Þjóðviljinn - 21.01.1986, Side 3

Þjóðviljinn - 21.01.1986, Side 3
FRETTIR Mannréttindi Mjög glaður Thor Vilhjálmssonformaður Tarkofskí- nefndarinnar: Fylltistbjartsýniþegar égfrétti að œttingjar sovéska kvikmyndaleikstjórans vœru komnir til Vesturlanda. Tarkofskí- nefndin vann mikið að lausn málsins Ég er afskaplega glaður, maður fyllist bjartsýni þegar hægt er að þoka réttlætismálum eins og þessu áleiðis, sagði Thor Vil- hjálmsson formaður Tarkofskí- nefndarinnar þegar Þjóðviljinn bar undir hann þá frétt að skvld- menni sovéskra kvikmyndastjór- ans Andrei Tarkofskís væru kom- in til Vesturlanda eftir langa bar- áttu við sovésk yfirvöld til að fá þau laus. „Það er komið rúmlega ár síð- an ég heyrði fréttir af þessu máli Tarkofskís í útvarpinu. Ég tók þá strax upp símtólið og hringdi í nokkra menn til að fá þá til að leggja þessu baráttumáli lið. Við stofnuðum Tarkofskí-nefndina og stóðum fyrir ýmsum aðgerð- um til að veklja athygli á máli hans. Þar bar vitaskuld hæst Tarkofskí-hátíðina þar sem við sýndum allar kvikmyndir hans og buðum honum og konu hans í heimsókn. Sú hátíð vakti athygli erlendis og sýndi að það er ekki endilega mannfjöldinn sem kem- ur málum áleiðis heldur einurð og vilji. Við gerðum ýmislegt fleira. Við gengum á fund sovéska send- iherrans í Reykjavík og báðum hann að koma til skila bréfi sem Halldór Laxness hafði skrifað Gorbatsjof leiðtoga Sovétríkj- anna um málefni Tarkofskís. Sendiherrann sagði að bréfið fengi venjulega afgreiðslu en við tókum það fram að við teldum það móðgun við íslensku þjóðina ef Gorbatsjof fengi ekki bréf Laxness. Reyndar væri það líka móðgun við Gorbatsjof ef hann fengi ekki að lesa bréf sem Lax- ness skrifaði til hans. Við notuðum öll þau sambönd sem við í nefndinni höfðum og þau reyndust furðu mikil. Ég tók málið upp við PEN-klúbbinn í London og ræddi við ítali sem ég þekki, áhrifamenn í ítölsku menningarlífi. Einnig gekk ég á fund allra forsætisráðherra Norð- urlanda þegar þeir sátu hér fund Norðurlandaráðs og þeir tóku vel í að sinna málinu. Við áttum við- ræður við íslensk stjórnvöld sem brugðust vel við, bæði forsætis- og utanríkisráðherra. Utanríkis- ráðherra notaði hvert tækifæri sem honum gafst til að ræða mál Tarkofskís við sovéska ráða- menn, nú síðast þegar Sévardna- dse utanríkisráðherra kom hing- að til lands í haust,“ sagði Thor. Þegar Tarkofskí fór frá íslandi varð kona hans, Larissa, eftir og stofnaði hópur kvenna til undir- skriftarsöfnunar meðal íslenskra kvenna til stuðnings málstað fjöl- skyldunnar. „Ég held að þessi þrýstingur sem við reyndum að beita hafi haft einhver áhrif,“ sagði Thor. „Yfir því gleðst ég og vona að þessi ákvörðun sovéskra stjórnvalda boði annað og meira. Mér finnst þetta líka sýna að smá- þjóð þarf ekki að vera smá ef hún beitir sér og hugur fylgir máli,“ sagði Thor Vilhjálmsson rithöf- undur. —ÞH Vertíð Suðumesjabátar róa flesdr vestur Ótíð og lélegur afli við suðurströndina. Stóru bátarnir sigla flestir undirJökul og í Breiðafjörð. Ýsa og þorskur á línu en ufsi á netin okkalcg aflabrögð hafa verið hjá bátum sem gera út frá Sandgerði nú í upphafi vertíðar, Skákþingið Hannes efstur Sjöunda umferð í opna flokki Skákþings Reykjavíkur var tefld sl. sunnudag. Staðan eftir þá um- ferð er sú, að efstur er Hannes Hlífar Stefánsson (13 ára) með 6 vinninga. í öðru sæti er Bjarni Hjartarson með 5Vi vinning og biðskák og í þriðja til fimmta sæti með SVi vinning eru Davíð Ólafs- son, Þráinn Vigfússon og Þröstur Þórhallsson. Biðskákir geta breytt þessari röð. Áttunda um- ferð verður umferð verður tefld á miðvikudagskvöld. Umfcrðir eru alls cllefu. í unglingaflokki var keppni haldið áfram sl. laugardag. Voru þá tefldar 3 umferðir. Að 6 um- ferðum loknum er Þröstur Árna- son efstur með 6 vinninga, hefur hann unnið allar sínar skákir. Átta keppendur eru með 5 vinn- inga, þeirra á meðal er Hannes Hlífar Stefánsson, sem er efstur í opna flokknum. Síðustu þrjár umferðirnar í unglingaflokki fara fram næsta laugardag kl. 2. en mun lélegri afli er hjá Grinda- víkurbátum hinu megin við Reykjanesið auk þess sem hörð austanátt hefur hamlað mjög veiðum minnstu bátanna. Nær allir Sandgerðisbátar eru á línu og hafa minni bátarnir verið að koma með 4 tonn að landi úr róðri að sögn Karls Einarssonar á hafnarviktinni. Stærri bátarnir róa flestir með tvöfalt vestur undir Jökul og í Kolluál og hafa þeir verið með allt upp undir 16 lestir í róðri sem tekur hálfan annan sólarhring. Vertíðarbátar í Grindavík hafa lítið komist á sjó til þessa vegna ótíðar, en í gær voru þeir afla- hæstu með 5 tonn eftir róðurinn. Stærri bátar róa einnig vestur undir Jökul og í Kolluál og hafa þeir verið með allt upp undir 16 lestir í róðri sem tekur hálfan annan sólarhring. Vertíðarbátar í Grindavík hafa lítið komst á sjó til þessa vegna ótíðar, en í gær voru þeir afla- hæstu með 5 tonn eftir róðurinn. Stærri bátar róa einnig vestur í Breiðafjörð og hafa verið með allt uppí 18 tonn í róðri að sögn Rúnars Steingrímssonar á hafn- arviktinni. Gæðafiskur fæst á lín- una, ýsa og þorskur í bland. Tveir bátar hafa verið á netum og feng- ið um 6-7 tonn hvor, að mestu Sovéski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkofskí hefur nú endurheimt ættingja sína eftir langan aðskilnað. Islendingar beittusértalsvertíþvíaðfáþaulausúr Sovétríkjunum. Myndin er tekin af Tarkofskí þegar hann var i heimsókn hér á landi í mars i fyrra. Myno: -eiK. Skipstjornarmenn Undanþágum fækkar Fcerri undanþágubeiðnir berast ogfœrrifá sam- þykki hjá undanþágu- nefnd. Mikilþátttaka í réttindanámskeiðum stýrimanna og vélstjóra 787 sjómenn fengu undanþágu til skipstjórnarstarfa og vélstjóra á sl. ári, langflcstir eða 262 sem vélaverðir og 167 sem 1. stýri- menn. Miðað við árið á undan fækkaði þeim sem störfuðu á undanþágum um nærri 30% á sl. ári. Það er svokölluð undanþágu- nefnd sem veitir undanþágur til skipstjórnarmanna og vélstjóra á fiskiskipum. í nefndinni eiga sæti siglingamálastjóri og fulltrúar út- vegsmanna og farmanna og fiski- mannasambandsins. Nefndinni bárust í fyrra 1468 umsóknir um undanþágur og samþykkti nefnd- in að veita tímabundið 1048 undanþágur en 293 undanþágum var hafnað. Árið 1984 voru veittar alls 1720 undanþágur eða um 40% fleiri en í fyrra. Þessi fækkun undanþágu kcm- ur til vegna hertra starfsreglna og eins hafa verið sett af stað sérstök réttindanámskeið fyrir vélstjóra og stýrimenn sem starfað hafa um árabil á undanþágum. Hafa þessi námskeið verið vel sótt og er reiknað með mun færri undan- þágum á þessu ári vegna þessara námskeiða. - lg. HVAÐER METBÓK? ■ Metbók er ný 18 mánaða sparibók sem tekur við af 18 mánaða spari- reikningum. ■ Metbók mætir óskum þeirra sparifjáreigenda, sem vilja fylgjast með stöðu sparifjár síns með innfærsl- um í sparibók í stað skírteina, kvittana og yfirlita á lausum blöðum. ■ Metbókin stendur svo sannarlega undir nafni - því 18 mánaða spari- reikningar gáfu 7,04% vexti umfram verðtryggingu á síðasta ári. ■ Enginn spari- reikningur gaf jafnháa ávöxtun miðað við binditíma. BUNADARBANKIISLANDS TRAUSTUR BANKI ÞJÓfJVILJINN - SfÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.