Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 1
MANNLÍF ÍÞRÓniR HEIMURINN Allt hvítt í Blafjöllum Það var löng biðröðin við stól- alyftuna í Bláfjöllum um helgina. Einar 20 til 30 mínútur. Slíkur var mannfjöldinn, enda veður með afbrigðum gott á sunnudaginn, sólskin og logn. Og nægur var snjórinn. Fólk tók að flykkjast í Bláfjöll- in og aðra nálæga skíðastaði strax um tíuleytið á lagardagsmorgni. Fyrri part laugardags var hins vegar heldur leiðinlegt veður, hríð og þoka. Enda varð slys á laugardaginn. Ung stúlka tapaði áttum og renndi sér inn unt glugga á Ármannsskálanum sem liggur undir einni brekkunni. Brekkan er brött og hefur stúlkan því verið á miklum hraða þegar hún hafnaði á rúðunni. Stúlkan mun þó ekki hafa slasast alvar- lega þar sem hún fékk að fara heim af slysavarðstofunni síðdeg- is á laugardaginn. IH Lánasjóður Gmfarmustin reyndistgabb Calauan — Lögreglan á Fil- ippseyjum hefur afhjupað svindlara sem gabbað hafa fé út úr hjátrúarfullu fólki með að- stoð svonefndrar „grafar- raustar" sem hét fólkinu skíra- gulli í skiptum fyrir reiðufé. Gullið reyndist við nánari at- hugun vera koparmoli. „Grafarraust" þessi hefur ver- ið starfrækt í hartnær áratug og er ein af mörgum á eyjunum. Ástæðan fyrir því að upp komst um svindlið var sú að prísinn á gullinu var hækkaður mjög skyndilega, eða úr 1.000 krónurn í 20.000 krónur á tveimur dögunt. Tveir svindlaranna voru hand- teknir. —ÞH/reuter Sjálfstœðisflokkurinn að Atlaga Albert Geir og Þorsteinn hafa augastað á Birgi Isleifi ístól iðnaðarráðherra. Fáheyrð orðaskipti milli ráðherra flokksins. Móðgun, landráðabrigsl. Albert Guðmundsson: „Þetta ermál rökþrota mannsu Eg átta mig ekki á því hvaða ósköp ganga á, þetta eru fánýt slagorð sem ég tek ekki mark á. Þetta er mál rökþrota manns sem eru ekki svaraverð, segir Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra um yfírlýsingar Geirs Hallgríms- sonar utanríkisráðherra sem segir Albert brigsla sér um landráð og móðga sig, en iðnað- aráðherra hefur lýst sig algerlega andvígan lögfræðilega álitinu í kjötmálinu sem segir kjötinn- flutninginn á Keflavíkurflugvöll löglegan. „Það er auðvitað fyrst og fremst Alþingis að ákveða hvaða lög eru hér í gildi. Eg tel að Alþingi eigi að taka þessi mál til umræðu því hér er um sjálfstæði landsins að ræða,“ sagði Albert í samtali við Þjóðviljann í gær. „Ég á ekki von á því,“ sagði Albert aðspurður, hvort verið væri að bola honum út úr stjórn- inni. „Ég þekki ekki Þorstein nema af góðu, en Geir er að kveðja og hvort hann vill taka mig með sér, það veit ég ekki“. Um hvort Birgir ísleifur Gunn- arsson væri hugsanlegur arftaki hans í iðnaðarráðuneyti sagði Al- bert að samband sitt við Birgi hefði allatíðverið mjöggott. „Eg trúi því ekki að hann taki þátt í slíku baktjaldamakki. Ég veit ekki hvað býr að baki þessum yf- irlýsingum Geirs, þetta hlýtur að vera einhver tímabundinn skjálfti,“ sagði Albert. Þjóðviljinn hefur það eftir á- hrifamönnum í Sjálfstæðis- flokknum að nú ætli flokksforyst- an með Þorstein Pálsson og Geir Hallgrímsson í fararbroddi að gera lokaatlögu að Albert Guðm- undssyni og koma honum úr stjórninni. Sú ákvörðun skýri þær ofsalegu yfirlýsingar sem utan- ríkisráðherra viðhafði í Morgun- blaðinu á laugardag í garð Ai- berts. Þá sé þegar ákveðið að Birgir ísleifur Gunnarsson setjist í stól Alberts, en Birgir hefur ver- ið í þjálfun og nú síðast leiddi hann samningaviðræðurnar við Rio Zink í London. Hulduher Alberts Guðmunds- sonar kom saman til fundar í gær vegna þessa ntáls og ljóst er af yíirlýsingum Alberts að hann ætl- ar hvergi að gefa eftir, heldur taka umræðuna um kanakjötið upp í þinginu þegar það kemur saman. -lg- Sjá á bls 4 Jón Helgason er latinn Starfsmenn hrekjast brott Hringlandaháttur Sverris Hermannssonar með málefni LIN og aðför hans að sjóðnum veldur uppsögnum starfsmanna. Tveir hafaþegar sagt upp Jón Helgason skáld og fræði- maður lést á sunnudag í Kaup- mannahöfn, 86 ára að aldri. Er þá fallinn frá einn merkasti fræðimaður aldarinnar um ís- lenska tungu og bókmenntir, og að auki sjá íslendingar á bak ljóð- skáldi án margra jafningja í kveð- skaparsögu. Þjóðviljinn vottar aðstandend- um Jóns Helgasonar samúð sína. Sjá síðu 5 Starfsmenn Lánasjóðs íslcnskra námsmanna íhuga nú margir uppsögn hjá sjóðnum vegna að- farar Sverris Hcrmannssonar að honum undanfarnar vikur og Þjóðviljanum er kunnugt um að þegar hafí tveir starfsmcnn til- kynnt um uppsögn sína. Þetta eru þeir Pétur Þórarins- son umsjónarmaður töivukerfis sjóðsins og Valdimar Valdimars- son deildarstjóri. Mikil óánægja ríkir meðal fjölda annarra starfs- manna og eru þeir að sögn þegar farnir að líta í kringum sig eftir öðrum störfum. Sverri Hermannssyni hefur orðið tíðrætt uni óeðlilega mikla yfirvinnu starfsmanna sjóðsins, sem að vísu hefur verið marg- hrakið ofan í ráðherrann í fjöl- miðlum, en það er vert að benda á að dragi hann þá ákvörðun sína til baka að frysta námslán í krónutölu mun yfirvinna starfs- manna óhjákvæmlega aukast til muna þar sem endurskoða verð- ur útreikninga námslána til þús- unda námsmanna samkvæmt enn nýrri reglu. Hringlandaháttur ráðherrans með úthlutunarregl- urnar hefur vakið furðu og reiði starfsmanna. _________________________^g- Sjá bls 2 og 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.