlssyni sem leika Steinunni og Bjarna, en þeir Jakob Þór Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson leika báðir séra Eyjólf Kolbeinsson. Mynd. Sig. Sjúklingaskatturinn Við mótmælum Ríkisstjórnin œtlar að taka inn 150 miljónir með stórhœkkun fyrir lyfog læknishjálp. Talsmenn sjúkra og aldraðra mótmœlaþessum hækkunum INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1. FL. B 1985 Hinn 10. januar 1986 er annar fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskirteina rikissjoðs með vaxtamiðumti tl. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 2 verður fra og með 10. januar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skirteini kr. 223,72 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteim kr. 447,45 Vaxtamiöi með 100.000,- kr. skírteini_kr. 4,474,50_ Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1985 til 10. janúar 1986 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 1364 hinn 1. janúar 1986. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 2 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. januar n.k. Reykjavík, 7. janúar 1986 SEÐLABANKI ÍSLANDS Samnmgar Skýrari línur „Má ekki dragaþað of lengi að móta skýra stefnu i okkar kröfugerð, ” segir Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði p g a nú ekki von á öðru en að C svar Vinnuveitendasam- bandsins við þeim kröfum sem verða lagðar fram, verði þvert nei,” sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Ár- vakurs á Eskifirði í samtali við Þjóðviljann. Annars sýnist mér vera nokk- uð óljós staða í þessum málum í dag. En mér finnst að það megi ekki dragast fram yfir mánaða- mót að móta skýra stefnu í okkar kröfugerð. Ég sé engan ávinning af því að draga það eitthvað fram eftir vetri. Mér fannst að sú formannaráð- stefna sem haldin var nú í des- ember :hafi borið of mikinn kaim af málamiðlun innan heildarsam- takanna frekar en að borin væri fram ákveðin kröfugerð. Og það er ekki vitað nú hvort næst fcam heildarsamstaða um ákveðna málaflokka. Ég get nefnt sem dæmi lífeyrismál. Það er komin fram tillaga um að greiðslur í líf- eyrissjóðina hækki upp í 100% af heildarlaunum á ákveðnu tíma- bili. Mér sýnist hins vegar vera almenn andstaða nú við þessa hugmynd. Það er ekki hægt að auka þetta hlutfall eins og launamál eru í dag. Þetta er dæmi um ákveðið mál sem þarf að fá skýrari línur í áður en settar verða fram kröfur. Þá má nefna þetta með 8% kaupmáttaraukninguna. Mér finnst vera rennt nokkuð blint í sjóinn með þessa hugmynd. Það er nauðsynlegt að útfæra hana nánar áður en blásið verður í herluðra. En .við eigum von á Ásmundi Stefánssyni í fundaferð um eða upp úr næstu helgi og þá munum við leggja orð í belg. Það er ljóst að á næstu vikum þarf að móta ákveðinn ramma sem notaður verður í kjarabaráttunni og þá verður aðaláherslan sjálfsagt lögð á kaupmáttarkröfuna,” sagði Hrafnkell. _IH 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.