Þjóðviljinn - 07.01.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1986, Síða 5
Afmœli Guðmundur Magnússon 60 ára Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri Austurlands, Mánagötu 14 Reyðarfirði, verður 60 ára fimmtudaginn 9. janúar nk. Hann hefur gegnt fræðslu- stjórastarfi Austurlands undan- farin 9 ár, en var áður m.a. skóla- stjóri Breiðholtsskóla og Lauga- lækjarskóla í Reykjavík. Guðmundur og kona hans, Anna Frímannsdóttir, taka á móti gestum í Félagslundi, Reyðarfirði, laugardaginn 11. janúar kl. 4-7. FREITIR Fiskveiðistjórnun Ahersla á soknarmark Að öðru leyti eru ekki miklar breytingar ástjórnun fiskveiða milli ára Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram reglugerð um stjórnun botnfískveiða fyrir árið 1986. Reglugerðin grundvallast á lögum um stjórnun botnfískveiða, sem samþykkt voru á Alþingi í desember sl. í sjálfu sér eru ekki miklar breytingar á stjórnun veiðanna frá fyrra ári. Mesta breytingin er sú, að afli smábáta er miðaður við sóknar- mark ístað aflamarks. Með því er komið til móts við óskir smábáta- eigenda, sem staðið hafa í stríði við sjávarútvegsráðherra allt sl. ár og sem leiddi til stofnunar Landssambands smá- bátaeigenda. Önnur breyting frá fyrra ári er skertur þroskkvóti loðnuveiði- skipa. Litlar breytingar eru á sölu kvóta milli skipa. Þó er óleyfilegt að selja kvóta skips, sem ekki var á veiðum 1985 og eins er loðnu- veiðiskipum sem einnig hafa rækjuveiðileyfi óheimilt að selja kvóta sína. Ný skip fá ekki veiðileyfi, nema að sambærileg skip séu tekin úr umferð fyrir þau. Und- antekning frá þessu eru þó rað- smíðaskipin fimm, sem nú er stefnt að sölu á. Kvóti þeirra hef- ur þó ekki enn verið ákveðinn. -S.dór Með vífið í lúkunum var aftur tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld eftir mánaðarhlé. Sigurður Sigurjónsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir í hlutverkum sínum. Kennslushind í mannasiðum í Helgarpóstinum birtist þann 2. janúar sl. klausa um forval Al- þýðubandalagsins þar sem meðal annars stóð eftirfarandi: .... Uóst er nú að unga fólkið stefnir í hall- arbyltingu með Kristínu Á. Ól- afsdóttur í fyrsta sæti, Össur Skarphéðinsson og Skúla Thor- oddsen í öðru, þriðja eða fimmta Vegna þessa vill ÆFAB benda á að engin slík ákvörðun hefur Um forvals siðfrœði verið tekin af ungu fólki innan Alþýðubandalagsins. Fram- kvæmdaráð ÆFAB vill vekja at- hygli þeirra sem svona kosninga- baráttu stunda á að ungt fólk í Alþýðubandalaginu er ekki ein- litur hópur sem lætur draga sig í dilka. í væntanlegu forvali taka þátt 22 góðir og gegnir Alþýðubanda- lagsmenn og úr þeim hópi velur hver og einn eftir eigin sannfæringu. Þetta val verður erfitt sökum þess að fleiri hæfi- leikamenn gefa kost á sér en kjósa á. Þess vegna skal slúður- berum HP bent á að rógur og slúður um flokksbræður sína er hreyfingunni ekki til framdráttar og á ekkert skylt við heiðarlega kosningabaráttu. Æskulýðsfylkingin vill þess vegna í lokin benda á að hún hef- ur valið úr sínurn hópi sveit vaskra manna til þátttöku í þessu forvali. Þetta eru fulltrúar unga fólksins. Við leitum eftir stuðn- ingi Alþýðubandalagsfólks við þessa sveit og lýsum því jafnframt yfir að við erum tilbúin til að vinna með hverjum þeim sem vill leggja fram krafta sína til að mynda þá samstöðu sem þarf til að fella íhaldsmeirihlutann. Samþykkt á Framkvæmdaráðs- fundi Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagsins5. janúar 1986. Þjóðleikhúsið Þrjár sýningar hafnar á ný Um þessar mundir eru þrjár uppfaerslur Þjóðleikhússins að koma á sýningaskrána að nýju vegna mikillar aðsóknar, en að- sókn að Þjóðleikhúsinu hefur ver- ið með allra besta móti á þessu hausti. Á föstudag hófust á ný sýning- ar á gamanleiknum „Með vífið í lúkunum" eftir Ray Cooney, eftir mánaðarhlé. Þess ber að geta að nú styttist í það að hægt sé að skemmta sér yfir leiknum á mið- nætursýningum í Þjóðleikhúsinu, en fyrsta miðnætursýningin á „Vífinu“ verður laugardaginn 11. janúar nk. Milli jóla og nýárs hófust á ný sýningar á „Kardemommubæn- um“ eftir Thorbjörn Egner. 60. sýning Kardemommubæjarins verður laugardaginn 4. janúar, en nú styttst í það að sýningar verði einungis á sunnudögum. Þá er fyrirhugað að hafa 6 aukasýningar á „íslandsklukk- unni“ eftir Halldór Laxness, en gífurleg aðsókn var að þeirri sýn- ingu nú í haust. Fyrsta aukasýn- ingin verður 12. janúar og er vak- in sérstök athygli á að aukasýn- ingarnar verða einungis sex tals- ins. MINNING Sigurður Grímsson fv. verkamaður Fœddur 24. ágúst 1906. - Dáinn 31. desember 1985 Kolbrún Sigurðardóttir garðyrkjubóndi, Braut, Borgarfirði Fœdd 25.4. 1953 - Dáin 23.12. 1985 Árið 1985 er mér minnisstætt fyrir marga góða hluti. Eitt er þó sem skyggir á, en það er þegar ég frétti á gamlársdag að Sigurður Grímsson væri dáinn. Þó svo frá- fall hans kæmi mér ekki alveg á óvart, þar sem hann átti við van- heilsu að stríða, átti ég ekki von á því þar sem hann hafði náð sér sæmilega eftir áfall sl. sumar. Sigurður var fæddur að Brekku á Álftanesi 24. ágúst 1906 en ólst upp í Hafnarfirði. Hann var sonur hjónanna Gríms Jónssonar og Vilborgar Böðvarsdóttur og yngstur fjögurra systkina, sem öll eru nú látin. Á yngri árum stund- aði Sigurður sjómennsku ásamt annarri vinnu. Um 1950 kom hann alkominn í land og vann lengst af hjá Eimskip við skipaaf- greiðslu og einnig nokkur ár sem næturvaktmaður í skipum félags- ins. Sigurður eða Siggi Gríms, eins og hann var oftar kallaður, var mjög vinsæll maður og mjög vel látinn af sínum vinnufélögum og öðrum sem honum kynntust. Þann 24. apríl 1943 kvæntist hann Ragnheiði Guðmundsdótt- ur og einuðust þau þrjár dætur og barnabörnin eru fjögur. Árið 1947 fluttust þau hjónin í nýtt hús að Kaplaskjólsvegi 60 og hafa þau búið þar síðan. Móðir mín, en hún var systir Ragnheiðar fluttist þangað árið eftir með okkur tvo bræðurna. Vil ég þakka Sigurði innilega fyrir hversu vel hann reyndist okkur og sérstaklega okkur bræðrum eftir fráfall móður okk- ar 1962. Eftir að ég fluttist af Kapla- skjólsveginum 1971 og eignaðist eigin fjölskyldu héldust náin fjöl- skyldubönd milli fjölskyldna okkar. Alltaf var jafn ánægjulegt að hitta Sigga Gríms, og sérstak- lega fannst börnunum okkar vænt um að hitta hann, því alltaf gaf hann sér tíma til að sinna þeim. Ennfremur er okkur minn- isstætt hversu mikla umhyggju og áhuga hann sýndi okkar heimili, ekki síður en sinna eigin barna. Alltaf var gott að fara að hans ráðum og ekki vantaði að hann var ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Nú þegar ég kveð hinstu kveðju vil ég fyrir hönd okkar hjóna og barna okkar þakka þér allan þann hlýhug og vináttu sem þú hefur sýnt okkur á liðnum árum. Ennfremur sendum við Ragn- heiði, dætrum, tengdasonum og barnabörnum okkar bestu sam- úðarkveðjur við fráfall ástvinar. Trausti Guðjónsson, eiginkona og börn. Okkur setti hljóð þegar harma- fregnin barst og var sagt að Kolla frænka væri dáin, horfin sjónum okkar. Vil fyllumst vonleysi og spyrjum. Hvers eiga þau að gjalda börnin tvö og Steini, Magga og Siggi, já þau öll sem standa nú uppi harmi slegin við fráfall hennar? Hvaða almætti er það sem ræður í þessum heimi og getur verið svona miskunnar- laust? Spurningin stendur, kannski ósanngjörn og lýsandi um skiln- ingsleysi á framgang lífsins. Við stöldrum við og blöðum í bókum til þess að finna eitthvað fallegt sem hefur verið ort og gæti átt við, en lendum í vandræðum, því öll erum við mannanna börn sérstök, sum frekar en önnur og Kolbrún eitt þeirra. Þegar við minnumst Kollu frænku vakna upp endurminn- ingar, já ótalmargar, flestar bundnar æsku og leik í Fögruhlíð heima hjá foreldrum hennar, sem eru okkur svo kær og einnig hjá pabba og mömmu á Digranes- veginum, þar sem hún var eins og eitt af okkur systkinunum. Heimsóknir og samverustund- ir bæði í gleði og sorg síðar á lífs- leiðinni, eftir að Kolla og Steini voru komin með fjölskyldu og börnin þeirra yndislegu sem endurspegla hið góða og saklausa sem við trúum á. Lífið verður að halda áfram, það er lögmál og við mennirnir fáum ekki miklu ráðið þegar staðið er frammi fyrir svo alvar- legum sjúkdómi sem hér var um að ræða. Við verðum að treysta á að tím- inn lækni það sár sem við berum og minningin um Kollu verður ætíð ljós sem lýsir. Það skarð sem hér var höggvið verður ekki fyllt, en við systkinin vottum öllum ástvinum hennar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín elsku Kolla. Heiða og Siggi. kki að ge j. tilv a rast ás krVndl? DJÓÐVILIINN Þriðjudagur 7. januar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.