Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Blaðsíða 6
IBUÐIR I VERKA- MANNABÚSTÖÐUM Nýjar íbúðir Stjórn verkamannabústaöa á Akranesi auglýs- ir hér meö 6 nýjar og nýlegar fbúðir í verka- mannabústööum á Akranesi (í fjölbýlishúsum) til sölu. Allar þriggja herbergja. Réttur til kaupa Réttur til kaupa á íbúð í verkamannabústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skil- yrði: a) Eiga lögheimili á Akranesi. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu árin eigi hærri fjárhæð en sem samsvarar kr. 416.000.- fyrir einhleyping eða hjón og kr. 38.000.- fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Áætlað verð Verð þriggja herbergja íbúðar er áætlað kr. 2.000.000.- miðað við byggingarvísitölu 1. jan- úar 1986. Við þá upphæð bætist lántöku- kostnaður á byggingartíma og eftirlitskostnað- ur. Greiðslukjör Kaupandi greiðir 20% kaupverðs (byggingar- kostnaðar) fyrir afhendingu. Skal fyrsta greiðsla kaupanda innt af hendi innan mánað- ar frá því úthlutun fer fram. Eftirstöðvar, 80% kaupverðs, eru lánaðar úr Byggingarsjóði verkamanna til 43 ára. Er lánið afborgunarlaust fyrsta árið, en endurgreiðist síðan aðfullu með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana að við- bættum verðbótum skv. lánskjaravísitölu Seðlabanka íslands á eftirstöðvum lánstí- mans. Afhending Áætlaður afhendingartíma íbúðanna er seinni hluti sumars 1986. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur um framangreindar íbúðir er til 24. febrúar 1986. Sérstök umsóknareyðu- blöð liggja frammi á bæjarskrifstofu Akraness að Kirkjubraut 28, 2. hæð, Akranesi. Eldri um- sóknir þarf ekki að endurnýja. Endursöluíbúðir Á vegum stjórnar verkamannabústaða koma einnig til úthlutunar árlega notaðar íbúðir í verkamannabústöðum. Umsóknarírestur um slíkar íbúðir er til 24. febrúar 1986. Eldri um- sóknir þarf ekki að endurnýja. Sömu umsókn- areyðublöð gilda um þessar íbúðir og nýjar. Akranesi, 10. janúar 1986. Stjórn verkamannabústaða á Akranesi. DÆGURMAL a° H DJOÐVIUINN 1& Verkamannabústaðir í Reykjavík J Grafík í Ásmundarsafni: Jakob Magnússon bassaleikari (Tappi tíkarrass, Das Kapital), Rafn Jónsson trommari, Helgi Björnsson leik- og söngvari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Hjörtur Howser hljómborðsleikari. Þeir þrír í miðið teljast vera sjálf Grafík, endamennirnir dyggir aðstoðar- og meðreiðarsveinar þeirra á hljómleikum... og STANSAÐ, DANSAÐ & ÖSKRAÐ. Grafík í krafti ánœgjunnar Stansað, dansað & öskrað Graf ík sló rækilega í gegn með síðustu plötu sinni, Get ég tekið céns, enda gripurinn góðuryfirmeðallag, melódíur margar sérlega lunknar og skemmtilegarog ástkærayl- hýraíaðalhlutverki. Þaðer nefnilegaífrásögurfærandi þegar íslensk hljómsveit á vinsældir sínár því að þakka að sungið er á íslensku... Ekki satt? Auðvitað er valinn mað- ur bak við hvert hljóðfæri, það hefur aldrei skemmt fyrir, en það er staðreynd að pottþétt spilamennska er ekki endi- lega það sem áheyrendur kjósa helst, tökum bara Pax Vobis sem dæmi um það. Ný plata með Grífík leit dags- ins ljós einhverntíma fyrir jólin. Stansað, dansað, öskrað, kallast hún og er áttalaga. í stuttu máli sagt er platan vel gerð í flesta staði, hressir textar frambornir skýrt og ákveðið útúr munni leikarans Helga Björnssonar, ríf- andi taktfesta einkennandi fyrir lögin öllsömul og heildarsvipur með besta móti. Það má sitthvað segja um söng Helga, maðurinn er kannski ekki besti söngvari í heimi, stundum jafnvel bara falskur eða laglaus. En ein- hvernvegin er Helgi þannig sjarmerandi músíkfalskur að við liggur að hann sé betri þegar hann er verri! Skýringin kannski sú að Helgi virðist maður já- kvæður í lund og einlægur og ann- að þarf ekki til vilji maður syngja fyrir lýðinn. Ég verð að viðurkenna að mér fannst Cénsinn ferskari plata og betri músíkléga séð heldur en Stansað, dansað, öskrað, skífan sú hin fyrri einfaldlega fjöl- breyttari en þessi nýja. Á móti kemur svo að nýj a platan er betur spiluð tæknilega séð. En það er sannarlega ástæða til að skemmta sér með þeim Helga, Rafni og Rúnari og Co., því auðheyrilegt er að strákarnir haf a af þessu mikið gaman og gott, og hverju er þá við bætandi? í krafti ánægjunnar mun Grafík lengi lifa! 9 Suöursandsbraut 30, 105 Reykiavik. Simi 81240 UMSÓKNIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 108 tveggja til fjögurra her- bergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um ca. 100 eldri íbúðir sem koma til endursölu síðari hluta árs 1986 og fyrri hluta árs 1987. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, frá og með mánudeginum 6. janúar og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrif- stofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Um- sóknum skal skila eigi síðar en 7. febr. 1986. Stjórn verkamannabústaða í R.vík. Vinsœldalisti Rásar 2 23.-29. janúar 1986 (ii w 2. s 1. (2) Gaggó Vest (i mlnningunni) 2. (1) Hjálpum þeim 3. (7) Brothers in Arms 4. (3) Allur lurkum laminn 5. (13) The sun always shines on t.v. 6.(10) Gull 7.(21) You little thief 8. (4) In the heat of the nigh 9. (6) Sentimental eyes 10. (5) Sogðu mér satt 11. (9) Saving all my love for you 12. (8) Fegurðardrottning 13.(14) Westendgirls 14. (24) Hit that perfect beat 15. (11) l'm your man 16.(29) Burning heat 17.(18) Kveldúlfur 18. (12) Keep me in the dark 19. (25) Við Reykjavíkurtjörn 20. (27) After the storm 21.(15) Himnalag 22. (20) Into the burning moon 23. (-) Kyrie 24.(16) Tóti tölvukall 25.(22) Uppboð 26. (-) Promises, promises 27. (17) Broken wings 28. (-) Walk of life 29. (-) Jenny 30. (-) Ringofice I Gunnar Þórðarson (9) íslenska hjálparsveitín (7) Dire Straits (5) Bubbi Morthens (7) A-ha (3) Gunnar Þórðarson (4) Feargal Skarkey (3) Sandra (8) Rikshaw (8) Stuðmenn (6) Whitney Houston (5) Ragnhildur Gísladóttir (7) Pet Shop Boys (3) Bronski Beat (2) Wham!(10) Survivor (2) Bjartmar Guðlaugsson (3) Arcadia (9) Gunnar Þórðarson (6) Herbert Guðmundss. (2) Grafík (4) Rikshaw(IO) Mr. Mister (1) Laddi(10) Valgeir Guðjónsson (4) Rikshaw (1) Mr. Mister (8) Dire Straits (1) Falco (1) Jennifer Rush (1) 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.