Þjóðviljinn - 07.01.1986, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1986, Síða 4
LEIÐARI Þorsteinn bakar vandræði Þaö eru mikil firn, hvernig hinn nýbakaði fjár- málaráöherra stendur aö því aö skattleggja neytendur á íslandi. í desembermánuöi tilkynnir fjármálaráöherra aö hann sé fallinn frá hug- myndum og skattlagningu í formi hækkunar á vörugjaldi nokkurra vörutegunda, afþví hann hafi svo mikinn áhugaá aö liöka til fyrir samn- ingaviöræöur. Svo var að skilja aö fjármálaráö- herrann vildi ekki ögra almenningi meö hærra vöruverði svona rétt fyrir samningaviðræður. Hann heföi jú skilning á kjörum neytenda á ís- landi. 2. janúar sl. fá samtök bakarameistara til- kynningu um aö þeir heföu daginn áöur átt aö hefja innheimtu á 30% vörugjaldi af framleiðslu á kökum og sætabrauðum ýmisskonar. Landssamband bakarameistara sendi frá sér ályktun þar sem segir m.a. „Vinnubiögö fjár- málaráðherra eru óskiljanleg í þessu máli.“ Þau benda á aö innheimtaþessagjalds sé gífurlega flókin, og aö hvorki ráöuneytið né bakarar hafi hugmynd um hvernig eigi aö innheimta þetta gjald sem þýðir í raun 25% verðhækkun á fjöl- mörgum vörutegundum. Með þessu lagi ætlaöi Þorsteinn Pálsson aö innheimta 100 miljónir króna, þ.e. einungis af veröhækkunum á sætabrauði. Þessi skattahækkun kallar á skriffinnsku í brauösölunum og vinnu, sem einnig væri kostn- aðarfrek og myndi um síðir einnig leggjast á vöruverö. Slík verðhækkun skeröir verulega sam- keppnishæfni innlendrar brauögerðar viö inn- flutta vöru, segja bakarameistarar í ályktun sinni. Og hún þyngir aö sjálfsögöu rekstur heimilanna einsog flest annað sem ríkisstjórn- inni hefur flogið í hug aö framkvæma. „Hann var búinn aö lofa að hætta við þessi áform,“ sagöi Jóhannes Björnsson formaöur Landssambands bakarameistara í viðtali viö Þjóöviljann á dögunum. „Nú er alveg greinilegt aö þaö var ekkert aö marka þessi loforö," segir Jóhannes enn fremur. Nú voru góö ráö dýr í herbúðum Sjálfstæðis- flokksins og fjármálaráðuneytiö klóraði sér lengi í skallanum. Fyrst ertekin ákvöröun um aö setja á vörugjald, síöan er tilkynnt aö fallið sé frá þeim áformum, - og þá loks tilkynnt aö staðiö skuli viö yfirlýsingu númer eitt deilt meö tveimur. Eftir allan þennan umhugsunartíma og hringl- anda í málinu heföi mátt ætla að fjármálaráð- herrann vissi hvernig ætti aö matbúa þessa nýjársgjöf til bakara og neytenda. En þaö er nú eitthvað annaö; Morgunblaðiögreinið frá því í látleysi sínu, aö „ákveðið heföi verið aö fresta gildistöku vörugjaldsins fram til 13. janúar á Nálægð Flugslysið á dögunum, þarsem maöur fórst úr herliðinu á Keflavíkurflugvelli og orustuflug- vél fór í sjóinn, minnir íslendinga illyrmislega á návígiö viö herinn. Orustuþotan var af geröinni F-15 og kostar 23 miljónir bandaríkjadala eða um 940 miljónir króna. Þessi orustuvél var aö verðmæti til að- meðan veriö væri aö fara betur ofan í saumana á framkvæmdahliö málsins". Þetta þýöir aö eftir að Þorsteinn Pálsson setti hugmyndina inní hugsjónaofninn sem bakar þjóöinni nýja skatta, -haföi honum láöst aö hugsa til framkvæmdar- innar. Hann vissi ekki hvernig átti að innheimta skattinn! Nú er þaö svo aö fyrrverandi fjármálaráö- herra var réttilega fundið þaö til foráttu aö vera ófaglegur og aö ákvarðanir hans væru tilviljan- akenndar. Þess vegna fékk Þorsteinn Pálsson vissan meöbyr og traust ýmissa, því haldiö var aö hann tæki „faglega" á málum. En nú hefur komiö í Ijós aö hann kann ekki aö baka annað en vandræði, - þaö er m.a. vegna þess aö uppskriftin er sú sama og hjá fyrrverandi ráö- herra og ríkisstjórninni allri. En enginn fjármála- ráöherra hefur á jafn skömmum tíma lagt á jafn marga neysluskatta og ráðherrann skattaglaöi, Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæðisflokks- ins. dauðans eins lítill hluti vígbúnaöar Bandaríkjamanna hér á landi og var óvátryggö einsog öll hernaðar- tæki. Leiöa má hugann aö því hversu miklum fjárhæöir fara í vígbúnaðinn hér á landi og ann- arsstaöar-ásamatímaog stórhluti mannkyns á ekki málungi matar. -óg KUPPT OG SKORID Viðkvæmt sálarpostulín Þeim sem lesa Morgunblaðið er kunnugt um það, að það mál- gagn hefur tiplað afar varlega yfir Hafskipsmálið. í rauninni hefur meira púðri verið varið í að ávíta stranglega önnur blöð og svo þingmenn og aðra, sem hneykslan nokkra eða reiði hafa látið uppi vegna þess máls fyrir þeirra viðbrögð, en að fjallað væri um ábyrgð hafskipsmanna sjálfra. Engu líkara reyndar á stundum en bisnessmenn á vafa- sömum ævintýraslóðum muni alls ekki í stórslysum lenda nema ef einhver óþægur blaðsnápur taki sig til og leiði að því rök og líkur, að ekki sé allt með felldu í haf- skipaveldi. Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins á sunnudaginn var er gott dæmi um þá varúð í um- gengni við viðkvæmt sálarpostul- ín Hafskipsmanna sem blaðið hefur tamið sér. Minnt er á það, að þann 19. desember hafði blað- ið hleypt í sig ögn af kjarki og birt fréttaskýringu um Haf- skipsmálið, sem stjórnarformað- ur Hafskips síðan mótmælti í sama blaði. Og eru þau mótmæli ítrekuð skilvíslega í Reykjavíkur- bréfinu. Um leið er það tíundað með miklu bukki og beygingum í allar áttir, hve vel og varlega Morgunblaðið hafi farið með þetta mál. Það er „haft orð á því“ að þótt fréttaskýringin hafi verið undir nafni blaðamanns, þá sé hún, sem aðrar slíkar „að sjálf- sögðu unnin í nánu samráði við ritstjóra Morgunblaðsins". Ekki nóg með það: „Morgunblaðið taldi frétta- skýringu um Hafskipsmálið svo viðkvœmt efni að eftir að blaða- maður hafði lokið við greinina var hún lögð undir dóm lögfrœð- inga og leitad álit þeirra á efni hennar í heild sinni og nokkrum þáttum greinarinnar sérstaklega". Allt er þetta tíundað í þeim drembna sjálfshólsanda sem er mjög dæmigerður fyrir Morgun- blaðið. Sjáið þið bara hvað við erum vandað blað! Og kannski væri nokkur ástæða til að taka undir sj álfshólið sumpart - ef pól- itískir andstæðingar Morgun- blaðsmanna vissu ekki sem er, að slík yfirmáta varfærni og tillits- semi við skýringar á flókinni at- burðarás er hreint ekki viðhöfð þegar þeir eiga í hlut. Þá er nú ekki verið að móbilisera alla rit- stjórnina og lögfræðiskrifstofur í þokkabót. Nei takk - vinstra pakkið skal svo sannarlega fá sín kjaftshögg umhugsunarlaust- því fyrr því betra. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir reyndar að Hafskipsmál og önnur slík séu miklu viðkvæmari en önnur mál. Vegna þess, segir hann „að miklir fjárhagslegir hagsmunir geta verið í húfi“. Og mikil gjaldþrotamál, segir hann, hljóta að hafa í för með sér „per- sónuleg sárindi", sem heimti sér - s taka tilhtsemi. Hér er mótuð eftirtektarverð og skýr siðferðileg afstaða. Það er allt í lagi að þjösnast og böðlast áfram - nema þegar kemur að „miklum fjárhagslegum hags- munum". Þá gildir það skilyrðis- laust í Morgunblaðshöllinni að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þá er gripið til þess ráðs aðátján manns setjist á eina grein og dragi úr henni hver sína tönn, eins og sagt er að gert sé á Prövdu og öðrum merkum málgögnum. Því það er ekki almenningur sem á bágt eða samtök hans. Nei, það er einkaframtakið strákanna dugmiklu úr Hafskip og fleiri fyrirtækjum, sem allir eru vondir við, og sem af mundi kala fram- kvæmdatærnar, ef ekki ættu þeir víst skjól og skilning hjá Stóra Bróður við Aðalstræti. Doktors raunir Hannes Hólmsteinn, nú orð- inn doktor, á enn í útistöðum við Þorstein Gylfason, sem kann ekki hann að meta og John Kenn- eth Galbraith, sem stundum gerir gys að sjálfum Friedman. Ut er komin hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi bók Galbraiths „Iðnríki okkar daga" í þýðingu Þorsteins. Dr. Hólmsteinn skrif- ar um þessi tíðindi í DV og blæs mikið. Hannesi Hólmsteini þykja það firn mikil, að Þorsteinn skuli kalla rit Galbraiths „lærdómsrit“ og gefa út í þeim flokki bóka. Þetta sé í rauninni áróðursrit fyrir forræðisáráttu stjórnlyndra menntamanna. Þar komi fram, að Galbraith og aðrir slíkir hafi litla trúa á þeim kapítalistum sem doktorinn vill kalla „athafna- skáld", og eiga með sínum hafs- skipssiglingum að „brúa bilið á milli hugsjónar og verulcika". Það er í framhaldi af þessu að Hannes Hólmsteinn segir: „Pað er ekki ónýttfyrir þá fjöl- mörgu framkvœmdamenn, sem gefa Bókmenntafélaginu auglýs- ingar í síðasta hefti Skírnis að sjá í hvað auglýsingar þeirra fara". Merkilegt reyndar með frjáls- hyggjumennina hvað er stutt í valdboðið hjá þeim. Þeir berja sér mjög á brjóst og segjast vera á móti boðum og bönnum - en þeir eru jafnan snarir og fúsir til þess að heimta ritskoðun þá, sem digr- ir sjóðir ráða yfir, til þess að koma í veg fyrir að sjónarmið heyrist, sem þeim eru ekki að skapi. Og því hvetur hinn ný- bakaði doktor frjálshyggjunnar „framkvæmdamenn“ til að refsa Bókmenntafélaginu með auglýs- ingabanni fyrir þá ósvinnu að gefa út bók eftir þann skelfilega mann John Kennth Galbraith! Og er þó eitt ótalið sem er þyngra en tárum taki. Þorsteinn Gylfason reynist nefnilega svo skelfing slóttugur, að hann hefur fengið sjálfan Jóhannes Nordal til að „gefa ritinu nokkurn virðu- leikablœ" með því að skrifa inn- gang að því. Nú sortnar doktorn- um nýja fyrir augum og hann get- ur ekki sagt annað en: þetta er lygilegt. DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðvíljans. Ritstjórar: Árni Bergman. össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir. Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson. Ingólfur Hjörleifsson. Lúðvík Geirsson, Magnus H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson. Viðir Sigurðsson. Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæöur: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglysingar: Ásdis Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglysingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.