Þjóðviljinn - 07.01.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.01.1986, Qupperneq 8
Umboðsmenn HAPPDRÆTTIS ÞJÓÐVILJANS 1985 REYKJANES Keflavík: Jóhann Geirdal, Hafnargötu 49, sími 92-1054. Garður: Kristjón Guömannsson, Melbraut 12, sími 92-7008. Sandgerði: Elsa Kristjánsdóttir, Holtsgötu 4, sími 92-7680 Mosfellssveit: Aöalheiöur Magnúsdóttir, Dvergholt 12 (neðri hæö), sími 666653. Kópavogur: Sigurður Magnússon, Álfhólsveg 76, sími 42657. Garðabær: Ingólfur Freysson, Brekkubyggð 49, sími 46072. Hafnarfjörður: Jóhann Guðjónsson, Nönnustígur 8, sími 52119. Seltjarnarnes: Ragnhiidur Helgadóttir, Sæbraut 6 sími 15634. VESTURLAND Akranes: Garöar Nordal, Vitateig 5B, sími 93-2567 Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, sími 93-7122. Ólafsvík: Jóhannes Ragnarsson, Hábrekku 18, sími 93-6438. Grundarfjörður: Matthildur Geirmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, sími 93-8715. Stykkishólmur: Guðrún Ársælsdóttir, Lágholti 3, sími 93-8234. Búðardalur: Gísli Gunnlaugsson, Búðardal, sími 93-4142. VESTFIRÐIR Patreksfjörður: Einar Pálsson, Laugarholt, simi 94-2027. Bíldudalur: Halldór Jónsson, Lönguhlíð 22, sími 94-2212. Þingeyri: Davíð Kristjánsson, Aðalstræti 39, sími 94-8117. Flateyri: Hafdís Sigurðardóttir, Þórustöðum, sími 94-7658. Suðureyri: Sveinbjörn Jónsson, Sætún 10, sími 94-6235. ísafjörður: Smári Haraldsson, Hlíðarveg 3, sími 94-4017. Bolungarvík: Kristinn Gunnarsson, sími 94-7437. Hólmavík: Jón Ólafsson, sími 95-3173. NORÐURLAND VESTRA Hvammstangi: Flemming Jessen, Kirkjuvegur 8, sími 95-1368. Blönduós: Guðmundur Kr. Theódórsson, Húnabraut 9, sími 95-4196. Skagaströnd: Edvald Hallgrímsson, Hólabraut 28, sími 95-4685. Sauðárkrókur: Ingibjörg Hafstað, Vik, sími 95-5531. Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnarson, Hvanneyrarbraut 2, sími 96-71271. NORÐURLAND EYSTRA Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, sími 96-62267. Dalvík: Rafn Arnbjörnsson, Öldugötu 3, sími 96-61358. Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079. Húsavík: Aðalsteinn Baldursson, Baughóli 31B, sími 96-41937. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, sími 96-51125. Þórshöfn: Dagný Marinósdóttir, Sauðanesi, simi 96-81196. AUSTURLAND Neskaupstaður: Einar M. Sigurðarson, Sæbakka 1, sími 97-7799. Vopnafjörður: Gunnar Sigmarsson, Miðbraut, sími 97-3126. Egilsstaðir: Einar Pétursson, Bjarkarhlíð 2, sími 97-1289. Seyðisfjörður: Jóhanna Gísladóttir, sími 97-2316. Reyðarfjörður: Þorvaldur Jónsson, Hæðargerði 18, sími 97-4159. Fáskrúðsfjörður: Magnús Stefánsson, Hlíðargötu 30, sími 97-5211. Eskifjörður: Hjalti Sigurðsson, Svínaskálahlíð, sími 97-6367. Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, sími 97-5894. Hornafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Ránaslóð 6, SÍmi 97-8243. Breiðdalsvík: Snjólfur Gíslason, Steinaborg, sími 97-5627. SUÐURLAND Vestmannaeyjar: Ragnar Óskarsson, Hásteinsvegi 28. Hveragerði: Ingibjörg Sigmundsdóttir, Heiðmörk 31, sími 99-4259. Selfoss: Sigurður R. Sigurðsson, Lambhaga 19, sími 99-1714. Þorlákshöfn: Þóra Sigurðardóttir, Sambyggð 4, sími 99-3924. Eyrarbakki: Auður Hjálmarsdóttir, Háeyrarvegi 30, sími 99-3388. Stokkseyri: Ingi S. Ingason, Eyjaseli 7, sími 99-3479. Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, sími 99-6153. iAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS1985 Mynd um ódauðan listamann Elísabet Gunnarsdóttir skrifar um heimiidamynd Baldurs Hrafnkels Jónssonar um list Tryggva Ólafssonar Á síðastliðnu ári var gerð kvik- mynd um líf og starf Kjarvals í tilefni af aldarafmæli hans og hún sýnd í sjónvarpinu. Meðan Kjar- val var enn á lífi voru teknir af honum nokkrir filmubútar, að því er virðist oftast vegna þess að maðurinn var sjálfur svo mynd- rænn og kunni öll brögð trúðsins með ágætum. Alvarlegum til- raunum til að fanga líf hans og starf á filmu fjölgaði ekki í sam- ræmi við framfarir sem urðu á kvikmyndatækni, fagkunnáttu og allri aðstöðu hérlendis. Það var ekki fyrr en aldarafmæli var í uppsigíingu að hafist var handa. Kjarval er ekkert einsdæmi að þessu leyti. Hvað um Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason og marga fleiri, svo ekki sé minnst á aðrar listgreinar? Reyndar mætti segja að íslenskir listamenn þurfi að eiga tíð stórafmæli og helst deyja nokkrum sinnum á ævinni til að fjölmiðlar og aðrar menn- ingarstofnanir muni eftir tilvist þeirra og komi til hugar að lands- mönnum þætti ef til vill akkur í að kynnast vinnubrögðum þeirra og verkum. En svo gerist það að maður úti í bæ, Baldur Jónsson, fær þá hug- mynd að gera kvikmynd um ódauðan listamann og ekki nóg með það honum tekst að komast í gegnum myrkviði sjóðakerfisins og inná kontór hjá sjónvarpinu. Arangurinn fengum við að sjá á sunnudaginn var: Bygging, jafnvægi, litur - heimildarmynd um list Tryggva Ólafssonar mál- ara. Nú verður maður svo feginn þegar eitthvað af þessu tagi er gert að hætta er á að gagnrýnin komist ekki að fyrir undrun og kátínu. Samt held ég að við megum vel við una í þetta skipti; myndin er unnin af heiðarleika og vandvirkni og þó nokkurri hugkvæmni. Þegar ekki eru nema þrjátíu mínútur til ráðstöfunar þarf ekki aðeins að velja hugmyndir og leiðiraf nákvæmni heldurfyrstog fremst að klippa og kasta. Baldur hefur tekið það ráð að fara spar- lega með orð og útskýringar en láta kvikntyndavélina leiða okk- ur um lieim Tryggva og list hans. Fyrstu tilraunirnar - æskumynd- irnar - eru alltaf forvitnilegar en ég býst við að mörgum hafi þótt mest nýnæmi í að sjá abstrakt- myndir eftir Tryggva Ólafsson, hann hefur nú verið þekktari fyrir flest annað. Þessar myndir eru varla margar til hér á landi og Salthólminn þess vegna við- komustaður á ferli hans sem fáum var kunnur. Umhverfis- myndirnar - ramminn um líf og starf - sögðu meira en löng lífsferilsromsa, fyrst Akademían við Kóngsins Nýjatorg og seinna Vesturbrú, annir og atvinnuleysi, kjötmarkaðurinn og niðurnídd hús, djass og loks dönsk sveita- sæla. Kannski var sólskinið of viðvarandi, það rignir stundum á listamenn eins og aðra þótt engin ástæða sé ti! að endurskrifa Sult, Knut Hamsun er búin að því. Aftur á móti er alltaf merkilegt að sjá hvernig vinnustaður lista- manns lítur út, sjá hvernig málari heldur á pensli. Fæstir hafa tæki- færi til að sjá slíkt með eigin augum. Ymsir kunna að hafa saknað þess að heyra ekki meira í Tryggva sjálfum, hugmyndir hans um lífið og tilveruna, t.d. hefði verið fróðlegt að heyra skýringu hans sjálfs á því hvers vegna myndmál hans hefur breyst svona á undanförnum árum í stað þess að lýsa því ein- göngu í máli og myndum hvernig það hefur breyst. Eins hefði verið skemmtilegt að heyra hvers vegna það voru einmitt spönsku meistararnir Velázques og Goya sem skiptu svona miklu máli þeg- ar hann var kominn í strand ( en ekki t.d. Gézanne og Bruegel)? En þrjátíu mínútur eru bara 30 og þess vegna þarf að klippa. Ég held líka að betra sé að láta ein- hverjum spurningum ósvarað í stað þess að tala sífellt niður til almennings eins og hann sé eitthvert samsafn hálfvita sem kunni ekki einu sinni að spyrja hvað þá leita svara. Þó get ég ekki stillt mig um að minnast á eina spurningu sem - blessunarlega - var ekki borin fram í þessari mynd: „Hvers vegna býrðu ekki á íslandi?“ Þegar Tryggvi sýndi á síðustu listahátíð ásamt níu öðr- um íslenskum listamönnum sem búsettir eru erlendis glumdi þessi spurning í eyrum sí og æ og lá við að stundum gleymdist að spyrja fólkið hvað það væri að fást við í listinni. Þetta hendir oft þegar spyrill nær í listamann sem kýs sér annan dvalarstað en ísland og í spurningunni felst oft ásökun, sárindi og jafnvel vottur af van- metakennd en kostir og sérkenni annarra heimshluta gleymast. Baldri tókst giftusamlega að halda sér frá þessari afdala- mennsku, en sýndi okkur þess í stað Tryggva Ólafsson, listamann sem horfir gagnrýnum augum á samtímann án þess að gleyma sögun i eða missa sjónir af „póest- unni í lífinu“. Eftir þessa mynd kemur óþol í hugann, þessi margumrædda kröfugerð og heimtufrekja. Hvað næst? Hefur sjónvarpið einhverjar ráðagerðir á prjónun- um um að láta gera fleiri myndir í þessum dúr? Einstaklingar hafa varla efni á slíku í tvígang. Heim- ildamyndir um myndlistarmenn eru heppileg viðfangsefni fyrir sjónvarp og ekki skortir verkefn- in. Þrjár kynslóðir íslenskra myndlistarmanna ófilmaðar og innan seilingar: abstraktmenn- irnir sem komu fram í stríðslok, Súmararnir eins og þeir leggja sig (bara Tryggvi búinn) og svo yngst,- a kynslóðin sem lögð er af stað, en tilvalið að fara að safna í sarp- inn um hana. Eða hvernig væri yfirlitsmynd um eftirsúmkyn- slóðina? Ef ekki á að bíða eftir aldaraf- mæli en gera þess í stað átak í þessum málum er varla við því að búast að sjónvarpið hafi til þess bolmagn, nema til komi sérstök fjárveiting. Aftur á móti væri ekki fjarri lagi að Listasafn fs- lands, sjónvarpið og jafnvel fleiri söfn og stofnanir hefðu með sér samvinnu um slík verkefni. Lista- söfn geta ekki lengur látið sér nægja að vera hús þar sem mál- verk eru hengd upp og högg- myndum staflað, fjölbreyttari starfsemi þarf að koma til. Við- leitni í þá átt hefur reyndar látið á sér kræla og má þar minna á skyggnuraðir sem Listasafn al- þýðu hefur gefið út, núna síðast um Kjvarval, og eins bækurnar sem það safn hefur gefið út í sam- vinnu við Lögberg. Þá hefur Ásmundarsafn gefið út skyggnu- röð ekki alls fyrir löngu og fleira smálegt mætti eflaust tína til en kvikmyndirnar vantar og það er heldur snautlegt núna á síðustu áratugum 20. aldar. Þó ætla ég að vona að allar góð- ar vættir forði okkur frá því að Sjónvarpið taki upp á þeim ósköpum að gera snöggsoðnar auglýsingamyndir um mynd- listarmenn og kalla það listkynningu. Eg býst við að margir muni eftir þessum mynd- um, þær voru örstuttar - u.þ.b. fimm mínútur - og hafa varla kostað mikla yfirlegu. Minntu einna helst á það sem kallaðar voru „aukamyndir“ í bíó þegar ég var ung og smá en við krakkarnir kölluðum ævinlega „skrípó“ um hvað og hvernig sem þær voru. P.S. Þessi pistill er í raun umfjöll- un um umfjöllun um myndlist. Hvernig væri að Þjóðviljinn birti dálítið af myndlist í eigin persónu - svo sem eina síðu í Helgarblað- inu? Elísabet Gunnarsdóttir 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.