Þjóðviljinn - 19.01.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.01.1986, Blaðsíða 11
Fíkniefnasmyglarar ERU YFIRVOLD AÐ TAPA STRIDINU? - smyglarar keyra tekjur sínar í handvögnum og leggja fé til höfuðs lögregluforingjum. 30 milljón dollara mdnaðartekjur bófaforingja. Viðleitni yfirvalda skilar litlum drangri Bandaríska fíkniefnalögregl- an, Drug Enforcement Administration, stóö fyrir skömmu mann aö því að nota innkaupakerru til að aka inn- leggi sínu í banka. í kerrunni voru 4.5 milljónir dollara. Ann- arfíkniefnasmyglari, Victorað nafni, ersagðurhafa „mikið magn peninga í skotti bíls síns“. „Hannsagðimérað taka það sem ég þyrfti," sagði Louis Garcia, fyrrverandi starfsmaður Victors. Kólumbíski fíkniefnabaróninn Gonzalo Rodríguez hefur um 20 milljónir dollara í mánaðartekj- ur. Það er hægt að lifa á því. Og það er einnig hægt að ráða sér einkaher og drottna yfir borgum og landssvæðum eins og barónar fyrri tíma. Og það gera margir hinna suður-amerísku fíkniefna- baróna einmitt. „Framtakið" eða „The Enter- prise“ er nafn sem hópi lögreglu- manna frá Miami hefur verið gef- ið, en á síðustu sex mánuðum hafa 11 lögreglumenn á Miami verið kærðir fyrir bæði minni háttar afbrot og glæpi af alvar- legri toga. Nú nýverið voru þrír lögreglumenn í viðbót ákærðir og það fyrir þrefalt morð. Þessir glæpir framtaksfélag- anna tengjast mjög eiturlyfja- smygli. Þeir þrír menn sem lög- reglumennirnir myrtu voru allir eiturlyfjasmyglarar og létust er lögreglan greip þá með mikið magn fíkniefna í bát sínum. f þessari árás eins og nokkrum áður, skiluðu lögreglumennirnir ekki nema hluta þeirra eiturlyfja sem þeir tóku, enda árásin gerð til að ná í fíkniefnin til að selja sjálfir. Þá eru þessir lögreglumenn, sem allir eru milli tvítugs og þrí- tugs og unnu á sömu næturvakt- inni, grunaðir um að hafa annast fíkniefnasölu sjálfir og flutt efnin milli staða í lögreglubílum. Þrátt fyrir að yfirvöld í Miami séu núna að hreinsa til í lögregl- unni hjá sér, veit enginn hversu mikil spilling er meðal löggæslu- manna. Áætlað er að um 5-10 milljarðar dollara fari um Maimi árlega vegna fíkniefnasmygls, og það hlýtur að freista heiðarleg- ustu lögreglumanna að fara yfir strikið. Nú er álitið að meiri peningar séu í fíkniefnasmygli en nokkurri annarri viðskiptagrein í heimin- um og torveldar það mjög störf Iögreglu. Smyglararnir hafa fjár- magn til að nota fyrsta flokks tæki og vélar við smyglið, ráða stóra einkaheri til að gæta hagsmuna sinna (einkaher Pablo Escobar Gaviria telur yfir 2000 menn á meðan fíkniefnalögreglan Bandaríkjanna hefur 1800 starfs- menn) og getað mútað með háum peningaupphæðum þegar það þarf. Þá er gróði af eiturlyfjasmygli og sölu svo mikill að þrátt fyrir að einhverjir náist og sé komið bak við lás og slá eru alltaf nægir til að taka við. Er stríðið tapað? En eru fíkniefnasmyglararnir að vinna stríðið við löggæslu? Sú er skoðun bandaríska blaða- mannsins Laurence Gonzales, sem ritar grein í desemberhefti tímaritsins Playboy og segir þar að nú sé meira af „hágæða“ fíkni- efnum á markaðnum en nokkru sinni fyrr. John Bott, foringi í bandarísku fíkniefnalögreglunni í Houston í Texas, sagði Guðlaugi Berg- mundssyni blaðamanni fyrir skömmu að í baráttunni við ftkni- efnasmyglarana ríkti nú þrátefli: „Við erum að minnsta kosti ekki að tapa henni". En Gonzales segir í grein sinni að sérfræðingar sem kannað hafa fíkniefnamarkaðinn segi að allar tilraunir til að stöðva smyglið séu dæmdar til að mistakast; hinn of- boðslegi gróði af smyglinu vegur mun meira en löghlýðni eða ótti við refsingu. Þá segir hann að sérfræðingarnir telji ómögulegt að stöðva ræktun eiturlyfjanna. Gonzales dregur síðan þá á- lyktun að sérfræðingarnir hafi að öllum líkindum rétt fyrir sér því að þrátt fyrir stórfelldar aðgerðir yfirvalda sé nú meira magn af fíkniefnum, selt á lægra verði en áður, á markaðnum en nokkru sinni fyrr. Og fyrir ári síðan lýsti öldungardeildarþingmaðurinn Dante B. Fascell, formaður utan- ríkismálanefndarinnar, því yfir í New York Times að þrátt fyrir einhvern árangur, aðallega í Kol- umbíu, „þá er stríðið tapað“. Leiftursókn Reagans Þegar Reagan tók við embætti lýsti hann yfir stríði á hendur fíkniefnasölu og smygli, og í jan- úar 1983 skipaði hann Bush var- aforseta til að stýra baráttunni. Reagan og Bush beita áætlun sem upphaflega var samnin á veg- um Nixon. Sú áætlun gerir ráð fyrir tvíþættri baráttu: annars vegar að komið sé í veg fyrir rækt- un maríjúana, kóka-runnans og ópíums og hins vegar að gera fíkniefnin upptæk er reynt er að smygla þeim inn í Bandaríkin. Ef fyrst er litið á fyrri þátt áætl- Kókaíneroftasttekiðínösogvirkarmjögfljótt. NotkunþesserorðinsvoalmenníBandaríkjun um að yfirvöld óttast að þau séu að tapa stríðinu við kókaínsmyglarana. unarinnar, að stöðva ræktun þessara jurta, þá verður að eyða og uppræta þær og síðan að koma með jurtir eða annað sem við- komandi bændur geta ræktað í staðinn. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið vinnur að þessu í samvinnu við aðrar ríkistjórnir. Árið 1984 eyddu Bandaríkjamenn um 50 milljónum dollara til þessa verk- efnis, en samanborið við gróða af sölu eiturlyfja verður sú tala lítil- fjörleg. í Kolumbíu hefur verið reynt að fá bændur til að rækta kart- öflur í stað kóka-runnans, en jafnvel harðsvíraðasti kartöflu- bóndi getur ekki búist við 20 milljón dollara mánaðarlaunum. Enda eykst í sífellu framleiðsla á þessum efnum. Og sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum sjálfum. Þar var á síðasta ári metuppskera á mari- juana og var það næstverðmæt- asta uppskera bandarísks land- búnaðar (ef kalla má ræktun fíkn- iefna landbúnað) næst á eftir korni. (Heimaræktað marijuana seldist fyrir tæpa 14 milljarða dollara). Eitt meginvandamál þess hluta baráttunnar sem beinist gegn ræktun eitursins, er að unnt er að rækta plöntur á borð við kóka- runnann um alla Suður og Mið- Ameríku og auk þess víða annars staðar í heiminum. Þannig að þó að það tækist að útrýma honum í Kolumbíu t.d. þá hefði það að öllum líkindum lítil áhrif á heildarframleiðslu í heiminum. Önnur ræktunarsvæði eru t.d. Burma, sem er nú helsti fram- leiðandi ópíums, Morocco, Laos, Nigeria, Thailand, Vietnam, Nepal, Indland, Chad, Pakistan, eyjar Karabíska hafsins og fleiri lönd. í flestum þessara landa eru að- stæður, pólitískar og efnahags- legar, þannig að erfitt er að ná árangri í þessari baráttu. Mikil fá- tækt veldur því að bændur freistast til að rækta þessar jurtir og spilling og óstjórn gerir vold- ugum glæpahringjum auðvelt fyrir. Þá er landslag oft þannig að nærri ómögulegt er að stunda nokkurt eftirlit og í mörgum löndum hafa glæpahringirnir hreinlega komið sér fyrir í af- skekktum fjallahéruðum sem þeir stjórna sem sjálfstæðum hér- uðum. Þá hafa þessir skipulögðu glæpahringir sem annast ræktun, vinnslu og smygl á fýkniefnunum brugðist hart við aukinni lög- gæslu. Morð og ofbeldisverk eru nærri daglegt brauð í þessari við- skiptagrein. Snemma árs 1985 voru tveir starfsmenn bandarísku fíkniefn- alögreglunnar, þeir Enrique Sal- azar og Alfredo Zavala, pyndaðir og myrtir af kólumbískum glæpa- mönnum. 1984 var dómsmála- ráðherra Kólumbíu myrtur í bíl sínum af fíkniefnasölunt og skömmu síðar var reynt að sprengja sendiráð Bandaríkj- anna í Bogota upp með bíl- sprengju sem banaði konu einni. Þá hafa kolumbíuskir fíkniefna- salar lagt 350.000 dollara til höfuðs yfirmanni DEA (Drug Enforcement Administration) og 300.000 dollara til höfuðs öðrum starfsmönnum stofnunarinnar. Þá hefur ofbeldisaldan náð til Bandaríkjanna sjálfra. Á hátindi kókaínstríðsins í Miami voru tæp 30% allra morða þar í borg fram- in með vélbyssu, en litlar hand- vélbyssur eru einkennisbyssur fíkniefnasmyglaranna. Barist í lofti og á legi Þá gengur baráttan við smygl- aranna ekki mikið betur. Smygl- arar sem nota báta til að koma vöru sinni á markað í Bandaríkj- unum eru oft vopnaðir og undir það búnir að verjast bandarísku strandgæslunni. Nú nýverið þurfti strandgæslan að biðja um aðstoð bandaríska flotans eftir tveggja daga eltingarleik við stór- an og öflugan smyglbát, sem var bæði aflmeiri en bátar strand- gæslunnar og betur vopnaður. Loks tókst að stöðva smyglar- ana og handtaka, en til þess þurfti kjarnorkuknúinn tundurspilli og tvær árásarflugvélar. Þá eru efnin flutt flugleiðis bæði í litlum vélum og stórum þotum; í febrúar 1985 tóku tollverðir rúmt tonn af kókaíni í Boeing 747 vél kólumbíska flug- félagsins Aviance (í vélum þess félags hafa 34 sinnum á síðustu 5 árum fundist fíkniefni). Þegar brugðist er við einni innkomuleið smyglaranna þá flytja þeir sig um set. Þannig voru einu áhrif mikils radarkerfis sem sett var upp í Florida, þau að smyglið færðist til fylkjanna Ala- bama, Louisiana og Texas. Löggœsla eða uppfrœðsla Umræða í Bandaríkjunum snýst um það hvernig hægt sé að bregðast við þessu vandamáli. Aukinni löggæslu fylgir mikill kostnaður og afskipti lögreglu af daglegu lífi fólks sem aftur er ptikill þyrnir í augum allflestra Bandaríkjamanna. En enn eru óreyndar tvær að- ferðir í þessari baráttu, segir Gonzales, en það er aukin fræðsla og áróður og síðan að gera neyslu fíkniefna löglega. Gonzales segir í grein sinni að með uppfræðslu og endurhæf- ingu sé ráðist gegn rót vanda- málsins - ekki einkennum. Þá segir hann að besta ráðið gegn öðrum fíkni-sjúkdómum (s.s alk- óhólisma) hafi reynst vera ein- mitt fræðsla og endurhæfing en ekki bönn og lagabókstafir. 20. aldar sjúkdómurinn í Bretlandi hefur orðið mikil aukning á notkun heróíns. Þar er reiknað með að nú þegar séu 120.000 manns sem neyta efnisins daglega og hefur heróínsjúk- lingum fjölgað um 400% á síð- ustu 10 árum en þó aðallega síð- ustu 5 ár. Flestir notendur eru á aldrinum 18-35, hvítir og búa í stóru iðnaðarborgunum. Þá reikna Bretar með því að þar séu allt að 200.000 notendur amfetamíns og hundruð þúsunda kannabisnotenda. En hvernig skyldi ástandið vera hér? Fyrir tveimur árum síð- an gerði dagblaðið NT úttekt á fíkniefnamarkaðnum hér á landi og sögðu viðmælendur blaðsins úr röðum fíkniefnaneytenda, sala og smyglara, að aukin harka væri að færast í þessi viðskipti og of- beldi færi vaxandi. Þá sagði Helgi Kristbjarnar- son, læknir á geðdeild Lands- spítalans, að neysla sterkari lyfja færi vaxandi og að búast mætti við dauðsföllum á næstu árunt vegna þess. Helgi sagði fyrir skömmu í samtali við blaðamann að minna hefði borið á sterku lyfjunum en hann hefði búist við og lögreglan sagði að hún sæi Iítið af heróíni og kókaíni en því meira af amfetam- íni. Fíkniefnalögreglan hér á landi skiptir smyglurum í þrjá hópa: í fyrsta lagi sé um neytendur að ræða sem fari reglubundið til Amsterdam og kaupi þar efni til eigin nota og í leiðinni til að selja og fjármagna þannig eigin neyslu, í öðru lagi sé um að ræða neytendur, sem fara þegar þeir hafa fjármagn en teljast ekki reglubundnir innflytjendur og í þriðja lagi sé hópur sem neytir ekki lyfjanna sjálfur en flytur þau inn reglulega til að auðgast. Þannig virðist því vera að myndast hópar óprúttinna glæpa- manna hér á landi, sem eru til- búnir að gera sér eymd og vesæld þeirra sem verða fíkninni að bráð sér að féþúfu, og ekki eru það bara smyglararnir og eiturlyfja- salarnir sem hagnast; að sögn lög- reglunnar koma okurlánin svok- ölluðu mjög við sögu í fíkniefna- heiminum og er því líklegt að ein- hverjir góðborgarar sem hugðust hagnast á okurlánum hafi í raun hagnast á eiturlyfjasölu. S.Alb. Féþúfa upprœtt Árangur tveggja ára um- fangsmikillar rannsóknar á eiturlyfjasmygli til Bandaríkj- anna leit dagsins Ijós í Houst- on íTexas snemma í desemb- erer Edwin Meese III, alríkis- saksóknari ákærði 44 ein- staklinga, einn banka og tvö fyrirtæki fyrir að smygla 125 tonnum af maríjúana frá Mex- íkó. Smyglhringurinn ereinnig ákærðurfyrirað notafjöldann allan af bönkum í T exas, Kal- eforníu, Arisona, New Yorkog á Cayman eyjum til að „þvo“ hagnað af eiturlyfjasölunni. „Þetta er líklega einn mesti eiturlyfjasmyglhringurinn sem flett hefur verið ofan af hér í Iandi,“ sagði Henry Ongken, saksóknari í Houston, er ákær- urnar voru gerðar opinberar 11. desember sl. Rannsóknin fékk dulnefnið „Cash Crop“ sem þýða mætti á íslensku sem „féþúfu“ og reyndist það sannkallað rétt- nefni. í kjölfar rannsóknarinnar hafa yfirvöld lagt hald á 30 milljónir dollara í reiðufé, hús- eignum, búgörðum, landar- eignum, skartgripum, þotum gullpeningum, farartækjum og fl. f ákæruskjalinu segir að smygl- ið hafi byrjað 1980 og að hinir ákærðu hafi flutt inn maríjúana og methaqualone pillur. Maríjú- anað var flutt inn til Bandaríkj- anna með flugvélum og tankbíl- um. Það var síðan flutt til Houst- on, þaðan sem því var dreift til Dallas, Chicago og fleiri borga. Foringjar smyglhringsins eru sagðir vera tveir Mexíkanar frá Gualajara, þeir Juan, Jose Quintero-Payan og Emilio Quintero-Payan. Þeir eru frænd- ur hins alræmda eiturlyfjakóngs, Rafael Caro Quintero, sem situr nú í fangelsi í Mexíkó vegna morðs á starfsmanni bandarísku eiturlyfjalögreglunnar, Drug En- forcement Administration, snemma á árinu 1985. Smyglhringurinn notaði um 40 banka um öll Bandaríkin þar af 15 í Houston til að „þvo“ milljónir dollara af illa fengnu fé. Að minnsta kosti 17 milljónir dollara voru lagðar inn á banka- reikninga í Kaliforníu og Texas. Sem dæmi um hversu gífurlega fjármuni eiturlyfjasmyglararnir höfðu undir höndum, kemur fram í ákæruskjalinu að höfu- ðpaurarnir áttu 60 milljónir doll- ara í reiðufé. Eitt meginvandamál smygla- ranna er einmitt að losna við gífurlegar fjárhæðir og Ongken saksóknari sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að bankar í Houston væru notaðir til að „þvo“ stóran hluta þessa fjár. Meðal aðferðanna sem notaðar eru til að „þvo“ eiturlyfja- gróðann má nefna þá að stofna bankareikninga þar sem inn- leggið er undir 10.000 dollurum og þess vegna ekki skylt að til- kynna til yfirvalda. Þá kaupa sendisveinar smyglaranna sér- stakar óútfylltar bankaávísanir, hverja undir 10.000 dollurum. í þessu tilviki voru bankastarfs- menn í vitorði með glæpamönn- unum og fölsuðu skýrslur um peningafærslur. „Skítugir peningar" af þessu tagi eru orðnir snar þáttur í efna- hagslífi Florída vegna þess að miðstöð kókaínssmygls til Bandaríkjanna hefur verið þar. Yfirvöld í Houston vilja koma í veg fyrir að svo verði einnig þar. Bandarískir lögreglumenn hella niður kókaíni. Þrótefli í stríðinu Rœttvið foringja ÍDrug Enforcement Administration „ Þetta er allt erfitt. Þaö er sama hvaöa leið þú finnurtil aö smygla eiturlyfjum inn í landiö, þú getur verið viss um að hún hefur veriö reynd áöur.“ Þannig mælti John Bott, for- ingi í bandarísku fíkniefnalög- reglunni, Drug Enforcement Administration í Houston. DEA er alríkisstofnun sem berst gegn innflutningi og dreifingu á fikni- efnum en eltist ekki við háskól- astúdenta sem „reykja maríjúana á herbergjum sínum á stúdentag- örðunum" eins og Bott orðaði það. John Bott hefur verið á fimmtánda ár innan raða DEA, þar af lengstum „á götunni“ í Chicago. Og hann hefur gaman af starfinu. Til Houston kom hann sl. sumar. Hann gerir sér engar grillur urn baráttuna við fíkniefnasmyglarana og segir að þar ríki eins konar þrátefli. Við erum að minnsta kosti ekki að tapa henni. Við gerum okkar besta en við vildum geta gert bet- ur.“ Drug Enforcement deildin í Houston berst gegn fíkniefna- smyglurum í þremur fylkjum, Texas, Lousiana og Missisippi. Ekki vildi Bott upplýsa hversu margir menn störfuðu innan deildarinnar þar sem það væri leyndarmál. Hann viðurkenndi þó að þeir væru undirmannaðir. Ástandið færi þó skánandi þar sem Reagan forseti hafði lýst bar- áttuna gegn eiturlyfjum sem eitt af höfuðbaráttumálum sínum. „Þetta er sívaxandi vandamál" sagði Bott. Engin leið er að segja til um hversu miklu magni fíkniefna er smyglað inn til Bandaríkjanna á ári hverju. Löggæslumenn áætla þó að þeir leggi hald á um 15% af heildarmagninu og verðmæti þess skiptir milljörðum dollara. Löggæslumenn lögðu hald á 346 kg af heróíni, 11742 kg af kókaíni og 1399925 kg af marí- júna á árinu 1984. Þá lögðu þeir hald á 1377702 kg af hættulegum lyfjum sem svo eru kölluð en það eru pillur af ýmsum tegundum. John Bott hafði ekki tölurnar frá 1983, en sagði að þær hefðu verið lægri. Þá sagði hann að fram á mitt árið 1985 hefði verið lagt hald á meira magn þegar á heildina væri Iitið, en á sama tíma 1984. Mest er aukningin í kóka- íni. John Bott sagði að löggæslu- menn hefðu ýmsar aðferðir til að berjast við fíkniefnasmyglarana. Hann nefndi samstarf við löndin þar sem efnin eru framleidd. Og samkvæmt blaðafréttum að und- anförnu hefur samstarf við ríki Rómönsku Ameríku borið þó nokkurn árangur. Önnur aðferðin er að grípa eiturlyfin áður en þau koma á markaðinn. Þriðja aðferðin er að hafa gætur á skipulagðri dreif- ingu Iyfjanna eftir að yfir landa- mærin kemur. Loks nefndi hann samvinnu við löglega fram- leiðendur lyfja eins og amfetam- íns og barbitúrssýrulyfja sem not- uð eru á ólöglegan hátt. „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er þetta bara góð og ströng löggæsla þar sem við notum hvaða aðferðir sem tiltækar eru. Þar á meðal er eftirlit af ýmsu tagi eins og t.d. löglegar símhleran- ir,“ sagði Bott. Aðspurður sagði hann að ekki yrði vart við árstíðabundnar sveiflur að því er varðar ólöglega neyslu hverrar fíkniefnategundar fyrir sig. Smyglararnir hefðu nægar birgðir í framleiðslu- landinu til að duga. Strandlengja Florida hefur um langa hríð verið einn helsti land- göngustaður eiturlyfjasmyglara frá Rómönsku Ameríku, sem koma með kókaín og maríúana þaðan. Allt eftirlit hefur verið hert til muna, einkum á undan- förnum tveimur til þremur árum. „Við erum famir að finna fyrir aðgerðunum í Forída. Houston og Texas yfirhöfuð er að verða æ mikilvægari dreifingarstöð fyrir fíkniefni. Þetta er eðlilegur val- kostur og kemur þar til að þetta er hafnarborg svo og nálægðin við Mexíkó. Aukningin hefur þó ekki orðið eins mikil og við hefði mátt búast." En í eiturlyfjastríðinu eru fylk- ingarnar ekki bara tvær, smyglar- ar og lögregla. Þriðja fylkingin er neytendur. „Eftirspurn eftir fíkniefnum skiptirmiklu máli. Löggæslan ein mun ekki uppræta þetta vanda- mál heldur þarf að koma til fræðsla meðal ungs fólks. Við þurfum að fá það til að gera eitthvað annað en að taka eitur- iyf-“ Fræðslan er greinilega ofarlega í huga John Bott, því þegar hann var spurður hvort hann hefði ein- hver heillaráð handa landi eins og íslandi, þar sem neysla sterkra lyfja væri ekki orðin sama vanda- mál og á meðal flestra annarra landa í Vestur-Evrópu, nefndi hann fræðsluna fyrst. Löggæsla og tollgæsla þurfa einnig að vera öflugar til að hindra að eiturlyfin komist á markaðinn. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1986 Sunnudagur 19. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.