Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 13
Sovétríkin Flokksþingið, Gorbatsjof og umbótaspámar Fögurfyrirheit- Gamalkunnur málflutningur - Vesturlandamenn vilja trúa þvíað Gorbatsjofsé umbótasinni- Hinar óljósu vísbendingar - Geta Sovétríkin breyst? Nú fer að líða að því að Komm- únistaflokkur Sovétríkjanna haldi næsta flokksþing sitt, hið fyrsta á valdaskeiði Gorbatsjofs. I því tilefni er margt skrifað í Sov- étríkjunum um þau drög að nýrri stefnuskrá flokksins, sem lögð voru fram seint á nýliðnu ári, en erlendis leita menn í þeim skrifum að vísbendingum um það, hvort vænta megi af þessu þingi ein- hverskonar meiriháttar endur- skoðunar á stjórnsýslu í Sovét- ríkjunum - ekki síst að því er varðar stjórn efnahagsmála. Sovéskir greinahöfundar gefa reyndar ekki mikið tilefni til að ætla að svo verði. Þeir leggja mjög áherslu á samhengi í sové- skri stefnu, innan lands sem og á alþjóðavettvangi. Þetta er svo gert með sérstökum áherslum bæði á það, að skapa verði sem best skilyrði fyrir nýtingu þeirra möguleika sem nútíma tækni býður upp á - um leið og lögð er á það áhersla sem fyrr, að allt ráð landsins þegna sé og verði í hönd- um Kommúnistaflokksins. „Kommúnisminn er framundan“ Dæmigerð um þetta getur ver- ið grein eftir einn af greinahöf- undum fréttastofunnar APN, Spiridonofs, sem nefnist „Kommúnisminn er framund- an“. Grein sem þessi er ekki eins afdráttarlaus og þær sem skrifað- ar voru fyrir um það bil aldar- fjórðungi, þegar Krúsjof var upp á sitt besta, og boðaði, að ýmsum þeim markmiðum sem nauðsyn- leg væru til að skapa allsnægta- þjóðfélag yrði náð upp úr 1980. En það er samt talað um komm- únisma sem eitthvað það sem er innan seilingar, þótt ártölum sé sleppt. í greininni segir meðal annars: „Á sviði efnahagsmála þýðir þetta þróun vísinda og tækni, bætt skipulag, aukna hag- kvæmni, að skipt verður um til aukinnar grósku og að náð verð- ur hæstu framleiðni sem þekkist í veröldinni. Markmiðið fyrir næstu 15 ár er að tvöfalda fram- leiðslugetu þjóðarinnar, auka framleiðnina um 130-150% og stíga hið ákvarðandi skref fram á við til að flokkurinn nái lokatak- marki sínu sem stefnuskrá flokks- ins kveður á um á þessu sviði. Að ná þessum markmiðum er mikil- vægt framlag til að skapa efnis- legan og tæknilegan grundvöll fyrir kommúnismann, styrkar undirstöður til að sovéskt þjóðfé- ■lag geti tekist á við þjóðfélags- vandamál sín.“ Fyrst og svo... Þessu næst er talað um að póli- tíska kerfið muni þróast í átt til sjálfstjórnunar fólksins og nauð- syn þess að efla „siðferðisgrund- völl sósíalískrar vitundar". Og hljómar allt vel. Ef menn hefðu ekki skrifað í sama dúr fyrir tíu árum og tuttugu og reyndar þrját- íu: fyrst skulum við framleiða vel og mikið, síðan mun allt annað okkur veitast. Það fer svo, sem fyrr minna fyrir því, að því sé upp velt, hvað það er sem til þarf í þjóðfélagsgerðinni sjálfri til að menn vinni vel og skili árangri - annað en almenn hvatningarorð um aga og samviskusemi. Eina nýjungin sem að kveður á þessu sviði er barátta Gorbatsjofs gegn drykkjuskap. Sem er góðra gjalda verð. En eins og einn ágæt- ur höfundur hefur sagt: þegar til lengdar lætur getur hvorki fyllerí né drykkjuskapur bjargað mann- eskjunni. Gorbatsjof og óskhyggjan Mikið hefur í blöðum á Vestur- löndum verið fjallað um persónu- leika leiðtogans, Mikhafls Gor- batsjofs, um þá staðreynd að hann er yngri miklu en fyrirrenn- arar hans voru, talar með öðrum hætti, hagar sér öðruvísi gagnvart fjölmiðlum. Og flest málgögn - hvort sem þau standa til hægri, vinstri eða í miðju, gera því skóna, að Gorbatsjof hljóti að hafa mikinn hug á umbótum á hinu sovéska kerfi. Um þetta efni fjallar Agnes Heller í fróðlegri grein. Agnes Heller er ungverskur sósíalisti og samfélagsrýnir, sem fór úr landi 1977 og býr nú í Ástralíu. Hún vekur athygli á því, að Gorbat- sjof þurfti ekki einu sinni að lofa umbótum þegar hann tók við völdum - vestræn blöð voru þeg- ar í stað búin að kalla hann um- bótamann eða vinsamlegan um- bótum. Sovésk blöð skrifuðu, amk ekki fyrst í stað til að skapa myndina af „endurnýjunarmann- inum Gorbatsjof". Þau töluðu ofur varlega um „samhengið". Sú mynd, segir Agnes Heller var búin til á Vesturlöndum - og hún er byggð á óskhyggju, sem að sínu leyti á sér rætur í djúpstæð- um þörfum þegnanna - svo sem áður skal vikið að. Þessi mynd af Gorbatsjof, segir Agnes Heller, á það sam- eiginlegt annarri óskhyggju, að talsmenn hennar túlka öll fyrir- bæri sem sönnun þess að óskin sé nú þegar uppfyllt. Gorbatsjof lík- ist „endurnýjungamanrii" vegna þess að hann er tiltölulega ungur, vegna þess að kona hans klæðir sig eftir nýjustu tísku, vegna þess að hann hefur fljótt og átakalítið losað sig við keppinauta og gert breytingar á forystusveitinni (og vitum við náttúrlega ekkert um það hvort þau afrek eru í sjálfu sér til umbóta eða ekki). í þessu máli er svo hlutverk íhalds- mannsins eða „hauksins" ætlað Grígorí Romanof - af þeirri ein- földu ástæðu, að það var hann sem tapaði fyrir keppinauti sín- um um aðalritarastöðuna. Kann- ski væri Gorbatsjof í hlutverki „hauksins“ ef hann hefði tapað? Meira þarf til Gorbatsjof hefur, segir í greininni, lofað „að verða við kröfum tímans," hann er byrjað- ur að „auka afköst“ og „bæta ag- ann“. En segir það nokkuð út af fyrir sig um umbótastefnu? Getur nokkur leiðtogi lofað minnu en að auka framleiðni og efla aga? Agnes Heller vill ekki spá neinu um það, hvort í tíð Gorbat- sjofs verði í raun fitjað upp á um- bótum eða ekki. Það geti enginn. En hún telur sig vita eitt fyrir víst: að enn bóli ekki á þeirri lág- marksforsendu fyrir raunveru- legum umbótum, sem altæk gagnrýni á fortíðina er, gagnrýni sem tekur til grundvallaratriða og felur sig ekki í óljósum vísbend- ingum í opinberum flokkss- kjölum, heldur fer fram í opinni umræðu. Meðan ekki bóli á slíku geti hún ekki gert ráð fyrir neinum þeim nýmælum sem miklu varði í sovésku samfélagi. Sterk þörf Agnes Heller telur svo, að um- bótamyndin af Gorbatsjof sé til orðin vegna þess að svo margir í Vestur-Evrópu finni hjá sér þörf fyrir að ætla að Sovétríkin séu ekki „eins slæm og af er látið“. Og á bak við þá þörf sé í rauninni óttinn við kjarnorkustyrjöld og kjarnorkuvígbúnað. Vestur- Evrópumenn viti, að jafnvel hin- ar minnstu líkur á slíkri styrjöld séu einmitt þeim sjálfum mestur háski. Og af því að þau vopn sem á þá mundu falla eru sovésk, og af því þeir telja, að ekki sé unnt að hafa áhrif á stefnu Sovétríkjanna með þrýstingi að vestan - þá hafa þeir þörf fyrir að óska þess að hafin sé þróun í Sovétríkjunum, sem sé jákvæð fyrir þá. Agnes Heller telur að þessi óskhyggja leiði menn villigötur, en gagnrýni hennar verður ekki lengur rakin að sinni. Tvímæla- laust er margt rétt í athugunum hennar. Þó má gera þá at- hugasemd að þar sem opinská umræða um grundvallaratriði hefur ekki verið möguleg í Sov- étríkjunum, þá er ekki nema von að menn leggi eyrun við jafnvel hinum þokukenndustu „vísbend- ingum“ í opinberum skjölum - það hefur nefnilega komið fyrir að slíkt hulduhrútstal væri upp- haf verulegra tíðinda. í hverja heima skal halda En hvað sem líður opinberum fyrirheitum um betri tíð - og van- trú þeirra sem lengi hafa fylgst með flokksræðiskerfinu sovéska - þá er það ljóst að menn verða í tengslum við nýjan flokksfor- ingja og flokksþingið á næstunni að taka enn á ný upp viðamikla spurningu, sem hefur þýðingu fyrir alla heimsbyggðina.: Hún er þessi: geta Sovétríkin breyst svo um munar - og þá hvernig? Það er alveg ljóst að Sovétríkin eru miklu hagkvæmari og ótta- minni staður að búa á en þau voru á dögum Jósefs Stalíns. En nú um alllangt skeið hefur hið sovéska samfélag verið á undarlegu hring- sóli, þar sem saman fara bersýni- legar framfarir að því er varðar fullnægingu ýmissa brýnustu þarfa (t.d. fyrir húsnæði) og svo sú ofstýring og valdseinokun sem hefur m.a. í för með sér vöru- skort á mörgum sviðum, sóun verðmæta og menningarlega og pólitíska vanlíðan. Að því er efn- isleg kjör varðar eru Sovétríkin hvorki tilheyrandi þriðja heimi neyðarinnar né „fyrsta heimi“ hinna miklu afkasta - þau eigra um í einskonar millibilsástandi í fleiri en einum skilningi, milli- bilsástandi sem hefur mikla til- hneigingu til að framlengja sjálft sig með óhreyfanleika hins póli- tíska kerfis. ÁB Áður en Gorbatsjof hafði lofað nokkrum sköpuðum hlut öðrum en „hagkvæmni" og „auknum aga“ höfðu allskonar blöð á Vesturlöndum komist að þeirri niðurstöðu að hann hlyti að vera áhugasamur um umbætur á sovésku samfélagi. Hvernig stendur á þeirri túlkun? Þriðjudagur 14. janúar 1986 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.