Þjóðviljinn - 19.01.1986, Blaðsíða 17
d >> M
k , Mii
-mhg rceðir
viðValdimar
Guðmundsson,
sem stundað
hefursjóinn
síðan 1928
og sigldi
m.a. út
öll stríðsórin
Valdimar Guðmundsson við hús sitt,
Bárugötu 16. Mynd. E.Ó.
Sjómennskan byrjar
- Fórstu svo fljótlega að stunda
sjóinn eftir ferminguna?
- Já, sá ferill byrjaði eiginlega
með því að ég réði mig á vélbát
1928. Við vorum á handfæra-
veiðum. Árið 1929 gerðist pabbi
formaður á trillu frá Bíldudal.
Hafði okkur þrjá stráka sína með
sér. Við rerum frá Hlaðbót, sem
er við miðjan sunnanverðan Arn-
arfjörð. Þetta fór allt í sjálft sig.
Um haustið vantaði Guðmund
Sigurðsson, vélsmið á Þingeyri,
mann til að keyra ljósavélina.
Það var 36 hestafla Tuxhamvél og
lýsti hún upp næstu hús. Varð úr
að ég tók að mér vélgæsluna og
gegndi henni um veturinn og
sumarið eftir. Mér féll starfið
frekar vel og kannski hefði ég átt
að læra það til hlítar en sjórinn
seiddi.
Og þá lá leiðin til Flateyrar þar
sem ég var hjá Magnúsi föður-
bróður mínum á 13 tonna vélbáti
næstu 2 ár. Sá bátur hafði verið
seldur frá Akranesi ásamt Sigur-
fara því þeir þóttu of litlir fyrir
þann mikla afla, sem þar barst þá
á land. Þar dugðu ekki minna en
30 tonna bátar og komu með full-
fermi.
Þetta var ansi lokkandi svo ég
flutti til Akraness og réðist þar á
línuveiðarann Andey. Kristinn
Guðmundsson, frændi minn, átti
mestan þátt í þessari ráðabreytni.
Þetta félag, sem átti Andey,
keypti svo til viðbótar línuveiða-
rann Golu frá Noregi. Við fisk-
uðum vel en lönduðum í Hafnar-
firði því engin bryggja var á
Akranesi. Um sumarið var ég svo
á síldveiðum.
Þótt mér vegnaði vel á Akra-
nesi varð það samt úr að ég hvarf
aftur til Þingeyrar um haustið. Þá
voru komnir þangað línuveiðar-
arnir Fróði, Fjölnir og Venus. Ég
fór á Fjölni og var þar síldarsum-
arið 1934.
Guðmundur Einarsson, skip-
stjóri á Þingeyri, gekkst fyrir því
að koma þar á fót sjómannaskóla
haustið 1934. Veitti hann réttindi
til að fara með 30 tonna báta. Ég
ákvað að sækja þennan skóla og
við urðum 12, sem útskrifuðumst
á Þorláksmessu.
Eftir að prófum lauk fór ég aft-
ur til Akraness. Var þar land-
maður fyrstu vertíðina. Síðan hef
ég ekki dvalið náttlangt í Dýra-
firði fyrr en í sumar. Á Akranesi
átti ég svo heima í 8 ár og alltaf á
sjónum. Foreldrar mínir og fjöl-
skylda fluttu þangað 1940. Þá var
skúrinn okkar, gamli og góði,
seldur til niðurrifs. Ekkert stend-
ur eftir nema hjallurinn við sjó-
inn. Eina nána skyldmennið
þarna er Soffía amma mín, sem
grafin er í Þingeyrarkirkjugarði.
Þegar við hættum síldveiðum
fyrir Norðurlandi sumarið 1935
snerum við okkur að veiðum á
suðurlandssfldinni. Svo mikið var
þá sótt í hana að öll net voru upp-
gengin syðra. Við fengum því net
að norðan en þau voru of stór-
riðin. Auk þess voru þau það
ónýt að þau slitnuðu niður eftir
hálfan mánuð og þar með sigldu
þau sinn sjó. Þar með var búið
með sfldveiðarnar í það sinn.
Fyrir borð
Við fórum nú upp á Akranes
og útbjuggum bátinn í skyndingu
til lúðuveiða. Lönduðum lúðunni
í Reykjavík hjá Steingrími fisk-
sala, sem allir kannast við. Hann
sendi svo lúðuna ísaða í kössum
til Danmerkur.
Áður en við fórum á lúðu-
Valdimar Guðmundsson og kona
hans, Jóhanna Eyjólfsdóttir.
veiðarnar unnum við að því að
gera bátinn kláran fram til kl. 12
kvöldið áður en fara átti út. Er
öllu átti að vera lokið fór ég í
eftirlitsferð um bátinn. Nem
staðar sem snöggvast aftur við
messann og athuga niðurhala-
rann. Hann var ekki trosnaður en
augað á gaffalendanum orðið
nokkuð rúmt. Mér líkaði þetta
ekki, tók nýtt tóg, endurnýjaði
niðurhaiarann og þrýsti upp á
gaffalendann.
Nú, nú, eitthvað þremur
dögum seinna erum við að draga
línuna undan vindi. Skipstjórinn
kallar til mín og biður mig að fara
að messanum. Ég fór hlémegin
aftureftir en er gaffallinn er kom-
inn niður að framan þurfti ég að
hala hann niður að aftan á niður-
halaranum. Skiptir þá engum
togum að báturinn fer fyrir vind,
ég fæ seglið á mig af fullum krafti,
hrekk fyrir borð en hangi í niður-
halaranum. Við þetta fellur gaff-
allinn niður á hekkbogann, ca 10
gráður niður fyrir það að vera lá-
réttur. Þarna hangi ég í bandinu
og skrúfan í gangi fyrir neðan.
Þorkell skipstjóri sér hvernig
komið er og það var ósvikið
handtak þegar hann kippti mér
innfyrir. Hvað hefði nú skeð ef ég
hefði ekki komið auga á þessa
bilun í tæka tíð þarna um kvöld-
ið? Sennilega hefði ég þá ekki
setið hérna nú. Ónei, maður er
ekki alltaf einn á ferð. En þrátt
fyrir svona atvik finnst mér þó að
ég þurfi þá fyrst að fara að líta í
kringum mig þegar ég er kominn
upp á bryggjuna.
Frá því ég laúk náminu hjá
Guðmundi mínum á Þingeyri var
það alltaf öðru hvoru að brjótast í
mér að fara í Stýrimannaskólann.
Loks lét ég svo verða af því haust-
ið 1938. Lauk þar svokölluðu
meira fiskimannaprófi vorið
1940. Eftir skólann fór ég á Rafn
frá Siglufirði með Kristófer Egg-
ertssyni. Vorum á sfldveiðum um
sumarið og gekk vel.
Fer ó togara
- Þegar þú útskrifast úr Stýri-
mannaskólanum þá ert þú búinn
að vera sjómaður á bátum að
heita má samfellt í, ja, hvað, 10-12
ár. En nú ert þú togarasjómaður.
Hvenœr byrjaðirðu þann feril?
- Það var í september 1940,
eftir að ég kom af sfldveiðunum.
Þá réði ég mig á Surprice frá
Hafnarfirði. Síðan hef ég alla tíð
verið á togurum, stundum skip-
stjóri en lengst af stýrimaður. Ég
var hjá Einari Þorgilssyni útgerð-
armanni í Hafnarfirði í 13 ár, þar
af skipstjóri í tvö og hálft ár.
- Þú hefur siglt út á stríðsárun-
um?
- Já, það má heita að ég hafi
siglt stöðugt út öll stríðsárin. Frí-
in voru ákaflega fá.
- Voruð þið aldrei hœtt komn-
ir?
Framhald á bls. 19
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17