Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. DJOÐVILJINN Priðjudagur 21. janúar 1985 16. tölublað 51. örgangur. rátt fyrir áskorun SHÍ á Sverri Hermannsson mennta- málaráðherra um að taka til greina afsögn Ólafs Arnarsonar úr stjórn LIN og hlíta tilnefningu ráðsins um Guðmund Auðunsson úr Félagi vinstri manna, þráast ráðherrann enn við og biður Ólaf að sitja áfram. ítrekaði hann þessa afstöðu sína í samtali við formann Stúdentaráðs í gær- kvöldi. Ólafur hefur skipunarbréf ráð- herra til tveggja ára og getur í raun setið áfram í blóra við vilja námsmanna, sem hann er fulltrúi fyrir. Eins og kunnugt er eiga störf hans í stjórn LÍN stóran þátt í því að stjórn Vöku og Félags umbótasinna var felld í síðustu viku. Sverrir sýnist hins vegar líta á Ólaf sem pólitískan fulltrúa sinn og neitar að verða við óskuni námsmanna. Honum voru afhent tilmæli þeirra í gærmorgun, en síðdegis sama dag var formanni SHÍ tilkynnt að hann myndi ekki verða við þeim. Ekki er ljóst hvernig náms- menn munu bregðast við svari ráðherrans en Björk Vilhelms- dóttir sagði í samtali við Pjóðvilj- ann í gær að námsmenn myndu mæta því af hörku ef ráðherrann fengist ekki til að verða við þess- ari beiðni. - gg BSRB Viðræður að hefjast Á fundi samninganefnda BSRB og ríkisins í gær voru skipaðir tveir starfshópar sem annars veg- ar eiga að Qalla um kaupmáttar- liði í samningum og hins vegar um samningsréttarmál BSRB. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði í gær að lögð hafi verið áhersla á að viðræðum yrði hraðað, vegna stöðugrar rýrnun- ar launa. BSRB hefur enn ekki útfært kröfur sínar um kaupmátt- araukningu og tryggingu kaupmáttar og engar tölur hafa verið nefndar í því sambandi. Starfshóparnir hefja störf á morgun, en ekki er ljóst hvenær næsti sáttafundur verður boðað- ur. - gg LÍN Sverrir þráast við Sverrir Hermannsson neitar að taka afsögn Ólafs Arnarsonar úr stjórn LÍN til greina. ítrekaði afstöðu sína ígœrkvöldi. Námsmenn bregðast við af hörku Björk Vilhelmsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands: Við munum standa gegn niðurskurðarhugmyndum ráðherrans- Ljósm. E.OI. Námsmenn Úr öskunni í eldinn Sverrir Hermannsson býðst til að dragafryst- inguna til baka gegn því að ennfrekar verði skorið niður. Byggtá hugmyndum formanns stjórnar LÍN. Björk Vil- helmsdóttir formaður SHÍ: Námsmenn munu berjast gegn öllum niður- skurðaráformum Ef hugmyndir um hertar end- urgreiðslur námslána, vexti ofan á verðtryggingu og lántökugjald ná fram að ganga hlýtur það að verða næsta skrefið hjá stjórnvöldum að leggja LIN nið- ur, því með þessu mun sjóðurinn tapa tilgangi sínum, og hreinlcga verða hluti af bankakcrfinu með öllum þess annmörkum. Náms- menn munu leggjast gegn þessum ! hugmyndum ráðherrans af full- um þunga, sagði Björk Vilhelms- dóttir í samtali við Þjóðviljann í gær, cn hún var kosin formaður stúdentaráðs á sunnudaginn þeg- ar ný stjórn tók við. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra boðaði nú um hel'g- ina nýjar hugmyndir varðandi Lánasjóð námsmanna, sem fela m.a. í sér að vextir verði reiknað- ir af lánum, innheimt verði 1% lántökugjald og að endur- greiðslur verði hertar til muna. Ráðherrann hefur ennfremur boðist til að draga reglugerðar- breytinguna frá 3. janúar til baka gegn því að þessar hugmyndir verði samþykktar í ríkisstjórn- inni, en sú reglugerð hefur þegar sagt til sín með verulegum niður- skurði lána. Þá er gert ráð fyrir því í hugmyndum Sverris að „efnilegir námsmenn sem hyggja á þjóðhagslega hagkvæmt nám“ verði styrktir sérstaklega. Það er athyglisvrt að þessar hugmyndir eru nær samhljóða hugleiðingum Árdísar Þórðardóttur formanns stjórnar LÍN, sem jafnframt á sæti í nefnd sem endurskoða á lög og starfsemi LlN. Ráðherrann virðist hafa tekið þessar hug- myndir hráar upp úr Árdísi og gert að sínum. „Þetta væri að fara úr öskunni í eldinn og lágkúrulegt hjá ráð- herranum. Hver á til að mynda að meta hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og hver á að hljóta slíka styrki? Með þessu myndi skapast forréttindastétt meðal námsmanna,“ sagði Björk í gær. Stofnuð hefur verið samstarfs- nefnd námsmannahreyfinga sem á næstu vikum mun standa fyrir ýmsum aðgerðum til varnar hags- munum námsmanna. M.a. er áformað að leita eftir stuðningi verkalýðshreyfingarinnar og þingmanna við málstað náms- manna. Auk þess verða skipu- lagðir fundir í skólum og fjölda- fundir allra námsmannahrey- finga. Sœtabrauðsskatturinn Iðnrekendur vísuðu veginn Réttár liðið síðan Félag íslenskra iðnrekendabenti ríkisstjórn á að vörugjald afkökum og brauðum gœti gefið um 200 miljónir í ríkissjóð. Bakarar með undirskriftalista gegn skattheimtu Þorsteins Kí Fundir um allt land Kcnnarasamband Islands gengst nú þessa daga fyrir vinn- ustaðafundum í skólum um allt land til að ræða hugsanlegar að- gerðir vegna þeirrar ákvörðunar Þorsteins Pálssonar að svíkja lof- orð forvera síns um launajöfnuð mMli félaga í HÍK og KÍ, sem nú nemur allt að 5% Að sögn Rögnu Ólafsdóttur kynningarfulltrúa KÍ verður reynt að ná til allra félaga og standa fundirnir út þessa viku. Fljótlega upp úr því verður vænt- anlega ljóst hvort kennarar grípa til aðgerða og þá hvernig þeim verður hagað. _ gg Bakarameistarar hafa sctt af stað undirskriftasöfnun í bakaríum þar sem viðskiptavinir þeirra geta lýst andstöðu sinni við ákvörðun Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra um sérstakt 30% vörugjald á sætabrauð. Þessi skattur átti upphaflega að taka gildi um sl. áramót en ráðherrann hefur nú í tvígang frestað gildistökunni, síðast til 1. febrúar n.k. Bakarar hafa mótmælt þessari skattheimtu harðlega og segja Þorstein hafa svikið fyrri loforð um að ekki yrði af þessari skatt- heimtu. Hitt hefur ekki komið fram í umræðunni ennþá, að upp- hafsmenn að þessum hugmynd- um um vörugjald á brauð og kökur voru forráðamenn Félags íslenska iðnrekenda. Þeir Víg- lundur Þorsteinsson formaður félagsins og Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri boðuðu fyrir réttu ári til blaðamannafundar þar sem þeir lýstu furðu sinni á því að bakarar slyppu við að greiða vörugjald af framleiðslu sinni á sama tíma og sælgætis- framleiðendur yrðu að borga fullt vörugjald af samsvarandi fram- leiðslu. Ef þessum skatti yrði komið á gæfi hann ríkissjóði um 150 - 200 miljónir á ári, eða álíka og Þorsteinn Pálsson áætlar að tekjurnar af sætabrauðsskattin- um verði í ár. -■g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.