Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.01.1986, Blaðsíða 14
______________HEIMURINN____________ Líbanon Kristnir berjast innbyrðis Suður-Jemen Valdaráni afstýrt Aden — Að sögn opinberrar fréttastofu í Aden, höfuðborg Suður-Jemen, komu öryggis- sveitir í veg fyrir að forseta landsins, Ali Nasser Moham- med, yrði steypt af stóli. Fjórir menn voru handteknir og tekn- ir af lífi í gær eftir að sérdóm- stóll hafði dæmt þá til dauða. Meðal þeirra líflátnu voru fyrr- verandi forseti og varaforseti landsins en hinir tveir voru einnig háttsettir í stjórn eða Sósíalista- flokki Jemen sem er við völd í landinu. Til viðbótar þessum fjórum var fjöldi fólks handtek- inn. Suður-Jemen er syðst á Ara- bíuskaga og hlaut sjálfstæði undan bretum árið 1967. Landið er eitt hið fátækasta í hinum ara- bíska heimi og hefur sótt umtals- verða aðstoð til Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra. Forsetinn nú- verandi og sá sem líflátinn var höfðu staðið saman í skæruhern- aðinum gegn bretum og mikla umbrotatíma á síðasta áratug þegar ríkisstjórnir komu og fóru, sjaldnast á friðsamlegan hátt. Beirut — Hersveitir kristinna manna börðust af mikilli hörku í Austur-Beirut í gær þrátt fyrir að vopnahlé eigi að gilda í landinu. Átökin náðu til fimm hverfa og ma. var stærsta bensínbirgðastöð borgarinnar sprengd i loft upp. Amin Gemayel forseti Líban- on kom í gær til Damascus í Sýr- landi til viðræðna við Hafez Al- Assad forseta Sýrlands um friðar- samkomulagið sem gert var að New York — Á þingi PEN- klúbbsins, alþjóðasamtaka rit- höfunda, sem nú er haldið í New York voru gerð hróp og köll að George Shultz utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna þegar hann ávarpaði fulltrúa í fyrrakvöld. Með því vildu rit- höfundarnir mótmæla því að honum væri boðið að ávarpa þingið. Boðið til Shultz var runnið undan rifjum formanns banda- ríska PEN-klúbbsins, Norman undirlagi sýrlendinga 28. des- ember sl. Er talið að þessar við- ræður ráði úrslitum um það hvort samningarnir verði virtir og friður komist á í landinu. Átökin í Beirut eru sögð snúast um það hvaða herdeildir krist- inna manna nái undirtökunum á þeim svæðum sem kristnir ráða. Það var Elie Hobeika sem stjórn- ar Líbönsku herdeildunum sem undirritaði samkomulagið ásamt leiðtogum sjíta og drúsa. Ho- Rithöfundar Mailer, sem varði þá ákvörðun sína en baðst um leið afsökunar á að hafa ekki borið hana undir stjórn alþjóðasamtakanna. Það sem rithöfundarnir höfðu á móti nærveru Shultz var að þeir telja hann fulltrúa ríkisstjórnar sem beiti gömlu lagaákvæði til að meina vinstrisinnuðum rithöf- undum að heimsækja Bandarík- in. Setningarræða forseta al- þjóðasamtakanna, sænska rithöf- undarins Per Westberg, hófst á því að hann skoraði á Shultz að nema þessi lög úr gildi. beika heldur því fram að sveitir hliðhollar Gemayel forseta beri ábyrgð á átökunum sem brutust út um helgina en Gemayel hefur enn ekki fallist á friðarsamning- ana. Falangistar halda því hins vegar fram að sveitir Hobeika hafi rofið friðinn og sé það ætlun hans að ná yfirráðum yfir strand- lengjunni sem tengir Austur- Beirut við norðurhluta landsins en þar er stærstur hluti Líbönsku herdeildanna. Shullz Shultz lét háreystina í salnum ekki hindra sig í að flytja ávarp sitt. í því sagðist hann ma. vera stoltur af að vera fulltrúi ríkis- stjórnar sem hefði þá stefnu að draga úr afskiptum hins opinbera af lífi þegnanna. Hann mótmælti því að stjórnin synjaði rithöfund- um með óvinsælar skoðanir um vegabréfsáritun en bætti því við að engum sem hygðist kollvarpa ríkisstjórninni, safna fé til undir- róðursstarfsemi eða njósna um Bandaríkin væri hleypt inn í landið. Norðurlönd Aukin aðstoðvið Afríkuríki Stokkhólmi — Norðurlöndin eru nú að ganga frá samningi við svonefnd Framvarðarríki í sunnanverðri Afríku um aukna aðstoð og efnahagssamvinnu sem á að gera ríkin níu efna- hagslega óháðari Suður-Af- ríku. Endanlega verður gengið frá samningnum á fundi ráðherra Norðurlandanna með fulltrúum Framvarðarríkjanna í Harare í Zimbabwe í lok þessa mánaðar. Að sögn embættismanns í sænska utanríkisráðuneytinu er tilgangur samningsins að efla innbyrðis samvinnu ríkjanna níu og við- skipti þeirra við Norðurlöndin. Einnig er ætlunin að hvetja fyrir- tæki á Norðurlöndum til að draga úr viðskiptum við Suður-Afríku en beina þeim þess í stað til Fram- varðarríkjanna. Aðstoðinni sem samningurinn gerir ráð fyrir verður veitt í gegn- um Þróunarráð sunnanverðrar Afríku en aðild að því eiga Ang- óla, Botswana, Lesotho, Malawi, Mosambik, Swaziland, Tanzan- ía, Zambía og Zimbabwe. Púað á Georae Bandaríkin Em kjamorkuvamimar óvirkar? Bandarískir vísindamenn gagnrýna viðvörunar- ogstjórnkerfi Bandaríkjanna íhugsanlegu kjarnorkustríði. Grundvellinum kippt undan ógnarjafnvœginu? Washington — Bandarískir sér- fræðingar í kjarnorkuhernaði hafa að undanförnu dregið mjög í efa tæknilega getu Bandarikjanna til að svara í sömu mynt ef kjarnorkuárás verður gerð á landið. Segja þeir ma. i gagnrýni sinni að ráðamenn í Pentagon hafi svo miklar áhyggjur af tæknilegum ágöllum kerfisins að þeir hafi gert ráð fyrir þeim möguleika i stríðsáætlunum sínum að Bandaríkin geri fyrstu árásina til að koma í veg fyrir hugsan- lega árás Sovétríkjanna. Reynist þessar efasemdir rétt- ar gætu þær kollvarpað því ógn- arjafnvægi sem verið hefur undir- staðan í samskiptum austurs og vesturs frá stríðslokum. Daniel Ford segir í nýútkominni bók sinni, Hnappurinn, að „vilji for- setinn þrýsta á kjarnorkuhnapp- inn sé alls ekki víst að hann virki“. Gagnrýni Fords hefur fengið hljómgrunn hjá sérfræð- ingum sem starfa á vegum banda- ríkjaþings, sjálfstæðum vísinda- mönnum og fyrrverandi starfs- manni Pentagon sem segir að afar auðvelt sé að rjúfa þá samskipta- keðju sem stjórnkerfi landsins byggist á í hugsanlegu kjarnorku- stríði. Veikir hlekkir Gagnrýnendur Pentagon halda því fram að stjórnkerfið sé miklu ótryggara en almennt er látið í veðri vaka. Kerfið byggir á gervi- tunglum sem fylgjast með kjarn- orkueldflaugum Sovétríkjanna. Fari þær af stað senda tunglin boð til jarðstöðva sem koma þeim áleiðis til stjórnstöðvar hersins í Colorado. Þar eru skilaboðin vegin og metin og síðan send áfram til Washington ef þurfa þykir. Þá er gert ráð fyrir því að þyrla flytji forsetann í svonefnda Dómsdagsflugvél sem er eins- konar fljúgandi stjórnstöð í kjarnorkustríði. Þar ráðgast for- setinn við yfirmenn hersins og þeir ákveða í sameiningu hvaða varnaráætlun skuli fylgt. í þessu ferli eru margir veikir hlekkir, segja sérfræðingarnir. Til dæmis þurfa boðin frá gervi- hnettinum að fara um fimm jarðstöðvar og sumar þeirra liggja mjög vel við skemmdar- verkum. Stöðin í Sunnyvale í Kaliforníu stendur við vegamót tveggja hraðbrauta og ekkert auðveldara en að vinna á henni skemmdarverk. Ýmislegt fleira er tínt til, svo sem að lítið þarf til að hinar fljúg- andi stjórnstöðvar missi allt sam- band við viðvörunarkerfið vegna þess að loftnetin sem þær notast við detta iðulega af þeim á flugi. Auk þess geta þær misst allt sam- band við umheiminn ef þær verða fyrir rafsegulhöggi frá kjarnorku- sprengju. Þá er nefnt að stór hluti viðvörunarkerfisins sé orðið -gamalt og úrelt og sumt í niður- níðslu vegna skorts á viðhaldi. Bruce Blair sérfræðingur í kjarnorkuhernaði sem vinnur á vegum þingsins fór fyrir þremur 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. janúar 1986 ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R EUIER árum í skoðunarferð í stjórnstöð- ina í Colorado. Þá komst hann að því að ratsjárstöðin í Flyingdale á Englandi væri óvirk vegna bilana og sama máli gegndi um þrjár af fjórum ratsjárstöðvum í Norður- Ámeríku en þær mynda svonefnt „Early Warning System“, kerfi til að fylgjast með ferðum sovéskra kjarnorkueldflauga og flugvéla. Martröð Pentagons Ráðamenn í Pentagon hafa mótmælt þessum fullyrðingum sérfræðinganna. Þeir hafa að vísu viðurkennt að á kerfinu séu nokkrir snöggir blettir og að ýmis tæki séu úrelt en það standi allt til bóta og stöðugt sé unnið að endurbótum. Þeir segjast hins vegar vera fullir trúnaðartrausts í garð kjarnorkukerfisins. Eina martröð eiga þeir þó erfitt með að losa sig við og hún stafar af kjarnorkukafbátum sem kom- ist geta óséðir upp að ströndum Bandaríkjanna og stytt við- bragðstímann niður í örfáar mín- útur. Örfáar kafbátasprengjur gætu sett allt kerfið úr sambandi, eyðilagt valdar jarðstöðvar, stjórnstöðvarnar fljúgandi og jafnvel grandað forsetanum og öðrum helstu leiðtogum. Fyrr- verandi yfirmaður kjarnorkuher- afla Bandaríkjanna, Bruce Holloway, segir í bók Fords að ef sovétmenn verða fyrri til og gera stjórnsýsluna í Washington óvirka þá muni bandaríkjamenn aldrei ná sér á strik og ekki hafa áhrif á gang mála. Sjálfvirk viðbrögð hættuleg Eins og áður segir hafa ráða- menn í Pentagon gert ráð fyrir því í áætlunum sínum að Bandaríkin verði fyrri til að hefja kjarnorku- stríð. Bruce Blair telur ólíklegt að til þess komi. En hann segir að veikleikar í stjórnkerfinu hafi valdið því að bandarísk hernað- aryfirvöld reiði sig að verulegu leyti á áætlanir sém byggja á því að svara árás um leið og gervi- hnettir tilkynna að sovéskar eld- flaugar séu farnar af stað. Slíkar áætlanir eru afar vand- meðfarnar og bjóða heim mikilli hættu á að kjarnorkustríð hefjist vegna misskilnings eða tækni- galla. Og Blair bætir því við að jafnvel slíkt kerfi gæti orðið óvirkt áður en til þess kemur að setja það í gang. Hann segir að stærstur hluti núverandi viðvörunar- og stjórnkerfis muni ekki virka nema í 10 mínútur eftir að kjarnorkustríð brýst út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.