Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
FRÁ LESENDUM
Trabant station árg. '79
lítið ekinn, til sölu. Uppl. í síma
671254, eftir kl. 17.
Tvíburakerra
til sölu, fyrir 3 þús. kr. Uppl. í síma
36469.
Atvinna óskast
25 ára gamall maður óskar eftir vinnu
eftir kl. 4, virka daga. Margt kemur til
greina. Uppl. í síma 36469.
Húsnæði óskast
2ja herb. íbúð m/aðgangi að snyrt-
ingu óskast leigð. Uppl. í síma 17987,
eftir kl. 18.
Kettlingar
3 fallegir og vel uppaldir kettlingar
fást gefins. Uppl. í síma 83542.
Portret
Mála portret af öllu fólki. Verð í hófi.
Hallgrímur Helgason. Sími 12005.
Macínposh-kennsla
Tilsögn á Makka-tölvu oq alqenq for-
rit. Simi 10401.
Til sölu
svamp-hjónarúm 1,50x2 (Pétur
Snæland). Einnig Mothercare barna-
vagn, barnaburðarrúm, barnakojur
(Baby björn) og barnabaðker. Sími
76368 á kvöldin.
Atvinna óskast
21 árs gamall maður óskar eftir
vinnu, hálfan dagin. Allt kemur til
greina. Sími 11367.
Leðurjakki - skíðabuxur
Til sölu loðfóðraður leðurjakki (pilot)
lítið notaður stærð 36, verð kr. 6.000.
Einnig dökkbláar skíðabuxur m/
púðum stærð 152 verð kr. 1.500.
Uppl. í síma 12629.
SOS
Mig vantar píanó. Sími 23684. Vigdis.
Hurðir til sölu
önnur 1x60 hin 2x67 m/körmum og
lásum. Verð kr. 500 pr. stk. Uppl. í
síma 20962.
Sófasett og sófaborð
til sölu, vel með farið. Uppl. í síma
74974, eftir kl. 19.
Club 8 svefnbekkur
til sölu kr. 5 þúsund. Bekkurinn sjálfur
í góðu ásigkomulagi, en dýnuna þarf
að klæða á ný. 5 skúffur. Upplýsingar
í síma 18054 á kvöldin.
Subaru árg. '79
1600 til sölu. Uppl. í síma 36718.
Herbergi óskast
Tækniskólanema bráðvantar her-
bergi sem fyrst. Er reglusamur. Er
ekki einhver sem getur bjargað?
Uppl. í síma 31465 á kvöldin.
Teikninámskeið
Árbæjarhverfi og nágrenni
5 vikna teikninámskeið fyrir byrjend-
ur. Þriðjudaga frá kl. 19.30-22.30,
fimmtudagafrákl. 19.30-22.30. Einn-
ig barnanámskeið í málun og
teikningum, aldur 6-10 ára, föstu-
daga 13.30-16. Námskeiðin hefjast
4. febrúar. Innritun í síma 671238,
milli kl. 17-20.
íbúð óskast
frá mars eða apríl u.þ.b. sex mánuði.
Til greina koma skipti á íbúð í Róm.
Uppl. í síma 71975 á kvöldin og um
helgar.
E'ek^!ásk*f‘,ndi?
nð geraS
a DJÓÐVIUINN
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir
tilboöum í eftirfarandi fyrir byggingadeild.
1. Loftræstistokka úr blikki fyrir forsal Borgar-
leikhússins í Reykjavík.
Tilboöin veröa opnuö fimmtudaginn 30. janúar
n.k. kl.11.
2. Ýmiss konar málningarvinnu, innanhúss á
leiguíbúöum í fjölbýlishúsum hjá Reykjavíkur-
borg.
Tilboðin veröa opnuð fimmtudaginn 30. janúar
n.k. kl. 14.00.
3. Málningarvinnu a íbúðum fyrir aldraða á
vegum Reykjavíkurborgar.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 30. jan. n.k.
kl. 14.00.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn skilatryggingu kr. 5.000
fyrir hvert verk fyrir sig og veröa tilboðin opnuð á
ofangreindum tíma á sama stað.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 Simi 25800
Móðir okkar
Guðrún Jónsdóttir
frá Vindási Eyrarsveit
lést í Landspítalanum 17. janúar.
Börnin
Eiginmaður minn
Axel Ólafsson
verkstjóri, Hlíðarvegi 1 Kópavogi
lést 17. janúar s.l.
Sigrún Valdimarsdóttir
Sannleikurinn verður að fá að koma umbúðalaust fram í Hafskipsmálinu, segir bréfritari.
Hafskipshneykslib
Sannleikann í Ijós
Ekki er ýkja langt síðan ég ias
og heyrði um að staða Hafskips
hf. væri með miklum ágætum og
stjórnarmenn þess litu með björt-
um augum til framtíðarinnar,
sem mér þótti ánægjuleg tíðindi
að heyra. En allir vita hve vindátt
hér breytist ört, mjög óhagstæðir
meðvindar blésu í gær en aftur á
móti öskrandi mótbyr í dag sem
að lokum grandar fleyinu.
Menn vöknuðu einn morgun-
inn upp við þann vonda draum að
fyrrnefnd stórfyrirtæki hefði lagt
upp laupana. Ollum að óvörum
farið á hausinn og skilið þjóðinni
eftir hvorki meira né minna en
mesta fjármálahneyksli í lýðveld-
issögunni. Eitthvað af eigunum
keypti gamli keppinauturinn og
fjandfyrirtækið Eimskip. Það
sem eftir stendur færð þú lesandi
góður í andlitið en láttu ekki hug-
fallast við hin tökum þátt í þessu
með þér. Sem sagt fólkið í
landinu tekur skellinn á sitt bak,
nauðugt. Falleg staða það eða
hitt þó heldur og engin furða þó
ekki verði hægt að lækka tekjusk-
attinn eins og til stóð. Þökk sé því
merka apparati sem nú hefur haf-
ið sitt himnaflug.
Ég tel að ýmislegt eigi eftir að
sjá dagsins ljós áður en þetta
smelli saman hjá væntanlegri
rannsóknarnefnd. (Efhún stend-
ur undir nafni).
Sannleikurinn verður að koma
umbúðalaust fram. Pjóðin
heimtar það og á heimtingu þar á
þó að ég hafi engan sérstakan
áhuga á að láta einhverjum blæða
fyrir þetta mál eins og maður
heyrir svo mjög hampað á. Aðal-
atriðið er að mínu mati að slíkt
sem þetta endurtaki sig aldrei
framar. Hér er ekki um neitt
einkamál að ræða hjá þeim
mönnum sem með bjartsýni og
fölskum pappírum fengu al-
mannafé út úr Útvegsbankanum.
Þetta eru ljót orð, en eru þau
sönn? Það viljum við fá að vita og
það yrði mikill álitshnekkir fyrir
réttarkerfið hérlendis ef málið
fengi ekki þá meðhöndlun sem
því ber og þeir menn hreinsaðir
sem bornir hafa verið röngum
sökum, því enginn er sekur fyrr
en sekt hans er sönnuð. Þetta
mættu hinir háttvirtu þingmenn
okkar að skaðlausu hafa í heiðri.
Annars var það mjög slæmt að
missa Hafskip hf. út úr flutning-
amyndinni og ekki síður leitt að
það hverfi af sjónarsviðinu sem
blettur á íslensku einkaframtaki.
Konráð Friðfinnsson
Grettisgötu 92
5679-9486
Opið bréf
til skattstjóra Suðurlandsumdœmis
Herra skattstjóri
Þann 7. janúar 1986 sendir þú
eiginmanni mínum svohljóðandi
bréf:
„Út frá 1. sbr. 4. mgr. 96. gr.
laga nr. 75/1981, um tekju- og
eignarskatt, með síðari breyting-
um, er yður gert viðvart um eftir-
farandi varðandi framtal 1985:
Fyrirhugað er að færa í reit 25
fæðispeninga kr. 21.929.- skv.
launamiða frá Kaupfélagi Árnes-
inga. Frádráttur f reit 34 færist kr.
18.240.
Móðurmálið
Brokkið
fromur en
að breika
Hulda Bjarnadóttir hringdi og
benti á að móðurmálið viki allt of
oft fyrir engilsaxneskum áhrif-
um. Ýmiss orð og orskrípi úr
ensku „íslenskuð" án þess reynt
sé hvort finnist íslenskt orð yfir
fyrirbærið. Stakk Hulda uppá að í
stað enska orðsins „breik“,
breikdans yrði notað brokk -
brokkdans. Brokkið í stað að
breika.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur
Einnig er fyrirhugað að færa á
framtal Bryndísar skv. launamið-
um, sem borist hafa kr. 9.155 frá
Fóðurstöð Suðurlands kr. 1.358,
frá Rafmagnsveitum ríkisins og
fæðingarorlof kr. 43.342.
Ekkert af þessu er fært á fram-
tölin.
Ef þér hafið athugasemdir
fram að færa, þurfa þær að berast
skattst. innan 30 daga frá dags.
bréfs þessa.
Erindi yðar beri ávallt með sér
nafnnúmer yðar“.
Þó ég sé kona og þar að auki
heimavinnandi húsmóðir með til-
heyrandi lífeyrissjóðsréttinda-
leysi, veikindalaunaleysi,
orlofslaunaleysi og teljist ekki
fullgidlur félagi í verkalýðsfélagi,
þá er ég manneskja með nafn og
meira að segja á ég nafnnúmer.
Ég áskil mér þann rétt að þau
erindi sem aðrir eiga við mig skuli
vera stíluð á mig.
Hafir þú eitthvað við mitt
framtal að athuga, þá skalt þú
koma þeim athugasemdum á
framfæri við mig, ég tek ekki við
skilaboðum. Þá mun ég gera at-
hugasemdir við þessar breytingar
telji ég ástæðu til en þangað til lít
ég svo á að mér hafi ekki verið
tilkynnt um þær.
Virðingarfyllst,
Bryndís Sigurðardóttir
1434-3865
Rannsóknastyrkir EMBO í
sameindalíffræði
Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology
Organization, EMBO), styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og
ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknastofnanir
á sviði sameindalíffræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina í
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og þareru
einnig fyrir hendi skrár um fyrirhuguð námskeið og málstofur á
ýmsum sviðum sameindalíffræði sem EMBO efnir til á árinu 1986. -
Umsóknareyðublöð fást hjá dr.. J. Tooze, Executive Secretary,
European Molecular Biology, Organization, Postfach 1022.40, D-
6900 Heidelberg 1, Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Umsóknar-
frestur um styrki til ársdvalar er til 10. febrúar og til 15. ágúst en um
styrki til skemmri dvalar en þriggja mánaða má senda umsókn
hvenær sem er.
Menntamálaráðuneytið,
16. janúar 1986.