Þjóðviljinn - 19.01.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.01.1986, Blaðsíða 8
KANNSKI SKEMMTILEG ÚRKYNJUN Óvænt og næstum óþyrmi- lega í sviðsljósi: Matthías ViðarSæmundsson nýsettur lektor í íslenskum bók- menntum við heimspekideild Háskóla íslands. Hann á þá stöðu sína að þakka umdeild- um menntamálaráðherra, Sverri Hermannssyni, sem tók Matthías frammyfir þann umsækjanda sem dómnefnd og deildarráð höfðu talið best til fallinn, Helgu Kress. Matthías er annars rúmlega þrítugur, laukcand-mag-þrófi í íslensku við HÍ árið 1980, hefur síðan fengist við ritstörf, rannsóknir og kennslu, í há- skólanum, framhaldsskólum og einn vetur í Rómaborg. Eftir hann liggja auk ýmis- legra ritgerða tvær bækur, Mynd nútímamannsins, um viðhorf í skáldskap Gunnars Gunnarssonar, og Stríðog söngur, samtalsbók við sex rithöfunda. Og hefurMatthías Viðar undanfarið verið bók- menntaumfjallari á DV. Von er á máli fyrir jafnréttis- ráði vegna stöðuveitingarinnar, urgur í háskólakennurum og stúdentar í íslensku hafa mót- mælt, - þessvegna er ekki úr vegi að byrja samræðu við Matthías með því að spyrja hvort ekki sé nokkuð beiskt bragð í munni þeg- ar störf hefjast með þessum hætti. - Ég hefði kosið að aðdragand- inn væri annar. Hinsvegar er á það að líta að þessi mótmæli koma mér persónulega ekki við. Það eina sem ég gerði var að sækja um stöðu, á móti Helgu Kress, - sem varla er goðgá. Að auki veit ég að það eru skiptar skoðanir um þessi mál öll meðal stúdenta. - Annars er eðlilegt að menn hreyfi mótmælum og reyndar óhjákvæmilegt. Ráðherra fór þarna eftir eigin sannfæringu og fylgdi ekki niðurstöðum dóm- nefndar og deildarráðs einsog venja er. Það hefur að vísu gerst áður, og ráðherra hefur til þess fullt vald, - að velja þann sem honum líst svo fremi hann sé ekki dæmdur óhæfur af dómnefnd. En þetta er samt óvenjulegt. Og ég álít að þetta fyrirkomulag sé ekki gott. Háskólinn á að vera fullkomlega sjálfstæður um innri málefni sín, - sú staða getur kom- ið upp að stjórnmálamenn beiti valdi sínu skólanum til skaða. En eina leiðin til að tryggja skóla- num þetta sjálfstæði er að breyta lögum um hann, - upphlaup og írafár í fjölmiðlum útaf einstök- um stöðuveitingum breyta engu. Né heldur tilfinningasamar yfir- lýsingar um kvenfjandskap og vanvirðu sýnda heimspekideild. Fyrrverandi? Umdeildar stöðuveitingar ráð- herra eru oftast umdeildar af pól- itískum ástœðum. Er ekki heldur einkennilegt fyrir fyrrverandi ma- óista að vera í almenningsáliti tal- inn skjólstœðingur íhaldsmanns- ins Sverris Hermannssonar? - Fyrrverandi? Hvað veist þú MatthíasViðar Sœmundsson um háskóla- stöður, kynja- bókmenntir, aðferðafrœði, ástog útlegð um það? Ég held reyndar að menntamálaráðherra horfi ekki á þetta mál gegnum pólitísk gler- augu. Þær skýru pólitísku and- stæður sem uppi voru í bók- menntaheiminum fyrir fáum ára- tugum, milli hægri og vinstri, andstæður sem til dæmis krist- ölluðust í stofnun Máls og menn- ingar og Almenna bókafélagsins, - þessar andstæður eru ekki lengur fyrir hendi í neinum mæli. Menn meta ekki lengur bók- menntir á pólitískum trúboðsfor- sendum. / þessu stöðumáli hafa komið upp spurningar um jafnrétti kynj- anna, og því hefur verið haldið fram að ákvörðun ráðherra hafi mótast af kvenfjandskap... - Mér hefur fundist vera ein- hverskonar trúarofsi í þeirri um- ræðu sem um þetta hefur spunn- ist. Er það nú alveg víst að ráð- herra fyrirlíti konur almennt þótt hann veiti ekki einni þeirri stöðu? Þarf alltaf að ætla mönnum ann- arlegar hvatir? Ég minni á að svipaðar aðstæður hafa marg- sinnis skapast milli karla. Sverrir hefur skýrt ákvörðun sína um þessa stöðuveitingu í fjölmiðlum og ég sé enga ástæðu til að draga þá skýringu í efa, - honum fannst óeðlilegt að ráða í starfið um- sækjanda sem var fyrir með ágæta stöðu við skólann, og valdi þessvegna þann sem dómnefnd setti í annað sæti. Þetta er auðvit- að umdeilanlegt, en það er engin ástæða til að leggja í það stjarn- fræðilegan skilning. Helga Kress hefur litið á sig sem fulltrúa kvennabókmennta og rannsókna á þeim. Sé það ástœða þess að henni var hafnað, - má þá líta svo á að þú sértfulltrúi karla- bókmennta og karllegra bók- menntarannsókna? - Ég dreg mjög í efa að þessi skil séu jafn afdráttarlaus og sumir vilja vera láta. Ég er á móti öllu apartheid í bókmenntarann- sóknum. List er ekki kyndbund- in, - og athöfnin að skrifa speglar mennska tjáningarþörf, sam- eiginlega körlum og konum. Eðl- isþættirnir eru hinir sömu í báð- um tilvikum. Þess vegna finnst mér rangt að skilja að kvenna- og karlabókmenntir í kennslu. Langhundar Torfhildar - Hinsvegar má án efa leggja „Skáldskapurer ekki aðeins strúkt- úr, hann er líka innblásinn ímynd- unarafli og tilfinn- ingu einstaklings." (mynd EÓI). meiri áherslu en gert hefur verið á skáldskap eftir konur í rann- sóknum og kennslu. Það er að vísu dálítið erfitt hvað snertir bókmenntir fyrri tíma. Úrvalið er lítið. Og sjálfur hef ég þá reynslu að hvorki strákar né stelpur eru reiðubúin að leggjast í langhunda Torfhildar Hólm, þótt hún sé enn fárra kvenrithöfunda á nítjándu öld, og merkileg þótt leiðinleg sé. Á hinn bóginn hafa fjölmargir kvenhöfundar skipað sér í frem- stu röð á síðustu árum, og það er kannski skemmtilegasti árangur jafnréttisbaráttunnar að konur hafa nú meira þrek og þor en áður til að skrifa og gefa út. - Fulltrúi karllegra sjónar- miða? í gagnrýni hef ég reynt að taka skáldskap eftir konur og karla sömu tökum, - sem skáld- skap. Gagnrýnendur hér áður gerðu sig seka um visst vanmat á bókmenntum eftir konur, af kyn- ferðislegum ástæðum, - en ég held að slíkt sé liðin tíð, meðal annars vegna framlags fræði- manna einsog Helgu Kress. Hafa kvenleg frœði um bók- menntir verið vanrækt í háskólan- um? - Ég fæ ekki séð að femínískri bókmenntagagnrýni hafi verið gert lágt undir höfði í háskólan- um. Hún er viðamikill þáttur kennslu í almennum bók- menntum og í vetur hefur verið sérstakt námskeið um kvenna- bókmenntir í íslenskudeildinni, námskeið sem sjálfsagt er að hafa sem oftast meðan áhugi er á. Þessi femíníska gagnrýni hefur um margt aukið skilning okkar á 8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.