Þjóðviljinn - 07.01.1986, Qupperneq 14
HEIMURINN
Hryðjuverk
með kymim kjömm
Júgóslavía
Króatíá
toppinn
Belgrad — Júgóslavneska rík-
isráðið hefur mælt með skipun
Branko Mikulic í embætti for-
sætisráðherra sambandslýð-
veldisins. Mikulic er króati og
hefur orð á sér fyrir að vera
harðlínumaður, góður skipu-
leggjandi og aðdáandi mikils
aga meðal þjóðarinnar.
Mikulic tekur við af Milka
Planinc sem lætur af embætti í
maímánuði eftir fjögurra ára
valdaferil. Undanfarnar vikur
hafa gengið sögusagnir um að rík-
isráðið væri búið að ákveða hver
tæki við af honum fyrir alllöngu
og kom fram gagnrýni á skort á
lýðræði við þá ákvörðun. Meö-
mæli ríkisráðsins verða nú lögð
fyrir flokksstofnanir sem hafa
formlegan rétt til að breyta um
tilnefningu en það yrði þá í fyrsta
sin'n sem slíkt gerðist í Júgósla-
víu.
Mikulic sem er 57 ára komst til
valda í heimahéraði sínu, Bosníu-
Herzegóvínu, meðan Tító naut
enn við. Hann er sagður eiga
stærstan þátt í því að héraðið er
þekkt fyrir sterkan flokksaga og
eftirlit með borgurunum. Hann
hefur vakið athygli fyrir harða
gagnrýni á vestrænar hugmyndir
og andófsmenn. Árið 1984 for-
dæmdi hann opinberlega
menntamanninn Vojislav Seselj
sem síðar var hnepptur í fangelsi.
Mikulic er hagfræðingur að
mennt ■
Allt
Tripoli og víðar — Mjög hefur
dregið úr spennu við Miðjarð-
arhaf þótt bandarísk
stjórnvöld hafi enn ekki sagt af
eða á um hugsanlegar hernað-
araðgerðirgegn Líbýu. Líbýski
herinn er að sögn Ghaddafis
leiðtoga í viðbragðsstöðu en
allt er þó með kyrrum kjörum í
Tripoli.
Larry Speakes blaðafulltrúi
Hvíta hússins sagði frétta-
mönnum í gær að bandaríska
stjórnin stæði í viðræðum við
Osló — í gær hófust fyrir hæst-
arétti Noregs réttarhöld í áfrýj-
unarmáli Arne Treholts sem í
júní í fyrra var dæmdur í 20 ára
fangelsi fyrir njósnir i þágu So-
vétríkjanna og íraks.
Það eru einkum tvö atriði sem
verjendur Treholts leggja áherslu
á að athuguð verði betur. í fyrsta
lagi umslag sem sagt var að hefði
innihaldið 50 þúsund dollara sem
Treholt átti að hafa þegið að
launum fyrir njósnirnar. Treholt
hefur skipt um verjendur og þeir
bandamenn sína um hugsanlegar
hefndaraðgerðir gegn Líbýu.
Kvað Speakes bandamenn vera
að gera sér Ijósa þá ógn sem
heiminum stafi af Ghaddafi.
Ekki er þó talið líklegt að rfki
Evrópu séu æst í hefndaraðgerðir
og má í því sambandi vísa til þess
að vesturþýska stjórnin hefur
hafnað efnahagslegum refsiað-
gerðum í bili amk.
Erlendur sendimaður í Tripoli
bentí á að enn sem komið væri
hefði Líbýa frekar hagnast á
nýju halda því fram að umslagið
hafi ekki rúmað svo mikið fé.
Umslagið er ekki til lengur nema
á ljósmynd.
Hitt atriðið snýst um það hver
hafi tekið ákvörðun um að veita
Treholt inngöngu í norska varn-
armálaskólann árið 1982 en þar
fékk hann aðgang að ýmsum
hernaðarleyndarmálum. Tveir
ráðherrar, Svenn Stray utanríkis-
ráðherra og Anders Sjaastad
varnarmálaráðherra, verða yfir-
heyrðir vegna þess atriðis.
spennuástandinu heldur en hitt.
Hótanir Bandaríkjanna hafa
þjappað arabaríkjunum saman til
varnar Líbýu og margt bendir tii
þess að stór skörð séu komin í þá
einangrun sem líbýumenn hafa
búið við í hinum arabíska heimi.
Ghaddafi tók sjálfur í þennan
streng þegar hann ræddi við
fréttamenn á kornakri í nágrenni
Tripoli í fyrrakvöld.
Yasser Arafat leiðtogi PLO
hélt því fram í fyrradag að stjórn-
ir Sýrlands og Líbýu hefðu staðið
Arne Treholt ætlar aö feista þess aö
fá mál sitt tekið upp aö nýju í undir-
rétti.
Hæstiréttur tekur ekki afstöðu
til sektar eða sakleysis Treholts
en ef í ljós koma alvarlegir form-
gallar getur rétturinn vísað mál-
inu aftur til undirréttar og verður
það þá tekið upp í heild sinni að
nýju. Verjendur Treholts binda
vonir við að svo fari.
í Líbýu
að baki hryðjuverkunum á flug-
völlunum í Róm og Vínarborg á
þriðja í jólum. Með þvíhefðuþær
viljað veikja stöðu PLO. Fjöl-
miðlar í Damascus, höfuðborg
Sýrlands mótmæltu þessari yfir-
lýsingu hástöfum og sökuðu
Árafat um að kalla refsiaðgerðir
Bandaríkjanna yfir þessi ríki.
Hljóðtruflanir
Sagði af sér
eftir viðtal við
Jaruzelski
Varsjá — Framkvæmdastjóri
pólska ríkissjónvarpsins
sagði á sunnudag stöðu sinni
lausri í kjölfar mistaka við
hljóðupptöku á viðtali við
Wojciech Jaruzelski forseta
sem flutt var á nýársdag.
Aleksander Perczynski las yfir-
lýsingu um afsögn sína í aðalfrétt-
atíma sjónvarpsins á sunnudag.
Baðst hann afsökunar á „alvar-
legum göllum á hljómgæðum"
sem orðið hefðu við upptöku við-
talsins. Fréttamaður Reuters ger-
ir lítið úr þessum mistökum og
segir að dálítið bergmál hafi
heyrst í upphafi viðtalsins og hafi
það sennilega stafað af rangri
uppsetningu hljóðnema.
Petta var fyrsta ávarp Jaruzel-
skis til pólsku þjóðarinnar síðan í
nóvember þegar hann tók við
embætti forseta ríkisráðsins.
Njósnamál
Treholt-málið
fyrir hæstarétti
Sri Lanka
Atök harðna
þrátt fyrir vopnahlé
Tamílar berjastfyrir sjálfsstjórn og bera stjórnvöld ma. þeim sökum
að þau drepi tamíla og selji úrþeim augun
Colombo — Á eynni Sri Lanka
úti fyrir strönd Indlands hefur
verið háð borgarastríð undan-
farin ár og falla í því að meðal-
tali uþb 1.000 manns á ári. Ra-
jiv Gandhi forsætisráðherra
nágrannaríkisins Indlands
hefur gert ítrekaðar tilraunir til
að miðla málum milli stjórnar-
innar og skæruliða af ættbálki
tamíla en þær hafa ekki borið
árangur.
Þvert á móti hefur stjórnin í
Colombo ákveðið að láta hart
mælta hörðu og stóraukið útgjöld
til hermála. A þessu ári verður
varið um 10 miljörðum króna til
hermála og er það stærsti liður
fjárlaganna. Stjórnin gumar af
því að hersveitir hennar séu nú
betur þjálfaðar og vopnum búnar
en nokkru sinni fyrr og hefur
forseti landsins, Junius Jayewar-
dene, hótað því að þurrka skær-
uliðahreyfinguna út í eitt skipti
fyrir öll ef pólitísk lausn fæst ekki
á stríðinu.
í orði kveðnu ríkir vopnahlé
milli hinna stríðandi fylkinga á
Sri Lanka þótt þess sjái ekki stað í
veruleikanum. Þann 18. júní
sættust stjórnin og skæruliðar á
þá tillögu Rajiv Gandhi að gera
með sér vopnahlé í því skyni að
liðka til fyrir friðarsamningum.
Sú samningagerð beið hins vegar
skipbrot í ágúst og síðan hefur
henni miðað lítt áfram. Að vísu
skipaði forsetinn nefnd í október
til að framfylgja vopnahléinu en
henni hefur ekki auðnast að
draga úr átökum.
Tamílar eru minnihluti þjóðar-
innar á Sri Lanka og búa lang-
flestir í strandhéruðunum á
norður- og austurhluta eyjarinn-
ar. Hafa þeir lengi barist gegn yf-
irráðum sinhalesa sem ráða
lögum og lofum í stjórnkerfi
landsins. Þeir róttækari úr röðum
tamíla vilja stofna sjálfstætt ríki
sem þeir nefna Eelam en á það
mega sinhalesar ekki heyra
minnst.
Stjórnin í Colombo hefur held-
ur ekki viljað fallast á tillögur
hófsamari tamíla sem vilja sam-
eina héruðin tvö sem land tamíla
skiptist í og fá tryggingu fyrir
nokkurri sjálfsstjórn þeirra.
Stjórnin kveðst ekki geta fallist á
sameininguna en er til viðræðu
um takmarkaða sjálfsstjórn.
Að sögn embættismanns
stjórnarinnar í Colombo hafa
uþb. 10 þúsund tamílar sagt sig úr
Iögum við samfélagið og halda
þeir uppi skæruhernaði gegn
stjórninni. Af þessum fjölda gisk-
aði embættismaðurinn á að helm-
ingurinn væri undir vopnum.
Beita þeir einkum handvopnum,
rifflum, vélbyssum og hands-
prengjum, en einnig hafa þeir
komið fyrir jarðsprengjum þar
sem þeir eiga von á herflokkum
eða embættismönnum stjórnar-
innar.
Auga fyrir auga...
Eins og ávallt þegar barist er
ganga klögumálin á víxl. Tamílar
saka stjórnarherinn um að vinna
alis kyns óhæfuverk á alþýðu
landsins. Segja þeir algengt að
stjórnarhermenn fari ránshendi
um þorp tamíla, drepi saklausa
borgara og brenni ofan af þeim
húsin.
Óhugnanlegasta ásökun tamíla
á hendur stjórninni kom fram í
gær. Þá héldu talsmenn skæruiiða
því fram að stjórnarhermenn
dræpu tamila í því skyni að taka
úr þeim augun sem síðan séu seld
alþjóðlegum augnbönkum. Upp-
lýsingaskrifstofa tamíla í Madras
á Suður-Indlandi tilgreindi eitt
dæmi um slíkt þegar stjórnarher-
menn hafi handtekið átta unga
tamíla í leikhúsi í héraðinu Trinc-
omalee á austurhluta Sri Lanka
þann 19. desembersl. Fimm ung-
mennanna voru drepin og augun
tekin úr þeim að sögn skrifstof-
unnar. Því var einnig haldið fram
að Sri Lanka sæi alþjóðlegum
augnbönkum fyrir stórum hluta
þeirra augna sem á ári hverju eru
gefin þeim sem verða fyrir
augnmissi.
Stjórnvöld í Colombo vísuðu
þessari frétt á bug og sögðu hana
uppspuna. Þau hafa hins vegar
viðurkennt að stjórnarhermenn
hafi gerst sekir um grimmdarverk
gagnvart óbreyttum borgurum en
segjast nú brýna það fyrir her-
ERLENDAR
FRÉTTIR
haraldsson/R EUTER
Polon naruwa-
Negombo
Batticaloaí
Matale
Kandy *
2538 A Pidurutalagala
Nuwara Eliya
COLOMBO 2241Apfc^Xdtm
tRatnapura ■
Hambantotaz
ÁSri Lankabúa
rúmlega 15miljón
manns, þaraferu
tamílartæplega
20% en sinhales-
ar rúmlega70%.
Áminna kortinu
eru svæðitamíla
skástrikuð.
mönnum sínum að sýna stillingu
og aga. Talsmaður varnarmála-
ráðuneytisins heldur því fram að
ásakanir tamíla séu einungis liður
í áróðursherferð sem hafi það
markmið að vinna málstað tamíla
fylgi á Vesturlöndum og meðal
tamíla sem búsettir eru á Ind-
landi.
Erlend aðstoð?
Stjórnvöld saka skæruiiða
einnig um að þiggja aðstoð er-
lendra ríkja í hernaði sínum. Ör-
yggismálaráðherra Sri Lanka,
Lalith Athulathmudali, skýrði
erlendum sendimönnum í Col-
ombo frá þessu í gær en vildi ekki
nefna nein ríki sem styddu skæru-
liða. Hann hélt því hins vegar
fram að barátta þeirra myndi
renna út í sandinn ef þeir misstu
þessa aðstoð.
Sjálf nýtur stjórnin í Colombo
erlendrar hernaðaraðstoðar. Sér-
fræðingar frá ísrael eru á eynni til
að kenna leyniþjónustu landsins
vinnubrögð við upplýsingasöfn-
un og fyrrverandi liðsmenn úr
bresku sérsveitunum SAS þjálfa
hermenn stjórnarinnar í baráttu
gegn skæruhernaði. Stjórnin hef-
ur lagt mikla áherslu á að endur-
nýja hergögn sín og hefur nú yfir
að ráða orrustu-og sprengjuflug-
vélum, vopnuðum þyrlum,
brynvörðum bifreiðum og eld-
flaugum.
Þótt vopnahlé ríki í orði
kveðnu telja erlendir sendimenn
mestar líkur á að átökin eigi enn
eftir að færast í aukana. Fjar-
lægðin milli deiluaðila er meiri en
áður og enginn sáttatónn
merkjanlegur. Áróður beggja
aðila verður æ harðskeyttari og
magnast að því er virðist í réttu
hlutfalli við blóðfórnirnar sem
stríðið kostar.
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. janúar 1986