Þjóðviljinn - 14.01.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 14.01.1986, Síða 15
FRETTIR Reykjavík Skautaiökun að leggjast af? Ekki ætlað krónu til bœttrar aðstöðu á fjárhagsáœtlun í ár. Meirihluti íþróttaráðs felldi tillöguAB um 5 miljónir til að útbúa strax skautasvell á Reykjavíkurtjörn og víðar um bœinn. Framlög til íþróttamála hækka aðeins um 1% á milli ára. Eftir að Melavöllurinn var rif- inn hefur nær engin aðstaða verið til skautaíþrótta í Reykjavík og verða borgarbúar að fara upp á Hafravatn, Rauðavatn eða Víf- ilsstaðavatn til að komast á al- mennilegt svell. Óttast menn að skautaíþróttin sé að leggjast af í borginni og benda á að erfítt sé orðið að fínna verslun í bænum sem selji skauta. „Það er greinilega enginn vilji til að bæta þetta ástand", sagði Tryggvi Þór Aðalsteinsson, full- trúi AB í íþróttaráði í gær eftir að meirihluti ráðsins felldi tillögu hans um 5 miljón króna fjár- veitingu til að bæta strax aðstöðu til skautaíþrótta í borginni, þar á meðal á Reykjavíkurtjörn. „Prátt fyrir eindæma veður- blíðu, gott frost og stillur í vetur hefur svellið á Tjörninni verið nær ónothæft í vetur“, sagði Tryggvi, enda hefur það aldrei verið hreinsað og lýsing er nær engin. Milli jóla og nýárs sagði formaður íþróttaráðs í sjónvarps- fréttum að úr þessu yrði bætt strax um næstu helgi en auðvitað hefur ekkert verið gert enda eng- ar fjárveitingar til kaupa á nauðsynlegum tækjum. Hug- myndir um vélfryst svell við Hólabrekkuskóla, sem áætlað er að kosta muni 10 miljónir eru heldur hvergi á framkvæmda- áætlun núna“. Framlög Reykjavíkurborgar til íþróttamála hækka aðeins um 490 þúsund króna á milli ára eða um rúmlega 1%. I fyrra var varið tæpri 41 miljón til íþrótta- mannvirkja en 1986 er fyrirhugað að borgin verji aðeins 41,4 milj- ónum til þessa málaflokks af eigin fé. Til viðbótar koma svo framlög frá ríki og nágranna- sveitarfélögum eins og í fyrra. íþróttaráð fjallaði í gær um fjárveitingar til þessara mála og felldi þar tillögu frá AB um 9 miljón króna hækkun sem hefði jafngilt 23% hækkun á milli ára. Ætlunin er að ljúka við ýmsar framkvæmdir sem hafa verið lengi í gangi, svo sem böð og bún- ingsklefa við sundlaugina í Laugardal, þjónustumiðstöð og stólalyftuna í Bláfjöllum og end- anlegan frágang á gervigrasinu sem tekur til sín 5,2 miljónir á þessu ári. Tannheilsa Færri skemmdar Tannskcmmdum fer fækkandi hjá skólabörnum í Reykjavík. Samkvæmt yfirliti yfír meðaltal skemmdra, útdreginna, eða fylltra fullorðinstanna í 6-15 ára börnum í grunnskólum Reykja- víkur á árunum 1980 tii 84 sem birt er í nýútkominni ársskýrslu heilbrigðisráðs borgarinnar kem- ur í ljós að tannskemmdum fer fækkandi í öllum aldurshópum á þessum tíma nema hjá elstu börn- unum. Skólaárið 1980-81 voru að meðaltali 1.25 skemmd, útdregin eða fyllt fullorðinstönn í 6 ára bömum en hafði fækkað í 0,83 skóiaárið 1983-84. -íg- „Ég er ekki á móti því að ljúka þessum verkum“, sagði Tryggvi", en hér er um raunlækk- un að ræða og ekki byrjað á neinni nýframkvæmd. Tillagan um 23% hækkun fól í sér 4 milj- ónir í gufuböð í Sundlaug Vestur- bæjar og 5 miljónir til að bæta aðstöðu til skautaiðkana. Það þýðir ekki að segja eins og for- maður íþróttaráðs að skautaí- þróttin hafi orðið undir í sam- keppni við aðrar íþróttagreinar. Aðstaðan kallar á iðkun og bæjarbragurinn er fátæklegri um vetur þegar hvergi er hægt að komast á skauta“. -ÁI Það er af sem áður var að Tjörnin iði af lífi yfir vetrartímann enda hefur svellið ekki verið hreinsað og önnur skautaaðstaða er ekki í bænum eftir að Melavöllu- rinn var rifinn. Ljósm. eik. 28. des. 1978. Kísilmálmur Fundað með Rio Tinto Fyrstu eiginlegu viðræður ís- lenskra stjórnvalda við forráða- menn alþjóðasamstcypunnar Rio Tinto Zinc um hugsanlega þátt- töku fyrirtækisins i byggingu og rekstri Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, fara fram í London í þessari viku. í sérstakri viðræðunefnd sem iðnaðarráðherra hefur skipað eiga sæti þeir: Birgir ísleifur Gunnarsson, Axel Gíslason, Geir Haarde, Guðmundur G. Þórarinsson og Halldór J. Kristjánsson. Það er dótturfyrirtæki Rio Tinto sem heitir Rio Tinto Zinc Metal sem hefur hug á eigna- raðild að Kísilmálmverksmiðj- unni og hafa forráðamenn fyrir- tækisins lýst því yfir að einungis meirihlutaeign þeirra komi til greina. Að sögn Geirs Gunnlaugs- sonar framkvæmdastjóra Kísil- málmvinnslunnar er ráðgert að þessar samningaviðræður geti tekið allt að 6-9 mánuði en engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á verksmiðjusvæðinu fyrr en ljóst er um endanlega niðurstöðu við- ræðna. -»g- I EVROPU 1986 Sjónvarpið minnir á samkeppni um gerð sönglags til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1986. Vakin er athygli á að skilafrestur hefur verið framlengdur til 25. janúar nk. Lagið má hvorki hafa komið út áður né verið flutt í útvarpi eða sjón- varpi. Það má ekki taka nema þrjár mínútur í flutningi. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja. Laginu skal skilað á nótum fyrir eitt hljóðfæri. Hljóðsnælda má fylgja. Nótur, texti og snælda skulu aðeins merkt heiti lagsins. Nafn og heimilisfang höfunda fylgi með í lokuðu umslagi merktu heiti lagsins. Hver höfundur getur sent inn fleiri en eitt lag. Lögin skulu þá send inn aðskilin og merkt eins og fyrr sagði. Sjónvarpið ábyrgist nafn- leynd. Undanúrslit fara fram í Reykjavík 15. mars í beinni sjónvarpsútsend- ingu, en lokakeppnin fer fram í Bergen 3. mai 1986 og verður sjón- varpað víða um heim. Einungis er keppt um lag, ekki flutning eða flytjendur. Sjónvarpið áskilur sér allan rétt til að ráða flutningi lagsins ef til kem- ur þ.e. útsetningu, flytjendum, hljómsveit, stjórnanda og allri sviðs- setningu. Dómnefnd velur úr innsendum lögum til þátttöku í undanúrslitum. Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir verðlaunalagið og ferð fyrir höfunda lags og texta til Bergen á úrslitakeppnina 3. maí 1986. Séu höfundar tveir eða fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um. Skilyrði fyrir þátttöku lags er að útgáfuréttur þess sé ekki bundinn fyrirfram, heldur sé samningsatriði milli sjónvarpsins og höfunda, enda er sjónvarpið eigandi þeirrar útsetningar og útfærslu sem gerð er á vegum þess og keppir til úrslita. Lög skulu hafa borist sjónvarpinu eða verið póstlögð fyrir 25. janúar 1986. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 84428. utanáskrift: Ríkisútvarpið - Sjónvarp-Söngvakeppni Laugavegi 176, 105 Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.