Þjóðviljinn - 07.01.1986, Side 15

Þjóðviljinn - 07.01.1986, Side 15
________MINNING________ Geir Jónasson borgarskjalavörður Fœddur 5. september 1909 Dáinn 12. desember 1985 Með Geir Jónassyni er fallinn í valinn mætur maður og drengur góður sem gott er að minnast. Geir var fæddur á Akureyri og ólst þar upp. Foreldrar hans voru af merkum austfirskum og norð- lenskum ættum. Þegar ég kom fyrst til Akureyrar þá var faðir hans þar mikilsmetinn og þekkt- ur húsasmíðameistari, í daglegu tali meðal almennings jafnan nefndur Jónas smiður og var það sæmdarheiti. Geir lauk stúdentsprófi árið 1930, meistaraprófi í sagnfræði frá Fláskólanum í Osló 1936. Geir Jónasson kom heim frá námi í heimskreppunni niiklu. Þá var víða þröngt í búi á Islandi og atvinnuleysi landlægt en engar at- vinnuleysisbætur greiddar. Þessi ungi sagnfræðingur sett- ist fyrst í stað að í heimabyggð sinni, Akureyri, og hófst fljótlega handa um að vinna að áhugamál- um sínum á sviði bókmennta. Hann kom með tvö bókaumboð frá Noregi, frá Tidensforlag og Framforlag í Osló, en þessi tvö forlög stóðu þá framarlega í því að birta þýðingar á verkum er- lendra höfunda sem vöktu á sér athygli. A skólaárunum í Osló tók ekki bara sagnfræðin hug Geirs allan heldur líka úrvals skáldverk heimsbókmenntanna. íslend- ingasögunum unni hann ntjög og sérstaklega minnist ég þess hvað hann var hrifinn af höfundi Njáls- sögu. Geii Jónasson var maður vel af Guði gerður, búinn margþættum hæfileikunt m.a. mikilli skipu- lagsgáfu. Hann var mikill kapp- rnaður í hverju starfi sem hann tók að sér og honum vannst allt vel en þó var ekki neinn asi á honum. En hvert verk hans var þrauthugsað og hvernig best yrði að því staðið. Geir var mikill bókamaður í þess bestu merkingu því hann unni öllu sem honum þótti vel samið og skrifað. Hann var mikill íslenskumaður og gerði strangar kröfur um nreðferð málsins. Geir Jónasson var að eðlisfari dulur maður en eftir því sem maður kynntist honunt betur þá mat maður hann meira. Þeir sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum vel, þeim hlaut að verða ljóst að þar fór traustur, góður mannkostamaður sem ekki vildi vamnt sitt vita í neinu. Við Geir urðunr málkunnugir fljótlega eftir að hann kom frá námi. En kynni okkar hófust ekki fvrir alvöru fyrr en á árinu 1939. Eg var þá nýkominn frá Kristneshæli eftir margra ára bar- áttu við berklana á sjúkrahúsum og hælum. Ég hafði skrifað hand- rit síðasta árið á Kristneshæli og boðið einum bókaútgefanda það til prentunar en hafði ekki áhuga. Tími til bókaútgáfu var erfiður og rnikil fjárhagskreppa í landi. Það var þá sem ég fékk boð frá Geir Jónassyni um að hann vildi gjarnan hafa tal af mér, og erind- ið var að hann langaði að fá að lesa handrit mitt. Eftir þann lest- ur bauð hann mér að gefa hand- ritið út. Geir hafði árið áður stofnað bókaútgáfuna Eddu á Akureyri. Mér var strax Ijóst að þetta var gott boð og útgáfa handritsins var í góðurn höndum. Þetta var fyrsta bók mín „ís- hafsævintýri" sem kom út þetta sama ár 1939. Þá gaf Geir út næstu bók mína „Svífðu seglurn þöndum” sem kom út 1940. Báð- ar þessar bækur voru gefnar út í óvenju stórum upplögum og seld- ust vel þrátt fyrir krepputíma í þjóðfélaginu. Frá þessum tíma á ég góðar minningar sem oft koma fram í hugann. Geir Jónasson var elskulegur maður sem gaman var að þekkja og gott að skipta við. Ég fluttist svo til Reykjavíkur 1941 og þá skildust leiðir okkar Geirs í bili. Hann hélt áfrarn störfum á Akur- eyri. Hann hafði nokkru eftir heimkomuna frá Noregi tekið að sér að skrifa sögu Ungmennafé- lagsins á íslandi frá 1907-1937 og kom sú saga út í Reykjavík 1938. Þá sá Geir líka um útgáfu sem fannst eftir lát Frímanns heitins Arngrímssonar, eins fjölhæfasta fræðimanns sem við íslendingar höfum átt. En hann var á sínum efri árum einsetumaður á Akur- eyri. Þessi bók hét „Minningar frá London og París" og gaf Edda hana út. Frá árinu 1941-1943 kenndi Geir við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Hann sat einnig í stjórnar- nefnd Amtbókasafnsins á Akur- eyri frá 1939-1943 en á námsárun- um í Osló hafði hann verið feng- inn til að útvega safninu ýmsar erlendar úrvalsbækur. Svo flytur Geir frá Akureyri til Reykjavíkur og er ráðinn bóka- vörður við Landsbókasafnið 1944 þar sem hann starfaði næstu 28 ár. En þá var hann ráðinn skjala- vörður Reykjavíkurborgar. Við Geir urðum svo nábúar á Reynimelnum fyrst eftir að hann flyst suður og kom þá Geir oft til mín og við blönduðum geði sam- an. Næstu árin hittumst við oft á förnum vegi og tókum tal saman. Það var alltaf jafn skemmtilegt að hitta Geir. Hann var alltaf brenn- andi í andanum gagnvart íslensk- um fræðum og átti mörg áhuga- mál á því sviði. Geir var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Svava Stefánsdóttir. Þau skildu. Síðari kona hans er Kristín Jónasdóttir og lifir hún mann sinn. Fyrir nokkrum árum varð Geir Jónasson fyrir því þunga áfalli að missa starfsþrek sitt og heilsu og verða sjúklingur. Hann dvaldi síðustu árin á sjúkradeildinni við Hátún. Nú þegar þessari löngu baráttu er lokið og Geir er lagður af stað í þessa miklu ferð sem okkur öllum er búin, þá vil ég að síðustu þakka honum hjartanlega fyrir gömul og góð kynni og trausta vináttu. Kristínu Jónasdóttur eftirlif- andi konu hans votta ég mína dýpstu santúð. Jóhann J.E. Kúld Umboðsmenn Happdrættis Háskúla íslands 1986 Reykjavík: Norðurland: Aðalumboð, Tjarnargötu 4, sími 25666 Búsport, verslun, Arnarbakka 2-6, sími 76670 Bókabúðin Álfheimum 6, sími 37318 Bókabúð Fossvogs, Grlmsbæ, sími 686145 Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, sími 83355 Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557 Griffill s.f., Síðumúla 35, c/o Teitur Gústafsson, sími 36811 Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19832 Rafvörur, Laugarnesvegi 52, simi 686411 Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, sími 27766 Sparisjóður Reykjavfkur og nágrennis, Seltjarnarnesi, sími 625966 Sparisjóður Reykjavfkur og nágrennis, Hátúni 2b, sími 12400 Cllfarsfell, Hagamel 67, sfmi 24960 Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sfmi 72800 Videogæði, Kleppsvegi 150, sími 38350 Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, sími 13108 Kópavogur: Anna Sigurðardóttir, Hrauntungu 34, sími 40436 Borgarbúðin, Hófgerði 30, sfmi 40180 Sparisjóður Kópavogs, Engihjalla 8, sfmi 41900 Garðabær: Bókaverslunin Grfma, Garðatorgi 3, sími 42720 Hafnarfjörður: Tréborg, Reykjavíkurvegi 68, slmi 54343 Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, sími 50326 Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra s.f., Þverholti, sími 666620 Vesturland: Akranes Fiskilækur Melasveit Grund Skorradal Laugaland Stafholtst. Reykholt Borgarnes Hellissandur Ólafsvík Grundarfj. Stykkish. Búðardalur Mikligarður Saurbæjarhr. Bókaverslun Andrésar Níelssonar, sími 1985 Jón Eyjólfsson, sími 3871 Davlð Rétursson, sími 7005 Lea Þórhallsdóttir, sími 7111 Dagný Emilsdóttir, sími 5202 Þorleifur Grönfeldt, Borgarbraut 1, sfmi 7120 Svanhildur Snæbjörnsdóttir, Hellu, sími 6610 Jóna Birta Óskarsdóttir, Ennisbraut 2, sími 6165 Kristfn Kristjánsdóttir, sfmi 8727 Ester Hansen, Silfurgötu 17, sfmi 8115 Versl. Einars Stefánsson, c/o Ása Stefánsdóttir, sfmi 4121 Margrét Guðbjartsdóttir, sími 4952 Vestflrðir: Króksfjarðarn. Patreksfj. Tálknafj. Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvik Isafjörður Súðavfk Vatnsfjörður Krossnes Árneshreppi Hólmavfk Borðeyri Halldór D. Gunnarsson, sími 4766 Magndfs Gfsladóttir, sfmi 1356 Ásta Torfadóttir, Brekku, sfmi 2508 Birna Kristinsdóttir, Sæbakka 2, sfmi 2128 Margrét Guðjónsdóttir, Brekkugötu 46, sfmi 8116 Steinunn Jónsdóttir, Hafnarstræti 3, sfmi 7619 Sigrún Sigurgeirsdóttir, Hjallabyggð 3, sími 6215 Guðríður Benediktsdóttir, sími 7220 Jónfna Einarsdóttir, Aðalstræti 22, sfmi 3700 Dagrún Dagbjartsdóttir, Túngötu 18, sfmi 4935 Baldur Vilhelmsson, sími 4832 Sigurbjörg Alexandersdóttir Jón Loftsson, Hafnarbraut 35, sfmi 3176 Guðný Þorsteinsdóttir, sfmi 1105 Hvammst. Sigurður Tryggvason, sími 1341 Blönduós Sverrir Kristófersson, Húnabraut 27, sími 4153 Skagaströnd Guðrún Pálsdóttir, Röðulfelli, sími 4772 Sauðárkr. Elinborg Garðarsdóttir, Háuhlið 14, sími 5115 Hofsós Anna Steingrímsdóttir, sími 6414 Fljót Inga Jóna Stefánsdóttir, sími 73221 Siglufjörður Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, Aðalgötu 32, sími 71652 Ólafsfjörður Verslunin Valberg, sími 62208 Hrfsey Gunnhildur Sigurjónsdóttir, sími 61737 Dalvfk Verslunin Sogn, c/o Sólveig Antons- dóttir, sfmi 61300 Grenivík Brynhildur Friðbjörnsdóttir, Ægissíðu 7, sfmi 33227 Akureyri Jón Guðmundsson, Geislagötu 12, sfmi 24046 Akureyri NT-umboðið, Sunnuhlfð 12, sími 21844 Mývatn Guðrún Þórarinsdóttir, Helluhrauni 15, sími 44220 Grímsey Vilborg Sigurðardóttir, Miðtúni, sími 73101 Húsavfk Guðrún Stefanía Steingrímsdóttir, sfmi 41569 Kópasker Óli Gunnarsson, Skógum, sími 52120 Raufarhöfn Hildur Stefánsdóttir, Aðalbraut 36, sími 51239 Þórshöfn Kaupfélag Langnesinga, sími 81200 Laugar Rannveig H. Ólafsdóttir, bóksali. S-Þing. sími 43181 Austfirðir: Vopnafjörður Kaupfélag Vopnfirðinga Bakkagerði Sverrir Haraldsson, Ásbyrgi, sfmi 2937 Seyðisfjörður Bókaverslun A. Bogasonar og E. Sig- urðssonar, Austurvegi 23, sfmi 2271 Neskaupst. Verslunin Nesbær, sími 7115 Eskifjörður Hildur Metúsalemsdóttir, sími 6239 Egiisstaðir Aðalsteinn Halldórsson, Laufási 10, sími 1185 Reyðarfj. Bogey R. Jónsdóttir, Mánagötu 23, sfmi 4179 Fáskrúðsfj. Bergþóra Berkvistsdóttir, sími 5150. Stöðvarfj. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Mánatúni, sfmi 5848. Breiðdalur Kristfn Ella Hauksdóttir, sími 5610 Djúpivogur Elfs Þórarinsson, hreppstjóri, sfmi 8876 Höfn Hornafirði Hornagarður, sími 8001 Suðuriand: Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson, sfmi 7624 Vík í Mýrdal Guðný Helgadóttir, Árbraut 3, sfmi 7215 Þykkvibær Hafsteinn Sigurðsson, Smáratúni, sími 5640 Hella Aðalheiður Högnadóttir, sfmi 5165 Espiflöt Biskupst. Sveinn A. Sæland, sími 6813 Laugarvatn Þórir Þorgeirsson, sfmi 6116 Vestm.eyjar Sveinbjörn Hjálmarsson, Bárugötu 2, sfmi 1880 Selfoss Suðurgarður h.f., c/o Þorsteinn Ásmundsson, sfmi 1666 Stokkseyri Oddný Steingrímsdóttir, Eyrarbraut 22, sími 3246 Eyrarbakki Þuríður Þórmundsdóttir, sfmi 3175 Hveragerði Þórgunnur Björnsdóttir, Þórsmörk 9, sfmi 4235 Þorlákshöfn Jón Sigurmundsson, Oddabraut 19, sfmi 3820 I Reykjanes: Grindavfk Hafnir Sandgerði Keflavík Flugvöilur Vogar Ása Einarsdóttir, Borgarhrauni 7, sfmi 8080 Guðlaug Magnúsdóttir, Jaðri, sfmi 6919 Sigurður Bjarnason, sími 7483 Jón Tómasson, sfmi 1560 Erla Steinsdóttir, sími 55127 Halla Árnadóttir, Hafnargötu 9, sími 6540 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS vænlegast til vinnings ARGUS.'SIA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.