Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 7
Hlustað með athygli: Meðal annarra Auður Guðbrandsdóttir, Bjarni Pórðarson, Ármann Ægir. Magnússon og Kristinn Hermannsson. Ljósm. HS. Prír góðir félagar hlusta á dagskrá: Steini Þorvaldsson, Kristinn Hermannsson og Kolbeinn Guðnason. Ljósm. HS. Alþýðubandalagið Selfossi Skemman tekin í notkun Svipmyndirfráopnun nýsflokkshúss ABáSelfossi um helgina Alþýðubandalagsmenn á Sel- fossi fögnuðu um helgina - nánar tiltekið á sunnudag - merkum áfanga í starfi sínu: Tekið var í notkun nýtt félagsheimili Alþýðu- bandalagsins á Selfossi sem ætlað er að vera í senn sóknarmiðstöð sósíalista á Selfossi og á Suður- landi. Það var Sigurjón Erlings- son, bæjarfulltrúi, sem tók fyrst- ur til máls er flokksmiðstöðin var tekin í notkun á sunnudag. Hús- fyllir var á samkomunni sem stóð á þriðju klukkustund og var þar komið fólk frá nágrannabyggð- unum - Hveragerði, Stokkseyri, Þorlákshöfn og úr Biskupstung- unum, auk formanns Alþýðu- bandalagsins og þingmanns flokksins í kjördæminu, Garðars Sigurðssonar. Sigurjón greindi frá því að hús- ið hefði kostað fokhelt um 340 þúsund krónur, en tilbúið hefði húsið kostað í útlögðum pening- um um 500 þúsund krónur. Sigur- jón skýrði frá því að alls hefðu félagar lagt fram um 760 vinnu- stundir í húsið, en hann gat þess ekki að Sigurjón Erlingsson hefði þar af skilað um 250 vinnustund- um í sjálfboðavinnu. Fram kom að Kristinn Ásmundsson og Kristinn Hermannsson hefðu annast raflagnir allar og Hjalti Þorvaldsson hefði lagt fram margar vinnustundir - reyndar heilu vinnudagana - síðustu vik- urnar við frágang á tréverki innanhúss. Það kom fram í máli Sigurjóns að Bæjarblaðið hefði verið drjúgur stuðningur við fjár- öflunina og Sigfúsarsjóður hefði lagt fram nokkra upphæð fyrir hátíðarnar. Sigurjón lauk máli sínu með því að afhenda for- manni Alþýðubandalagsins á Sel- fossi lykilinn að húsinu og þar með hafði húsnefndin skilað af sér en í henni voru auk Sigurjóns þau Anna Kristín og Benedikt Franklínsson. Anna Kristín þakkaði öllum sem höfðu lagt hönd á plóginn ekki síst þeim og Sigurjóni Fjölmenni var við vígslu hins glæsilega flokkshúss á Selfossi. Meðal annarra þekkir blaðamaður Iðunni Gísladóttur, Ólaf Þ. Jónsson og Sigurjón Erlingsson. Ljósm. HS. Lyklavöldin afhent. Formaður bygginganefndar Sigurjón Erlingsson afhendirformanni félagsins Önnu Kristínu Sigurðar- dóttur lyklana að nýja húsinu. Ljósm. HS. Erlingssyni. Vonandi verður þetta hús til þess að efla starf okk- ar hér á Suðurlandi, sagði Anna Kristín að lokum. Þá tók til máls Elín Jónsdóttir, Þorlákshöfn, formaður kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi. Flutti hún heillaóskir kjördæmisráðsins til Selfyssinga og Sunnlendinga með þennan áfanga. Það kom fram í máli félaga að nokkrir félagar höfðu gefið hús- muni og fleira tii gagns og prýði. Hansína Stefánsdóttir gaf bolla- pörin og Margrét Frímannsdóttir saumaði og gaf gluggatjöldin, en Hvergerðingar gáfu forkunnarf- agra gestabók. Þá flutti Hjörtur Hjartarson tónlist á flautu, gítar og fiðlu og Sigurgeir Hilmar las úr bók Jón- asar og Rúnars Ármanns. Þá tók til máls Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og flutti heillaóskir. Hann skýrði frá því að Alþýðubandalagsmenn ættu nú flokks- og félagsmið- stöðvar á 12 stöðum á landinu, og með ákvörðun stjórnar Sigfúsar- sjóðs fyrir áramótin hefði sjóður- inn orðið eins konar félags- heimilasjóður flokksins í heild. Hér eru menn, sagði Svavar, sem alltaf hafa tekið þátt í starfi Alþýðubandalagsins á síðustu áratugum. Hafa alltaf komið á vettvang þegar mest liggur við, menn sem spyrja fyrst hvað get ég gert fyrir málstaðinn, flokkinn og heildina, en spyrja aldrei að því hvað getur flokkurinn gert fyrir mig. A starfi þessa fólks byggist flokkurinn og hugsjónagrund- völlur hans. Þetta hús er niður- staða af starfi þessara félaga um áraraðir, það er eins og ljósgeisli samstöðu í því myrkri sérhyggj- unnar sem einkennir stjórnarfar landsins um þessar mundir. Vonandi verður þetta hús í senn sóknarmiðstöð Alþýðu- bandalagsins á Selfossi á Suður- landi; vonandi er það fyrsta merki þess að við uppskerum af samstilltu átaki í bæjarstjórnar- kosningunum í vor. Að loknum ræðuhöldum var efnt til tillögugerðar um nafn á húsið. Flestar tillögur voru um nafnið Skemman, en áður stóð á þessum stað hús, sem Selfyssing- ar kölluðu Meyjarskemmuna af ástæðum sent ekki verða raktar hér. Myndirnar sem fylgja þessari samantekt tók Hansína Stefáns- dóttir. Þriðjudagur 21. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.