Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 3
Forvalið Kynning r a sunnudag Utankjörstaðakosn- ing á mánudag og þriðjudag Á mánudag og þriðjudag gefst þeim félögum ABR sem ekki verða í bænum forvalsdagana 31. janúar og 1. febrúar, kostur á að kjósa utankjörstaðar í forvali ABR. Utankjörstaðakosningin verður í skrifstofu ABR mánudag og þriðjudag kl. 14-15 báða dag- ana. Á sunnudag gengst Æskulýðs- fylkingin fyrir kynningu á öllum frambjóðendum í forvalinu og hefst hún á Hverfisgötu 105 kl. 15. Húsið verður opnað kl. 14. Á mánudagskvöld gengst Kvennafylkingin svo fyrir kynn- ingu á þeim 7 konum sem taka þátt í forvalinu og hefst hún kl. 20.30 á sama stað. Á báðum kynningarfundunum verða stutt ávörp, fyrirspurnir, og kaffiveitingar. -ÁI FRETTIR Listastarfsemi Langbrók lögð niður Gallerí Langbrók verður lagt niður um helgina af þeirri ástæðu að Minjavernd sem rekur húsin á Bernhöftstorfunni hefur hækkað húsaleigu verulega og aðstand- endum gallerísins hefur ekki tek- ist að fá hana lækkaða þrátt fyrir ítrekaðar óskir um það. í frétt frá aðstandendum Gall- erís Langbrókar í gær segir að Minjavernd hafi hækkað leiguna „allhressilega" síðast liðið sumar og hafi þá helmingur Langbrók- arhópsins dregið sig út úr rekstr- inum. Reynt var að fá Minja- vernd til að lækka leiguna að nýju en þeirri málaleitun var ekki svarað og því hafi verið ákveðið að leggja galleríið niður. í áður- nefndri frétt segir einnig: „Svo virðist sem Minjavernd telji hlutverk sitt ekki aðeins vera að'vinna að varðveislu menning- arminja, heldur einnig að skapa þær." -gg Lánasjóður Olafur situr áfram! Stúdentaráð segir Ólaffulltrúa Sverris Hermannssonar. Björk Vilhelmsdóttir: Óforsvaranlegframkoma ólafs. Munum leggjafram vantraust. Hrólfur Ölvisson: Valdníðsla afverstu tegund Pað er auðvitað óforsvaranleg framkoma Ólafs Arnarsonar gagnvart stúdentum og ótrúlegur tvískinnungsháttur að draga úr- sögn sína úr stjórn LÍN til baka nú. Við munum leggja fram van- trauststillögu á manninn á stúd- entaráðsfundi i næstu viku, sagði Björk Vilhelmsdóttir formaður Stúdentaráðs í samtali við Þjóð- viljann í gær eftir að Ijóst varð að Ólafur Arnarson Vökumaður ák- vað að sitja áfram í stjórn LÍN þvert á vilja þeirra sem hann er fulltrúi fyrir. Mótmælti stjórn SHÍ því harðlega síðdegis í gær. Þegar Sverrir Hermannsson kom á fund Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra í gær vegna þessa máls tilkynnti menntamálaráðherrann þeim síðarnefnda að Ólafur hefði þá um morgunínn ákveðið að draga sig ekki úr stjórn LÍN. Heimildir Þjóðviljans herma að Sverrir hafi einfaldlega rétt Ólafi afsagnar- bréf hans og Ólafur tekið við. Þá segja heimildamenn Þjóðviljans að þeir félagar hafi gert um það samning í gærmorgun að 1. árs nemar fengju skuldabréfalán frá sjóðnum. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands ályktaði um málið í gær á þessa leið: „Stjórn SHÍ fordæmir harðlega að gengið sé framhjá vilja meirihluta Stúdentaráðs um tilnefningu fulltrúa þess í stjórn Lánasjóðs íslenskra násmanna. Þar sem Stúdentaráð og stjórn þess hefur samþykkt afsögn Ólafs Arnassonar og tilnefnt nýjan full- trúa í stjórn Lánasjóðsins geta stúdentar ekki litið svo á að Ólafur sé fulltrúi þeirra í stjórn Lánasjóðsins heldur fulltrúi menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar. Stjórn SHÍ krefst því að lagalegur réttur stúdenta um að tilnefna eigin full- trúa í stjórn Lánasjóðsins sé virt- ur." „Þetta er yfirgengileg ósvífni af hálfu þeirra Olafs og Sverris. Eftir þetta verður ekki litið öðru- vísi á en ólafur sitji þarna sem pólitískur fulltrúi ríkisvaldsins og Sverris Hermannssonar. Þetta er auðvitað ekkert annað en vaid- níðsla af verstu tegund," sagði Hrólfur Ölvisson varaformaður Stúdentaráðs í gær. -gg/-v- Lánamál Sprengjan tifar Frumvarp Sverris ínœstu viku. Andstaða í Framsókn Frumvarp um breytingar á lögum um Lánasjóð námsmanna verður að öllum líkindum lagt fyrir stjórnarflokkana í byrjun næstu viku. Drög að þessu frum- varpi hafa verið í vinnslu í menntamálaráðuneytinu sam- kvæmt forskrift Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra og verða að sögn Eiríks Ing- ólfssonar fullgerð nú um helgina. í frumvarpinu er gert ráð fyrir eins og kunnugt er að vextir verði innheimtir af lánum, endur- greiðslutími verði styttur, inn- heimt verði 1% lántökugjald og einstakir námsmenn verði styrkt- ir. Ef marka má ummæli Ingvars Gíslasonar Framsóknarflokki í Þjóðviljanum í gær mun frum- varpið valda miklum ágreiningi millí stjórnarliða og víst er að hluti þingflokks Framsóknar- flokksins mun ekki samþykkja það í núverandi mynd. Stúdentaráð hefur lýst yfir mikilli andstöðu við þessar hug- myndir. -gg Vökumaðurinn Ólafur Arnarson gengur erinda Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra innan Háskóla íslands. Ljósm.Sig. Skógrœkt 800sýni fra Alaska Aaðalfundi Skógræktarfélags íslands 1979 braut Hákon Bjarnason, fyrrverandi skóg- ræktarstjóri upp á nauðsyn þess, að gerður væri út fræsöfnunar- leiðangur til Alaska. Kom Hákon að máli við Óla Val Hanson og hvatti hann til að beita sér fyrir Utanríkismál Engin stefnubreyting MatthíasÁ. Mathiesen nýskipaður utanríkisráðherra: Sammála Geirí kjötmálinu og um Nató. Aukin afskipti ráðuneytis af útflutningsmálum Við Geir Hallgrímsson höfum átt náið samstarf um langan tíma um utanríkismál sem annað og höfum verið þar mjög sam- mála. Ég á því ekki von á því að á utanríkisstefnunni verði nein breyting, segir Matthías Á. Mathiesen, sem í gær tók við embætti utanríkisráðherra. „Það álit sem lögfræðingarnir þrír hafa lagt fyrir ríkisstjórnina um kjötinnflutning á Keflavík- urflugvöll er í samræmi við þá niðurstöðu sem ég fékk í þessu sama máli og gerði grein fyrir á alþingi fyrir réttum 10 árum þeg- ar ég var fjármálaráðherra. Við Geir Hallgrímsson voru þá sam- mála í þessu máli og höfum verið það nú," sagði Matthías um af- stöðu sína til kjötmálsins. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um hvort þetta mál kæmi til um- ræðu á þingi eftir helgina. Hinn nýi utanríkisráðherra sagðist vilja leggja áherslu á að auka þátttöku utanríkisráðuneyt- isins í útflutningsmálum. „Þetta er ekki skref af minni hálfu að flytja starfsemi viðskiptaráðun- eytisins undir utanríkisráðuneyt- ið, heldur tel ég skynsamlegt að hafa hlutina eins og þeir eru, en náið samstarf á milli væntanlegs útflutningsráðs, viðskiptaráðu- neytis og utanríkisráðuneytis," sagði Matthías Á. Mathiesen. -lg- þvi, að af þessum leiðangri yrði. Óli Valur varð hrifínn af hug- myndinni og sleppti ekki af henni hendi. En slík för hlaut að verða kostnaðarsöm og til þess að standa fjárhagslegan straum af henni, var leitað til ýmissa stofn- ana og fyrirtækja um fjárframlög. Árangurinn varð það góður að þann 4. sept. sl. lagði Öli Valur leið sína vestur, ásamt þremur mönnum öðrum. Dvöldu þeir þar í tvo mánuði, fóru víða og urðu fengsælir. SöfnuðU þeir hátt í 800 , sýnishornum af lauftrjám, barr- trjám, runnum og grastegundum. Mun nú á það reyna á næstu árum hvernig þessum gestum að vestan vegnar í nýju umhverfi. En þeir félagar söfnuðu einnig annars konar reynslu. „Við kynntumst þarna mönnum, sem hugsanlega geta greitt fyrir þeim íslendingum sem síðar icunna að fara í söfnunarleiðangur á þessar slóðir... og við vitum nú mun bet- ur en áður hvers þarna er að leita og hvar," segir Óli Valur í frá- sögn af ferðinni, sem birtist nú í helgarblaði Þjóðviljans. -mhg Sjá bls 14-15 í sunnu- dagsblaði WÓÐVILJINN - SÍDA 3 Einkaþotan Landmælingar ekki með Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, vildi koma því á framfæri, vegna fréttar um einkaþotukaup, sem birtist í blað- inu sl. fímmtudag, að Landmæl- ingar hefðu ekki tekið neina af- stöðu til notkunar þessarar þotu. Sagði Ágúst að Landmælingar hefðu haft viðskipti við Flugstöð- ina síðan 1970 við töku loftmynda en þau viðskipti hafa byggst á því að Flugstöðin hefur verið með flugvél útbúna fyrir svona myndatökur. Hvað varðar afnot af þotu- til ferða erlendis þá eru ferðir á vegum stofnunarinnar ekki í það miklum mæli að það borgi sig að eiga viðskipti um af- not af einkaþotu. Á sl. ári voru farnar fjórar ferðir á vegum Landmæíinga til útlanda. _saf Arnagarður Friðaruppeldi í stof u 201 Samtök um friðaruppeldi halda ársfund sinn í dag og yerð- ur hann haldinn í stofu 201 Árna- garði og hefst kl. 14.00. Öllum áhugamönnum um uppeldismál er heimill aðgangur að ársfundinum. Að sögn Gunnars Karlssonar talsmanns samtakanna mun Guðríður Sigurðardóttir kennari kynna á fundinum námsefni sem hefur verið til kennslu í Banda- ríkjunum, og fulltrúar frá Sam- tökum lækna og eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá munu kynna fræðsludagskrá sem hefur verið útbúin til kennslu í skólum. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.