Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsrmi:81663. NMJINN Laugardagur 25. janúar 1986 20. tölublað 51. árgangur. Reykjavíkurflugvöllur 70 lendingar Aðeins þriðja hver vél er í áœtlunarflugi inn- anlands. Tillöguumaðbannaalltþotuflug vísað til borgarráðs Rúmlega 70 flugvélar lentu á . r Reykjavíkurflugvelli á degi hverjum allt síðast liðið ár og hafði lendingum fjölgað um tæp- lega 30% milii ára. Stærsti hluti pessarar flugumferðar eða 65% er einkaflug ýmist innanlands eða milli landa. Aðeins þriðja hver flugvél sem lendir á Reykjavík- urflugvelli er í áætlunarflugi inn- anlands. í fyrra voru 26.130 lendingar skráðar á vellinum, þar af 9.572 „farþegaloftför" í innalandsflugi, Kvennaframboðið Guðrún ekki í framboð Guðrún Jónsdóttir, borgarfull- trúi Kvennaframboðsins, mun ekki gefa kost á sér í borgar- stjórnarkosningunum nú í vor. Sagði hún í samtali við Þjóðvilj- ann, að hún væri á þeirri skoðun, að menn ættu ekki að sitja of lengi í borgarstjórn. Að sögn Guðrúnar mun ein- hverskonar kvennaframboð koma fram í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. „Það mun koma fram listi skipaður konum, en hvernig hann verður skipaður verður ekki ákveðið fyrr en á síð- ustu stundu." - Sáf ýmist stór eða smá, í einkaerind- um eða áætlunarflugi. 15.169 lendingar „smáloftfara" í innan- landsflugi voru skráðar og hafði þeim fjölgað um 48% á árinu áður. „Farþegaloftför" í milli- landaflugi lentu 1374 sinnum á Reykjavíkurflugvelli í fyrra og er um helmingur þeirra litlar einka- þotur að sögn Gunnars Sigurðs- sonar, flugvallarstjóra. Loks lentu herflugvélar 15 sinnum í Reykjavík 1985. Þegar nýtt deiliskipulag að Reykjavíkurflugvelli var sam- þykkt í borgarstjórn fyrir réttri viku urðu miklar umræður um það ónæðí sem íbúar næst flug- vellinum verða fyrir, einkum Við lendingar. Þó að Fokkerarnir séu háværir veldur einkaflugið líka miklu ónæði, einkum einkaþot- urnar sem lenda á hvaða tíma sól- arhringsins sem er, og hafa verið uppi hugmyndir um að vísa einkafluginu á annan stað, jafnvel á Sandskeiðið. Albert Guðmundsson lagði til að borg- arstjórn tæki af skarið og bannaði alla umferð þotna af öllum stærð- um og gerðum um Reykjavíkur- flugvöll og að engin undanþága yrði veitt frá því banni nema Keflavíkurflugvöllur lokaðist af ófyrirsjáanlegum ástæðum. Til- lögu hans var vísað til borgarráðs að frumkvæði Sjálfstæðisflokks- ins. _ ÁI Sjá Sunnudagsblað bls. 16-17 «* ¦ -- < ¦¦¦¦¦-. .,-..¦¦¦ ¦ , - .¦ Um 70 vélar lenda á Reykjavíkurflugvelli, mest einkaflugvélar. Ljós. E.ÓI. Samningar Fundur mánudag Ásmundur Stefáns- sonforsetiASÍ: Má ekki dragast á lang- inn. Janúar ekki hinn stóri verkfalls- mánuður Samningafundur hefur verið boðaður með viðræðunefndum ASÍ og VSÍ nk. þriðjudag en fundi sem átti að verasi. fimmtu- dag var frestað til að gefa þeim vinnunefndum sem settar hafa verið á fót betri tíma til starfa. Þetta má ekki dragast á lang- inn, við höfum ekki efni á því. Hins vegar hefur verið ljóst frá upphafi að janúarmánuður er ekki hinn stóri verkfallsmánuð- ur. Umræður eru hinsvegar ekki komnar á það stig að hægt sé að átta sig á því hvernig þessi mál þróast", sagði Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ í samtali við Þjóðviljann. Aðspurður hvort hann teldi trúlegt að samningar næðust mjög fljótlega, sagði Ásmundur enn hefði ekkert komið upp sem gæfi vísbendingu um slíkt. „Það er ekki þar með sagt að samning- ar geti ekki tekist fljótlega en það er ekki rétt að vera að gefa fólki neinar ofurvonir um slíkt," sagði hann. - lg. Jvöxtm ints I9°5 jyO'VflX SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.